Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 11
11 Laúgardagur 2. júlí 1983 yfirvöldum, þeir T.S. Eliot, Graham Greene, Aldous Huxley, Bertrand Russell og Somerset Maugham. Þá barst deilan inn á borð hjá íslenskum höfundum. Hverju hefðir þú svarað? Þannig spyr Alþýðublaðið fimmtudaginn 30. október en þar eru nokkrir nafnkunnir rithöf- undar beðnir að gefa álit sitt á þeirri fullyrðingu Halldórs Lax- ness, hvort brottvikning Pastern- aks úr rithöfundasamtökunum í Sovétríkjunum sé „innanfélags- pólitík" eður ei. Morgunblaðið hafði daginn áður rætt útskúfun Pasternaks og óskað eftir því við nokkra íslenska höfunda, að þeir segðu álit sittá þessari umdeildu ákvörðun sovéskra yfirvalda. Jóhannes úr Kötlum og Þór- bergur Þórðarson færðust undan að svara, en sá síðarnefndi kvaðst þó búast við að „Pasternak hefði gefið eitthvert tilefni til fordæm- ingarinnar". Halldór Kiljan Lax- ness svaraði hins vegar fúslega efni spurninganna og fór lofsam- legum orðum um Pasternak, en taldi að brottvikning hans úr rit- höfundasamtökunum, stafaði af „innanfélagspólitík“ eins og hann orðaði það. Hann bætti því síðan við, að annars vissi hann lítið um það mál. En Laxness lét ekki þar við sitja. Hann sendi Nikita Krústjov símskeyti, þar sem hann „sár- bændi hann sem skynsaman stjórnmálaleiðtoga að beita áhrif- um sínum til að „milda“ illvígar árásir óumburðarlyndra kreddu- manna á gamlan rússneskan rit- höfund, sem hefði unnið verð- skuldaðan heiður... Hvers vegna að gera sér leik að því að egna upp reiði skálda, rithöfunda, mennta- manna og sósíalista heimsins gegn Ráðstjórnarríkjunum í slíku máli“. Laxness lauk skeyti sínu með því að biðja Krústjov að „þyrma vinum Ráðstjórnarríkj- anna við þessu óskiljanlega og mjög svo ósæmilega fargani" eins og hann orðaði það. Risaskrefin og hænusporin En deilurnar voru nú rétt að hefjast í íslenskum blöðum. Leið- arahöfundur Alþýðublaðsins hvatti kommúnista hér á landi til að „mótmæla ósómanum“. „Kommúnistar á Vesturlöndum börðust einarðlega gegn ofríki nasista og fasista. En hvernig bregðast þeir nú við því ofríki, sem Boris Pasternak verður að sæta? Því verður gaumur gefinn, hvort þeir taka afstöðu með eða á móti — einnig hér á landi“, segir Alþýðublaðið. Daginn eftir sakaði blaðið Þjóðviljann um að hafa enn ekki þorað að taka sjálfstæða afstöðu til þess ofríkis sem Pasternak sætti. „Kommúnistablaðið birtir- fréttir af málarekstrinum gegn Pasternak af hnitmiðuðu hlut- ieysi. Málsvörum Alþýðubanda- lagsins er með öðrum orðum ó- ljóst, hvort þorandi er fyrir þá að hlýða samviskunni, þegar rúss- neski flokkurinn er annars veg- ar“... „Enginn efar, að þeir finni til í sálinni — þetta eru menn eins og við hinir — en úlfakreppan segir til sín“. Þjóðviljinn lét hins vegar ekki mana sig lengi og svar- aði þessum ásökunum Morgun- blaðs og Alþýðublaðs með ó- væntri leikfléttu úr fortiðinni. Kommarnir rifjuðu sumsé upp, að allmörgum árum áður höfðu listamannalaun Halldórs Laxness verið lækkuð án þess að Morgun- blaðið sæi ástæðu til að gera veð- ur út af því. Einnig gerðu Þjóð- viljamenn því skóna, að nafn- greindur menntamaður í Sjálf- stæðisflokknum hefði beitt sér gegn því að Atómstöðin var þýdd á erlend mál. Um þessar viðbárur Þjóðviljans sagði Alþýðublaðið, að vissulega færi vel á því að gera þessi mál að umræðuefni, en „Þar sem við höfum alltaf veriö á móti bókabrennum þá ætlum viö aö banna aö gefa bókina út" blaðið bætti því við, að Þjóðvilj- inn léti þess ekki getið um leið og fjallað væri um Halldór Laxness og listamannalaunin, að frjáls- lyndir menn á íslandi hefðu tekið afstöðu gegn því, að þau voru lækkuð. „En hvers vegna tekur Þjóðviljinn þetta fram?“ — spyr Alþýðublaðið. Á að leggja þetta að jöfnu við ofríkið sem Boris Pasternak sætir? Og hvað hefur Þjóðviljinn við það að athuga, þegar rússnesku „lýðræðishetj- urnar“ ganga risaskrefum þá ó- heillabraut, sem hænuspor hafa sést á hérlendis“, sagði blaðið. Alþýðublaðið spurði síðan, hvers vegna Þjóðviljinn þyrði ekki að taka afstöðu í þessu máli. Væri honum trúandi til meira frjáls- lyndis gagnvart Gunnari Gunn- arssyni og Kristjáni Albertssyni en Pravda, ef sama stjórnarfar ríkti hér á landi?“. Það væri áleit- in spurning. Ritstjórnargrein Al- þýðublaðsins þ. 31. okt. lauk með orðunum: „íslendingar mega aldrei sætta sig við flísina — og því síður bjálkann“. ,,Föðurlandssvikari og fjandmaður þjóðarinnar“ En meðan á þessu stóð, ærðust enn ofsóknirnar á hendur Paster- nak, sem var nú nánast orðinn stofufangi á heimili sínu. Rithöf- undafélagið i Moskvu skýrði frá því i byrjun nóvember, að það hefði farið fram á það við stjórn- völd, að Pasternak yrði sviptur ríkisborgararétti sínum. Sam- þykkt þessa efnis var gerð ein- róma í félaginu og kölluðu ræðu- menn á fundi af þessu tilefni Past- ernak bæði „föðurlandssvikara og fjandmann sovésku þjóðarinn- ar“. „Hann hefði svert október- byltinguna, hina indælustu eign sovétmannsins og alls hina fram- faraelskandi heims“, eins og Moskvuútvarpið sagði í frétt um málið. Pasternak svaraði þessum hörðu árásum rithöfundanna með því að skrifa persónulega til Krústjovs, þar sem hann biður yfirvaldið náðarsamlega að koma því til leiðar, að hann (Pasternak) fái að búa i Sovétríkjunum áfram. Pasternak sagði í bréfinu, að sér Halldór Laxness: „Fyrir alla muni þyrmið vinum Ráöstjórnarrlkjanna viö þessu óskiljanlega og mjög svo ósæmilega fargani" Guðmundur G. Hagalfn: Kiljan skipti um sæti viö sama borö, þegar hann flutti sig úr kaþólskum siö til kommúnista sé ógerningur að flytja úr landi hann sé fæddur í Rússlandi, þar sé bakgrunnur verka sinna og starfs. Hann kveðst ekki hafa gert sér í hugarlund, að hann yrði miðdep- ill pólitísks moldviðris á Vestur- löndum. Rökrétt afleiðing af stjórnarfari komm- únismans Alþýðublaðið hafði í upphafi deilnanna um Pasternakmálið varpað spurningum til nokkurra höfunda um álit þeirra á ofsókn- unum gegn nóbelsskáldinu. Flest- ir svöruðu þeir að vörmu spori, þar á meðal Thor Vilhjálmsson, Einar Bragi og Jóhannes Helgi. Allir tóku þeir undir fordæmingu á herferðinni gegn Pasternak. Jó- hannes Helgi sagðist þó finna meira til þegar hann læsi um barnamorð og pyntingar. En næstu vikur hélt umræðan um Pasternak áfram í íslenskum blöðum — með ýmsum tilbrigð- um. Guðmundur G. Hagalín hélt ít- arlega ræðu um þetta efni á fundi í Alþýðuflokksfélagi Reykjavík- ur. Hann sagði að hneykslið væri rökrétt afleiðing af stjórnarfarinu í Sovétríkjunum. Hann deildi á Kristin Andrésson og Halldór Kiljan fyrir að hafa ekki haft frjálsa hugsun að leiðarljósi i menningarumræðunni og sagði i því sambandi, að Kiljan hefði ekki flutt sig langt, þegar hann flutti sig frá kaþólskum sið yfir til kommúnismans. „Hann fór ekki úr einu húsi í annað, ekki úr einu herbergi í sama húsi í annað, held- ur flutti hann sig einungis um sæti við sama borð í sömu stofunrii“, sagði Guðmundur G. Hagalín. „Menn verða að athuga það, að sjálft hið kommúníska kerfi er þess eðlis, að það getur alls ekki leyft skoðanafrelsi; því að þá rið- ar það til falls“ sagði Hagalín af sannfæringarhita á fundinum. ,,Var óviðbúinn að ræða Pasternak- málið“ Við skulum að lokum glugga Jóhannes Helgi: Fordæmdi aögerö- irnar gegn Pasternak, en sagðist finna meira til þegar hann læsi um barnamorð og pyntingar Þórbergur Þóröarson: Bjóst viö aö Pasternak heföi eitthvaö til fordæm- ingarinnar unniö lítillega í siðasta innlegg þessa pistils, en ekki það ómerkasta. Það er grein, sem Elías Mar skrif- aði í Alþýðublaðið seinni hluta nóvembermánaðar. Blaðið hafði fullyrt í frétt, að Elías Mar hefði greitt atkvæði gegn ályktun um Pasternakmálið á fundi i rithöf- undafélagi íslands. Svo var þó ekki. Elías hafði setið hjá. Hann skýrði afstöðu sína í ítarlegri grein í blaðinu, þar sem fram koma ýmsar þær viðbárur „vina Ráð- stjórnarríkjanna“ er leitað var eftir fordæmingu þeirra á með- ferðinni á Pasternak í Sovétríkj- unum. Elías Mar sagði i greininni, að hann hefði verið „óviðbúinn" því á fundinum að ræða Paster- nakmálið. Hann sagðist hafa lagt á það áherslu, að „ekkert lægi á að gera ályktun um málið“. í öðru lagi sagði hann, að ef ályktun væri gerð, þyrfti hún að „vera á breiðari grundvelli en fram var komin og samþykkt var“. Hann vildi sem sé fá það fram, að ýmsir aðrir aðilar hefðu átt stóran þátt í að gera þetta mál að því pólitíska moldviðri sem úr varð á Vestur- löndum. Þannig vildi hann ekki einungis draga til ábyrgðar sov- éska valdamenn og höfunda fyrir afglöp þeirra, heldur ýmsa aðila hér á Vesturlöndum. Elías Mar tók fram, að ekki hefði komið til mála að hann greiddi atkvæði gegn tillögunni. Til þess var hann of sammála henni að eigin sögn. Elías Mar rekur síðan í alllöngu máli í hverju ábyrgð manna vestan járntjalds á útkomu bókarinnar var fólgin. Bókin hafði komist í hendur ítalska útgefandans Feltrinelli, sem að sögn Morgun- blaðsins var bæði kommúnisti og fésýslumaður, „en þó betri fé- sýslumaður". Hann ákvað að gefa bókina út, þó hann vissi að sovésk yfirvöld væru á höttunum eftir handritinu. Ýmsir aðrir útgefend- ur fóru síðan að dæmi hans. „Þetta eru hugsjónafésýslumenn; sumir hverjir ekki aðeins meiri fé- sýslumenn en kommúnistar, held- ur margir ex-kommúnistar, sem manna mest reyna að láta í ljós, hversu fjarlægir þeir eru þeirri stefnu“, sagði Elías. Þannig vildi Elías Mar skella hluta af skuldinni — og það ekki Elías Mar: Betra heföi veriö, aö Past- ernak heföi aldrei fengið verölaunin Jóhannes úr Kötlum: Neitaöi aö svara... litlum hluta — á menn hér Vestan- tjalds sem hefðu í áróðursskyni reynt með þessu máli að koma höggi á kommúnismann en látið sér manninn Pasternak í réttu rúmi liggja. Eflaust hefur Elías Mar ekki verið einn um þessa skoðun, þó henni væri ekki flíkað mikið á opinberum vettvangi þessa nóvemberdaga 1958. Betra ef Pasternak hefði ekki fengið verðlaunin Niðurstaða Elíasar Mar var því sú, að betra hefði verið ef Paster- nak hefði aldrei fengið verðlaun- in, þó að hann efaðist ekki um að hann ætti þau fyllilega skilið. Það skal tekið fram um afstöðu Elíasar Mar, þar sem nokkuð hef- ur verið gert úr grein hans hér, að hann taldi þetta mál allt Sovét- ríkjunum til vansa, þó að ekki fælist neins konar fordæming á verkum stjórnvalda þar í landi í greininni. Hins vegar „vítir“ hann það, að fjölmargir höfundar í „hinum frjálsa heimi“ skuli hafa notað Pasternakmálið í „óheiðar- legum og tilefnislausum áróðri gegn Sovétríkjunum“. Greinilegt var hvar hjartað sló. Pasternak málinu var ekki lok- ið. Það lifði áfram næstu mánuð- ina. Fjölmargar samþykktir voru gerðar á fundum, sem síðar voru sendar til yfirvalda í Sovétrikjun- um. En það gilti einu. Þó að hæst- ráðendur ráðstjórnar væru ávarp- aðir með hinum auðmjúkustu kveðjum, varð engu breytt. 10. desember þetta ár voru nó- belsverðlaunin afhent í Stokk- hólmi, en Pasternak var ekki við- staddur til að taka við verðlaun- unum. Gagnstætt venju var engin ræða flutt um hinn fjarstadda verðlaunahafa. Ritari sænsku akademíunnar sagði einungis við þetta tækifæri, að neitun Paster- naks á því að taka við verðlaunum hefði engin áhrif á gildi þeirra. En það væri honum eftirsjá að þurfa að tilkynna að afhendingin gæti ekki farið fram. Þ.H. tók saman News Cironicle. Aö baki Pasternak er Krústjov. Hún þarf ekki nánari skýr- ingar viö

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.