Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 21
' Laugárdagur 2. júlí 1983 21 Kristján Zophaníasson hjá Hljóm bœ: „Reksturinn auk- ist gífurlega á síðustu árum“ í góðviðrinu í vikunni áttum við leið framhjá Hljómbæ við Hverfis- götu og tókum Kristján Zophanías- son, sölustjóra tali. Kristján sagði að umfang rekstr- ar Hljómbæjar hefði aukist gífur- lega á undanförnum árum. Fyrir- tækið væri umboðsaðili fyrir sum þekktustu nöfn á sínu sviði, má þar nefna m.a. Pioneer hljómflutnings- og bílatæki, Luxor sjónvörp og tölvur, Ortofon hljóðdósir og nálar, Audiosonic rafeindatæki, Jamo há- talara, Siera heimilistæki, Scan- frost frystikistur og síðast en ekki síst Sharp sjónvörp /video-hljóm- flutnings- og skrifstofutæki og tölvur, en Sharp framleiðir nánast allt sem til fellur í heiminum í raf- eindaiðnaðinum. Kristján sagði að það athyglis- verðasta á sínu starfssviði núna væri tvímælalaust örtölvubylting- in. Hún hefði hafist fyrir alvöru í upphafi geimferðanna. í þeim hefði allt þurft að vera sem minnst og léttast, en tæknilega fullkomið samt. Á síðustu tíu árum hefði þró- unin á þessu sviði verið göldrum líkust. Almenningur gæti nú eign- ast hin flóknustu rafeindatæki, sem aðeins stór fyrirtæki og stofnanir hefðu ráðið við áður. Dvergrásir tölvunnar væru nú að hasla sér völl allt í kringum okkur. Vegna smæð- ar, getu og hæfileika rásarinnar að geyma upplýsingar og vinna verk- efni, væri nánast allsstaðar hægt að hafa not af henni. íslendingar verða nú í síauknum mæli varir við tölvuna. Öryggistæki í nýjustu bíla byggðist á örtölvum, símakerfi og heimilistæki hafa í auknum mæli nýtt hana, læknavís- indin hafa í stórkostlegum mæli aukið þjónustu sína vegna hennar og jafnvel rukkarinn fyrir dagblað- ið þitt kæmi með tölvuskrifaðan reikning. Tölvan er fullkomnasta og hag- nýtasta uppfinning mannsins til þessa og auðveldar honum lífsstrit- ið í æ auknum mæli. Mörg störf væru einnig alls ekki gerleg í þeirri mynd sem þau eru nú unnin án hennar. Til gamans má geta þess að lokum, sagði Kristján, að full- komnasta símakerfi í heimi þ.e. í Bandaríkjunum væri örtölvustýrt. Ef taka ætti upp gamla kerfið, þ.e. gamla pinnaborðskerfið, þá þyrftu allar stúlkur á aldrinum átján til tuttugu og tveggja að gefa kost á sér í talsímaþjónustuna þar í landi. G.T.K. Starfsfólk Hljómbæjar utan við verslunina á Hverfisgötunni mynd: G.T.K.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.