Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 19
Laugardagur 2. júlí 1983 1« 1942 Framhald. gjald væri óframkvæmanleg og ó- sanngjörn. Þau hefðu þegar vald- ið lögbrotum og myndu auka ó- frið og erfiðleika. Deildi Jón all hart á ríkisstjórnina fyrir að bíða ekki Alþingis með löggjöf þessa. Kvað hann afstöðu þingmanna vera allt aðra til frumvarps sem Iagt væri fram á Alþingi heldur en til bráðabirgðalaga sem ríkis- stjórn gæfi út á milli þinga og heimtaði síðan af stuðnings- mönnum sínum að þeir sam- þykktu óbreytt. Boðuðu þeir Sig- urður og Jón að þeir myndu leggja fram breytingartillögur við frumvarpið. Nú fór gamall draugur að áger- ast: Kjördæmamálið. Framsókn- arflokkurinn var (vitanlega) á móti öllum breytingum, en Sjálf- stæðisflokkurinn var „heitur“, svo ljóst var að til tíðinda gæti dregið innan stjórnarinnar vegna kjördæmafrumvarps Alþýðu- flokksins. Hermann Jónasson þrýsti á sjálfstæðismenn með hót- un um uppsögn ef þeir styddu frumvarpið. Það var svo 30. apríl, daginn fyrir hátíðisdag verkalýðsins, að honum var af sjálfstæðis- og framsóknarþingmönnum færð merkileg hátíðargjöf. Kúgunar- lögin voru þá samþykkt eftir þriðju umræðu í neðri deild, „Iagaóskapnaðurinn“ eins og Al- þýðublaðið nefndi fyrirbærið. Sjálfstæðismennirnir Sigurður Kristjánsson og Jón Pálmason greiddu hins vegar atkvæði á móti lögunum ásamt Alþýðuflokkn- um, Kommúnistaflokknum og öðrum i stjórnarandstöðu. Þann- ig klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn við afgreiðsluna. Framsóknarflokkurinn hafði farið fram á að þjóðstjórnar- flokkarnir ræddu þann mögu- leika að koma á sérstakri „stríðs- stjórn“, en þeirri málaleitan var fljótt hafnað af Alþýðuflokkn- um, því framsóknarmenn vildu láta samþykkja að kjördæma- breytingin yrði endanlega stöðvuð og greinilegt að þeir óttuðust hana mjög. Auk þess voru stjórn- arflokkarnir mjög andvígir tillög- um Alþýðufloicksins um gengis- hækkun og sérstakan stríðsgróða- skatt. Síðan gerðist það 7. mai, að Sjálfstæðisflokkurinn ákvað end- anlega að gefast upp á stjórnar- samstarfinu með Framsókn, með þvi að hann ákvað að hann myndi greiða atkvæði með kjördæma- frumvarpi Alþýðuflokksins, gegn smávægilegum breytingum að vísu. Stjórnarsamstarfið rofnaði og við tók minnihlutastjórn Sjálf- stæðisflokksins, sem var varin vantrausti, en skyldi starfa með kjördæmabreytinguna sem aðal- mál. Endurtekur sagan sig? Atburðarás þessi vekur upp spurningar um „kúgunarlög“ nú- tímans. Framsóknarmenn knúðu þá sem nú harðast á um lögbind- ingu og afnám réttinda og sjálf- stæðismenn létu þá sem nú tilleið- ast. Sjálfstæðisflokkurinn klofn- aði þá í afstöðunni vegna manna sem enn mundu eftir talinu um hina „frjálsu leið“. Klofnar hann nú? Þá voru lögin þverbrotin, jafnvel af ríkisstjórninni sjálfri. Gerist það nú með einum hætti eða öðrum? Þá rofnaði samstarf stjórnarflokkanna vegna kjör- dæmamálsins. Mun eitthvert slíkt mál koma upp á milli flokkanna að þessu sinni eftir tiltölulega skamman tíma? Svörin við þessum spurningum munu koma í ljós. í millitiðinni geta menn velt því fyrir sér hversu mörg atriði eru lík í atburðarás- inni 1941-1942 og nú 1983, sem þegar hafa komið fram. Endur- tekur sagan sig ennþá skýrar? ieqa Hollensk hágæðavara á sérstaklega hagstæðu verði Sértilboð: ACF 357 — Eldavól meö grilli. Verö kr. 9.970.- RO 3837 — Kaffivél. Sjáltvirkir með glærum vatnstanki innbyggö t hitaplötu. lagar 12 bolla í einu. Verö 2.230- Sértilboö: RO 3848 — Rafmagnsgrill meö stálplötu. Hitastillir ákveöur nákvæmlega réttan hita. Verö kr. 1.450.- RO 3642 — Ryksuga. Kröftug en hljóölát. Auöveld meöförum. Verð kr. 5.795.- ARC — Lúxus barskápur meö teakáferð. 90 lítra. Sérstakt frysti- hólf fyrir ísmolagerð. Verö kr. 8.710.- ARC Sértilboð: ARC 268 — Isskápur 340 litra meö 33 litra frystihólfi. Verð kr. 14.460.- H. 144 cm B. 60 cm D. 64 cm Sértilboð: ARF 805 — Rúmgóður 310 lítra ísskápur, 2ja dyra meö 65 litra frystihólfi. Auöveldur aö þrífa. Sjálfvirk afþýöing. Verö kr. 16.520.- H. 139 cm B. 55 cm D. 58 cm AKC 310 — sogstilli. Verö kr. 8.400.- Eldhúsvifta meö HLJOMBÆR HUOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 1983 Póstsendum. Pósthólf 5249 Ppannprbaberáluntn irrs* 44. Værðar voðir mörg munstur No. 1. 150 x 200: 79525 Verð 863 kr. No. 2. 150x200: 864 kr. 220x240: 1524 kr. No. 3. 150x200: 922 kr. Kr. 580. — án garns

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.