Tíminn - 11.02.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.02.1967, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 11. febrúar 1967 utanríkis- og varnarmáium Það vakti mikla athygli, er Emil Jónsson, utanríkisráð- herra kom á fund hjá Stúd- entafélaginu nú á mánudaginn óg fór þar mjög halloka í all- hvössum umræðum. Var það raunar að vonum, því að ekki hefur reisn íslenzkrar utanrík- isstefnu verið ýkja mikil undir stjórn þeirra félaga Guðmund- ar í. og Emils, og undirlægju- hátturinn gagnvart Bandaríkja mönnum verið opinheraður í sjónvarpsmálinu og að því er varðar afstöðuna gagnvart að- ild Kína að Sameinuðu þjóð- unum, svo að dæmi séu nefnd. Furðulegt var, að utanríkis- ráðherrann vissi ekki (eða vildi ekki vita?), hvaða afstöðu ís- land hafði tekið á Allsherjar- þinginu í haust við afgreiðslu tillögu mn aðild Kína. Þá má telja jafn furðuleg orð ráð- lierrans varðandi sjónvarpsmál ið, en hann hafði ekki haft fyrir því að búa sig hið minnsta undir að svara fyrir- spurnum um það mál, þó að vita mætti, að um það hlytu háskólastúdentar að spyrja öðru fremur. Vegna fjölda fyr- irspurnanna um þetta mál varð ráðherrann að opinbera fá- fræði sína og vandræðalega af- stöðu í einstökum atriðum. Má segjÉTalf íájílierranum myndi ekkÞ veRaf^af því að kalla nú Ioks saman eftir margra ára hlé utanríkismálanefnd Alþing is og leita hjá henni ráða um þessi mál og mörg fleiri, því að varla fengjust þaðan verri ráð en þau sem ráðherrann hef ur fengið til þessa og farið eftir. Nú eru utanríkis- og varnarmál þjóðarinnar enn til umræðu á almennum fundi. Þegar ungir Framsóknannenn samþykktu í haust í einu hljóði á þingi sínu ályktun um varnarmálin, þar sem lagt var til, að gerð yrði þegar í stað fjögurra ára áætl- un um brottför varnarliðsins, án þess þó að við segðum okk- ur úr Atlantshafsbandalaginu að óbreyttum aðstæðum, held- ur skyldu íslendingar taka við gæzlu ratsjárstöðva bandalags- ins hér, þá urðu ýmis öfl lil þess að rísa upp á afturfæt- urna. Sérstaklega þótti komm- únistum illt, að Framsóknar- menn skyldu allt í einu verða til þess að taka í sínar hendur raunhæft frumkvæði í þessu máli, sem kommúnistar liafa löngum sjálfir viljað slá eign sinni á. Hafa nú ungkommar skorað á SUF til kappræðu- fundar um broítför hersins og Atlantshafshandalagið. Ungir Framsóknarmenn töldu að íhuguðu máli, að rétt væri, að þessi mál væru rædd opinber- léga sem mest, og tóku áskor- uninni. Er nú fundurinn aug- lýstur til hliðar hér á síðuuni. Staksteinahöfundur Morgun- blaðsins hleypur út undan sér í fyrradag út af þessum fyrir- hugaða fundi, og er ungum Framsóknarmönnum þar álas- að fyrir að vilja ræða við kemiminista. Við þessu er það að segja, að ungir Framsókn- armenn telja tillögur sínar í þessum málum svo athyglis- verðar, að þær séu verðar um- ræðna opinberlega, og eru þeir þá að sjálfsögðu fúsir til kapp- ræðna við hvaða stjórnmála- BROTTFÖR VARNARLIÐSINS OG ATLANZHAFS- BANDALAGID verður haldinn á Hótel Borg n.k. sunnudag kl 15.30 Framsögumenn verða Ólafur R. Grímsson og Ragnar Arn- aids. - Ölium heimiil aðgangur. Ólafur Grímsson Ragnar Arnalds Frá fundi SUF og FUF í Vestmannaeyjum Eins og auglýst var í Vettvang- inum var í ráði að stjóm SUF færi til Vestmannaeyja helgina 28. og 29. janúar sl og gengist fyrir almennum fundi um ný viðhorí í íslenzkum stjórnmálum, ásamt FUF þar. Veðurguðimir sáu hins vegar fyrir því að ekki var flug veður um þá helgi, en á mánudag héldu tveir stjórnarmenn SUF þeir Baldur Óskarsson og Ólafur Ragnar Grimsson til Eyja og var áður auglýstur fundur haldinn þá um kvöldið. Við komuna til Eyja hlutu þeir hinar ágætustu móttökur og nutu leiðsagnar Her- manns Einarssonar, kennara í Vestmannaeyjum, en hann er einnig í stjórn SUF. M.a. vom þeim sýndar fiskvinnslustöðvarn- ar og ræddu við ýmsa menn um sjávarútveginn og vandamál fisk- iðnaðarins. Einnig skoðuðu þeir náttúrugripasafnið undir leiðsögn Friðriks Geirssonar og Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja í fylgd Arnars Einarssonar, kennara. I Fundur FUF hófst kl. 8,30. For- maður FUF í Vestmannaeyjum |Pálmi Pétursson, setti fundinn og ^stýrði honum, en tilnefndi Örn | Ólafsson fundarritara. I-Iann ávarp ; aði fundinn nokkrum orðum, en síðan héldu ræður Hermann Ein- arsson, Baldur Óskarsson og ól- afur Ragnar Grímsson. Hófust síð- an fjörugar umræður sem stóðu til miðnættis. Var auk þess beint fjölda fyrirspurna til frummæl- enda. Meðal þeirra sem tóku til máls voru: Sigurgeir Kristjánsson Sveinn Guðmundsson, Ástvaldur Helgason, Jóhann Björnsson, Björn Baldursson og Sveinbjörn Guðmundsson. Voru fundarmenn sammála að hefja öflugt starf til kynningar á stefnu og starfi ungra Framsóknarmanna og væru þeir líklegir til að geta orðið braut- ryðjendur í baráttunni fyrir end- urreisn íslenzks þjóðfélags. Að fundi loknum var gestum boðið að skoða lögreglustöðina í fylgd Sigurgeirs Kristjánsson- ar, yfirlögregluþjóns, og að lokn- um viðræðum við hann var geng- ið niður á bryggjur, þar sem fyrstu línubátarnir voru að halda á miðin. Til Reykjavíkur var flogið iag- inn eftir, en Vettvangurinn hefur verið beðinn að flytja kveðjur og þakkir stjórnar SUF fyrir inægju legar móttökur og fjörugan fund. Rifstjóri: Björn Teitsson samtök ungra manna önnur, sem þess kunna að óska. For- ráðamenn SUF telja, að með slíkum fundum vekji þeir ein- mitt bezt athygli alls almenn- ings og þá einkum yngri kyn- slóðarinnar á því mikla vinda- máli, sem hér er um að ræða, og sýni það svart á hvítu, að þeir liafi með tillögum sínum tekið raunhæft frumkvæði \ um ræðum um málið. Hitt kemur svo engan Veginn á óvart, þótt bæði íhald og kommúnistar séu Htt hrifnir af þeirri þróun mála. —'i. Vertíðar mynd frá Vestmannaeyjum. Ný viðhorf í mrnTSMM tíminn Umræðufundur Sambands ungra Framsóknarm. og Æskulýðsfylkingar um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.