Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 9
Laugardagur 2. júli 1983 9 lega ábyrgar og standi skil á við- skiptum sínum við bændur jafn- óðum og á hreinan og skilmerkan hátt. Þetta er stórverkefni fyrir ut- an það að draga úr útflutnings- bótunum og afnema þær í áföng- um eins og við Alþýðuflokks- menn höfum lagt til, vegna þess að þeir fjármunir, sem þarna eru, þurfa greinilega að nýtast til ann- arra hluta. Menn tala um að land- búnaðarvörur séu líka niður- greiddar hjá ýmsum Evrópuþjóð- um eins og t.d. innan Efnahags- bandalagsins en það er alls ekki í sama mæli eins og hjá okkur og að'staða okkar til þess að stunda útflutning á t.d. mjólkurafurðum er náttúrlega ekkert sambærileg við það sem gerist hjá ýmsum grannlöndum okkar. Á þessa staðreynd verðum við að horfa og aðlaga landbúnaðinn hjá okkur að þessum viðhorfum. En það hefur gengið grátlega seint og ég held að það hafi í rauninni líka bitnað á landbúnaðinum og þar með á stöðu bóndans í þjóðfélag- inu. — Hvað er að segja svona um þátt einstakra ráðherra í stefnu- mörkun — nýrri stefnumörkun frá því að ríkisstjórnin var mynd- uð? Hvað um „útsölu“ ríkisfyrir- tækja, stóryðjumálin, þar sem fjármálaráðherra segir að eignar- aðild íslendinga komi tæpast til greina og breytingar í bankakerf- inu o.s.frv. Sýnist þér að þarna sé á einhverjum sviðum um verulega stefnubreytingu að ræða? Á hvaða verði? — Um sölu á ríkisfyrirtækjum verður að segja það, að mér finnst það fráleitt að ætla að taka ein- hverja ákvörðun um það fyrir fram að selja svo og svo mörg rík- isfyrirtæki. Það getur varla verið vænlegt fyrir ríkissjóð að fara að selja fyrirtæki á hvaða verði sem er. Hitt er það, að að hve miklu leyti ríkið skuli vera með atvinnu- rekstur eða ekki hlýtur ævinlega að vera álitamál og það er ekkert trúaratriði frá okkur Alþýðu- flokksmönnum að ríkið þurfi endilega eiga svo og svo mikið af fyrirtækjum í landinu. Það er grundvallarmisskilningur ef ein- hver heldur það. Hlutverk ríkisins í þessum efnum getur verið það að koma inn til þess að koma fyrir- tækjum á fót eða sjá til þess að þeim sé haldið uppi vegna at- vinnustarfsemi á ákveðnum svið- um eða stöðum. En síðan mega þau fyrirtæki gjarnan ganga til annarra aðila, þegar þannig að- staða er í þjóðfélaginu. Ég held, að það sé ákaflega varasamt að ætla að halda einhverja sérstaka heildsölu núna eða útsölu á ríkis- fyrirtækjum eins og mér heyrist að fjármálaráðherra sé að boða. Við eigum náttúrlega eftir að sjá, hvað býr að baki þessum orðum, því að allt er þetta ákaflega al- mennt orðað. En orðbragð eins og „afsósíalísering“ í þessu sam- bandi er náttúrlega gersamlega út í hött. Að því er stóryðjuna varðar, þá er það skoðun okkar Alþýðu- flokksmanna að það verði að skoða í hverju einstöku tilviki, hvort íslendingar og þá íslenska ríkið, líklegast í flestum tilvikum, eigi að eiga minni eða stærri hlut í slíkum fyrirtækjum. Það verður í fyrsta lagi að fara eftir stærð fyr- irtækjanna, hvort það væri álit- legt fyrir íslendinga að eiga hlut i fyrirtækjunum. í annan stað eftir því hversu arðvænleg þau eru. Meginmálið er auðvitað að ná tökum á stjórn fyrirtækjanna, hafa afgerandi áhrif á stjórn þeirra og geta haft gott eftirlit með því hvernig þau eru rekin. Af- dráttarlausar yfirlýsingar af því tagi sem Sverrir Hermannsson hefur gefið eru vafasamar að því leytinu, að það er verið að lýsa því yfir að ákveðnir hlutir komi alls ekki til greina. Það er svona álíka heimskulegt eins og þegar Hjör- leifur Guttormsson lýsti því yfir í sambandi við viðræður við eig- endur ÍSAL, að stækkun á álver- inu gæti alls ekki komið til greina. Auðvitað er það einn af þeim hag- kvæmu kostum sem fyrir hendi Framh. á 18. síðu ÍSLENSKIR TÖLVUSPILAKASSAR • Sterkir, vandaðir og ódýrir. • Mikið úrval leikja fyrir- liggjandi. Hver leikur aðeins 1500 kr. • Samsettir úr eining- um. Auðveldar viðgerðir. • Myntinntak stillanlegt fyrir hvaða mynt sem er. • Stór myntkassi (3 mánuðir). • Margir nýir leikir koma á markaðinn í hverjum mánuði. • Hentugir fyrir sjoppur, félagsheimili, spilasali og billjardstofur. • Sýningarkassi á staðnum. mm •'áwifoiSS TOLVUBUÐINHF Skiphoiti 1, Reykjavík. sími 25410. S^MUNDUR FROÐI Ssk að sigla með selnum forðum ef Flugleiðir hefðu verið byrjaðir að fljúga til Parísar! Eins og flestum er kunnugt lenti Sæmundur í umtals- verðum samgönguerfiðleikum og varð að beita göldrum til þess að komast yfir hafið. Nú er öldin önnur því Flugleiðir bjóða PEX-farmiða á ótrú- lega hagstæðu verði til Parísar, Luxemborgar og Frankfúrt. París verð kr. 9.899.- Luxemborg verð kr. 10.242.- Frankfúrt verð kr. 9.993.- Um PEX-miða gilda m.a. eftirfarandi skilmálar: Lágmarks- dvöl er 1 vika. Bóka skal fram og til baka og greiðsla þarf að fara fram samtímis. Allar nánari upplýsingar veita sölu- skrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og feroaskrifstofur. Af hverju ætli Sæmundur hafi ekki leigt sér örn? Miðað er við gengi 1/7 1983 FLUGLEIDIR Gott fótk hjá traustu félagi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.