Tíminn - 25.01.1967, Page 12

Tíminn - 25.01.1967, Page 12
12 FerSafélag íslands heldur inn 26. janúar. Húsið opnað kl. kvöldvöku í Sigtúni fimmtudag- 20.00. Fundarefni: 1. Litkvikmynd, tekin af Sviss- letndingnum Hans Nick, ísland .eyjan sjóðandl. 2. Dans til kl. 24.00. Aðgöngumiðar seldir í bóka verzlunum Sigfúsar Eymunds- sonar og ísafoldar. Verð kr. 60,00. RÚSSAR OG ÞJÓÐVERJAR Framnaid aí bls y Fæstir af þeim höfðu nokkru sinni gegnt herþjónustu, og þeir þurftu margt að læra til að geta kallast hlutgengir. En þeir áttu sameiginlega tak- markalausa föðurlandsást, stað festu og sigurvissu. Þeir reynd ust líka þegar fram í sótti frá bærilega á vígvellinum. Það er einnig ógleymanlegt, hvað fólkið gekk ótrautt fram i að gera varnarvirki um borg sína. Það var um hálf milljón, og aðallega konur, sem gerðu virkin um alla vegi, er til borg arinnar lágu. Á árunum eftir stríðið hafa bæði Þjóðverjar og sagnfræðing ar frá ýmsum löndum haldið því fram statt og stöðugt, að það hafi verið frosthörkur og ófærur, sem hafi orðið örlaga valdur Þjóðverja,4 Rússlandi- K. Tippelskirch segir að Niasist ar hafi ekki getað unnið Moskvu af þyí að veggirnir hafi verið gjörsamlega ófærir dýr- um, vögnum og vélknúnum far artækjum vegna aurs og leðju- Það er harla ótrúlegt, að her- foringjar Hitlers hafi búizt við því að leiðin til Moskvu væri greiðfær og einungis eftir steinsteyptum vegum að fara. Á hinn bóginn byrjaði að snjóa snemma í nóvember þetta um rædda ár, og allir vegir voru færir. f nóvember, þegar Nas istar gerðu aðalsókn sína var 7—10 stiga gaddur í Moskvu og nærsveitum, og hver heil- vita maður sér að ekki myndast aur og leðja við slíkar aðstæð ur. En Moskvúbúar létu frostið ekki á sig fá, og héldu ótrauðir áfram gerðl varnarvirkjanna, og var þeim lokið 25. október. Á varnarlínunni voru gerð 1328 skotfærageymslur os loftvarna byrgi, 165 km langur skurður til varnar gegn skriðdrekum. 111 km langar þrefaldar gadda- vírsgirðingar og ýmiss konar aðrar hindranir. Það var búizt við, að óvinirn ir mundu sækja til Moskvu á ný um miðjan nóvember, og sovézka yfirherstjómin ætlaði að gera allt sem í hennar valdi stæði til að stöðva hana í eitt skipti fyrir öll- Liðsveitirn ar á vesturvígstöðvunum efldu og endurbættu varnarkerfin. 50. herdeild og þeir sem varið höfðu Tula voru færðir til fram línunnar að vestan. Með þessu móti var vamariínan lengd mjög, en margir úr 50. herdeild höfðu fallið, svo að liðsauki var nauðsynlegur. Við fengum líka innan skamms sendan nokkurn liðsafla frá aðalbækistöðvunum svo og vopn, búnað og vistir og síðast en ekki sízt hlýjan fatn að. Þjóðverjamir voru yfirleittl , illa klæddir, en fóru ránshendi | um nærliggjandi héruð og urðu ; sér úti um loðfelda og ullarföt. I Um þessar mundir tóku margir upp á því, að ganga í þungum tréskóm, og urðu þeir miklu svifaseinni og þunglamalegri fyrir bragðið. Við áttum betur í viðureigninni, en höfðum þó veður af því að nýrrar árásar væri að vænta innan skamms. Enda þótt 6 herdeildir væru á vesturvígstöðvunum, og liðsafl inn hefði verið mjög efldur, þurfti enn talsverðan liðsauka, því að vömin var ekki nægi lega sterk, einkum og sér í lagi miðsvæðis, þar sem víglínan var rúmlega 600 km löng. 13. októ ber skarst sjálfur Stalín í leik inn og setti það stórt strik í áætlanir okkar. Hann hringdi til mín og spurði? — Er nokbuð nýtt með fjand- mennina? — Þeir eru að ljúka við að undirbúa árásarflokka sína, og árásar er líklega að vænta inn an skamms. — Hvaðan gerið þið ráð fyrir að aðalárásin verði gerð. — Liklega frá svæðunum um- hverfis Volokolamsk, Novo- Petrovskoye í áttina að Klin og Istra. Herdeild Guderians mun væntanlega hefja árás skammt frá Tula og sækja fram til Venev og Kasjira. — Við erum sammála Sjapos jnikov um að nauðsynlegt sé að gjöreyðileggja sókn óvinanna. Þið eigið að umkringja Volokol amsk frá norðri og annað lið á að ná til ■ Serpukhov gegn 4. herdeild Þjóðverja. Það er aug sýnilegt, að þar er verið að skipuleggja lið, sem sækja á til Moskvu. — Hvaða lið eiga að gera þessi áhlaup, spurði ég. Við höfum aðeins mannafla fyrir varnariínurnar. —. í fyrri tilvikinu á að nota deildir úr hægra fylkingararmi hersveita Rokossovséijs, 58; deild og flokka Dovators- í síðara tilvikinu notið þið sveit ir Belovs, deild Getmans og hluta 49 herfylkis, svaraði Stal in. — Þetta er ómögulegt sem stendur. Við getum ekki notað síðasta varaliðið 111 svo vafa- samrar gagnárásar. Þá höfum við ekkert varalið upp á að hlaupa, þegar fjandmennirnir gera árásina hér. — Þið hafið yfir 6 herfylkj um að ráða. Er það ekki nægi legt? — Eg svaraði því til, að vam arlína vesturvígstöðvanna væri 600 km löng, og það lið sem við hefðum væri tæplega nóg. — Þetta er útkljáð mál, sagði Stalín. Gerið áætlanir yð ar í kvöld. Eg reyndi ennþá einu sinni að sannfæna Stalín um, hvað þetta gæti verið hættu legt, en hann lagði tólið á. Eg var miður mín eftir þetta samtal við Stalín. Ekki vegna þess, að hann tók ekki tillit til skoðana minna, heldur vegna þess að Moskva, sem hermenn irnir höfðu heitið að verja, var í óskaplegri hættu og nú feng um við skipanir um að nota eina varaliðið okkar í mjög vafásama gagnárás. Ef þær kæmu ekki aftur, var okkur voðiinn vís- Stundarfjórðung síðar kom Bulganin, sem var meðlimur herráðsins til mín, Stalín hafði hringt í hann strax að loknu samtalinu við mig, og sagt. — Þið Sjukov eruð með eitt hvað ráðabrugg saman, en þið skuluð bara hafa ykkúr hæga og hlýðnast skipunum yfirboð aranna. TÍMINN Stalín skipaði Bulganin að skipuleggja þessar gagnárásir þegar í stað í samvinnu við yfir /jórn vígstöðvanna. Og tveimur ■ klukkustundum síðar fengu yfirmenn 16. og 19. herfylkis skipun um1 að hefja gagnárás. En tveimur dögum síðar, 15. nóvember hófu Þjóðverjar á ný sókn sína til Moskvu. MINNING Framhald af bls. 8 hann glímukennari og þjálfari í frjálsum íþróttum, meðal annars nuddþjálfari íþróttamanna, eins ,og hann orðaði það, og vann að þessu bæði heima og erlendis (Englandi, Kanada og Svíþjóð). Á þessu tímabili skeði sá merki- legi og einstæði sögulegi atburð- ur, að nokkrar hefðarmeyjar í höfuðborginni tóku sig saman og æfðu íslenzka glímu um skeið í Ármanni. Þessar stúlkur urðu síð- ar þekktar merkiskonur í Reykja- vík. Kanadaferð Guðmundar varð mjög sögurík og merkileg. Þar æfði hann fangbragðaglímu !„Catch as oatch ran“ en þó eink- um skautahlaup og skautalist. Hann var 7—8 ár í Kanada og fór á þeim árum í heimsstyrjöld- ina fyrxi með hermönnum frá Kanada. Þegar komið var af Vest- urvígstöðvunum að lokinni styrj- öld, gerðist hann þjálfari og leið- togi ishockey liðsins ,,Falcon“ í Winnipeg. Þetta lið sigraði öll ís- bnattleiksMð heima fyrir. Liðið var því valið til þátttöku í Olym- píuleikjunum í Antwerpen 1920, með Guðmund S. Hofdal sem þjálfara. Sjö þjóðir tóku þátt í ísknattleiknum. Svo sem aUir íþróttaunnendur vita, sigruðu Vestur-íslendingar glæsilega, settu 30 mörk alls gegn einu. All- ir þátttakendur, nema einn, vpru riýkómnir frá TiérstöBvunUm. Sig- urinn var fyrst og fremst þakk- aður þjálfaranum Guðmundi S. Hofdal. Sjálfsagt hefur það álit, sem hann aflaði sér sem þjálfari hins sigursæla liðs Vestur-íslend- inga, valdið þvd, að honum var boðin atvinna í Svfþjóð. Dvaldi hann þar um skeið við þjálfun íþróttamanna. Síðan kom hann heim og gerð- ist þá kennari hjá Ármanni, einn- ig kenndi hann glímu í Ung- mennafélagi Reykjavíkur, Ung mennafélögum víðs vegar á iand- inu, en síðast hjá Í.R. Guðmundur var hygginn íþrótta maður. Hann vissi það betur en nokkur annar, að heiltorigði lík- amans var undirstaða annars vel- farnaðar. Þess vegna gerðist hann íþróttakennari, að hann skildi og sá hugsjón málefnisins. Hann hvatti unga menn af mik- illi einlægni til hollustuhátta og þrotlausra æfinga undir keppni, þar ætti engin tilviljun að vera ráðandi heldur réttir möguleikar hvers manns og eðlilegir, í sem sönnustu samræmi við æfingu og aðra hæfni mannsins til afreka. Sjálfur neytti hann hvorki áfengis né tóbaks ,og efldi auk þesss sjálf- an sig í fjölhæfni meðal annars á þann hátt að læra hjálp í við- lögum og nuddlækningar. Slappur maður eða meiddur varð að fá lækningu. Ofurkapp og „ftrú á mátt sinn og megin var eitur í hans huga. Forsjálni, einlæg ástundun, og hvers konar hófsemi voru hans heillaráð 41 nemenda sinna. Sjálfur kunni hann vel það, sem hann vildi kenna öðrum, var stundvís, orðheldinn með afbrigð- um og gætinm. Okkur fannst, að Guðmundur hefði sjaldnast það, sem við köll- um fasta atvinnu, annað en kemmslu í félögum. Þó vann hann við og við að verkstjórn hjá ýms- um aðilum, en með því, að Guð- mundur var mjög hagsýnn, átti hann alltaf aura lausa í vasa sin- um þó að við hinir ættum ekkert. Peningapyngju notaði hann ekki. | Hann var rómaður fyrir skilvísii á öllum sviðum og var mjög hrein; skiptinn maður. Guðmundur starf-i aði ótrauðup mikið í Goodtempl-[ arareglunni og beitti sér þar af sterkrf félagslegri einlægni svo sem háttur hans var i hollum fé- lagsmálum, sem hrifu hann. Guðmundur var drengur góður, vinfastur og orðheldinn. Hann var vaskur maður, fimur vel og burðagóður eftir líkamsvexti. Sem liðsmaður var G.S.H. hneigður fyr ir forustu í sínu liði enda var hann skýrieiksmaður og ljúfmann legur leiðbeinandi. Hann hugsaði mikið og skýrt um framtið þess starfs, er hann beitti sér fyrir. Hann var því sjaldan óviðtoúinn. Oft var hann ósveigjanlegur og vék heldur til hliðar en láta hlut sinn ef honum fannst óeðlilega unnið án þess að úr fengizt bætt. Þessi sérkenni toáru vott «m stöðuglyndi og því fylgdi mikil gætni í orðum, kurteisi í tali og háttum. Hann talaði gott og lát- laust mál og hafði til að snupra okkur félaga sdn,a fyrir dönsku- slettur og óvandað málfar. Hann hreifst af málvöndun og nýyrðum dr. Guðmundar Finnbogasonar o. fL Guðmundur S. Hofdal var á margan hátt sérkennilegur maður, meðal annars var hann gæddur dulrænum hæfileikum svo sem margir samtíðarmenn hans vita ljóslega. Það má líka telja til sér- kenna hve orðvar hann var. Eng- inn mun hafa heyrt hann tala illa um nokkurn mann. Geri aðrir betur í því efni. Þessi einlægi stuðningsmaður iþróttanna, eink- um íslenzkn glímunnar og allra hollustuhátta íþróttamanna, er nú horfinn. Hann lézt á Borgarsjúkra húsinu 14. þ. tn. Margir memn, ýmsir þeirra þjóðkunnir, sem fynr meir voru nemendur Gnð- mundar Qg félagar, minnast hans nú á sama hátt og áður með híyjum huga. Bjami Bjarnason. EVRÓPA FER SÍNA LEIÐ Framhald af bls. 5. in hers — fjölmennasta hers í Evrópu utan Rússlands — sem fyrst og fremst er þjálfaður til að heyja stríðið, sem leið. Umfang þeirra breytinga, sem eru að gerast í Evrópu, er óljósara fyrir þá sök, að stjórn málamennirnir, sem eru á hnot skóg eftír nýjum leiðarljósum, telja sig enn knúna til að við- hafa sama orðalagið og áður. Enn vitna sumir til dæmis til Efnahagsbandalagsins sem „Evrópu" jafnvel þó að gömlu kreddumennimir játi, að sex- veldin geti aldrei orðið miklu meira en tollabandalag með geislabaug. Brezkum framá- mönnum verður stundum á að tala um tilraunir sínar til að „sameinast Evrópu“, eins og Efnahagsbandalagið og Evrópa væru eitt og hið sama, en Bret ar yrðu þó manna fyrstir'til að hafna þeim skilningi. Einn vottur breytinganna kemur fram í þeirri staðreynd, að nú sitja á ráðherrastóli í Vestur-Evrópu aðeins tveir menn, sem ekki hafa breytt af stöðu sinni frá tímum kalda stríðsins, eða Schröder í Vestur Þýzkalandi (nú varnarmálaráð- herra) og Luns í Hollandi (ut anríkisráðherra í þrettán ár). Ungir framámenn í Hollandi segja þó hispurslaust í einka- viðræðum, að Luns sé „ekki alveg ljóst, hvað sé að gerast.“ Öflugustu veldin eru hætt að leggja hernaðariega áherzlu á Evrópu og hafa snúið sér að Asíu í staðým. Evrópumenn hafa í kyrrþey tekið að sér að endurmóta eftirstríðsviðhorfin á sínu eigin meginlandi. Meðal MIÐVHIUDAGUR 25. japúar 1967 hinna nýju forsendna má nefna: 1. Skynsamlegar aðferðir eru nú rikjandi í vinnubrögðum þeirra sem annast stefnumótun Sovétmanna. Nú er tækifæri til að koma á varanlegri og frið- vænlegri skipan í milliríkjamál- um Evrópu, í fyrsta sinni síðan að heimsstyrjöldinni síðari lauk. 2. Ríkisstjórnir í Austur-Evr- ópu þurfa ekki framar á rúss neskum hersveitum að halda í landi sínu til þess að tryggja drottinhollustu þegnanna. Holl ustan verður í raun og veru því aðeins tryggð nú orðið, að lögð sé rækt við hagsmuni þjóð arinnar, jafnvel þó að þeir stang ist á við bagsmuni Rússa. 3. Vestur-Evrópumenn ættn að miða fyrirætlanir sínar við að Sovétmenn muni, að tíu eða fimmtán árum liðnum, ef ekki fyrr, telja hag sínum bezt borg ið með því; að Þýzkalandsmálin séu endanlega til lykta leyst. Tímann, þar til úr þessu verð- ur ættu þýzku ríkin tvö að nota til að hefjia viðræður (eins og Willy Brandt utanríkisráðherra hefur hvatt 111), færa sig smátt og smátt upp á skaptið með samvinnu og samkomulag. Þýzka „alþýðulýðveldið" er þjóðland 17 milljón manna í miðri Evrópu og eitt af tíu mestu iðnveldum heims. óskin ein getur ekki afmáð tilveru þess. Keppni er unnt að breyta í samhjálp og andstöðu í sam band (þar sem báðir aðilar gætu til dæmis komið á sameiginlegri löggjöf). RQdsstjórnin í Bonn verður þó fyrst að viðurkenna Oder/Neisse landamærin og láta formlega af kröfunni til þess landsvæðis, sem nú er þriðjungur PÓUands. Þegar hér væri kwnið mætti vænta ein- stremgingsminni stjómar í þýzka alþýðulýðveldinu“ (Ul- bricht er hálfáttræður). 4. Sú hu'gmynd er orðin aftur úr í framrás atvikanna, að Evr ópa sé hið sama og sexveldin, sem mynda Efnahagsbandalagig meira að segja sexveldin að við bættu Bretlandi. 5. 1. janúar 1967 eru EFTA- löndin (átta að meðtöldu Finn landi og ná til markaðar 100 milljóna manna) búin að af- nema alla tolla af iðnaðarvörum í viðskiptum sínum innbyrðist þremur árum áður en gert var ráð fyrir og átta mánuðum á undan sexveldunum. Þjóðartekj ur á mann eru einnig hærri í EFTA-löndunum en EEC-lönd unum. Munurinn á þessum tveimur viðskiptasamtökum í V-Evrópu er að verða meiri og meiri uppgerð, enda er nú farið að hugleiða samruna þeirra. Postular „Evrópurikis- ins berjast fyrir töfum. Ekki er framar spurt, hvori úr þessu verður, heldur hvenær. 6. Atlantshafsbandalagið get- ur ekki orðið tæki til breytinga né heldur stuðlað að viðræðum við Austanmenn. Það getur ekki komizt lað niðurstöðu um ann- að en skilmála sinna eigin enda loka, — en það er til alltof mik- ils ætlazt af hvaða samtökum, sem er. Atlantshafsbandalagið verður að geyma á hillunni Brussel meðan verið er að móta nýskipan Evrópu. Ekki er að því keppt að halda Bandaríkjun um utan við mótun Evrópuskip unar, en Evrópumenn ættu sjálf ir að annast leitina að lausri- um. Bandaríkjamenn hafa hug á samskiptum við Austanmenn með þeim hætti, að tvær sam- steypur standi hvor andspænis annarri, en í augum margra Evr ópumanna er sú aðferð til þess fallin að tryggja óbreytt ástand og viðvarandi skiptingu Evrópu í sömu, gömlu áhrifa- svæðin tvö.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.