Tíminn - 11.02.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.02.1967, Blaðsíða 5
h LAUGARDAGUR 11. febrúar 1967 Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Ang- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur ' Bddn* búsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Banbastraetl 7. Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 105.00 á mán. innanlands. — 1 lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b. t Friðrik Jörgensen Nfrfdcru eftir aS núverandi stjórnarflokkar komust til valda, var manni, Friðrik Jörgensen að nafni, veitt leyfi til að annast útflutning á sjávarafurðum. Leyfi þetta var byggt á því, að rétt þætti að leyfa fleiri aðilum en áður að annast þennan útflutning og efna þannig til aukinnar samkeppni á þessu sviði. Út af fyrir sig gat þetta verið réttlætanlegt, þótt reynslan hafi sýnt, að fara verði með mikilli gát í þessum efnum. Frá þessu sjónar- miði vakti þó leyfisveitingin ekki athygli, heldur hinu, hver leyfið fékk, þar sem ekki var vitað, að Friðrik þessi Jörgensen skaraði fram úr mörgum öðrum, sem um slík leyfi höfðu sótt. Vegna þess, að ýmsir voru orðnir óánægðir með þá tilhögun, sem fyrir var, mun útflutningsfyrirtæki Frið- riks Jörgensens hafa fengið allgóð vaxtarskilyrði og það því farið vaxandi. Á síðastliðnu ári er talið, að út- flutningur á vegum þess hafi skipt mörgum hundruðum milljóna króna. Almenningur fylgdist að sjálfsögðu ekki mikið með rekstri þessa fyrirtækis fremur en svo margra annarra, enda ekki aðstaða til þess. Þeir munu hafa verið tiltölulega fáir, sem hafa vitað það, að hér væri í skjóli stjórnarleyfis risið upp nýtt stórfyrirtæki. Það vakti því að vorium athygli, þegar sú fregn kvisaðist skömmu fyrir jólin í vetur, að Útvegsbankinn hefði snúið sér til viðkomandi yfirvalda og óskað eftir rann- sókn á rekstri þessa fyrirtækis. Ástæðan mun vera sú, að fyrirtækið hefur ekki gert skil á greiðslum fyrir út- fluttar afurðir, sem nema að sögn mörgum milljónum króna, jafnvel tugum milljóna. Til tryggingar mun bank- inn hafa afurðavíxla, gefna út af fiskvinnslustöðvum. er fólu fyrirtæki Friðriks að annast afurðasölu fyrir sig. Mun tapið lenda mest á þremur fyrirtækjum, ef ekki verða gerð skil af hálfu Friðriks. Annars er þetta mál enn talsvert á huldu, en það virðist eigi að síður ljóst, að hér hafi stórar upphæðir farið forgörðum. Kröfu verður að gera til þess, að málið verði upplýst til fulls. En þetta mál hefur margar hliðar. Hin veigaminnsta er ekki sú, hvernig veitingu útflutningsleyfa er háttað af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hvaða athugun lætur hún fara fram á hæfni og reglusemi þeirra, sem slík leyfi fá, og getu þeirra til að standa í skilum við fiskframleiðend- ur, ef eitthvað kemur fyrir? Hverjar voru t.d. forsendurn- ar fyrir því, að Fiðrik Jörgensen var á sínum tíma tekinn fram yfir marga aðra og veitt stjórnarleyfi til að koma upp stórfyrirtæki. sem virðist ætla að fá fremur ó- skemmtileg sögulok? Ekki bætir það heldur úr skák, ef rétt er, að hann hafi fengið útflutningsleyfi endurnýjuð eftir að kunnugt varð um kæru Útvegsbankans. Allt er þetta mál þannig vaxið, að menn hljóta að varpa fram þeirri spurningu, hvort það sé heilbrigt fyrirkomu- lag að hafa umrætt veitingavald í höndum pólitísks ráð- herra. Þarf ekki að búa svo hér um hnútana, að fleiri geti fylgzt með, og kunningsskaparsjónarmið eða flokkssjónarmið megi sín því minna? Um skeið var þetta veitingavald í höndum Fiskimálanefndar og voru þessi mál öll þá meira fyrir opnum tjöldum. Mál Friðriks Jörgensens bendir hiklaust-til þess, að það sé ekki heppi- legt að hafa þetta mikla vald eingöngu í höndum pólitísks ráðherra. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Flokkur hinnar hreinu stjórnar varð sigurvegarinn í Japan Stjómarflokknum tókst samt aS halda vefli SEŒNIASTA sunnudaginn £ janúar fóru fram þrngkosning- ar í Japan. Til kosninga þess- ara var efnt nokkru áður en kjörtímabilinu lauk o-g var form lega ástæðan sú, að ágreining- ur hafði risið í stjórnarflokkn- um, er kallar sig Frjálslynda lýðræðisflobkinn, en hann er hinn raunverulegi íhaldsfl. landsins. Ágreiningur þessi stafaði af því, að uppvíist varð um, að sumir ráðtherranna væru viðriðnir hneykslismál og hafði Sato forsætisráðherra því vikið þeim úr embætti. IFylgismenn þeirra risu þá gegn Sato og hann taldi rétt að svara þeim með því að efna til kosn- inga. Þetta eitt mun þó ekki hafa ráðið þessari ákvörðun Sato, heldur og hitt, að staða aðalandstöðuflokksins, Sósíal- istaflokksins þótti orðin örðug. Foringi hans, Koso Sa- saki, hefur beitt sér fyrir stór- auknum samskiptum við Kína og haldið mjög fram hlut Pek- ingstjórnarinnar. Þetta reynd- ist í fyrstu allgott til fylgisöfl- unar, því að Japanir telja sig geta haft mikinn hag af við- skiptum við Kína. Með tilkomu rauðu varðliðanna hefur þetta hins vegar breytzt, því ao þeir hafa mjög veikt álit Kana í Japan. Afstaða Sasakis til Hínamálanna átti því ekki leng ur fylgi að fagna, heldur miklu fremur hið gagnstæða. Hins vegar reyndist það kommúnista flokknum fremur til styrktar, að hann hafði slitið öll sam- bönd við kínverska kommún- ista. ÚRiSLIT koisninganna urðu þau, að flokkur Satos hélt velli, en meirilhluti hans varð þó ekki eins sterkur og áður. Hann fékk 277 þingsæti af 486 alls. Hins vegar fékk hann ekki nema 49% af greiddum atkvæð um í stað 54,7% í þingkosning unum 1963. í Japan er kosið í einmenningskjördæmum og reyndist atkvæðatapið flokkn- um því e'kki eins tilfinnanlegt og ella. Flokkurinn hefur farið með stjórn síðan styrjöldinni lauk og er því ekki óeðlilegt, þótt heldur halli undan fæti hjá honum. Sato tók við stjórn flokksíns fyrir rúmum tveimur árum, er hann varð forsætisráðherra. Hann tók þá upp nokkru óháð- ari stefnu gagnvart Bandarikj- unum en fyrirrennarar hans höfðu gert, og hefur t. d. forð azt að láta Japan dragast inn í Vietnamstyrjöldina. Hann vill samt hafa góða samvinnu við Bandaríkin áfram og því fögn uðu Bandaríkjamenn sigri hans, þar sem líkur eru til, að hann verði forsætisráðherra 1970, þegar öryggissáttmáli Japans og Bandaríkjanna á að koma til endurskoðunar. Samt er talið, að Sato vilji gera veru- legar breytingar á honum. HELZTI stjómarandstöðu- flokkurinn, Sosíalistaflokkur- IMMBBMMBMMMn Hér á myndinni sést Sato forsætisráðherra vera að teikna augu á daruma, sem er eins konar japanskt lukkutröll. Það er gamall siður í Japan, að menn beri fram óskir sínar við augnalaust lukkutröll, og máli svo á það augu, ef óskirnar rætast. inn, fékk 140 þingsæti, tapaði 4. Líklegt hafði verið talið, að hann myndi bæta við sig nokkr um þingsætum, en ldnversku varðliðarnir hafa bersýnilega komið í veg fyrir það. Atkvæða tala hans lækkaði einnig eða úr 29% í 28% af greiddum at- kvæðum. Hins vegar bættu kommúnistar aðeins atkvæða- tölu sína eða úr 4% j 4,8% og fengu 5 þingmenn í stað fjög- urra áður. ÞAÐ varð nýr flokkur, Kom- eito, en nafn hans mun þýða flokkur hinnar hreinu stjóm- ar eða heiðarlegu stjórnar, sem varð hinn raunverulegi sigur- vegari. Hann bauð fram í að- eins 32 kjördæmum og sigraði í 25 þeirra. Flokkur þessi rekur rætur sínar til þeirrar greinar Búdd- hatrúarmanna, sem talinn er einna herskáust. Eitt af kjör- orðum hennar er, að þao sé mesti velgerningurinn við and stæðingana að beita þá ofbeldi, og er þá öllu fremur átt við andlegt ofríki en líkamlegt. Flokkurinn hefur á sér veru- legt hermennskusnið, starfrækir einkennisklædda ungliðahreyf- ingu og skiptir flokksmönnum í sellur eftir hernaðarlegri fyr- irmynd. Flokksmönnum fjölgar ört og greiða margir ríflegt fé til samtakanna. Flokkinn skort ir því ekki fé til starfsemi sinn ar. Hann hefur t. d. reist skýja kljúf í Tokio fyrir starfsemi sína. Einkum virðist flokkurinn finna hljómgrunn hjá ungu fólki. Foringi hans, Saisaku Ikeda, er ekki nema 38 ára gamall. Hann náði kosningu í kjördæmi í Tokíó. Eitt 'helzta áróðursefni flokks ins er að deila á spillingu þá, sem ríkjandi sé í stjórnmála- lífi Jiapans. Hneykslismál ráð- herranna, sem áður voru nefnd ir, hafa verið honum kærkom- ið ádeiluefni, og sennilega verð ur það vatn á myllu hans, að þeir voru allir í framboði og endurkjörnir. Flokkurinn lofar því fyrst og fremst að heita sér fyrir heiðarlegu stjórnar- fari, eins og nafn hans bendir til. í innanlandsmálum segist hann vera fylgjandi velferðar- þjóðfélagi og orðið sósíalismi kemur oft fyrir í stefnuskrá hans. Jafnframt segist hann þó fylgjandi frjálsu framtaki og hann vilji styrkja það alls stað ar, þar sem það eigi við. í utanríkismálum segist flokk urinn fylgja hlutleysisstefnu, en þó vilji hann ekki fella ör- yggissáttmála Bandaríkjanna strax úr gildi, heldur smám saman. Jafnframt rekur hann þó öflugan áróður gegn vax- andi amerískum áhrifum í Jap- i an. B Flokkurinn hefur sérstaklega ð unnið sér fylgi hjá smákaup- | mönnum og eigendum minni i iðnaðarfyrirtækja, sem stór- 0 verzlanir og stórfyrir.tæki B þrengja að. Einnig meðal sveita B fólks, sem er nýflutt *il bæj- 8 anna og telur sig olnbogabörn I þar. Fyrst og fremst hefar i hann þó náð fylgi hjá ungu i fólki. Talið er, að milljónir | ungmenna hafi þegar gengið í R æ.skulýðshreyfingu hans. Erlendir blaðamenn, sem kunnugir eru í Japan, fullyrða að stjórnarflokknum. stafi nú mest hætta frá þessum nýja flokki, og flest bendir til, að hann eigi eftir að hafa vaxandi áhrif. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.