Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 22
22 Laugardagur 2. júlí 1983 Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík Leshringur FUJ að störfum. Þessi síða sem hér birtist er kynningarsíða fyrir Fé- Iag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Kynnt er starf- semi félagsins bæði nú og áður fyrr. Þá fylgir einnig inntökubeiðni í félagið. Þeir sem hafa hug á að gerast félagar eftir lestur þessarar síðu eru beðnir um að senda hana að Hverfisgötu 106a eða skrifstofu Al- þýðuflokksins og verður þá haft samband við þá sem fyrst. Hvað er FUJ F.U.J. — Félag ungra jafnaðar- manna í Reykjavík er pólitísk ungmennasamtök sem berjast fyrir framgangi jafnaðarstefn- unnar á íslandi. í lögum félagsins segir: „Markmið félagsins er að berjast fyrir útbreiðslu jafnaðar- stefnunnar á grundvelli lýðræðis og þingræðis og vekja áhuga æskumanna og — kvenna á mikil- vægustu viðfangsefnum alþýð- unnar og verkalýðssamtakanna í landinu í samræmi við stefnuskrá Sambands ungra jafnaðarmanna (SUJ). Starfsemi Starfsemi félagsins fer fram í formi félagsfunda ráðstefna, nefndarfunda, leshringa en ekki er einungis rætt um pólitík heldur er hún stundum lögð til hliðar svo sem á skemmtikvöldum og í ferðalögum. Nefndafundir: Helstu nefndir eru utanríkismálanefnd, verka- lýðsmálanefnd ferða- og skemmtinefnd og einnig útgáfu- nefnd. í nefndunum koma menn saman í smá hópum og ræða mál- in ítarlega eða framkvæma eitt- hvert ákveðið áhugamál sem feil- ur undir starfsemi nefndarinnar. Þær nefndir sem mestur áhugi hefur verið fyrir eru utanríkis- málanefnd sem kom mjög vel undirbúin til síðasta sambands- þings. Útgáfunefnd sem þegar hefur gefið út eitt stórt blað í 12000 eintökum ásamt 3tbl^af félagsblaðinu Árroða og er nú að leggja drög að öðru blaði sem ætl- un er að koma út í haust. Ferða- og skemmtinefnd hefur séð um skemmtikvöld, „opið hús“ og ferðalög félagsins. Á skemmtikvöldum koma menn saman oftast á laugardags- kvöldum, með það fyrir augum að skemmta sér og öðrum og er þá oft tekinn upp gítar eða skemmt sér á einhvern annan hátt og síðan er skemmtuninni haldið áfram á einhverju af danshúsum borgar- innar. í leshringjum lesa menn saman bækur og rit um stjórnmál og hugmyndafræði, ræða innihaldið og reyna að brjóta það til mergjar. Nú er verið að ræða bókina jafn- aðarstefnan eftir G.Þ.G. Eitt af því alvinsælasta í starfi F.U.J. hefur verið hið svokallaða „Opið hús“. Þau eru haldin á þriðjudagskvöldum og er dagskrá ekki fastmótuð fyrirfram, heldur hittast menn og ræða málin yfir tafli, spilum o.fl. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir félagsmenn til að kynnast og skiptast á skoðunum um menn og mélefni. F.U.J. — S.U.J. Alþýðuflokkurinn F.U.J. í Reykjavík er aðili að S.U.J. — Sambandi ungra jafnað- armanna og kýs félagið fulltrúa á sambandsþing sem haldin eru annað hvert ár. Þar eru stefnumál ungra jafnaðarmanna ákveðin og ályktanir samþykktar ásamt kosningu til embætta sambands- ins. Stjórn S.U.J. er skipuð 7 mönnum en einnig er kosið í 3 nefndir stjórnmálanefnd, verka- lýðsmálanefnd og utanríkismála- nefnd. Þær sjá um póitíska um- Sumardagskrá F.U.J. 1. Sumarferð FUJ að Hítárvatni helgina 1-3. júlí. 2. 9. júlí skemmtikvöld. 3.18. júlí opið hús. ( 4. Þórsmerkurferð í byrjun ágúst. 5. Félagsfundur mánudaginn 8. ágúst. 6. Leshringur mánudaginn 15. ágúst. Einnig veröa nefndarfundir á dagskrá en þeir verða auglýstir síöar éins og öll önnur dagskrá FUJ. fjöllun á milli sambandsþinga. Á sambandsþingum eru kosnir full- trúar S.U.J. á flokksþing Alþýðu- flokksins. Félagið hefur einnig 10 fulltrúa í fulltrúaráði Alþýðu- flokksins í Reykjavík, og tvo menn í stjórn fulltrúaráðsins. Stefnumál Félag ungra jafnaðarmanna er stjórnmálahreyfing sem starfar á grundvelli jafnaðarstefnunnar, sem byggir á hinni alþjóðlegu hugmyndafræði sosialismans, og er í skipulagslegum tengslum við Alþýðuflokkinn. Jafnaðarmenn berjast fyrir frelsi, jafnrétti, og bræðralagi, gegn einræði, kúgun, og auðvaldi. Jafnaðastefnan felur í sér hug- sjónir lýðræðis, og félagshyggju. Með félagshyggju er átt við, að framleiðsla og dreifing lífsgæða mótist af samvinnu og samstöðu. Með lýðræði er átt við rétt allra manna til þátttöku í ákvörðunum, sem varða þá sjálfa sem félaga í heild. Félagshyggja og lýðræði eiga sameiginlega grundvallarhug- sjón. Sú hugsjón er jafnrétti. Jafnaðarstefnan er jafnréttis- stefna, sem berst gegn forréttind- um í hvaða mynd sem þau birtast. Hún er tæki þeirra, sem engra for- réttinda njóta í baráttunni gegn forréttindahópunum. Sú stétt sem jafnaðarmenn berjast gegn, er hin samtvinnaða og samtryggða valdastétt, sem ræður yfir fjár- magni og hlunnindum, og mis- notar aðstöðu sína í eigin þágu, en býr við takmarkað lýðræðislegt aðhald. Ágrip af sögu FUJ Fyrsta félag ungra jafnaðar- manna var stofnað í Reykjavík 8. nóvember 1927. Snemma var tek- inn upp sá siður að gefa út skrifað blað innan félagsins, málgagnið „Árroða“. Félagið hóf ennfremur útgáfu prentaðs blaðs, er hlaut nafnið „Kyndill“. Hóf það göngu sína í mars 1928, og hélt félagið því uppi til 1930, er S.U.J. tók við útgáfu þess. Fyrstu árin voru fundir félags- ins nær eingöngu umræðufundir, þó á stundum væru flutt þar fræðandi erindi. Voru fundir þessir fyrst og fremst deilufundir, þar sem kommúnistar og alþýðu- flokksmenn áttust við. Segja má, að deilum innan félagsins væri lokið, þegar kommúnistar viku burtu, en þá færði félagið funda- starfsemi sína í annað og betra horf. Skiptust nú á umræður- fundir um félagsmál og hags- munamál æskunnar og skemmti- og fræðslufundir. Félagið gerði eitt sinn tilraun með lesstofu, en hún lagðist því Reiptog milli FUJ félaga í einni sumarferð þeirra hér á árum áð- ur. FUJ í Reykjavík starfrækti leikskóla um 2-3 ára skeið rétt fyrir 1950. Leikflokkur félagsins sýndi leikrit víða á suðvesturlandi að sumarlagi. Á myndinni má sjást í hlutverkum Guðmundur Þor- steinsson formaður félagsins og Jósep Helgason. miður niður. En veturinn 1931 — 32 tókst að safna allmiklu af bók- um hjá einstökum mönnum og stofnunum, og var bókasafn þá sett á laggirnar. Sama vetur tókst einnig að stofna fyrsta talkór fé'- lagsins fyrir forgöngu nokkurra félaga, er tóku sig saman um framkvæmdir. Talkór þessi æfði nokkuð stórt verkefni, og voru þátttakendur röskir 40. Talkórinn kom aldrei fram opinberlega, en þessi byrjun á merkum þætti félagsstarfsins hafði geysileg' á- hrif í þá átt að lífga félagsstarfið. Síðan var starfsþætti þessum haldið áfram og talkórsstarfssem- in óx og þróaðist um skeið. Auk fræðsluerinda, bókasafns o.þ.h. gerði félagið jafnframt til- raunir með frekari fræðslu í námshópum. Haustið 1946 varð herverndar- samningurinn við Bandaríkin töluvert hitamál innan F.U.J. í Reykjavík, og má e.t.v. segja að enn eimi eftir af þeim deilum. Á öðrum áratug félagsins álykt- uðu S.U.J. og F.U.J. að hefja sam- eiginlegan undirbúning undir það að komið yrði á fót erindrekstri út um land í því skyni að stofna félög ungra jafnaðarmanna og hleypa á þann hátt nýju blóði í þau félög sem til staðar voru. Hefur svipuð hugmynd skotið upp kollinum hjá F.U.J. á þessu ári. F.U.J. í Reykjavík starfrækti leikskóla um 2-3 ára skeið rétt undir 1950. Leikflokkur félagsins sýndi síðan leikrit víða á Suðvest- urlandi að sumarlagi. Málfundafélag var einnig starf- andi innan félagsins um tíma. Félagið gekkst eitt sinn fyrir bílahappdrætti sem gekk vel, og einnig var félagsheimilið BURST rekið í nokkur ár. Sumarstarfi hefur félagði ætið reynt að halda uppi, skemmtiferð- um, útilegum og því líku. (Nú er starfandi innan F.U.J. leshringur, ýmsar nefndir, og einnig er vaxandi blaðaútgáfa á vegum félagsins. Skemmtikvöld eru haldin annað veifið og farið í útivistarferðir.) Að lokum má geta þess, að nú- verandi stjórn félagsins hyggst hleypa endurnýjuðum krafti í þetta gamla og góða félag, og heitir á alla velunnara þess og stuðningsmenn að leggja því lið í orði og athöfn. Inntökubeiðni í Félag ungra jafnaðar- manna Reykjavík Nafn: ___________________________________ Heimili: ________________________________ Sími: ____________________________________ Atvinna: _________________________________ Það sem ég hef mestan áhuga á í félags- starfinu: '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.