Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 20
20
Laugardagur 2. júlí 1983
Ray Charles:
, ,Stundum
græt ég á sviðinu
— get ekki að þvígert“
„Þegar ég var ungur sagði hvíti maðurinn jafnan við unga jólkið, að blues-tónlist vœrifrá djöflinum komin. Það
var ekkert verið að skafa utan af því. Þeir sem hlustuðu á þvílikt slagverk fóru beint norður og niður. En hvað gerðist
þá? Allt í einu verður til útvarþ og hvítir krakkarfinna útvarpsstöðvar, sem spila djöflatónlist. Þau kunna að meta
hana og þau eru enn að. Þau hlusta ekki lengur á gömlu sögurnar. Þetta er nákvcemlega eins og með kynsjúkdóma,
getnaðarvarnir ogfóstureyðingar. Krakkarnir hlusta ekki á gömlu lummurnar. Þau vilja reyna hlutina sjálf og þreifa
áþví bannfærða. Þar að auki átta margir Bandaríkjamenn sig á því, þegarþeirfara að rýna í tónlistina, að ,,rhythm-
and-blues“ og ,jazz“ er eiginlega eina sanna ameríska tónlistin sem til er. Þetta er það aleina í tónlist sem búið
hefur verið til í henni Ameríku. Og ég trúi því ekki, að hvítir kanar œtli að láta okkur einoka þetta alveg“.
Það er Ray Charles sem talar.
Kaflinn er ekki valinn af handa-
hófi úr ótal viðtölum við kappann
á liðnum árum. Hann sýnir vel
þann Ray sem óbugaður hefur
þurft að horfast í augu við raun-
veruleikann, hversu dökkur sem
hann var á köflum. Tónlistin er
heimur hans og mannlífið sviðið.
Blindur sér hann og þreifar...
hann skilgreinir „soul“ tónlist
þannig, að hún verði smám saman
„hluti af þér, hluti svo sannur, svo
raunverulegur, að fólk fer að
halda að þetta hafi í raun komið
fyrir þig, „soul“ er rafurmagn,
hvöt, afl“, segir hann og um leið
verður okkur hugsað til þess
frumkrafts sem flutt hefur mann-
inn Ray Charles í gegn um lífið.
Ekki fœddur
blindur
Hann var ekki fæddur blindur
— aðeins fátækur sonur verka-
manns í Suðurríkjum Bandaríkj-
anna, Georgíu. Faðir hans var
lausamaður í vinnu, en móðir
hans tók að sér þvotta. Þegar Ray
var aðeins fjögurra ára, drukkn-
aði bróðir hans, George, í þvotta-
laug í garði fjölskyldunnar, áður
en Ray gat kallað móður sína til
hjálpar.
Þessi atburður fékk mikið á
Ray og löngu síðar sagði hann frá
þvi í viðtali að hann hefði fest
hann óafmáanlega i minni sitt áður
en hann varð blindur. Hann var
fjögurra ára þegar þetta gerðist.
Þá þegar var hann farinn að til-
biðja tónlistargyðjuna. Hann seg-
ir svo sjálfur frá:
„Við bjuggum í nokkur ár við
hliðina á verslun í litlum bæ,
Greensville í Florida. Fólk kom
inn til aö kaupa olíu á olíulamp-
ana og litlir krakkar komu hlaup-
andi inn og keyptu sér gosdrykki
og brjóstsykur. Það var glyrn-
skratti þarna í búðinni og kallinn
sem átti hann, átti einnig lítið
píanó. Wylie Pitman hét hann og
ég minnist þess, að jafnvel þegar
ég var ekki nema þriggja eða fjög-
urra ára gamall, þá heyrði ég, þeg-
ar hann byrjaði að spila á píanóið.
Þá hljóp ég alltaf inn, náði mér í
koll og settist við hlið hans. Síðan
fór ég að slá nóturnar með Wylie.
Nú geri ég ráð fyrir því, að flestir
fullorðnir, sem sætu þannig og
spiluðu á píanó og fengju yfir sig
krakkaorm svona, hamrandi nót-
urnar við hliðina á góðri tónlist,
tækju sig bara til og rusluðu
krakkanum út. En það gerði hann
ekki. Ég elskaði hann alla tíð fyrir
það. Þegar ég var fimm ára gamall
kallaði hann á mig á afmælisdag-
inn. Hei, RC, — fólk kallaði mig
RC í þá daga — Heyrðu RC, nú
sest þú á kollinn og byrjar að spila
fyrir þetta fólk. Þetta sagði hann
og benti í átt til nokkurra við-
staddra. Auðvitað vissu allir, að
ég kunni ekkert að spila. Ég
hamraði bara. En þrátt fyrir allt
var þetta viðhorf hans mér mikil
hvatning. Hann latti mig ekki og
mér þykir vænt um það enn í dag.
Tónlistin var
hluti af mér
Ég var einhvern veginn fæddur
með hljóminn hið innra, tónlist
var hluti af mér sjálfum, hún var
mér nauðsyn eins og matur og
vatn. Ég komst ekki hjá því að
sinna henni“.
Þegar Ray Charles var sex ára
var þegar farið að bera á sjón-
depru hans. Læknar töldu, að
hann þjáðist af gláku, en vegna
þess að Ray var bæði þeldökkur
og fátækur, fékkst ekki nægileg
læknishjálp. Hann fór smám
saman að missa sjón.
„Þetta gerðist ekki þannig, að
ég sæi tvö hundruð kílómetra einn
daginn og síðan ekki sentimetra
þann næsta. Það gerðist þannig,
að á hverjum degi í tvö ár fór sjón
minni hrakandi. Móðir mín var
alltaf raunsæ. Og þeir sem eru fá-
tækir þurfa að vera ærlegir við
börnin sín. Við höfðum ekki efni
á að fá sérfræðing“. En hvernig
var sú tilfinning að vera að missa
sjónina? Reyndi Ray að festa í
minningunni ákveðna hluti?
„Ég held ég hafi verið of ungur
til að skilja þetta. Það voru hlutir
sem ég hafði óskaplega gaman að
horfa á. Ég naut þess að horfa á
sólina. Það var slæmt fyrir sjón-
ina, en mér fannst það gaman. Ég
horfði líka oft á tunglið að kvöld-
lagi. Ég fór þá út í bakgarðinn og
starði á mánann. Þetta heillaði
mig. Og annað sem heillaði mig
en skelfdi margt fólk voru elding-
arnar. Allt svo eldlegt og logandi
heillaði mig. En ég man vel eftir
móður minni. Hún var falleg með
tinnusvart hár, sem skreið niður
bak hennar. Jú hún var sannköll-
uð skvísa“.
Er hann bitur út í lífið? „Fólk
ætti aldrei að vera biturt, ekki
vegna nokkurs hiutar. Við ættum
heldur að leggja til atlögu við
heiminn, læra að berjast fyrir líf-
inu“, segir hann. Þennan tón hef-
ur hann frá móður sinni, sem inn-
prentaði syni sínum umfram allt
bjartsýni á Iífið og nauðsyn þess
að nota hæfileika sína til fulln-
ustu. „Þú ert blindur, ekki
heimskur, þú ert búinn að tapa
sjóninni, ekki vitinu“, sagði hún.
Þegar Ray komst á unglingsár
gekk hann í skóla fyrir blinda,
lærði blindraletur, vélritun og
jafnframt tók hann að æfa sig á
hin aðskiljanlegustu hljóðfæri.
Faðir hans dó þegar haiin var að-
eins tíu ára og fimm árum síðar dó
móðir hans — sú kjölfesta sem
hann hafði reitt sig á fram að því.
Hann hafði þá þegar ákveðið
að nýta það veganesti sem lagt
hafði verið í hug hans í heimahús-
um: „Þú skalt frekar vera fátækur
en betla og láttu ekki sjálfsvork-
unnsemina ná tökum á þér“. Þeg-
ar hann hvarf úr skóla aðeins
fimmtán ára að aldri, átti hann
engar eignir og engan að.
Hann gekk í danshóp í Jack-
sonville í Florida. Honum tókst
að verða félagi í verkalýðsfélagi
með því að ljúga til aldurs. Síðar
fékk hann vinnu í næturklúbbi.
Hann var ráðinn taf því fólki
fannst hann „syngja eins og Nat,
,King“ Cole. Þetta fleytti honum
úr mestu fátæktinni.
„Ég þurfti á peningum að
halda“ sagði Ray síðar í viðtali.
„Og ég fór að líkja eftir þeim Cole
og Charles Brown. En það var
ekki ég sem söng. Ég var bara að
Iíkja eftir söng þeirra“. Að lokum
vaknaði Ray Charles upp við það,
að hann var að eyðileggja sina eig-
in hæfileika með því að líkja stöð-
ugt eftir öðrum. Þá ákvað hann
að láta slag standa. „Þeir verða
bara að taka mér eins og ég er“,
sagði hann.
Ekki leið á löngu áður en hinn
sanni Ray Charles sló í gegn. Frá
þessum tíma, þ.e. frá miðjum
sjötta áratugnum komu lög eins
og „Hit The Road Jack“,
„Georgía", „Busted“ og „Crying
Time“ „Your Cheatin Heart“, „I
can’t stop loving You“ og fleiri lög
sem of Iangt yrði upp að telja.
Hann er jafnvigur á allar tegundir
tónlistar sem kenndar eru við þel-
dökka í Bandaríkjunum, jazz,
soul, trúarlega tónlist og Country
Western. En hvernig tónlist hefur
hann sjálfur gaman af?
„Allar tegundir tónlistar“, segir
hann. Hann hlustar mikið á Sin-
atra, Ellu Fitzgeraald, Steve
Wonder og Marvin Gaye. Ég kann
vel að meta allt þetta fólk alveg
eins og ég get hlustað á allar teg-
undir tónlistar", segir hann. Þá
minnist hann einnig á Art Tatum,
sem hann telur mesta píanóleik
ara sem nokkru sinni hefur verið
uppi. — Þ.e. í jazzinum. Enginn
nema Oscar Peterson kemst ná-
lægt honum að mati Rays. Stund-
um grætur hann þegar hann syng-
ur á hljómleikum. Hvers vegna er
það?
Grœtur
á hljómleikum
„Ég er alls ekki feiminn að játa
það. Það er bara þannig stundum,
ég er þannig geði farinn, ég veit
ekki hvað gerist þá hið innra með
mér. En þegar ég er að syngja,
finn ég oft hvernig söngurinn
kemur við mig og ég verð dapur,
það er eins og hann meiði mig. Þá
fer ég að gráta á sviðinu. Get ekki
haldið aftur af mér“.
Hin viðkvæma lund Ray Char-
les á ef til vill einhvern þátt í þvi,
að á tímabili lagðist hann í eitur-
lyf og var langt kominn með að
drepa sig á heróínneyslu. En þetta
tímabil í lífi sínu vill hann helst
ekki ræða. Hann vill fremur ræða
um kynþáttamisréttið í Banda-
rískri tónlist, flugvélina sína sem
hann getur stýrt í „blindflugi“
eða eitthvað jákvætt.
Kynþáttamálin eru honum
ástríða. Þó segist hann aldrei
munu taka þátt í aðgerðum, sem
ekki eru innan ramma laganna.
„Kosningarétturinn er helgasti
réttur mannsins og hann eigum
við að nota til að koma góðum
málum fram“, segir Ray. „Tökum
Indjána sem dæmi um það mis-
rétti kynþáttanna, sem ríkir hér“,
segir hann. „Hvað eiga þeir? Við
fundum þá þegar við komum til
Ameríku, en ég þori að fullyrða,
að Indjánar verða allslausir þar til
þeir taka sig til og flá höfuðleðrið
af nokkrum hvítum kollum... ef
þeir gera eitthvað virkilega illt af
sér, þá fer fólk að hugsa. Það mun
spyrja hvað gangi að þessum
mönnum. En valdamennirnir vita
allir hvað er að, hvað þarf til að
maður geti lifað mannsæmandi
lífi... En þeir gera ekkert í málinu
fyrr en þeir eru tilneyddir. Mér
líður ekki vel að þurfa að segja
þetta en mér liggur við að segja,
að þeir verði að fara út og eyði-
leggja eitthvað, til þess að tekið sé
eftir eymd þeirra.
„Það er engin þörf á því að
nokkur maður búi við hungur í
þessu allsnægtalandi, Ameríku",
segir hann. „Við eigum meira af
öllu en nokkur önnur þjóð verald-
ar. „Hann bætir því við, að hann
elski þetta land og hvergi vilji
hann fremur búa en í Bandaríkj-
unum.
Við látum þetta nægja að sinni
um listamanninn Ray Charles,
sem spilar á mörg hljóðfæri, er
jafnvígur á mörg hljóðfæri, nótur
les hann sem sjáandi, spilar á
píanó, orgel og saxophone og
stjórnaði eigin hljómsveit um ára-
bil. Hann spilar, syngur og semur
lög og tónlist hans hefur náð í
gegn um alla múra tungumála og
menningar. Hann er sá Ray sem
þekkist af tónlistinni einni. Frek-
ari kynni við manninn verða að
bíða næstu viku, en þá er hann
væntanlegur til íslands.
Byggt á Life, Playboy, Rolling
Stone — Þ.H. tók saman.