Tíminn - 11.02.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.02.1967, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 11. febrúar 1967 TÍMINN hanoritamAud oe wöðin Undanfarið haifa blöðunum bor- izt ýmsar „raddir“ vegna þess end emis, að gera átti mericisdaginn 17. nóvember 1966 að „aftöku- palli“ fyrir Bjama M. Gíslason. Ætla mætti við skulduðum hon- um eitthvað annað. Enginn get- ur neitað því, að þeir menn, sem íyrir framan alþjóð gerðu bolla- leggingar út af dómi hæstaréttar í Danmörku, hafa unnið þjóð sinni mörg þarfaverk, enda hefur ekki verið sparað á „verðlauna- peninga” til þeirra í blöðum þessa lands. En einmitt þess vegna minnti atburðurinn 17. nóvember mig talsvert á algenga refskák, sem endurtekur sig að öðru hvoru. Þegar rætt er um hina svokölluðu velmegun í þjóð félaginu, fara vissir menn ótru- lega oft til myndasmiðsins, og þarj á eftir í blöðin til að láta þakka: sér góðærið og aflabrögðin. Satt að segja eru þantúg sjón-j hverfingar hálfgerð móðgun gagn vart íslenzkum almenningi. Það eri engu líkara en við séum skoðaðir sem sauðsvartur almúgi án þroska og getu til að hugsa sjálfir. En þó íslenzk alþýðumenning nú um áraraðir hafi verið gerð að horn- reku í þjóðfélaginu, erum við ekki ennþá orðnir það kalnir í toppinum, að við getum ekki gert mismun á ærið sérlegum gróanda í vandamálum þjóðarinnar og óvið jafnanlegri sjálfsumgleði, sem; aldrei er utanbæjar, etf eittíhvað i mikilvægt er á ferli. Mergunnn í sigri handritamáls- ins er alls ekki hið alkunna færi- band íslenzkra stjórnmála og fræðslumála. Það er með hand- ritamálið eins og öll önnur mál, sem erfitt er að leysa, að lausn-! in allt í einu þokast nær fyrir atbeina einhvers einstaklings, sem batt bagga sína öðrum hnútum en venja var á. Bjarni M. Gíslason er ekkert veraldarundur, en hann er samt sam áður sá íslendingur, sem á mestan þótt í heimkomu hand- ritanna. Galdurinn í starfi hans er ósköp einfaldur og felst eink- um í því, að auka skarpskyggni danskrar alþýðu gagnvart okkur. Á ferð um Danmörku síðast)ið- ið sumar, gerðum við nokkrir ís- lendingar það að gamni okkar, að ræða handritamálið og athuga, hvað danskur almenningur þekkti af handritameisturunum okk^r. Enginn hafði heyrt þeirra getið, en allir þekktu Bjarna M. Gísla- son, sem manninn, sem aldrei hafði talað um annað en hand- ritamálið. Það var engu líkara en Bjarni oft og mörgum sinnum hefði strokið um það viðkvæma strengi, að fólki jafnvel fyndist hann heyra til í þeirra sveit. Af mikilli leikni hefði hann jamrýmt ræður sínar almennu etfni sem þar var fyrir hendi um félagslega þró- un milli tveggja bræðraþjóða. Þegar við urðum þessa varir skildum við betur, hvers vegna alþýðuhreyfingin danska með lýð- háskólamenn í broddi fylkingar, tók rit hans og ræður sér td upp- byggingar. En þar nær enginn siíkum á'hrifum á einum degi. Upp lýsingarstarf Bjarna M. Gíslason- ar hefur kostað hann eljusemi margra ára. Danskur lýðháskó)a-j maður sagði við okkur: Samst.aríi; Bjarna M. Gíslasonar og dönsku lýðháskólanna í handritamálinu er þannig varið, að það er ekici nægti að skilja það að. Við sóttum | margt til hans af fræðslu um tengsl handritanna við íslenzka þjóðina, og hann sótti ýmislegt til okkar af betri þekkingu á dönskum þjóðfélagsmálum. Við vorum hlynntir skilun hundrit- anna áður en hann kom til Dan- merkur, en eftir að bækur hans komu út gátum við rifið það upp úr þeim skotgrafarhernaði, sem tíðkazt hafði og haslað þvj nýjan völl. Það eru til margar haglega gerð ar ritgerðir um sögu handrita- baráttunnar hér í landi, en eftir að málið tóik á sig sérkennilegt danskt snið með gjaifartillögunni, urðu það merkileg kaflaskipti í baráttusögu handritamálsins, að gömlu niðurstöðurnar um hina dönsk-íslenzku baráttu féllu úr gildi. Það væri ofloí að telja, að Bjarni M. Gíslason hefði markað þessa stefnu, en hins vegar er hann einasti íslendingurinn sem á nokkurn þátt í henni. Bækur hans, fyrirlestrar og ritgerðir höfðu mikilvæg áhrif á alla þá Dani, sem stóðu að viðfangsefn- um hinnar nýju lausnaraðferðar, sem lyktaði svo gætfusamlega 1961, þegar mikill hluti danska þjóðþingsins samþykkti gjafatil- löguna. í blöðum hér heima er þess oft getið, að „margir hafi unnið vel að handritamálinu.“ En að vei afihu'guðu máli er þessi santileik- ur oft sagður til að draga lesand- ann að nöfnum, sem minni rétt eiga á sér í þessu tilviki. Bjarni M. Gíslason getur þess í fyrstu bók sinni um handritamálið, að danskir fræðimenn neiti þeirri að- ferð í nefndarálitinu danska, að gera harla lauslega grein fyrir því sem nokkru máli skiptir, nota það aðeins í innskotum og aukasetn- ingum, en margfalda hins vegar smámunina. í þeim greinum sem ég hef lesið um handritamálið eft- ir íslenzka fræðimenn, að Alex- ander Jóhannessyni undantekn- um, er sömu aðferðinni öeitt gegn Bjarna og hinum merka sam herja hans Jörgen Bukdahl. En ætla mætti þó að við skulduðum þeim aðra meðhöndlun. Satt að segja álít ég það ekk- ert sérstaklega þakkarvert, þó ís- lenzkir embættismenn hafi gert skyldú sína f sambandi við hand- ritamálið. Þeir eru launaðir til þess að gæta þjóðstarfa og þó eitflhvert þrátt hafi verið um smá- muni, þegar að samningum kom, er ekki hægt að líkja því við bar- áttu. Baráttan fyrir heimU .'tn- ingi handritanna síðustu árin er fyrst og fremst háð af Bjarna og dönskum mönnum, sem gerðu -það að stefnu sinni að færa íslandi dýrmæta gjöf. Þetta er alveg ein- stakur atburður í sögu Norður- landa, og þess vegna ber að skilja það rétt. Þessir dönsku menn voru ekki akademískir sérfræðingar, ó margir þeirra hefðu háskóla- menntun. Þeir voru leiðtogar danskrar alþýðumenningar, og þeir töluðu fyrir munn danskrar alþýðu. Öll þeirra barátta var háð gegn steinrunnu aftunhaldi danskra vísindamanna, en eikkert sérstaklega fyrir Háskóla fslands, heldur fyrir íslenzku þjóðina sem heild. En hvað skeður hér eftir að gjafatillagan var samþykkt í danska þinginu 1961, og danska alþýðuhreyfingin mátti standa í eilífu stappi með að verja land- helgi stefnu sinnar? Þá fer að bera mikið á ..akademiskum“ rit- gerðum i jslenzkum blöðum og hin umfangsmiklu skrif miðuðu fyrst og fremst að því, að stækka köku vissra íslenzkra ráðherra og prófessora sem áhrifamanna mál- efnisins. Þetta var ekki aðeins móðgun gagnvart þeim mönnum, sem fyrir okkur börðust, en það var í þessu sambandi í algeru ósamræmi við algengar kurteisis- reglur, að einblina á sjálfan sig. JÚt á við var ekki hægt að skilja þetta öðruvísi, en að handrita- málið væri akademísk sérmál hér á landi, eins og andstæðingar okk- ar vildu láta það heita, en ekki þjóðmál. Samhliða þessu hafa blöðin birt leiðara um allt það sem þarf að gera fyrir háskólann. Það er engu líkara en íslenzkur almenningur nú eigi að fara að þræla undir einhverri hámenntun, sem liggur langt fyrir ofan garð þess vannærða barns, sem alþýðu- menning heitir. Hvernig ætli leiðtogum dönsku alþýðuhreyfingarinnar komi þetta fyrir sjónir? Ætli það sé í sam- ræmi við hugsjónir þeirra og bar- áttu tfyrir að skila okkur handrit- unum? Ég efast mikið um það. Að mínum dómi hefur islenzikur almenningur látið of lítið til sín heyra í sambandi við þetta mál. En betra seint en aldrei. Radd- irnar um Bjarna M. Gíslason, manninn, sem gerði handritamálið að æfistarfi sínu, mega ekki þagna. Þegar það endanlega verð- ur ákveðið, að flytja eigi hand- ritin heim, verður íslenzk alþýða afdráttarlaust að krefjast þess, að hún komist að og -geti fært dönsku þjóðinni 'þökk sina. En hvernig er hægt að gera það í fullu samræmi við það vin- arhandtak, sem felst i baráttu al- þýðuhreytfingarinnar dönsku fyrir okkur? Ég get ekki séð aðra mögu leika, en að kalla eigi Bjarna M. Gíslason heim og b'iðja hann um að gera grein fyrir vinarhug okk- ar í garð samherja hans í Dan- mörku. Hann er meðal þeirra skoð aður sem fulltrúi íslenzkrar al- þýðumenningar, og það var gæfu- munurinn þegar á reyndi, að dönsk alþýða hafði heimsókn af íslenzkum manni, sem hún gat skoðað sem sinn jafningja — og skildi. Bjarni er sjálfsagður fulltrúi is- lenzkrar alþýðu, þegar hún færir dönsku þjóðinni þakkir sínar. Hj. G. LEÐUR - NÆLON OG RIFFLAÐ GÚMMI. Allar sólningar og aðrar viðgerðir afgreiddar með stuttum fyrirvara. Skóvinnustofan Skipholti 70 (inngangur frá bakhlið.) Benedikt Gíslason og Einar Bjarnason við samlestur handrits og prófarka að síðasta bindinu. Ættir AustfírB- inga í 8 binium - útgálunni iokii Rétt fyrir jólin kom út átt unda og síðasta bindi af Ætt- um Austfirðinga, hinu mikla ættfræðiriti séra Einars Jóns- sonar prófasts á Hofi í Vopna firði, en um útgáfuna hafa séð Benedikt Gislason frá Hof teigi og Einar Bjarnason, ríkis endurskoðandi. Útgefandi er Austfirðingafélagið í Reykja- vík, en Benedikt'mun þó vera helzta driffjöður þess, að verk ið allt er út komið, enda njun hann beinlínis hafa tekið á sig fjárhagsbyrðar af því, svo og fleiri menn. Útgáían heíur og notið nokkurs styrks frá Alþingi og Múlasýslum og framlaga ýmissa manna, að því er Benedikt segir í eftir mála. Verkið allt er fullar fimm tán hundruð blaðsíður. Út- gáfan hófst litlu eftir 1950 og fyrsta bindið kom út 1953 á aldarafmæli höfundar. Handrit ið var að sjálfsögðu ekki full gert, er höfundur lézt, og hafa umsjónarmenn útgáfunnar þvi orðið að leggja af mörkum mikið starf í því efni, og enda leitað til fleiri manna, að þvi er Benedikt tíundar i eftir- mála, svo sem til Indriða Ind riðasonar, Hjalta Jónssonar í Hólum og Sigurjóns Jónsson- ar frá Þorgeirsstöðum. Þá getur Benedikt þess, að ýmsir góðir menn hafi lagt mikið starf af mörkum við söfnun fjár til útgáfunnar og sölu bókanna og getur sérstak lega Jóns Þórðarsonar prentara sem safnaði miklu fé og kveðst muni láta binda söfnunarskrárn ar með einu eintaki af verk- inu, er síðan verið gefið Eiða skóla til varðveizlu. Það fer ekki á milli mála, að hér hefur mikið þrekvirki verið af höndum leyst, og hvað sem menn vilja annars segja um ættfræði er hér saman kom inn mikill heimildasjóður, sem komandi kynslóðir munu otft leita í. Ættfræðistarf séra Ein ars prófasts er afreksverk, en síðan tekst svo vel til að um það fjalla til útgáfu tveir menn sem sérstaklega eru til þess fallnir að gera því fullnaðar- skil. Benedikt Gislason e r þjóðkunnur fræðasjór en jafn framt einstakur framtaks- maður og hamhleypa, en Einar Bjarnason nákvæmur og vand virkur ættfræðingur, og mun hann mjög hafa annazt próf- arkalestur, sem ekki er lítil- vægur í ættfræðiriti. Þeir fá og til samstarfs marga ágæta á- hugamenn um austfirzk fræði og ýmsir leggja fram verulega vinnu, svo sem Þorsteinn Thorlacius, fyrrverandi prent smiðjustjóri, sem vélritaði meirihluta verksins eða annað ist það. En vafalaust á Bene dikt frá Hofteigi meginheiður af því, að þrekvirki þessu er lokið. Útgáfan er öll hin vand- aðasta. VELSTJÓRAFÉLAG ÍSLANDS Aðalfundui Vélstjórafélags íslands verður haldinn að Bárugötu 11 fimmtudaginn 16. þ.m. kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnin. T rúlof unarhringar afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. HALLDÓR, Skólavörðustjg 2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.