Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 2. júlí 1983 Afnám samningsréttar 9 eru í stóryðjumálum á íslandi og hlýtur að eiga að skoðast i sam- bandi við aðra hluti og það fer þá eftir því hvernig kaupin gerast á eyrinni, hvort íslendingar telja sér hagkvæmt að þarna eigi sér stað stækkun, en fyrirfram yfirlýsing- ar um stækkun eða ekki stækkun áður en gengið er til samninga eru beinlínis heimskulegar. Iðnaðarráðherra ætti að varast gryfjuna Annars má segja það um ÍSAL málið, að tíðindin af því á sein- ustu vikum eru nú heldur tak- mörkuð og ég held, að iðnaðar- ráðherra ætti að gæta að því að falla nú ekki í sömu gryfju eins og forverar hans í því ráðuneyti, að halda málinu á fyrst og fremst í eigin höndum og leyfa ekki þjóð- inni og stjórnmálaflokkunum að taka þátt í þeirri samningaumleit- an, sem þarna fer fram. Allir vita, að svonefnd stóriðjunefnd, sem Hjörleifur Guttormsson skipaði var í raun ekki viðræðunefnd og tók ekki þátt í samningunum, enda hélt Hjörleifur Guttormsson þessu máli hjá sér. Það virðist vera dálítið keimlíkt núna, sem Sverrir Hermannsson er að gera, en ég vænti þess að hann sjái að sér og stuðli að því að það geti orðið sem víðtækust samstaða um þetta mál. En það fer auðvitað líka eftir vinnubrögðunum sem menn leggja til. — Nú guma stjórnarliðar þeg- ar af verulega minnkandi verö- bólgu, að hún verði komin langt niður fyrir það sem hún var á tíma stjórnarmyndunarinnar í haust eða vetur. Hvað viltu segja um þetta, telurðu að þetta séu eitt- hvað raunhæfar viðmiðanir, eða er verið vísvitandi að blekkja fólk? — Það er náttúrlega eitt af því, sem þessi ríkisstjórn gerði við upphaf valdaferils síns, á sama tíma og hún skerti launin mjög verulega, þá valdi hún verðbólgu- aukandi aðgerðir á öðrum svið- um, sbr. gengisfellinguna og hækkunina á landbúnaðarvöru- verðinu. Og það er náttúrlega frá- leitt að tala um það ennþá, að nokkurn skapaðan hlut hafi dreg- ið úr verðbólgunni, og ég held að það sé fullsnemmt hjá þessum mönnum að hrósa sér af miklum árangri áður en hann hefur komið fram. Verðbólgan heldur áfram á fullu meðan kaupið hefur verið skert, það sér auðvitað hver ein- asti maður í verslununum og finn- ur í pyngju sinni hvernig kaup- mátturinn rýrnar smám saman og menn munu finna það í vaxandi mæli eftir því sem Iíður á sumarið og haustið. Árangurinn í þessum efnum í verðbólgutölum einum saman getur kannski orðið ein- hver. Það fer eftir því hvernig til- tekst nú á næstu mánuðum. En það er auðvitað litið gagn að því ef það rennur síðan út í sandinn. Við höfum áður séð, að það hafi tekist að ná verðbólgunni tíma- bundið niður, en síðan hefur það að engu orðið. Það tókst um tíma hjá ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar, en síðan rauk verðbólgan upp úr öllu valdi. Þegar ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsens tók við, þá var verðbólguhraðinn rétt rúmlega 40% og mér sýnist að það sem menn séu að stefna að svona í fyrsta áfanga sé að ná verðbólgunni niður á sama.stig einsog var þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens tók við. Það eru margir óvissuþættir enn- þá og svo margt óljóst í stefnu rík- isstjórnarinnar, að það er ekki nokkur vegur að fullyrða að verð- bólgan muni ná einhverju tilteknu stigi á ákveðnum tímapunkti eða einhver varanlegur árangur hafi náðst i þeim efnum. Það verður barasta að koma í ljós. En það er hins vegar alveg ljóst, að kaup- máttur launþega mun skerðast mjög verulega á næstu mánuðum, það liggur alveg klárt fyrir. Frá því hefur ríkisstjórnin gengið. — Nú töluðuö þið þingmenn Alþýðuflokksins og forysta flokksins talsvert mikið um fram- tíðarsýn í liðinni kosningabaráttu og þess sjást nokkur merki að þetta orð hafi mótað umræðuna síðan. Hvað ber okkur að leggja megináherslu á við stjórnun þessa þjóðfélags á næstu misserum og árum? — Við megum nátturlega ekki gleyma því, að mestu verðmæti okkar eru mannauðurinn, mann- gildið. Það þarf að rækta mann- gildið og sjá til þess að mennta- kerfið og samskiptin í þjóðfélag- inu efli þessar dyggðir og það sem gott er í manninum. Jafnframt þurfum við að beina sjónum okk- ar fram á við þannig að menntun einstaklinganna nýtist þeim sem bezt. Breytingarnar eru sífellt ör- ari og þetta gerir kröfu til þess að menn séu sífellt að endurmennta sig með einum eða öðrum hætti. í annan stað held ég, að það sé mjög mikilvægt, að samstaðan víki nú ekki fyrir reipdrætti hvort heldur er yfir landshluta, innan launþegahreyfinga eða milli laun- þegahreyfinga eða í grundvallar atriðum milli einstakra þjcðfé- lagshópa. Það er vitaskuld á- hyggjuefni hvernig hinir freku og þeir sem hafa aðstöðu í þjóðfélag- inu misnota aðstöðu sína og hvernig reipdrátturinn hefur verið á undanförnum árum og virðist vaxa. í þriðja lagi þurfum við að temja okkur forsjálni í umgengni við landið og miðin eins og við Al- þýðuflokksmenn höfum oft minnst á. Það er undirstaða þess, að við getum nýtt þessar auðlindir ekki bara sjálfum okkur, heldur líka þeim, sem eiga að erfa landið, okkur í hag. Fjórða atriðið sem er mjög mikilvægt, hefur mótað kannske umræðuna að vissu leyti meira heldur en þessi atriði, sem ég hef nefnt, það er að ná meiri stöðug- leika og heilbrigði í efnahagslíf- inu. Öll atvinnuþróun og allt líf okkar er undir því komið að menn komist úr því óvissufari, sem menn búa við núna. Og það er vitaskuld mjög mikilvægt, bæði fyrir einstaklingana og atvinnulíf- iÁ Unga fólkið og húsnæðismálin í því umróti sem hefur verið í efnahagsmálum, þá finnst mér að það hafi gleyms t að gera mönnum eiginlega bærilega kleift að lifa mannsæmandi lífi á þann hátt, sem hlýtur að vera markmið allra stjórnmálaflokka og allra manna, þó þá geti greint á um leiðir. Sem dæmi um það hvernig þessir hóp- ar geti orðið útundan get ég nefnt unga fólkið og húsnæðismálin og við höfum horft upp á það hvern- ig ungt fólk annaðhvort getur ekki með eðlilegum hætti komist yfir þak yfir höfuðið eða verður að slíta sér út fyrir aldur fram. Ég tel að sams konar slys hafi í sjálfu sér átt sér stað í landbúnaðarmál- unum, þar sem bændur slíta sér út fyrir aldur fram við að framleiða vörur, sem við sem þjóð verðum svo að greiða mjög mikið með. Ég er þess fullviss að ef við leggjum drög að nýrri atvinnustefnu og sinnum málum af skynsemi, þá er hægt að búa mönnum hér góða framtíð, og að við eigum að geta lifað hér góðu lífi í þessu landi. Landið hefur þrátt fyrir óblíð náttúruöfl á stundum ýmsa mjög mikla kosti, sem vilja kannski stundum gleymast i dægurþrasinu og striti hins daglega lífs. Þ.H. Nýtt á íslandi! stigum skrefið til ffulls og bjóðum nýja og ennþá fullkomnari framleiðsluábyrgð i kjölfar frábærrar reynslu af tvöfaldri límingu einangrunarglers hefur Glerborg nú ákveðið að taka ísetningu með í framleiðsluábyrgðina. í þeim undantekningartilfellum sem samsetning- argalli kemur fram gerum við því meira en að útvega nýtt gler. Við ökum því beint á staðinn, setjum rúðuna í og fjarlægjum þá gömlu - við- skiptavininum algerlega að kostnaðarlausu. Og hjá okkur þarf enginn að hafa áhyggjur þótt hann glati reikningum eða kvittunum eftir öll þessi ár - ábyrgðin er eftir sem áður í fullu gildi því tölvan okkar man allt um einangrunar- glerið mörg ár aftur í tímann. Oft reynist ísetning mun dýrari en rúðan sjálf. Hér er því loks komin örugg og fullkomin fram- leiðsluábyrgð sem undirstrikar ótvíræða yfir- burði tvöfaldrar límingar einangrunarlgers. GLER LOFIRÚM . MILLIBJL BUTYLLÍM RAKAEYDMGAREFNI ÁLUSTI SAMSETNINGARLÍM It Tefldu ekki í tvísýnu tvöfalda límingin margfaldar öryggid, endinguna og ábyrgöina Kynntu þér nýju ábyrgðarskilmálana okkar GLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRDI - SÍMI53333 Fóstrur — þroskaþjálfar eöa síarfsmBnn meö aörg.uppeldisfræöilega mennt- un óskast til starfa viö athugunar- og greiningardeild- ina í Kjarvalshúsi frá og meö 15. ágúst n.k. Umsóknarfrestur til 11. júlí. Upplýsingar veittar í síma 20970 og 26260 Kennarar! Tvo til þrjá kennara vantar við Grenivíkur- skóla. Meðal kennslugreina: íþróttir. Nýr skóli, um 80 nemendur. Gott húsnæði. Upplýsingar gefur skólastjóri Björn Ingólfs- son í síma 96-33131 eða 33118. Skólanefnd Grýtubakkaskólahverfis. Stórutjarnaskóli •>4b fotslioll S Þini| Tónlistarkennarar Kennara vantar viö tónlistardeild Stórutjarnaskóla, S- Þing. Hljóðfærakennsla og almenn tónmennta- kennsla viö Grunnskólann. .Umsóknarfrestur til 15. júlí 1983. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra, sími um Fosshól. Lausar stöður Viö Fjölbrautaskólann í Breiðholti eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: 1. Kennarastaöa í íslensku. 2. Kennarastaöa í tölvu- og kerfisfræöum. 3. Kennarastaöa í hjúkrunarfræðum. 4. Kennarastaða í mateiöslufræðum. Varöandi síðastnefnda starfiö skal tekið fram aö krafist er meistararéttinda í matreiösiugreinum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum uppiýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6,101 Reykjavík, fyrir 27. júlí n.k. Umsóknareyöublöö fást í ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytið 29. júní 1983.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.