Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 8
UPPHAF RÓMANTÍKUR - III Þýsk rómantík í frægu málverki eftir Caspar David Friedriech. I Frakklandi þótti goðgá aó menga „heiðríkju klassísismans með dulúðarmistri þýskra heiðalanda". ÞÁTTUR MADAME DE STÁEL EFTIR SIGLAUG BRYNLEIFSSQN Madame de Staél kynnti Frökkum upphaf rómantíkur- innar eins og hún mótaðist meðal Þjóðverja. Með frægri bók hennar urðu andstæðurnar klassísismi og rómantík skarpari og draumórakennd heimsmynd þokaði fyrir ákveðnari áherzlum á þjóðernisleg men n i nga rverðmæti. MADAME de Staél (1766-1817) var dóttir Jacques Neckers, svissnesks fjármála- manns, sem hafði auð- gast á hlutabréfa- og verðbréfakaupum og sölu í Indverska versl- unarfélaginu. Hann var fjármálaráðgjafi og ráðherra Lúðvíks XVI skömmu fyrir upphaf frönsku stjórnarbyltingarinnar. Hún mótaðist af því andrúmslofti og viðhorfum sem ein- kenndu frönsku „salonana" á öld upplýsingar- innar, en þar komu saman heimspekingar, skáld, embættismenn og hluti „frjálslyndra“ aðalsmanna. Gestgjafar þessara samkvæma voru yfirstéttarkonur gæddar sjarma og charisma og vel menntaðar. Á 18. öld, síðari hluta, snerust umræðurnar um heimspeki og pólitík og svo virðist sem helstu höfundar „Encyclopaedíunnar" hafi verið tíðir gestir salonanna, ásamt þeim höfundum og lista- mönnum sem mest kvað að í franska menn- ingargeiranum. Móðir Mme de Staél, Mme Necker, hafði opið hús - salon - meðan eiginmaðurinn gerði örvæntingarfullar tilraunir til að rétta við fjárhag konungsríkisins og koma á einhverj- um umbótum á stjómsýslukerfinu. Konungur leysti Necker frá störfum 11. júlí 1789, sem vakti mögnuð mótmæli sem m.a. voru ein meginástæðan fyrir árásinni á Bast- illuna. Necker var ráðinn aftur sem fjármála- ráðgjafi, en ekkert gekk og hann hvarf frá París og settist að á landsetri sínu við Genfar- vatnið, Coppet. Eftir fall Robespierres 9.-10. Thermidor - 27.-28. júlí 1794 létti terrornum og þjóðstjór- arnir og þingið tóku völdin. Mme de Staél hafði snúið frá Coppet og hafði mikil afskipti af frönskum stjórnmálum. Hún hafði opið hús vissa vikudaga - salon - og þangað kom það sem nefnt var „Tout Paris“, allir þeir og þær sem lifðu og hrærðust í pólitík og pólitískum samsærum. Hún þekkti alla sem skiptu máli, bæði pólitíkusa, rithöfunda, heimspekinga og herforingja. Salon hennar var annálaður fyrir líflegar og snjallar samræður og töfrandi við- mót gestgjafans. Hún skrifaði og gaf út rit sem snertu stjórnmál og bókmenntir. Hún er stundum nefnd fyrsti femínistinn og henni datt margt nýstárlegt í hug og var óspör að skrifa og tala. Byron sagði að hún skrifaði „oktövur“ og talaði í „fólíó“. Árið 1801 skrifar hún um tvær stefnur í bókmenntum Evrópu. í syðri hlutum Evrópu einkenndust „bókmenntir af skírleika í framsetningu, birtu og gleði“ og í norðri af „þunglyndi, depurð mettaðri dulhyggju eða mystisisma, og sög- usviðið var skógardjúpið og mistri hulin heiðalönd.“ Hún segir einnig frá því að fyrir byltinguna hafi bókmenntaumræðan í salon- unum verið mörkuð af klassísima en eftir byltingu var meira rætt um þjóða-bókmennt- ir, nútíma bókmenntir. Hún kynnti Frökkum upphaf rómantíkur- innar eins og hún mótaðist meðal Þjóðverja. Hún ferðaðist um Þýskaland 1801 og 1807 og leiðsögumaður hennar var A. W. Schlegel, einn helsti frumkvöðull þýskrar rómantíkur. Mme de Staél skrifaði sína frægustu bók eftir þessi kynni og ferðir, „De l’Allemagne,“ gefin út í London 1813. Með þessari bók urðu and- stæðurnar klassísismi og rómantík skarpari og draumórakennd heimsmynd og sjálfsvit- und í tengslum við panþeisma rómantíkurinn- ar þokaði fyrir ákveðnari áherslum á þjóðern- isleg menningarverðmæti í listum, bókmenntum, þjóðsögum og tungu. De Staél markaði síðrómantíkina ásamt Scott og Carl- yle, Kleist og Brentano, Leopardi, de Musset og Hugo o.fl. o.fl. Mme de Staél markaði stefnuna til sam- evrópskrar stefnu, en í stíl Herders og Schlegel-bræðra. Benjamin Constant, sambýlismaður hennar um tíma, skrifar í dagbækur sínar: „Madame de Staél var tveir persónuleikar, kona sem virtist vera stöðugt á höttunum eftir athygli, hégómleg og sólgin í áhrif og völd bak við tjöldin, snobbuð en einnig tryggur vinur og lagði sig í h'ma fyrir vini sína. Hún sóttist eftir vinfengi við áhrifamenn. Þegar Napóleon kom frá Italíu 1787 gerði hún margar tilraunir til að krækja í hann, en það var vonlaust. Napó- leon hafði mikinn ímugust á kvenfólki sem reyndi að blanda sér í pólitík. Á tímabilinu frá flóttanum til Varennes, þegar Lúðvík XVI gerði tilraun til að flýja land og fram á annan tug 19. aldar bjuggu franskir útlagar og pólitískir flóttamenn utan landamæra Frakklands, aðalsmenn, Búrb- ónar og á valdaárum Napóleons, byltingar- sinnar og klerkar. Rómantíska stefnan breið- ist út meðal þessara Frakka í fyrstu. Chateaubriand og Madame de Staél voru kunnustu nöfnin, en auk þeirra voru ýmsir höfundar, sem skrifuðu og ortu í nýjum stíl, sem var frábrugðinn hefðbundnum klassísk- um stíl franskra höfunda á 17. og 18. öld. Frönsk rómantík hefst því meðal franskra flóttamanna, útlaga. Á byltingarárunum frá 1789 til falls Robespierres í júlí 1794, voru upplýsingar- stefnan og klassík mótandi í andlegu lífi með- al Frakka. Spartveijar voru fyrirmynd áköf- ustu byltingamannanna og skynsemis- og nytjahyggja mótaði stefnu þeirra, ásamt al- gjörri afneitun allrar „hjátrúar" en undir það hugtak flokkuðust kaþólsk trúarbrögð, kraftaverkatrú, náðarmeðul og þar með hug- myndir um konungsveldi af Guðs náð. Öll dul- hyggja - mystík - var byltingamönnum fárán- leg „hjátrú" og leifar af aldagamalli kúgun sérréttindahópa og konunga. Hugmyndir þýskra rómantíkera um sjálf- svitund, dulhyggju og sálardjúpin voru því þvert á hugmyndaheim franskra byltingar- skynsemishyggjumanna. Einstaklingshyggja rómantíkeranna var þvert á hóphyggju bylt- ingarmanna, hóphyggju og framfarahyggju en trú frönsku heimspekinganna á framfarir og þroskabraut mannkynsins undir merkjum skynseminnar er formuð skýrlegast í hinu fræga riti Nicholas de Condorcet: „Esquisse d’un tableau hist. des progres de Tesprit humain,“ skrifuðu á flótta undan ógnarstjórn- inni 1793-94. Trúin á skynsemina og uppeldið til hins fullkomna samfélags er hvergi betur formuð. Þessar kenningar stönguðust þvert á við kenningar rómantíkeranna. Upplýsingin stefndi að því að móta mann- inn til ákveðinnar samfélagsgerðar, þar sem maðurinn var hluti heildarhyggju. Friedrich Schlegel sem var magnaðasti málsvari róm- antíkurinnar, segir að með manninum búi tryllt þrá til að geta losnað úr viðjum sjálfsins og kastað sér út í óendanleikann. Wilhelm bróðir Friedrichs ferðaðist með M. de Staél um Þýskaland og sú ferð og kynning varð kveikja bókarinnar „De TAllemagne.“ „Bókmenntir fornþjóðanna - klassíkin - er að hverfa á okkar dögum... Rómantískar bók- menntir eru sú eina tegund bókmennta sem geta þróast, eru lífvænlegar, vegna þess að þær sækja kveikju sína í þann jarðveg sem við erum sprottin upp úr, þær einar eiga sér framtíð." Það hefur verið sagt „að rómantíkin væri fyrst og fremst uppreisn gegn öllu.“ Öllu á tímunum 1770-1830-40. Og þetta „allt“ var fyrst og síðast frönsk klassík, empire og öll sú list og bókmenntir sem mótuðu byltingatíma- bilið og Napóleonstímana. En fyrst og fremst uppreisn gegn skynsemisstefnunni, upplýs- ingunni. Chateaubriand skrifar 1791: „Ég vil vera frjáls eins og móðir náttúra, ég viðurkenni engan ofjarl minn nema þann sem kveikti sól- ina og kom heiminum af stað með einni handahreyfingu." Þýsku rómantíkerarnir litu á kenningar sínar sem einhverskonar hliðstæðu við mann- réttindakenningar og upplýsingarstefnu frönsku heimspekinganna og frönsku bylting- arinnar, að svo miklu leyti sem þær snertu frelsi mannsins. Novalis, sem var meðal áköf- ustu rómantíkeranna talaði um „að sérhver einstaklingur væri „tilbrigði" við hina full- komnu „mannshugsjón“.“ Og F. Schlegel skrifar: „Heimur skáldskaparins er endalaus og ótæmandi eins og auðgi lífrænnar náttúru með jurtum hennar, dýrum og hvers kyns for- mum, lögun og lit.“ (Þýðing Árna Sigurjóns- sonar: Bókmenntakenningar síðari alda Rv. 1995). „Skáldsagan litar allan nútímaskáldskap rétt eins og satíran litaði allan rómverskan skáldskap, allar rómverskar bókmenntir, og gefur þannig tóninn..." Og það voru kenning- ar Herders, Kants og Schlegel-bræðra, Ficht- es og Novalis o.fl. o.fl. um rétt hvers og eins til sjálfstjáningar sem „gáfu tóninn" í róman- tíkinni og ollu því flæði skáldsagna sem hefst fyrst á Englandi á síðari hluta 18. aldar og einkennir evrópskar bókmenntir f Evrópu allt fram á vora daga. Friedrich Schlegel var meistari orðs- kviðanna, sem nefndust í útgáfum „Frag- rnente" eða brot. Hann setti þessi brot saman á löngum tíma en þau komu út í tímaritum á árunum 1797-1800. í þessum „Brotum" birtast kenningar róm- antíkeranna og með þeim nær þetta nýja bók- menntamat og viðmiðun fótfestu meðal þeirra sem „lásu og hugsuðu." Snjallyrði Schlegels voru um bókmenntir og að auki heimspeki og trúarbrögð. Tónninn 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. NÓVEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.