Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 2. júlí 1983 Kjartan Jóhannsson „Afnám samningsrétt- ar er algert einsdæmi meðal lýðræðisþjóða“ Kjartan Jóhanns- son, formaður Alþýðu- flokksins er í viðtali Al- þýðublaðsins að þessu sinni. Rætt var við Kjartan á dögunum um stjórnmálavið- horfið vítt og breitt, ný- myndaða ríkisstjórn og þau áform sem hún hefur uppi, stefnumál Alþýðuflokksins og ýmislegt fleira bar á góma. Við byrjuðum á því að minna á stjórn- armyndunarviðræður og loforð þau sem stjórnarflokkarnir höfðu gefið um upp- skurð í efnahagslífinu og fleira. — Nú töluðu allir talsmenn flokka fyrir síðustu kosningar um nauðsyn uppskurðar á efnahags- lifinu. Alþýðuflokkurinn lagði mikla áherslu á betri leiðir i þjóð- málum. Sýnist þér að verið sé að ryðja nýjar brautir að einhverju leyti á þeim vikum sem liðnar eru frá því að stjórnarmyndun var? — Enn sem komið er, þá sér þess nú ekki að það sé verið að ryðja nýjar brautir, heldur er farið í hefðbundinn farveg og einungis tekið á einum þætti efnahags- mála, sem eru launin. Þetta hefur verið margreynt áður. Á þessu hefur hver ríkisstjórnin á fætur ann^rri brennt sig. Og þetta var nátturlega eitt af því sem Alþýðu- flokkurinn gat alls ekki sætt sig við. Hann taldi nauðsynlegt að það yrðu gerðar mjög umfangs- miklar kerfisbreytingar í hag- stjórn og í stjórn efnahagsmála og atvinnumála. Hættan er sú, að árangurinn af þessu reynist þegar til lengri tíma er litið harla lítill eða enginn á sama tíma og launa- fólki hefur verið gert að axla mjög þungar byrðar sem munu reynast þungbærar, þegar líður á þetta ár. Spádómar um næsta ár að því er þessa hluti varðar eru kannski tæplega tímabærir. Þó er eitt sem er mjög óvenju- legt i sambandi við starfsaðferðir þessarar ríkisstjórnar og það er afnám samningsréttar. Jafnaðar- mannaflokkur sem Alþýðuflokk- urinn getur auðvitað ekki sætt sig við það, að samningsréttur sé af- numinn vegna þess að þetta er eitt grundvallaratriði lýðræðisins. Menn verða að geta samið um kaup sitt og kjör. Og þetta er það sem jafnaðarmenn um allan heim börðust fyrir við upphaf jafnað- armannahreyfingar í heiminum. Og það er í rauninni ekki bara neyðarúrræði að gera hluti af þessu tagi að ganga á samnings- rétt, heldur held ég að svo víðtæk- ar aðgerðir af þessu tagi sem ríkis- stjórnin hefur gripið til, afnám samningsréttar hjá launþegum um þetta langan tíma, sé algert einsdæmi meðal lýðræðisþjóða. Verðum að um- gangast auðlindir með varúð — Sjávarútvegsmál skipta sköpum fyrir þjóðarbú íslend- inga. Hvert hrunið hefur þar rek- ið annað. Fyrst loðna, síðan þorskur, nú er talað um grásleppu og karfa. í sölumálunum hafa orðið stórslys. Fleiri dæmi um rányrkju má nefna. Hver er að þínu mati meginorsök þess, hvernig komið er í þessari undir- stöðugrein okkar og hvaða leiðir eru færar út úr vandanum? Það er brýnt fyrir okkur að gera okkur glögga grein fyrir því, að til þess að við getum haldið uppi góðum lifskjörum hér á ís- landi og sæmilegum stöðugleika í efnahagsmálum, verðum við að umgangast auðlindir sjávarins af varúð. Sterkir fiskistofnar eru undirstaða þess að hér sé hægt að hafa blómlegan sjávarútveg, sem standist bærilega sveiflur af völd- um náttúrufars, því að þær eru auðvitað hluti af þessu dæmi. ís- lendingum hefur ekki tekist að hafa nægilega góða stjórn á fisk- veiðunum. Við höfum verið allt of stórtækir í því að ganga á fiski- stofna. Eftir það sem gerðist með síldina mátti telja að við yrðum varkárari í sambandi við loðnu- stofninn og þorskstofninn og fleiri fiskistofna, en það hefur ekki reynzt svo og hefur keyrt um þverbak á síðustu árum. Þarna þarf að sjálfsögðu að eiga sér stað alger stefnubreyting þannig að fiskistofnar séu ekki ofveiddir og menn séu aðhaldssamir í þeim efnum. Það mun síðan koma fram í betri afkomu í sjávarútveg- inum. í annan stað hefur tilkostnaður við veiðarnar verið stórlega auk- inn og það er tilhneiging til þess að stækka fiskiskipastólinn um- fram það sem nauðsynlegt er og umfram það sem skynsamlegt er og hagkvæmt. Á seinustu árum hefur bæst mjög við fiskiskipa- stólinn. Þetta þýðir auðvitað að tilkostnaðurinn við veiðarnar verður langtum meiri og með þessum hætti bitnar sú stefna sem fylgt hefur verið, bæði í veiðunum og í stærð skipastólsins og fjár- festingu í útgerðinni á afkomu út- gerðar, sjómanna og þjóðarinnar allrar. Þarna þarf vitaskuld að eiga sér stað alger stefnubreyting. Mörkuð verði nútímastefna Við Alþýðuflokksmenn höfum verið með þær hugmyndir að inn- flutningur á fiskiskipum væri ekki leyfður um tíma. Við höfum byrjað að framkvæma þær hug- myndir, en þær voru brotnar á bak aftur. Ég held að það sé nauð- synlegt að slíkri stefnu verði nú fylgt fram meðan menn átta sig á því, hvaða ráð þeir telja að séu á- sættanleg til þess að hafa hemil á stærð skipastólsins. Ég tel, að það sé ákaflega mikilvægt að það sé farið í þetta verkefni. Það er nauðsynlegt að það náist sam- staða um það, ekki bara pólitísk samstaða milli flokkanna, heldur líka samstaða við hagsmunaaðila í sjávarútvegi þannig að það verði mörkuð nútímastefna. Það er auðvitað afleitt, að einn sjávarút- vegsráðherra fylgi einni stefnu og sá næsti brjóti hana síðan á bak aftur með þeim afleiðingum sem við höfum séð að undanförnu. Þarna þarf að koma til samstaða allra aðila um það hver stefnan eigi að vera í þessum efnum og það er svo mikið í húfi. Mér finnst að menn eigi að geta þó nokkuð á sig lagt til þess að leita að þeirri samstöðu. Veiöileyfastjórn Við Alþýðuflokksmenn höfð- um þar á meðal flutt þingsálykt- unartillögu um athugun á veiði- leyfastjórn í fiskveiðum. En það er kannski ekki tímabært að full- yrða það fyrir fullt og fast, að það eigi að taka upp víðtæka veiði- leyfastjórn. En það er þó a.m.k. tímabært að hyggja að því, hverjir eru kostir og gallar hvers fyrir- komulags og leita eftir umræðu um það við hagsmunaaðilana í sjávarútveginum. Við lauslega skoðun kemur í ljós, að það eru ýmsir kostir, sem fylgja veiði- leyfastjórnun, en það eru líka ýmsir gallar og þetta verða menn að vega og meta og flutningur okkar á þessari þingsályktunartil- lögu er beinlínis þannig hugsaður, að það sé leitað eftir samstöðu um betri leiðir við fiskveiðistjórnina heldur en hafa verið tíðkaðar að undanförnu og í því sambandi verði veiðileyfastjórn athuguð al- veg sérstaklega. Ekki fleiri gælu- verkefni — Allir tala um að efla íslensk- an iðnað. Hvernig finnst þér það hafa tekist til á síðustu árum? — Það gætir alltof ríkrar til- hneigingar til þess, að ráðherrar og stjórnmálamenn — og keyrði um þverbak á síðasta kjörtíma- bili — ætli sér að efla íslenskan iðnað með einhverjum sérstökum verkefnum, sem verða uppáhalds- verkefni þeirra. Auðvitað getur það átt við, að reistar séu einhverj- ar verksmiðjur, t.d. stálverksmiðj- an eða eitthvað slíkt, — en það er rangt að ætla sér að þróa íslensk- an iðnað fyrst og fremst á því að opinberar stofnanir finni upp á einhverjum sérstökum verksmiðj- um sem reisa eigi. Það eru hin al- mennu skilyrði í iðnaðinum sem skipta langmestu máli, hin al- mennu rekstrarskilyrði. Að iðn- aðurinn búi við sæmbærileg kjör og sams konar kjör og aðstöðu í þjóðfélaginu eins og aðrar at- vinnugreinar. Þetta gildir í lána- málum, skattamálum og tolla- málum. Ef við ætlum að skapa okkur möguleika til útflutnings á iðnað- arvarningi, þá verðum við lika að endurskoða fleiri aðferðir heldur en nú eru uppi hafðar í sambandi við innflutning. Innflutningur er að vissu leyti frjáls hjá okkur, við getum sagt að hann sé algjörlega frjáls, en útflutningur er eiginlega heftur. Þó að það eigi að heita það í orði að útflutningur sé frjáls, þá er pappírsverkið í sam- bandi við útflutning svo svifaseint og þungt að ýmsir þeir sem kannski mundu vilja stunda út- flutning á iðnvarningi hreinlega gefast upp. Hugmynd okkar Al- þýðuyflokksmanna er sú, að því er varðar útflutning á iðnaðarvör- um Iandbúnaðarvara, þá ætti að gera þann útflutning frjálsari, ekki bara í orði heldur líka á borði og að því er sjávarútveginn varð- ar, þá á að vera svigrúm fyrir smærri útflytjendur í einhverjum mæli til þess að stunda útflutning og veita þannig hinum stærri sam- tökum, sem fara með útflutning eins og Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og SÍS aukið aðhald frá því sem nú er. Með þessu er ég alls ekki að segja að þessi stóru sam- tök hafi ekki hlutverki að gegna, heldur að það sé nauðsynlegt að smærri aðilar hafi þarna líka tækifæri og geti þannig veitt að- hald sem ég held að hinum stóru sé hollt og þeir þurfi raunverulega á að halda. Ég er ekkert að van- meta það sem þeir hafa gert, en nokkurt aðhald er auðvitað nauð- synlegt í þessum efnum líka í sjáv- arútvegi. Söluhliðin mikilvæg En að því er iðnaðinn varðar, þá eru það þessii almennu skilyrði sem fyrst og fremst gefa mögu- leika á því að nota sér iðnþróun, þannig að framtak manna nýtist til þess að nýta þau tækifæri, sem upp koma. Menn verða þá að hafa aðstöðu til þess að geta sinnt rekstri sinna fyrirtækja, en þurfa ekki að vera sendisveinar redding- anna eins og þeir eru núna á lána- markaði og ýmsum öðrum svið- um, þá geti þeir sinnt stjórnunar- störfum og söluhliðin er ekki síð- ur mikilvæg. Við íslendingar er- um kannski fyrst og fremst fram- leiðendur og höfum verið gegnum tíðina, en höfum ekki tileinkað okkur sölumennsku í sama mæli eins og ýmsar aðrar þjóðir. Við getum tekið Dani til samanburð- ar. Þeir hafa engin feikn af hrá- efnum til að vinna úr sinn iðn- varning, en þeir kunna til sölu- mennsku og þeim tekst að selja mikið af iðnvarningi á erlendri grund og það byggist fyrst og fremst á tvennu: Annars vegar á sölumennsku og hins vegar því sem kallað er „design“ eða hönn- un þeirra hluta, sem þeir eru að selja. Þetta held ég að við íslend- ingar þurfum að læra og stjórnin þurfi að stuðla að því að þróunin geti verið í þessa átt. — Það hefur stundum verið sagt að íhald og Framsókn laði það versta fram hvor í öðrum. Finnst þér að þessi fullyrðing hafi að einhverju leyti sannast á fyrstu vikum stjórnarinnar? — Ja, reynslan hefur náttúr- lega verið sú að þegar þessir tveir flokkar hafa starfað saman, þá hefur ekki tekist vel til um lands- stjórnina og hagsmunir launa- fólks hafa orðið útundan. Og það eru auðvitað innan beggja þessara flokka mjög sterk öfl af þessu tagi. En þar á ofan þá hafa þessir flokkar mikla tilhneigingu til þess að standa vörð um ýmsa þætti í efnahagsmálum, sem þurfa ým- issa breytinga við. Við getum tek- ið landbúnaðarmálin sem dæmi og það kerfi sem við búum við varðandi landbúnaðarmál, yfir- stjórn þeirra, verðlagningarkerfi, útflutningsbætur og því um líkt. Það er orðið ærið gamalt, sérstak- lega að því er varðar verðlagning- arkerfið og þess háttar. Þetta var í sjálfu sér gott og gilt kerfi sem stuðlaði að framleiðslu- aukningu fyrir — ja, við skulum segja 30 árum síðan. Þá var þörf á því. En nú er þetta orðið fyrir löngu úrelt. En þessir tveir flokk- ar hafa mjög ríka tilhneigingu til að standa vörð um kerfið. Það eru sterk öfl innan þeirra beggja, sem vilja engu breyta í þessum efnum. Og það er auðvitað eitt af því sem við Alþýðuflokksmenn höfum rekið okkur á, að kerfið er staðn- að og steinrunnið og það eru sterk öfl innan þessara tveggja stærstu stjórnmálaflokka, sem fást ekki til að taka á endurbótum í þeim efnum. Ég held að það sé mikill misskilningur hjá þeim að þeir séu að standa vörð um hagsmuni bænda með þessari afstöðu sinni og ég hef orðið var við það hjá ýmsum bændum sem ég hef um- gengist, að þeir eru í sjálfu sér al- veg gáttaðir á því hvernig það má vera, að verð á landbúnaðarvör- um þurfi að hækka um tugi pró- senta á sama tíma og launþegar og bændur fá 8% eins og gerðist seinast, jafnframt því sem sífellt er verið að reisa nýjar og nýjar vinnslustöðvar, sem enginn sér neina sérstaka fyrirsjá við að reisa eða kosti. Það er þessi sjálfvirkni í verðlagningarkefi landbúnaðar- ins, sem þarf að höggva á og auka þarna frjálsræði og sjá til þess að vinnslustöðvarnar séu viðskipta-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.