Tíminn - 11.02.1967, Page 14

Tíminn - 11.02.1967, Page 14
14 tíiwinn LAUGARDAGUR 11. febrúar 1967 FRAMSÓKNARKVENNA- FÉLAG Framhald af bls. 2. son, skrifstofustjóri flutti kveðjur og árnaðaróskir frá Framsóknar- félögunum í Hafnarfirði og færði 'hinu nýstofnaða félagi peninga- gjöf. Því næst hélt Eysteinn Jóns son, formaður Framsóknarflokks- ins, ræðu, þar sem hann ræddi stjórnmálaviðhorfið og gildi fé- lagsstofnunar, sem þessarar, fyr- ir stjórnimálabaráttuna. Loks flutti Jóhann Níelsson, hdl. kveðj ur og árnaþaróskir frá Framsókn arfélagi Garða- og Bessastaða- hrepps og lýsti yfir að félaginu yrði síðar færður fundarhamar að gjöf. Aðrir gestir fundarins voru Gunnlaugur Guðmundsson, toll- vörður, Gunnsteinn Karlsson ,full trúi, Ólafur Vilhjálmsson, bifreiða stjóri og Ármann Pétursson full- trúi. TEKJUR Framhald af bls. 16 þurfi til þess að fullnægja þeim umsóknum, sem lágu fyrir óaf- igreiddar hjá húsnæðismálastjórn ium síðustu áramót, og veita við- bótalán til þeirra, sem fengu að- eins fyrri hluta láns í lok síðasta árs. E-ru það um 500 milljónir, sem til þess þarf . Eins og ég tók fram áðan, er ekki hægt að gera ráð fyrir að tekjur byggingafsjóðs séu meiri en 380 milljónir á þessu ári, og þar af ganga kannski einar 200 milljónir til framkvæmdaáætlun- arinnar. Reykjavíkurborg kemur til með að þurfa að borga einn fimmta, og eins og ég tók fram áðan, þá er hugmyndin að ein- hver aðili brúi bilið milli 80% af kostnaðarverði og venjulegs húsnæðismálaistjórnarláns, en það er sem sagt ekki fengin nein vissa fyrir þessu, þess vegna getur mað- ur ekki sagt annað en að horf- urnar séu mjög erfiðar. Eig- inlega eru ekki horfur til þess, að við höifum til ráðstöfunar meira en 180 milljónir á árinu. — Hvað getur þú sagt okkuy um fjárhagsafkomu Byggingar- sjóðs á slðasta ári? — Eins og almenningi hlýtur að vera kunnugt, var í hinu svo- kallaða júnísamkomulagi, og fyr- ir tilstuðlan verkalýðsfélaganna, ákveðið, að lagður yrði á 1% launaskattur, sem gengi til Bygg- ingarsjóðs, og að ríkið leggði af mörkum 40 milljónir árlega sem fast framlag til sjóðsins. Áður var búið að hækka skyldusparnaðinn úr 6*% í 15%. Beynslan á árinu 1966 var sú, að launaskatturinn varð tæpar 100 milljónir. Skyldusparnaður- inn umfram útborgað skyldu- sparnaðarfé var í kringum 103 milljónir. Framlag ríkisins til Byggingarsjóðs var 40 milljónir.' Auk þess fellur til byggingarsjóðs fé, sem árlega er ákveðið í fjárlögum til útrýmingar heilsu- spillandi húsnæðis, þegar búið er að lána það út, og það borgast inn aftur. En lánstíminn til slikra fbúðabygginga er mun lengri en hin venjulegu húsnæðisstjórnar- lán, svo þetta eru ekki stórkost- legar uppihæðir ár hvert. Hinar eldri tekjur Byggingar- sjóðs voru síðan Vi % af aðflutn- ingsgjöldum, og 1% af tekju og eignaskatti. Sú upphæð mun hafa orðið í kringum 15 milljónir sl. ár. Svo eru tekujr af eigin eign Byggingarsjóðs, þ.e. þeim bréfurn, sem sjóðurinn á sjálfur, og eru útdregin ár hvert, og vextir af þeim. Það er all mikil upphæð, eða um 40 milljónir. Heildarútkoman er sú, að h5f- uðstólsreikningur hefur aukizt hjá byggingarsjóði á árinu 1966 úm ca 234 milljónir. Á því sér mað- ur, að lánamöguleikar Byggingar- sjóðs vaxa ört, eif það sekkur ekki allt í verðbólgu. Þannig að þó að útlitið sé mjög svart núna, þá verðum við að vona að þetta séu tímahundnir erfiðleikar, og að við séum búnir að korna tekjuöflunar- mögúleikum Byggingarsjóðs á það stig, ekki sízt ef hægt væri eitt- hvað að auka það, að þetta sé orð- ið nokkuð gott fyrir framtíðina. — Hverjar eru að þínu áliti að- al ástæður þess, að byggingar- kostnaður er svo hár hér á landi, sem raun ber vitni um? — Það er engin furða, þótt menn velti vöngum yfir því, hvort byggingarkostnaður þurfi að vera eins hár og hann er hér í dag. En til þess liggja margar ástæð- ur að mínu viti. f fyrsta lagi tel ég, að við ger- um meiri .kröfur um húsnæði en nokkur nágrannaþjóð okkar. Ef við skoðum íbúðir almennings á Norðurlöndum, þar með talið í Finnlandi — ég get ekki sagt um Bretland og Þýzkaland af eigin reynslu, en hef frásagnir af því — þá er það alveg allt annað, allt aðrar kröfur. Okkur finnst jafn sjálfsagt að hafa t.d. 130—140 fermetra íbúð eins og nágrönnum okkar finnst að hafa 100 fenmetra íbúð. Ég- held að Norðmenn láni t.d. ekki sín opinberu lán út á stærri íbuð- ir en röska 100 fermetra. En hér myndi rísa hárin á fólki, ef slík skilyrði yrðu sett. Og þó maður viti, að í mjög sundurhólfuðu húsi verður nokkuð dýrara hver ten- ingsmetri, en þar sem hinir stcru salir eru, þá verður nýfingin þó það miklu betri, að heildarkostn- aðurinn, bæði í gjaldeyri, þ. e. byggingarefni, og öðru, verður mun meiri við stóra húsnæðið en það litla. Það er auðvitað ekkert efamál, að við þurfum að hafa hlýjar og vandaðar íbúðir, en við þurfum ekki að mínum dómi að hafa jafn stórar fbúðir og á margan hátt jafn glæsilegar eins og við höfum núna. Ég tel, að arkitektar okk- ar hafi algjörlega brugðizt sínu hlutverki frá hagrænu sjónarmiði séð. Ég tel, að þeir hafi fyrst og fremst lagt metnað sinn og starfs- orku 1 það, að teikna fallegar byggingar og glæsilegar, bæði að innan og utan, án tillits til þess hvað þær kostuðu. Teiknistofa hú.snæðismáilastoínunarinnar hef ur eitthvað reynt að vega upp á móti þessu, en samt sem áður tel ég, að hún hafi að nokkru leyti sýkzt af tíðarandanum og teiknað helzt til stór hús. Ein ástæða þess að menn hafa verið óprúttnir með að byggja miklu stærra, heldur en þeir raun verulega hafa þurft, er það hvað fasteignamatið hefur verið óraun- hæft, og þar með skattar af öll- um fasteignum. Maður, sem hef- ur byggt fbúð fyrir kannski 5—6 milljónir — og gæti ég bent á ákveðin dæmi — fær sitt hús met- ið sem eign upp á ca. 160—170 þúsund. Margir af okkar ríkustu mönnum eru algjörlega eignalaus ir á skattaskrá, því þeir eiga sín- ar eignir í fasteignum. Annað atriði er það, að bygg- ingarstarfsemi okkar hefur verið rekin ákaflega óheppilega. Er það að nokkru leyti sök bæjarfélaga og nokkru leyti sök einstaklinga. Byggingarsaimvinnufélögunum, sem selja sínar íbúðir fyrir kostn- aðarverð, hefur aldrei verið séð fyrir nægu fjármagni, og þeim hefur í raun og veru verið gert alveg jafnt undir höfði og, ejn- staklingnum, sem gerir sér það'að atvinnu að byggja . til að sclja. Og án þess, að ég vilji segja nokkrar skammir um menn sem byggja til þeiss að selja — það getur verið fullkomlega heiðarleg ur atvinnurekstur — þá dettur engum manni í hug að þeir séu að þessu sem góðgerðarstarfsemi. Ég hef haldið því fram, að hreinn ágóði margra byggingar- manna hafi verið frá 50—200 þús und krónum á íbúð. Þetta er auð- vitað gifurlegur skattur fyrir íbúð arbyggjandann. Til viðbótar þessu hafa svo verið óhagstæð og lítil lán, þannig að húsnæðiskostnað- urinn hefur farið fram úr öllu valdi ár hvert. Og ég æl, að eng- inn einn þáttur eigi eins mikinn þátt í verðbólgunni eins og hús- næðiskostnaðurinn. Til viðbótar þessu höfum við fengið fyrirkomulag, sem ég tel mjög óheppilegt, — það er þetta svokallaða meistaraálag, sem er þannig uppbyggt, að í fyrsta lagi of mörg. Ég mundi telja, að við þyrftum að sameina þetta. Ég tel nauðsynlegt, að svokallaðir einka- framtaksmenn fái að spreyta sig, þeir hafa oft náð góðum árangri, ekki er hægt að neita því — en þá þurfa það að vera stærri verk- tabar, eða stærri heildir, heldur en núna eru. Það er ekkert gagn að einstaklingi, sem byggir kann- ski átta íbúðir. Það eiga nokkrir byggingarmenn að sameina sig í eitt félag, svo að þeir gætu byggt blokkir á hverju ári, svo eiga byggingarsamvinnufélögin að koma á öðru leitinu, og á þriðja leitinu eiga svo að koma bygg- inganfélög verkamanna með verka mannabústaðina. Það er stað- reynd, að verkamannabústaðirnir hafa^ reynzt ódýrustu byggingarn- ar. Á því er enginn vafi. En einn þátturinn í þessari byggingarstarfsemi er sá, að bygg- ingarnar eru ekki nægil. staðlað- ar. Það er staðreynd, að hægt er að fá bæði glugga, hurðir, gler í gluigga, eldlhúsinnréttingar og margt fleira ca. 20—25% ódýr- ara, ef hægt væri að framleiða þetta í fjöldaframleiðslu í nokk- ur hundruð ibúðir, heldur en þeg- ar er verið að framleiða ein- göngu í einn stigagang eða eina blokk. Til viðbótar þessum stóru bygg-ÍM eru meistarafélögin nokkurnj ingum, sem við byggjum hér ogjveSinn sjálfráð um hvað mikið; almenningur telur sjálfsagðar. þá! meistaraálagið er hverju sinni, ogj er meira borið í íbúðimar, bæðiU öðru lagi hafa þeir bókstaflegaj í innréttingar og ýmsan frágang, en gerist hjá nágrönnum okkar. Jarðarför bróður oklcar, Ágústs Hjartarsonar Fjeldsted fer fram frá Fossvogskirkju mánudaglnn 13. febrúar kl. 1,30. Systkinin. Móðir mín Geirþrúður Þórðardóttir andaðist á heimili mínu Hringbraut 70, Hafnarfirði 10. þ. m. Fyrir hönd okkar systkinanna. Þóra Þorvarðardóttir. Þökkum af alhug alla hjálp og auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Steinunnar Guðlaugsdóttur Galtalæk í Biskupstungum, Börn tengdabörn og barnabörn. ágóða af því að húsið verði sem allra dýrast. Eina ráðið til að vega á móti þessum háa byggingarkostnaði erj auðvitað að byggja í stærri ein- ingum en við getum nú. Þessi svokallaða framkvæmdaáætlun er auðvitað viss vísir að tilraun með slíkt. Og þess vegna tel ég, að það hafi verið út af fyrir sig sjálf- sögð og ágæt tilraun. Til viðbótar þessu teldi ég nauð synlegt að endurskoða lögin um byggingarsamvinnufélög. gera þeim kleift að hafa eitthvert fjár- magn til umráða, og þó kannski ekki síður að reyna að þau myndi stærri heildir heldur en nú eru. Hér í Reykjavík er t.d. fjöldi byggingarsamvinnufélaga, og bau eru flest svo lítil, að þau geta ekki einu sinni komið sár upp þeim tækjum sem eru nauðsyn- leg til þess að koma við fullkom- 1 inni véltækni við byggingar Þau hafa bæði óvissu um lóðir — íá I kannski úthlutað lóð eins oe einn' einstaklingur spm bvsgir t.il nð i selja — og arfk þess eru þau aíit. FJOLBYLISHÚS Framhald af bls. 1. gert húsnæðismálastjórn laus lega grein fyrir vinnubrögðum og framtíðaráætlunum í tveim ur bréfum, en þær áætlanir allar hafa gengið all mikið úr skorðum af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi vegna þess, að lóðirnar, frá hendi Reykjavíkur borgar, voru ekki byggingahæf- ar, og éru það vfst tæpast enn þá. Og í öðru lagi, að undirbún ingsvinna af hendi fram- kvæmdanefnflar, sem tók sjálf að sér að sjá um alla undirbún ingsvinnu, þar með skipulagn ingu svæðisins, mun hafa dreg izt lengur en áætlað var. í dag stendur undirbúningsvinna af hendi skipulags vog teiknistofu framkvæmdanefndar þannig, að teikningum er ef til vill lokið og skipulagningu að einhverju leyti. En ekkert er farið að vinna að grunnum eða bygging um. Framkvæmdanefndin mun hafa tekið þá ákvörðun að taka í fyrsta áfanga sex fjölbýlis hús, með, eftir því sem segir í áðurnefndum bréfum fram- kvæmdanefndarinnar til hús- næðismálastjómar, 312 íbúðum, og auk þess 23 einbýlishús. Þarna er um að ræða 9 2}a her bergja íbúðir, 24 þriggja her- bergja og 19 fjögurra herbergja íbúðir í hverju fjölbýlishúsi. Þetta er sem sagt fyrsti áfang inn. Síðasta áætlun framkvæmda- nefndarinanr, samkvæmt bréfi dagsettu 16. september 1966, gerir ráð fyrir, að kostnaður við þennan áfanga verði 227 millj- ónir. Samkvæmt lögum á Reykjavíkur borg að standa að % af þessari framkvæmd, og þá vitanlega að greiða kostnað af byggingu þeirra íbúða. En Byggingarsjóði ríkisins er, samkvæmt lögum og reglugerð um, skylt að sjá um, að fram- kvæmdaáætlunin fái 80% af kostn aði frá Byggingarsjóði. Gert mun hafa verið ráð fyrir, að mismun- urinr, á milli ven.iulegs láns frá Húsnæðismálastofnuninni og 80% af kostnaði íbúðar, yrði brúað með fjármagni frá öðrum aðilum en Byggingasjóði. en um það er eng- inn stafur í lögum eða reglugerð- um. Mun ekki ennþá vera frá því gengið. hvort sá aðili. sem helzt mun hafa verið rætt um — þ e. Atvinnuleysistryggingasjóður — mum brúa þetta bil. Þessar byggingar verða auðvit- að með betri lánsk.iörum en nokki ur önnur íbúðalán. Gert er ráð fyrir, að lánin séu afborgunar- laus fyrstu 3 árin, og greiðast svo með jöfnum ársgreiðslum á 30 ár- um. Það eru því í raun og veru 33 ára lán. Vextir eru þeir sömu og af lánum húsnæðismálastofn- unarinnar. En svo er til þess ætlazt, að þeir, sem íbúðirnar fá. séu með- limir verkalýðsfélaga og greiði 5% af kostnaðarverði íbúðarinnar þegar þeir festa sér íbúð, og síð- an 5% á ári i þrjú ár, eftir að íbúðin hefur verið fullgerð. Á meðan er 80% lánið afborgunar- laust. Samkvæmt þeim áætlunum, sem framkvæmdanefnd byggingaráætl ana hefur sent Húsnæðismála- stofnuninni, er gert ráð fyrir, að á árinu 1966 þurfi byggingarsjóð- ur að leggja fram 16,5 milljónir, og á árinu 1967 210,5 milljónir. Samkvæmt reikningum veð- deildar Landsbankans þá virðist Byggingarsjóðitr ekki hafa lagt fram við árslok 1966 meira en röskar 12 milljónir, og mun það að mestu eða öllu leyti hafa farið í undirbúningskostnað. f þeim kostnaði er m.a. húsakaup fyrir 4,6 milljónir. Nú er alveg ljóst, að meiri dráttur verður á því að íbúðirnar komist upp heldur en gert var ráð fyrir, svo ætla má að framkvæmd irnar taki ekki 5 ár, heldur ein 6—7 ár. En framtíðin mun að sjálfsögðu sýna það bezt- Maður verður að vona, að þessi tilraun takizt vel, og enn er of snemmt að spá neinu um það, hvernig þetta reynist. En það er alveg Ijóst, að þessi afíili — þ.e. íramkvæmdanefnd byggingaáætl- unarinnar — hefur miklu betri að stöðu en nokkur annar byggingar aðili í landinu, því að hún á að h-afa fé eftir þörfum og fram- leiða hús í fjöldaframleiðslu, því hefur enginn annar aðili átt völ á hingað til hér á landi. — Hvaða framkvæmdir eru fyrirhugaðar á þessu ári? — Hugmyndin var að ljúka noikkrum hluta af þessum 312 íbúð um, sem ég gat um áðan, á þessu ári, en ég held að sú áætlun hafi gengið það mikið úr skorðum, að núna sé eiginlega ekki hægt að segja um hvort nokkru verði lok- ið á þessu ári. Og ég hef ekki trú á því, að neinni íbúð verði lokið á þessu ári, því að vinna við bygg ingarframkvœmdir getur ekki úr iþessu hafizt fyrr en komið er fram í apríl—maí. JORGENSEN þau greiðsluvandræði rót sína að rekja til þess að Friðrik Jörgen- sen hefur ekki staðið í skilum við fiskvinnslufyrirtæki. Munu dæmi þess að bátar séu ekki sjó- settir úr slipp vegna þess að við- komandi smiðjur hafa ekki fengið greiddar viðgerðir á bátunum. — Kemur þetta sér mjög illa núna í byrjun vertíðar og verkar beint og óbeint lamandi á atvinnulífið í Vestmannaeyjum. Þau fyrirtæki í Eyjum, sem Friðrik er í vanskilum við hafa fengið Svein Snorrason, lögfræð- ing, til að gæta hagsmuna sinna, og hefur blaðið fregnað úr Eyjum að hald hafi verið lagt á óseldar afurðir hjá Friðrik Jörgensen í Reykjavík, eða þær afurðir sem fyrirtækið hafði fengið til sölu meðferðar hjá fiskvinnufyrirtækj unum í Vestmannaeyjum. Talað er um að Friðrik Jörg- ensen hafi ekki skilað anjdvirði þriggja skipsfarma af sjávarafurð um til þeirra sem hann tók að sér að selja fyrir, og skiptir þetta fé tugum milljóna að því er talið er. Rannsóknin fyrir Sakadómi Reykjavikur mun eflaust leiða eitt og annað í Ijós um þennan „at- hafnamann“ sem var staddur í Japan við sjöunda mann er hann var kallaður heim vegna málsins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.