Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 10
Museum Insel - Safnaeyjan. í hinni gömlu Miðju í austurhluta Berlínar var byggt yflr ýmiss konar söfn, það elzta frá 1824. Þar eru Bode Museum, National Galerie, Gamla safnið og Pergamon-safnið sem frá er sagt í greininni. Kulturforum - nýleg safnbygging sem hýsír m.a. evrópska málaralist frá fyrri öldum. Húsið þykir ekki hafa tekizt vel, það þykir vera „án andlits“ því forhliðin, sem hér sést, er ekki mikilfengleg. BERLÍN BLÓMSTRAR Á NÝ -111 STEFNUMÓT VIÐ NEFERTITI i aðalsal Hamburger Bahnhof stendur enn sýningin „Eftir Múrinn“. Fjórir ungir listamen voru valdir til að sýna þar og þeirra á meðal er Ólafur Elíasson sem býr og starfar í Berlín. Hann lét steypa mitt- isháan múr eftir salnum endilöngum. I listasafninu í Hamburger Bahnhof er tjaldað ýmsum stórmeisturum 20. aldarinnar. Grjótið í saln- um næst á myndinni er verk þýzka konseptlistamannsins Josephs Beuys og heitir „Endir 20. al- dar“. í sal á bak við sést í risastórt verk Anselms Kiefers, „Lily við Rauða hafið“. EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON í Berlín eru mörg merkileg söfn og þar að auki um 200 myndlistargallerí. Enginn kemst yfir að sjá nema brot af því sem sýnt er. Pergamonsafnið með heilu hofi frá Litlu-Asíu er mikilfenglegt, en eftir- minnilegast er að standa andspænis drottn- ingunni Nefertiti í Egypzka safninu. SÍÐAN snemma á 19. öld hefur Ber- lín verið mitól listaborg. Með sam- einingu hennar fyrir áratugi og auknum ferðamannastraumi hef- ur framboð á listviðburðum færst í aukana; enginn kemst yíir að sjá nema brot af því þótt hann gerði ekkert annað. Þar eru söfn sem geyma ektó aðeins þýzkan menningararf, heldur einnig forn-egypzkan og fom-grískan fyrir utan myndlist margra alda frá nágrannaþjóðunum. Friðrik Vilhjálmur III og sonur hans, Friðrik Vilhjálmur IV, töldust upplýstir einvaldar og litu á sig sem vemdara lista. Jafnframt heyrði hlut- vertónu til að auka hróður hins prússneska veldis, safna fomminjum og myndlist og koma upp lista- söfnum. Þau vom byggð nokkur í hnapp á eyju í ánni Spree: Museum Insel er hún nefnd. Frá ár- inu 1824 er Gamla safnið - Altes Museum - og þótti við hæfi að hafa það stælingu á fom-grísku hofi. Nýja safnið er frá 1855 og tveimur áratugum síðar var byggt yfir National Gallery, Bode Mu- seum á eyjaroddanum, en síðast, árið 1909, reis Pergamon-safnið. Pergamon-safnið: Að flytja heilt hof milli landa Umfangsmikil viðgerð stóð yfir á söfnunum, ut- an hvað Pergamon-safnið var opið. Forsaga þess er sú, að seint á 19. öld grófu þýzkir fomleifafræð- ingar upp bæinn Pergamon á stönd Litlu-Asíu; hann var frá því um 170 fyrir Krists burð. Það er nú í Tyrklandi, en ströndin hefur þá heyrt til Grikklandi hinu foma. Þyngst á metunum var hof Seifs og Aþenu, sem tetóð var af staðnum og flutt styktó fyrir stykki til Berlínar. í leiðinni hefur tekizt að ná í styttu af egypzkum faraó og er hann í allri sinni dýrð, um 2,5 m á hæð, utan við safnið. Súlnaröð er undir þakinu og lágmyndir á undir- stöðunni. Hofið hefur staðið uppi á hæð og eru marmaratröppumar þrjátíu, sem liggja upp að hofinu, allar á sínum stað í safninu. Með þýzkum dugnaði og vandvirkni hefur það allt verið flutt til Beriínar og þar að autó hafa þeir fundið í Perga- mon nokkrar stakar risasúlur; ég get mér þess til að tvo menn þurfi til að ná utan um þær. Hvernig hægt var að flytja slík steinbákn án skemmda um svo langan veg með 19. aldar flutningatækni má heita óskiljanlegt. Eitt var Ijóst frá upphafi ferðarinnar; ég ætlaði að hitta Nefertiti. Höfuðmynd þessarar egypzku Drottningin í myrkrinu: Höfuðmynd Nefertiti er ein að auka á dulúðina. Nefertiti var samt drottning í upp átrúnai Nú þykir flott að hafa nánast ekkert í stórum sölu safnið, og þar er þessi 80 metra langi salur, ætlaði fyrir utan smáverk á miðju gólfi eftir Waltei 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. NÓVEMBER 2000 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.