Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 5
Hallgrímur Einarsson/Minjasafnið ó Akureyri Gamli og nýi tíminn. Hestvagn til fólksflutninga og bifreið Zophoníasar Baldvinssonar, sem hann fékk sumarið 1914. Bílinn var Ford, keyptur í Kaupmannahöfn. Hann gat náð 75 km hraða, en besti ferðahraðinn var 25. Myndin er tekin hjá Norðurgötu 2. Hallgrímur Einarsson/Minjasfnið á Akureyri Garðveisla hjá Oddi C. Thorarensen sem rak Akureyrar apótek á árunum 1886-1912. Þegar áfengisbannið gekk í gildi 1. jan. 1915 máttu einstaklingar eiga sitt vín áfram, en um hver ára- mót urðu þeir að ganga á fund lögreglustjóra og gefa honum vottorð, að viðlögðum drengskap, um áfengisbirgðir sínar. Þetta átti að gera uns áfengið væri þrotið. Enn um sinn gátu Akureyring- ar gert sér glaðan dag og látið flöskuna standa uppi á borðinu. Hallgrímur Einarsson/Minjasafnið ó Akureyri Akureyri um það leyti sem Árni Þorvaldsson fluttist í kaupstaðinn. Braunsverslun er í Hafnar- stræti 100. Við verslunina standa Páll Sigurgeirsson og Baldvin Ryel. jafnvel ekki hinum hlédræga kennara sem orti um það einkennilega vísu: Bærinneríuppnámi, aristokratáþeytingi. AxelSchiötháafmæli, uppi er flagg á Höepfneri Árni kynntist þó Matthíasi Jochumssyni fljótlega sem var kominn á áttræðisaldur en í anda ekki degi eldri en tvítugur. Ekki sóttist Ami samt eftir því að heimsækja Matthías enda kom þeim ekki vel saman honum og Guð- rúnu Runólfsdóttur, eiginkonu þjóðskáldsins. Þótti Ama hún sparsöm og tók þó út yfir allan þjófabálk þegar hún ....... tímdi ekki að láta mann sinn hafa kol til að leggja í ofninn á skrif- stofu sinni.“ Það var því miklu oftar að Matt- hías kom heim til Áma og þáði hjá honum viskí þynnt í vatni, sem þjóðskáldinu þótti góður drykkur. Lét Matthías þá ekki standa á því lengi að bjóða Áma að þúa sig „... og urðum við brátt mestu mátar.“ Eitt sinn hafði Matthías orð á því við Áma að hann skyldi nú bjóða samkennara sínum við Gagnfræðaskólann, séra Jónasi, eitt glas af viskíi: „Honum þykir það mjög gott. Hann er þreyttur maður, hefur þungt hús og verður að leggja mikið á sig. Það mundi hressa hann,“ sagði þjóðskáldið. Ami tók vel í þetta en kvaðst ekki þekkja Jónas neitt. Það væri því best að Matthías tæki hann með næst þegar hann kæmi. Upp úr þessu varð það fost venja hjá þeim þremur að hittast einu sinni eða tvisvar í mánuði heima hjá Áma, drekka kaffi og skrafa saman „ ... og hafði [Matthías] optast orðið.“ Pólitík bar sjaldan á góma og var það með ráðum gert til að forðast eldfimasta umræðu- efni þess tíma sem var ágreiningurinn á milli Hannesar Hafsteins og andstæðinga hans. Þeir Matthías og Jónas vom einarðir heima- stjórnarmenn en Árni ekki. Það var þó engin hætta á því að umræðuefnin færu í þurrð þar sem þeir komu saman klerkamir Jónas og Matthías. Þeir vom báðir miklir lestrarhestar og varla til það málefni sem þeir bám ekki eitt- hvert skynbragð á. Báðir vom þeir miklir áhugamenn um handanheiminn og höfðu oft haldið miðilsfundi heima hjá Matthíasi. Stúlka að nafni Guðný hafði verið á Sigurhæðum hjá skáldinu og verið þeirrar náttúm að geta náð sambandi við dána. Á þessum miðilsfundum hafði ýmislegt und- arlegt gerst; borð og stólar dansað og dauðir menn talað í gegnum miðilinn. Stundum höfðu vondir andar gert vart við sig og hamast svo um herbergið að alit ætlaði um koll að keyra. Búshlutir höfðu flogið horna á milli og geð- heilsa viðstaddra verið í hættu. Matthíasi sjálf- um hafði legið við sturlun út af öllu þessu anda- fargani og Guðný orðið að leggja niður öll miðilsstörf heilsu sinnar vegna. Allt var þetta að baki þegar Árni varð dús við þjóðskáldið og séra Jónas en oft ræddu þre- menningarnir málefni guðs og genginna. Árni hafði einnig töluverðan félagsskap af öllum þeim bæjarbúum er hann tók í kennslu heim til sín. Fyrsta veturinn bar mest á því að Akureyringar vildu læra af honum undirstöðu- atriði þýskrar tungu en færri báðu hann að kenna sér ensku. Þetta voru mest nemendur Gagnfræðaskólans, eða verðandi nemendur skólans, og kaupmenn er vildu styrkja stöðu sína í viðskiptum við útlendinga. Ekki fór hjá því að sitthvað annað bæri á góma í þessum einkatímum en námið sjálft og varð Árni snemma gjörkunnugur helsta slúðr- inu í bænum. I mannlífshafinu á Akureyri voru um þessar mundir tveir siðgæðis-pólar af holdi og blóði. Um annan þurfti Ámi ekki að fræðast neitt af öðrum enda var það sjálfur séra Matt- hías á Sigurhæðum. Hann var hinn góði hirðir bæjarbúa, viðkvæmur í lund, sívakandi og kærleiksríkur langt umfram aðra menn. Óhætt er að fullyrða að enginn hefur komist nær því en Matthías að vera í bæjarlífi Akureyringa eins og heilagur andi í sakramenti Lúthers- trúarmanna; undir og yfir og allt í kringum. Það var engin tilviljun eða fagurgali að nokkr- um árum eftir andlát Matthíasar var skrifað: „Langdvöl síra Matthíasar á Akureyri á efri hluta æfi hans er bjartasta stjaman yfir þess- um bæ; mun ljómi hennar seint dvína.““ Andstæða séra Matthíasar var Guðmundur, sonur Guðlaugs sýslumanns, ákaflega gjörvi- legur piltur sem virtist þó ráðinn í því að verða ógæfumaður. Sama haustið og Ámi fluttist til Akureyrar fagnaði Guðmundur 21 árs afmæli sínu en hann var þá án nokkurs vafa umtal- aðasti einstaklingur kaupstaðarins. Það var segin saga að ef eitthvað var gert einhverjum til miska í bænum eða hrekkur var framinn án þess að uppvíst yrði um höfuðpaurana, þá var Guðmundur umsvifalaust stimplaður sekur. Þetta sannreyndi Ami fljótlega. Hvenær sem kvöldnemendum hans gafst færi til að líta upp úr beygingu dyntóttra þýskra sagna barst talið eins og ósjálfrátt að Guðmundi. Og Ámi fékk að vita að Guðmundur hefði alla götustráka bæjarins og lausastelpur á sínu bandi og hvernig hann hafði einu sinni fengið stóran hóp þeirra til að ganga í Góðtemplararegluna. Fá- einum dögum eftir inntökuathöfnina hafði allt hyskið dmkkið sig út úr reglunni aftur en nokkru síðar vöknuðu templarar upp við að bjórflaska dinglaði á flaggstönginni við sam- komuhús þeirra á Barðsnefi „... og álitu allir að Guðmundur hefði halað flöskuna þar upp fjelaginu til smánar.“ í annað sinn var götukamar dreginn fyrir dyr á húsi góðborgara á Oddeyrinni og komst hann út við illan leik. Guðmundur var þegar nefndur til sögunnar og svo var um ótal mörg önnur strákapör sem aldrei vora upplýst. Það orð lá líka á að hann hefði kveikt í húsi á Odd- eyri en seinna átti hann eftir að tengjast fleiri branum með svipuðum hætti, til dæmis elds- voðanum mikla í desember 1912. Aldrei sann- aðist þó nein íkveikja á sýslumannssoninn. Þegar talið barst að kvennamálum Guð- mundar breyttist hljóðskrafið í herbergi Árna í hvísl. Guðmundur var fríður sýnum, stór og karlmannlegur og gekk í augun á kvenfólki. Var Árni brátt leiddur í allan sannleik um mesta hneykslismál bæjarins sem þá var á döf- inni. UndiiTÓt þess tök Ámi saman í eina setn- ingu: ,Af því hann [Guðmundur] gekk í augun á kvenfólkinu hafði hann mikið vald á ýmsum stelpum og jafnvel sumum giptum konum bæj- arins og fór mikið orð af kvensemi hans.“ Þegar dró nær jólum 1909 tók það að ganga fjöllunum hærra í kaupstaðnum að Hulda Laxdal, fósturdóttir Eggerts Laxdals, væri byrjuð að þykkna undir belti og kenndi hún Guðmundi um. Hafði hún skoðað hann sem kærasta sinn en þegar honum varð ljóst ástand hennar vildi hann ekkert með hana hafa leng- ur. Hulda gaf sig þó ekki fyrr en Guðmundur hreytti í hana að hann hefði engan tíma fyrir hana lengur, hann ætti fullt í fangi með að full- nægja eiginkonu tiltekins góðborgara í bæn- um. Við þetta varð Hulda hrygg og reið, gekk á fund eiginmannsins og sagði honum ummæli verðandi bamsföður síns. Eiginmaðurinn brást hinn versti við, kærði Guðmund til sátta- nefndar Akureyrar og át hann þá allt ofan í sig sem hann hafði áður sagt Huldu um samband sitt og eiginkonunnar. Það kom þó ekki í veg fýrir að bæjarslúðrið héldi áfram og fitnaði heldur betur á stykkinu þegar í ljós kom að eig- inkonan var ófrísk. Sumarið eftir fæddust bömin og var Guð- mundur titlaður faðir að öðra í kirkjubókum en Gróur bæjarins kenndu honum hitt. Höfundur er sagnfræðingur. ÁGÚSTÍNA JÓNSDÓTTIR GRÆÐSLA Taktu blóð úr ljóði mínu litaðu líkama þinn þyrstum rósum stingdu þeim í eigin táragarð gefðu blóð í ljóð mitt ég skal græða það ílandogannað DJASS Mjúkur djassinn koddahjal en þú hvúir á svæfli þínum sunnan fjalla sem halda fyrir mér vöku mætumst í draumi hljómanna ferskir tóngaukar ímorgunsárið GEISLAHUS Teiknum saman ljósgeislahús með skýjagluggum og sólarhurðum á fjallinu tigna það verðui’ saga okkar kvöldið sem ljósker tendrast í rökkrinu ókominn dag eftir aldir HEILUN Jafnfallinn snjór að ljósum vanga heitirlófar sólskinsstrengir í hreystigöngu suður um blástimið söngskógaleiftur Höfundurinn er skóld og kennari í Reykjavík. LjóSin eru úr Vorflautu, nýrri IjóðabókÁgústínu, sem jafnframter fimmta Ijóðabók hennar. Utgefandi er Möl og menning. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. NÓVEMBER 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.