Tíminn - 11.02.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.02.1967, Blaðsíða 8
8 Sumarráð stefna SÞ :! í Genf '67 I ! Sameinuðu þjóðimar halda í ! ár, eins og undanfarin ár j sumarráðstefnu í Genf í Sviss. ' | Ráðstefnan stendur yfir frá | 17. júlí til 4. ágúst og fjallar ] um: Áætlanir og framkvæmd aðstoðar við þróunarlönd- in. Þeir umsækjendur einir koma til greina, sem hafa sér staka menntun eða reynslu á þessu sviði. Þar sem aldrei hefur verið þátttakandi frá fslandi á sumarráðstefnu S.Þ., er sérstök áherzla lögð á að fá hæfan umsækjanda nú, og mun, á vegum utanríkisraðu- neytisins, vera veittur nokkur styrkur til þátttöku í ráðstefnu þessari. Nýtt kerfi til dreif- ingar upplýsinga um kjarnorkuna Stigið hefur verið fyrsta skrefið til ,að koma á kerfi : fyrir alþjóðleg skipti á upp- | lýsingum um friðsamlega notk un kjarnorkunnar. Hópur sérfræðinga, sem ný- lega hafði málið til athugunar í aðalstöðvum Alþjóðakjarn- orkustofnunarinnar (IAEA) í Vínarborg, er í meginatriðum sammála um áætlunina, sem á að heita INIS (International Nuclear Information System). Fram kom allhörð gagnrýni á þeim hætti sem nú er á dreifingu nýrra niðurstaðna og annarra upplýsinga um kjarn- orkurannsóknir. Ætlunin er að nota rafeindaheila til að sam- ræma upplýsingar hvaðanæva úr heiminum, og er búizt við að INIS-kerfið verði talsvert ódýrara en það sem nú er notað. i Sumarskóli Sumarskóli WFUNA-ISMIIN: Hinn árlegi sumarskóli Al þjóðasamtaka félaga Samein- uðu þjóðanna (WFUNA) og Alþjóðafélagsskaps stúdenta í S.Þ. (ISMUN) verður haldinn í 21. sinn í Genf í Sviss írá 9.—21. júlí 1967. Það, sem um ’ verður fjallað að þessu sinni, er Mannréttindamál. 80 þált- takendur verða í skólanum írá sem flestum löndum S.Þ. Skól inn er sérstaklega æt.laður ?tú dentum, kennurum, eða þeim, sem sérstakan áhuga hafa á málefnum S.Þ,. og þá sérstak- lega mannréttindamálum. i Nánari upplýsingar veitir Gaiðrúr Erlendsdóttir, ritari Félags Sameinuðu þjóðanna á Islandi. Skrifstofa félagsins er á Barónsstíg 21, simi 18499. TÍMINN JÓN GAUTI PÉTURSSON: LAUGARDAGUR 11. febrúar 1967 Á síðustu árum hefir það valdið ýmsum mönnum hér á landi mikl- um áhyggjum, að þeim hefur fund ist að okkar aldagamla h ppa- skipulag væri orðið þjóðinni fjöt ur um fót og að því þyrfti bráðan bug að vinda að leysa þær viðjar af henni, áður en í meira óefni væri komið. Helztu málsvarar þessarar kenningar eru reyndar engir aukvisar, þar eru t. d. for maður Sambands ísl. sveitarfélaga, ráðuneytisstjórinn í félagsmála ráðuneytinu, og hinn gamli Birki beini íslenzkra atvinnumáia, Árni G. Eylands. Þó þessir menn og aðrir þeirra, sem orð hafa lagt til þessara mála, komi að því úr nokkuð mismunandi áttum, ber þeim öllum saman um það að aðal meinsemdin sé sú, að mikill hluti hreppsfélaganna í landinu sé svo fámenn að þau megnuðu ekki að valda verkefnum sínum. Ráð til úrbóta væri því einfaldlega það að sameina hreppana, tvo eða fleiri, og mynda þannig burðar- meiri sveitarfélög. Jafnvel hefir örlað á þeirri skoðun að alla hreppa ætti að afnema sem sér- stakar stjórnskipulegar einingar og láta sýslufélögin sjóða verk- efni þeirra sameiginlega í einum og sama potti. Þó í tillögum þeirra, sem hér var vitnað til, sé ekki beinlínis tekið fram til hvaða sveitarfélaga þær skuli ná verður að ætla að þær hafi ekki átt að taka til bæjarfélaga. í um- sögn þeirri, sem hér fer á eftir verður því gengið út frá að þeim sé sérs-taklega stefnt að sveita- hreppunum. Síðasta þing Sambands ísl. sveit arfélaga hratt máli þessu á þann rekspöl að kjósa milliþinganefnd til að gera tillögur um sameiningu sveitarfélaga. Tvennt er athuga- vert í sambandi við skipun þess- arar nefndar. Það fyrst, að verk- efni hennar er fyrirfyam ákveðið að vera „stækkun sveitarfélag- anna“. Af því mætti helst ráða að þeir, sem að nefndarskipaninni stóðu héldu að hér væri að hreinu iað ganga: Málefnið þyrfti ekki neinnar frekari rannsóknar; mein- semdin sem hreppaskipulagið gengi með væri fundin, og læknis lyfið líka. Eftir væri einungis að átta sig á hvernig ætti að gefa það inn. ✓ Annað, sem athygli mátti vekja í sambandi við þessa nefndarskip un er það, iað „smáhrepparnir“, þessi ógæfubörn sem umhyggjan snýst aðallega um, eiga engan full- trúa eða málsvara í henni heldur eru nefndarmennirnir valdir frá stærstu bæjarfélögum landsins, sem engar líkur eru til að samein ing við önnur sveitarfélög nái til, — þó að einum nefndarmanni undanteknum, en sá hinn sami er líka búsettur í einum stærsta sveit- arhreppi landsins. Engin brigð skulu á það borin að þeir sem í nefnd þessa voru kosnir séu gegn- ir og góðir menn, en einhæft val þeirra béndir ótvírætt til þess, sem fram er tekið áður, að ekki hafi þótt þörf á að tryggja það með nefndarkosningunni að í starfi hennar kæmi fram mismun andi sjónarmið, né nærtæk reynsla af framkvæmd þess skipulags, sem fyrirhugað var að breyta. Hér hefir stuttlega verið gerð grein fyrir því hvar þetta við- fangsefni er statt í dag: Forgangs- menn skipulagslreytitfga á sviði sveitarfélagsmála virðast á einu máli um að deiling héraðanna í tiltölulega smá hreppsfélög sé úrelt og þeim sjálfum, fyrst og fremst, til meins og trafala á leið þeirra til laukinnar farsældar og menningar. Á þetta sjónarmið þeirra hefir ekki komið fram gagn- rýni, svo teljandi sé, .opinberlega, hvort sem þar um veldur tómlæti og skoðanaleysi eða hitt, að menn samsinni yfirleitt þessum kenning- um. En þar sem mestar líkur eru til að tómlæti valdi hér mestu um er tími og tilefni til að varpa fram nokkrum spurningum um hver vera muni, og geti verið rétt lætanleg upptök eða tildrög þess- ara áforma um skipulagsbreytingu hjá hreppsfélögum landsins: 1. Hafa íbúar, eða sérsbakir mál- svarar „smáhreppanna“ í landinu leitað liðsinnis hjá stjórnarvöld- um, eða öðrum áhrifamönnum um fyrirgreiðslu til þess að geta sam- einazt öðrum hreppum? 2. Hafa þessir hreppar hakað viðkomandi sýslufélögum, ríkinu, eða öðrum opinberum sjóðum, ábyrgð eða fjárútlát vegna van- skila eða greiðsluþrota? 3. Hafa þeir hinir sömu aðilar ofboðið gjaldþoli íbúanna vegna mikils stjórnarkostnaðar að til- tölu við stærð sína og fjárumráð? 4. Hafa þessir hreppar, vegna smæðar sinnari farið á‘ mis við fjárframlög til umbóta í mennta- málum, samgöngumálurn og öðrum almennum framkvæmdum, og fyr- ir þær sakir dregist aftur úr öðr- um í framfaramálum? Ef fyrir lægi, eða fiam kæmi jákvæð svör við þessum spurning um, væri þegar fundnar eðlilegar forsendur fyrir því að hefjast handa um skipulagsbreytingar og aðrar aðgerðir til afstýra slíkum misfellum. En reynsla og almenn ingsálit hafa alls ekki svarað þessu játandi. Þrjár fyrstu spurn- ingarnar krefjast ekki langra svara né skýringa. í fyrsta lagi er víst um að engin hreppsfélög hafa nokkru sinni leitað eftir samein- ingu við aðra hreppa, enda þótt sveitarstjórnarlögin hafi allt frá því að breyting var á þeim gerð 1936, opnað þeim leið, og einskon ar rétt til þess. Hinsvegar hefir allmörgum hreppum, sem þá voru, verið skipt síðan. Gagnvart næstu spurningu má þess fyrst geta að enginn hreppur, stór eða smár, mun standa á afskriftaskrá Ríkis- ábyrgðasjóðs, þó hún fylli marga milljónatugi. Engar spurnir fara heldur af því að hreppar hafi orð- ið sýslufélögum að byrði. En þó að þess sé dæmi að hreppsfélögum hafi verið ívilnað í endurgreiðsl- um Bjargráðasjóðslána, sem tekin höfðu verið vegna sérstakra áf.\a af árferði, þá hafa þær ívilnanir náð til allra hreppsfélaga í heilum héruðum, eða jafnvel landshlutum, og verður ekki séð, að þó sam- eining hreppa hefði verið komin á, að það hefði á nokkurn hátt af- stýrt afleiðingum af slíkum mis- ærum, sem yfir heil héruð gengu. Um það atriði, hvort stjórnarkostn aður í smáum sveitarfélögum sé hlutfallslega hærri en í öðrum stærri, liggja ekki fyrir tæmandi skýrslur um árabil. En þær rann- sóknir, sem í þessu hafa verið gerð ar benda leinlínis til að þessu sé alveg öfugt farið, — þannig, að stjórnarforustan taki til sín því hærra hundraðsgjald af tekjum sveitarfélaganna sem þau eru stærxi og mannfleiri. Fellur þetta alveg saman við það sem Árbók Tryggingastofnunar ríkisins hefir árlega greint frá um reksturskostn að sjúkrasamlaga. Þar er það ó- tvíræð og samfelld reynsla byggð á nákvæmri skýrslugerð að stjóm arkostnaður samlaganna tekur til sín því hærna hundraðshlutfall teknanna, sem samlögin eru stærri, og það svo miklu munar. Hafa þó samlögin öll jöfnum verkefnum að sinna, miðað við mannfjölda. Þá er þeirri spurningu ósvarað hvort hin smáu sveitarfélög fari, öðrum fremur, á mis við fjárfram- lög af opinberu fé til almennra framkvæmda. Þetta gæti verið úr- slitaatriði í þessu umræðuefni, og þarf að athuga alla málavexti sér- staklega. Kemur þá fyrst til um samgönguskilyrði og úrlausn á samgönguþörfum, því þó ýms önn ur verkefni sé aðkallandi á hverj- um stað, þá standa samgöngumál huga manna næst þeirra sem afskekktir búa, og úrlausn þeirra er víða undirstöðuskilyrði þess, að byggð haldist. Nú blasir það við að smáu hrepparnir hér á landi eru yfirleitt afskekktir, og liggja illa við almennum samgöngubót- um, nema þar sem svo ber til að aðalvegur héraðs eða landshluta liggur þar yfir. Þá ,er það gjarn an þveft yfir byggðárlagið, og þó þ<$ sé að vísu samgöngúbót, þá verður hún til þess, að íbúarnir finna enn meir til þess ev áður að þeir eiga aðrar og nærtækari samgönguþarfir, ýmist óleystar, eða ófullnægjandi — þ. e- sam- göngur innan sveitar og við næstu byggðarlög. Þann hnút hefir víða reynzt örðugt að leysa á viðunandi hátt. Með þá almennu reynslu fyrir augum er í-tilefni þess, sem hér er til umræðu, ástæða til að spyrja: Hefðu þessi afskekktu sveitarfélög fengið skjótari og betri úrlausn á þessum málefnum, ef þau hefðu sameinazt öðrum hreppi? Er sennilegt að íbúar fjöl- mennari hreppa sem hinn hefði sameinazt, fylltust sérstökum á- huga fyrir að bæta úr samgöngu- þörfum útkjálkans, sem við bætt- ist og léti það sitja fyrir öðru? Um svör við þessum spurningum er ekki beinlínis að leita hjá reynslunni af þeirri einföldu ástæðu, að hreppsfélög hafa enga tilhneigingu haft til að sameinast, né gert það, eins og áður er tekið fram. Hitt má öllum ljóst vera, sem til þekkja, að fjárframlög til samgöngubóta eru hvarvetna ó- fullnægjandi, miðað við óskir og barfir. Sé um skiptingu eða ráð- stöfun á tilteknu fjármagni að ræða í því skyni, eru menn yfir- leitt háðir því óskráða lögmáli, að það sitji fyrir um umbætur, sem mestri umferð sætir, enda að- gengilegt að renna rökum undir þá afstöðu. Það er iniðsóknaraflið, sem þar kemur til greina eins og um fleiri almenn mál. Hvers mátti þá hinn afskekkti sveitarhluti sam einaða hreppsins vænta úr þeim skiptum, þegar hann hafði ' :i lengur neina sérstaka málsvara eða fulltrúa gagnvart þeim stjórnar- völdum, sem með fjárráð fara fyr- ir hrepp, sýslu eða ríki? t Þó hér hafi einungis verið rætt um eitt viðfangsefni sveitarfélaga, þ. e. samgöngumál, var það nán- ast tekið sem dæmi, því svna máli gegnir um ýms önnur, svo sem skólamál, og önnur smærri verk efni. En á starfsframkvæmd sumra þessara verkefna hefir á síðari ár- um orðið veruleg breyting, sem kallar á samstarf íbúa á tilteknum landssvæðum, sem eftir atvikum geta verið óháð öllum hreppamörk- um. Slíkt samstarf hefir þegar komizt á, ekki svo óvíða, hér á landi, um byggingar barnaskóla og rekstur, en ekki virðist þetta hafa leitt til þess að viðkomandi hrepp ar hafi meiri hug á því en áður að ganga í eina sæng um öll sín verkefni. Það er nefnilega margt fleira en framkvæmd hagrænm* verkefna sem veldur því, að al- menningur til sveita á íslandi hef- ir sýnt uppástungum um samein- ingu hreppa tómlæti og tregðu. Má þar fyrst nefna sögulega vitn- eskju um að hreppaskipulagið er elzta og stöðugasta stjórnarskipun arformið hér á landi, og að við það eru víðast tengdar aldargaml- ar minningar um staðarmörk, sem enn eru í gildi. Víst er þó um það að ekki hefði þessi sögulegu minni, ein saman, orðið því til tálmunar að hreppar sameinuðust ef íbúar þeirra hefðu haft það á meðvitund inni og trúað því, að þeir myndu eiga þar betur heima, og njóta sín betur. En þarna kemur íslend- ingseðlið til greina: Þeim er yfir- leitt mótstæðilegt að hverfa í mannþyrpinguna, þó margir hafi orðið að sætta sig við það hlut- skipti. Þeir vilja helzt ekki starfa í stærri félagsskap en svo að þeir sjái út fyrir hópinn. Það er því ekki fyrst og fremst vegna sögu- legra viðhorfa sem mönnum er sárt um að breyta hreppaskipulag- inu. Hitt kemur til að þó ekki hafi allir gert upp með sér, vitandi vits, hverju væri sleppt, og hvað myndi hreppt þá hafa þeir þó á meðvitundinni að þeir muni njóta sín betur persónulega með því að starfa í þrengri hópi, þar sem hver þekkir annan. Hreppsfélögin eru óvéfengjanlega sú stjórnskipu lega eining í þjóðfélaginu, sem raunverulegt lýðræði nýtur sin bezt í, einmitt vegna þess að þeir eru ekki ýkjastórir. Það er sannar- lega ekki svo mikið af raunhæfri lýðræðisframkvæmd í stjórnarfari okkar hér á landi, að fært sé að gera undirstöðueiningar hins innra stjórnskipulags, sem hrepparnir hafa verið, vanhæfari og ólíklegri til að halda þeirri framkvæmd við. Þau sjónarmið sem nú hefir verið lýst virðast ekki hafa verið í huga þeirra manna, sem gerzt hafa talsmenn skipulagsbreytinga í hreppamálum, þegar þeir voru að reikna út við sín skrifstofu- borð hvað þjóðinni væri fyrir beztu í þessum efnum. Þeir töldu sér og öðrum trú um að hér væri vandi á ferðum, jafnvel bráður voði, en álitu sig hafa ráð að gefa til úrbjta. Við íslendingar höfum áður heyrt það heilræði, úr háum stað, að þeir sem væru staddir á smákænu í ólgusjó stjórnmála og J heimsviðskipta ættu að kosta kapps um að tengjast hafskipi, sem betur þyldi sjóana. Þetta heil- ræði hlaut ekki fylgi hjá almenn- ingi. Jafnvel var gert gys að því, og það þótti bera vott um niður- lægingu. Eigi að síður virðast vera til menn með þjóðinni, sem aðhyll- ast þessa kenningu. og trúa á hana sem hjálpráð þjóðfélagsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.