Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 2. júlí 1983 Kenningin er röng nn séu ekki forstoðu iírmálastofnana^ Nýtt útibú Landsbankans á fitreksfiröi Landsbanki íslands hefur opnað nýtt útibú á Patreksfirði, Aðalstræti 75, sími: 94-1314. Útibúið veitir alla almenna bankaþjónustu, innlenda og erlenda. Afgreiðslutími: Mánudaga til föstudaga kl. 9.15 til 12.30 og kl. 13.30 til 16.00. LANDSBANKINN Banki allra landsmanna Nýbreytni Morg- unblaðsins Sú ánægjulega breyting hefur orðið á Morgunblaðinu, að þröngir flokkshagsmunir hafa verið látnir víkja fyrir gagnrýninni umræðu um þjóðmál. Kemur þetta hvað best fram í skrifum blaðsins um hina makalausu rikisstjórn, sem Stein- grími Hermannssyni tókst að mynda aðeins mánuði eftir kosn- ingar. Er víst, að allir þeir sem unna gagnrýninni opinberri umræðu, fagna þessari nýbreytni Morgun- blaðsins. Treystir breytingin Morg- unblaðið enn fastar í sessi sem framvörð íslenskrar blaðamennsku og verður vart líkt við önnur blöð, innlend. Samlíkinguna er helst að finna úti í Evrópu þar sem beztu borgarblöð hafa farið sama veg og Morgunblaðið fer nú. Sjálfstæði blaðs gagnvart flokki er til fyrir- myndar. Verða flokksblöðin ís- lensku á augabragði eins og rödd fortíðarinnar eftir þessa breytingu. í Morgunblaðinu er framtíðin. Nú rís það svo sannarlega undir því að vera kallað „blað allra Iands- manna“ Ríkisstjórn Stein- gríms Um tíma var það afdráttarlaus stefna Morgunblaðsins, að eina færa stjórnarmyndunarleiðin væri að dreifbýlisflokkarnir tveir færu saman í ríkisstjórn. aðrir kostir voru taldir slæmir kostir. Það kom svo i ljós fljótlega eftir að skipting ráðuneyta lá fyrir, og málefna- samningur ríkisstjórnar Steingrims Hermannssonar, að Morgunblaðið treysti sér ekki til að verja þessa rík- isstjórn. Hefur blaðið í fréttum og stjórnmálaskrifum hvað eftir ann- að tekið forystu um að benda á veil- urnar í því sem ríkisstjórnin ætlar sér að gera, og fjallað af mikilli gagnrýni um störf einstakra ráð- herra og embætta. í þessu er fólgin hin ánægjulega breyting. Upplýst, fordómalaus, opinber umræða er nauðsynlegur þáttur hins borgara- lega lýðræðis. Og hér setur blaðið sig skör hærra en aðrir fjölmiðlar í landinu. Gætu ríkisfjölmiðlar lært nokkuð af Morgunblaðinu þessa dagana. Framtíð Alberts fjármálaráðherra Illgjarnir menn hafa haldið því fram, að stefnubreytingu Morgun- blaðsins megi rekja til þess, að Al- bert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, er nú oddviti Sjálfstæðis- flokksmanna í ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar. Það er af og frá að slík skýring fái staðist og ber aðeins vott um skilningsskort á Morgunblaðinu og ritstjórnar- stefnu þess. Rétt er að Morgunblaðið fagnaði ekki úrslitum prófkjörsins í Reykja- vík, en það var vegna hraklegrar út- komu formanns flokksins, sem nú situr við Hverfisgötu í Reykjavík, eins og hver annar embættismaður í þjónustu hins opinbera. Menn verða að minnast þess, að Morgun- blaðið fagnaði kjöri Alberts í for- ystugrein, strax eftir að úrslit próf- kjörsins lágu fyrir. Síðan hefur blaðið margsinnis sýnt Albert mik- inn sóma. Stuttu fyrir kosningar var birt við hann viðtal á áberandi stað í blaðinu, og fráleitt að hugsa sér, að slíkt hafi verið gert til að koma höggi á forystumenn flokks- ins í Reykjavík. Og nú síðast eru birtar nær daglega fréttir af at- hafnaþrá Alberts í embætti. Morg- unblaðið er því ekki á móti ríkis- stjórninni af því það er á móti Al- bert, eða öfugt! Hér er um að ræða nýbreytni i stefnu ritstjóra, sem ekkert á skylt við lágkúruleg bræðravíg. Morgunblaðið hefur tekið breytingum. Góðan daginn! Forysta Alberts og yngri mennirnir Saga Sjálfstæðisflokksins er öðr- um þræði saga sterkra forystu- manna. Manna sem þora. Ólafur Thors þorði 1939. Gunnar Thor- oddsen þorði 1979. Og nú þorir Al- bert. Á örskömmum tíma hefur hann orðið að forystumanni þeirra ungu þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, sem fyrir kosningarnar 1979 vildu að báknið yrði fært burt o.s.frv. Hann hefur enn á ný sýnt, að þá vegnar Sjálfstæðisflokknum best þegar styrk hönd heldur um stjórnvölinn. Stjórnfesta hans verð- ur án efa til þess að hvetja yngri þingmenninga til dáða og verður spennandi að fylgjast með þeim strax í haust, enda langt síðan Sjálf- stæðisflokkurinn hefur getað horft fram á veginn undir kjörorðinu: - Eining er afl! Að lokum þetta: í stað þess að velta upp falskenningum um stjórn- arandstöðu Morgunblaðsins væri ykkur Alþýðublaðsmönnum holl- ara að reyna að læra af Morgun- blaðinu. Það hefur tekið forystu í andstöðu við ríkisstjórn Stein- gríms. Það hefur enn á ný sýnt, að frjálsleg fréttamennska er framtíð- in í opinberri umræðu. Á sama hátt og Albert er nú framvörður ungu ó- reyndu þingmanna Sjálfstæðis- flokksins er Morgunblaðið fram- vörðurinn í íslenska blaðaheimin- um. Því verður ekki breytt með illu umtali Alþýðublaðsins. — HMA Aðalfundur Alþýðu- flokksfélags Reykja- víkur verður haldinn mánudaginn 11. júlí í Iðnó og hefst kl. 20.30 Fundarefni: Venjuleg aöalfundarstörf. Reikningar félagsins og tillögur uppstill- inganefndar liggja frammi á skrifstofu Alþýöuflokksins Hverfisgötu 10. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.