Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 17
Laugardagur 2. júlí 1983 17 sjálfstæðismenn því búnir að skipta um skoðun þó lítið hefði í rauninni breyst á þessum eina mánuði. Alþýðusamband Islands mótmælti þessum ráðagerðum og taldi slíkar aðgerðir „svipta launastéttirnar í Iandinu samn- ingsfrelsi“, væri „gerræði, er stofni friðnum í landinu i mikla hættu“. Það kom síðan eins og köld vatnsgusa framan í andlit laun- þega, þegar kjötverðlagsnefnd á- kvað að hækka heildsöluverð á kjöti úr 3.95 kr. kílóið upp í 4.20 kr., eða um 6.3%. Mótmælum stéttarfélaga rigndi yfir ríkisstjórnina og bent var á, að auðstéttirnar rökuðu saman fé vegna stríðsins. Þá dundu ósköp- in yfir. Kúgunarlög samþykkt 8. janúar voru bráðabirgðalög- in gefin út, grunnkaupshækkanir og verkföll voru bönnuð. Gerðar- dómi var bannað að taka ákvarð- anir launastéttunum í vil. í frétt Alþýðublaðsins hinn 9. janúar segir: „Með (bráðabirgðalögunum) eru launastéttirnar ekki aðeins sviptar samningsréttinum um kaup og kjör og réttinum til þess að gera verkfall, heldur er hinum fyrirhugaða gerðardómi uppálagt að fara eftir þeirri meginreglu, að grunnkaup megi ekki hækka, frá því sem var á árinu 1941. Og eins og til frekari áherzlu þessu á- kvæði er svo fyrirmælt í bráða- birgðalögunum, að allir þeir samningar, sem gerðír hafa verið síðan um áramót, skuli vera ógild- ir. Lögin eiga að gilda til ársloka 1942 og háar sektir, 100-100000 krónur, eru lagðar við brotum á þeim“. Stefán Jóhann Stefánsson mót- mælti þessu harðlega og lýsti því yfir að grundvöllur þjóðstjórnar- innar væri rofinn. í leiðara Al- þýðublaðsins var talað um „anda og aðferðir nazismans“: „Með bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarmeirihlutans er verið að reyna að gera launastéttir landsins að réttlausum þrælum í þjóðfé- laginu. Á tímum ævintýralegs stríðsgróða, þegar stéttir atvinnu- rekenda og framleiðenda yfirleitt raka saman fé bæði á erlendum og innlendum markaði, þegar búið er með frekju og klækjum að hækka helstu lífsnauðsynjar inn- lendar helmingi meira í verði, en heimilt hefur verið að hækka kaupgjaldið, á að svipta launa- stéttirnar þeim réttindum, sem þeim hefur með lögum verið veitt, til þess að berjast fyrir bættum kjörum, réttindum til þess, að semja við atvinnurekendur um kaup og kjör og réttindum til að gera verkfall, þegar sanngjörnum kröfum þeirra er vísað á bug við samningsborðið... Er slíkur gerð- ardómur í kaupdeilum, með fyrir- fram bundnar hendur til þess að dæma launastéttunum aldrei í vil, alveg einstætt viðundur, enda andlegt fóstur manna, sem ekki hafa meiri þekkingu á þjóðfélags- málum, meiri hófsemi og meiri réttsýni til að bera en Hermann Jónasson og Ólafur Thors... Svo ábyrgðarlaust gerræði, ekki að- eins við launastéttir landsins, heldur og við þing og þjóð, nú vekur upp megnustu andúð meðal allra frjálshuga manna, hvaða flokki, sem þeir tilheyra". Þá var talað um Hitler og Mussolini rétt eins og nú hefur verið talað um aðgerðir í anda Jaruzelsky og annarra einræðis- seggja. Alþýðuflokkurinn fór úr stjórninni og fljótlega kom hugur manna til bráðabirgðalaganna eindregið í Ijós. Verkföllum iðn- stéttanna hafði verið aflýst en á viðkomandi vinnustöðum hófst vinna ekki þrátt fyrir það. Sjálfstæðisflokkur óttast bæjarstjórnar- kosningar Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins höfðu vonda samvisku og til að Friðrik Þór Guðmundsson tók saman Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, fram- kvæmdastjóri kúgunarlaganna 1942... og sonur hans, Steingrím- ur Hermannsson, formaóur Framsóknarflokksins, fram- kvæmdastjóri kúgunarlaganna 1983. kóróna það heimtuðu þeir að bæjarstjórnarkosningunum í Reykjavík og Hafnarfirði, sem eins og annars staðar áttu að fara fram hinn 25. janúar, yrði frestað. Þeir fundu greinilega fyrir mót- byrinum vegna lögbindingarinnar og óttuðust að verða fyrir áfalli. Framsóknarmenn létu tilleiðast og kosningunum var frestað í Reykjavík, en þó ekki í Hafnar- firði. í Alþýðublaðinu var um þetta sagt hinn 18. janúar: „Öllum mun vera ljóst, að á- stæðan til kosningafrestunarinn- ar í Reykjavík er engin önnur en ótti Sjálfstæðisflokksins við dóm Reykvikinga, eftir þau fáheyrðu svik, sem ráðherrar hans og mið- stjórn hafa gert sig seka um við yfirgnæfandi meirihluta bæjar- búa með útgáfu bráðabirgðalag- anna gegn launastéttunum fyrir hálfri annarri viku síðan“. Bæjarstjórnarkosningar fóru fram utan Reykjavíkur hinn 25. janúar. Sjálfstæðisflokkurinn beið mikinn ósigur. í Hafnarfirði fór fylgið úr 969 (1938) niður í 785 (-19%), á ísafirði úr 574 í 378 (-34%), á Akureyri úr 898 í 564 (-37%) og svo framvegis. Fram- sóknarflokkurinn bauð ekki fram í öllum bæjum, en hélt sínu þokkalega þar sem hann á annað borð var með. Alþýðuflokkurinn og þá sérstaklega Kommúnista- flokkurinn bættu verulega við sig fylgi. Síðar á árinu var svo kosið í Reykjavík og töpuðu þá Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn sitthvorum mannin- um til kommúnista, en Alþýðu- flokkurinn hélt áfram þremur fulltrúum. í febrúar kom i ljós að aðilar vinnumarkaðarins ætluðu sér að fara í kringum bráðabirgðalögin eftir ýmsum leiðum, enda voru at- vinnurekendur margir hverjir fús- ir til þess í velsæld stríðsgróðans. Þannig hafði gerðardómurinn t.d. takmarkað grunnkaupshækkun járniðnaðarmanna, en atvinnu- rekendurnir samþykktu að greiða mismuninn í sjóði Félags járniðn- aðarmanna (athyglisvert fordæmi fyrir núverandi aðila vinnumark- aðarins!). Þinghald hófst síðan 18. febrú- ar og var fyrsta þingskjalinu út- býtt í neðri deild: Kúgunarlögun- um umræddu. Alþýðuflokkurinn lagði fram sinar tillögur í efna- hagsmálum. Hann taldi að langá- hrifamesta dýrtíðarráðstöfunin yrði að hækka gengi íslensku krónunnar. Bönkum og fiskfram- leiðendum mætti bæta þetta upp með sérstökum 15% skatti á alla eignaaukningu umfram 75 þús- und kr., en þetta skyldi vera sér- stakur „stríðsgróðaskattur". Sjálfstæðisflokkur- inn klofnar í umræðum á þinginu hinn 13. apríl gerðist það, að tveir þing- menn Sjálfstæðisflokksins gagn- rýndu lögin harðlega. Það voru þeir Sigurður Kristjánsson og Jón Pálmason. Sigurður sagði um lög- in að þeim væri mjög víða ekki hlýtt, „menn láta ekki bjóða sér að lagður sé sami blindi mælik- varðinn á allt“. Jón var harðorð- ari. Sagði hann að gerðardóms- lögin hefðu ekki einasta vakið á- greining milli stjórnar og stjórn- arandstöðu, heldur innbyrðis á „kærleiksheimilinu" sjálfu. Á- kvæði frumvarpsins um kaup- Framh. á síðu 19. síðu CAMRY er bíll sem hvarvetna hefur vakið athygli fyrirfágað útlit utan sem innan. CAMRY er árangur færustu hönnuða TOYOTA til að koma með sparneytinn Lúxusbíl.— CAMRY er vissulega bíll sem vert er að kynna sér nánar. • Mesta rýmið miðað við stærð • Minnsta eyðslan miðað við stærð • Framhjöiadrif • Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum • Tveir yfirgírar • Vökvastýri • Stílhreinar línur • Lúxus innrétting »eV\a TOYOTA P. SAMÚELSSON & CO. HF. UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI44144

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.