Tíminn - 11.02.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.02.1967, Blaðsíða 1
35. tbl. — Laugardagur 11. febrúar 1967. — 51. árg. Aætlanír framkvæmdanefndar byggingaráæflana hafa gengið úr skorðum: EKKERT FJÖLBVLISHUS TILBOtD Á ÁRINU? EJ-Reykjavík, föstudag. Áætlanir Framkvæmdanefnd ar byggingaáætlana um fram kvæmdir við íbúSabyggingarnar í Breiðholtshverfinu hafa geng ið all mikið úr skorðum, og framkvæmdum því seinkað frá því, sem upphaflega var áætlað. Áætlað er að í fyrsta áfanga verði reist sex fjölbýlishús með 312 íbúðum og 23 einbýlishús, en ekki er talið sennilegt, úr því sem komið er, að nokkurt fjölbýlishúsanna verði tilbúið til notkunar á þessu ári. Blaðið ræddi um þróun þessa máls við Hannes Pálsson, full- trúa, sem á sæti í húsnæðismála stjórn. Eins ræddi blaðið við hann um ástandið í lánamalum hins almenna húsbyggjenda og um byggingakostnaðinn, og birtist það viðtal á baksíðu blaðsins. Hvað líður hinni svokölluðu byggingaáætiun, Hannes? — Það væri kannski betra að leita til einhverra annarra held ur en mín varðandi fram- kvæmdir hinnar svokölluðu Framkvæmdanefndar bygging aráætlunar, því að þannig var um búið frá hendi löggjafans, að framkvæmdanefndin skyldi svo skipuð, að enginn fram- sóknarmaður kæmi þar nærri. Erum við þess vegna ókunnari gangi málsins, heldur en búast má við að aðrir séu, og hefði þvi ef til vill verið bezt fyrir Tímann að snúa sér beint til formanns framkvæmdanefndar- innar, Jóns Þorsteinssonar, al- þingismanns. En eftir því, sem ég veit bezt, og flestum mun kunnugt um, var í löggjöf ákveðið að rík- ið beitti sér fyrir byggingu 1250 íbúða á fimm árum. Tii þess að hafa yfirstjórn þeirra mála var ákveðin 5 manna stjórn, sem valin var eftir sér stökum reglum, þannig úthugs- uðum, að enginn framsóknar- maður yrði í þeirri nefnd. Tilgangurinn var sá, að með því að byggja þetta margar í- búðir, sem mest staðlaðar, myndi mega ná ódýrari bygg ingum, heldur en með því fyr- irkomulagi sem tíðkast hefur hingað til. Og við verðum að vona að þetta takizt. Framkvæmdanefndin hefur Framhald bls. 14- Milljóna launatap á Isborg? FB—Reykjavík. föstudag. í gær var auglýst upp- boS á flutningaskipinu ís- borgu, en því var frestaS, eftir að stofnlánadeild sjávarútvegsins hafði boðið 800 þúsund krónur í skipið, en það mun ekki vera nema einn þriðji hluti þeirrar upphæðar, sem sjó veðskröfur hljóða upp á. Fór lögfræðingur sá, Gunn ar Jónsson, sem er fyrir ýmsa af þeim sjómönnum, sem þessar kröfur eiga, fram á frestinn, og fékk hann fram til kl. hálf tvö á mánudaginn. Gunnar Jónsson tjáði blaðinu, að í gær hefði átt að fara fram uppboð á ísborginni, og búið hefði verið að lýsa sjóveðskröf um, sem aðallega eru vinnu- launakröfur, fyrir hátt. á þriðju milljón króna. Undir venjulegum kringumstæðum hafa lánastofnanir boðið upp f^Tir sjóveð og upp í sinn veð rétt, og síðan eru sjóðveðin borguð, en þarna skeði það að aðeins voru boðnar 800 þús. krónur. Hefði skipið verið selt fyrir þessa upphæð, hefði orðið að strika út meira en tvo þriðju af mannakaupinu, en milli 15 og 25 sjómenn munu eiga þarna kröfur vegna vangoldinna launa, og hafa þau safnazt upp á rúmu ári. Auk sjóveðanna hvíla þing lýst lán á skipinu fyrir 11 til 12 milljónir lrróna. Eigyndur skipsins eru Borgir h. f. ísborg var áður togari, en var síðan breytt í flutningaskip. Jörgensen- málið lamar athafnalíf í Vestm.eyjum 1. Gísli Guðmundsson, alþingis- maður, Hóli, N.-Þing. 2. Ingvar Gíslason, alþingismaður Akureyri. 3. Stefán Valgeirsson, bóndi, Auð- brekku. 4. Jónas Jónsson, jarðræktarráðu- nautur, Reykjavík. 5. Björn Teitsson, stud- mag. Brún, S.-Þing. 6- Sigurður Jóhannesson, verzl- unarmaður, Akureyri. 7. Guðríður Eiríksdóttir, hús- mæðrakennari, Syðra-Lauga- landi, Eyjaf. stendur sú rannsókn nú yfir. Útvegsbankinn mun vera búinn •að segja FriSrik Jörgensen upp öllum viðskiptuim við bankann, og getur það varla þýtt annað en að einkafyrirtækinu Friðrik Jörg- ensen sé mjög sniðinn stakkur við þær aðgerðir. Eftir því sem blaðið kemst næst þá beinist rannsóknin fyrir Saka dómi Reykjavíkur nú aðallega að vanskilum Friðriks Jörgensen við fiskvinnslufyrirtæki í Vestmanna- eyjum, en búast má við að rann- sóknin svipti hulunni af gjaldeyr isviðskiptum Friðriks. Þá munu þeir. sem Friðrik keypti af grá- sleppuhrogn fyrir norðan, eiga eft ir að fá uppgert, en Friðrik Jörg ensen mun eiga nokkrar birgðir óseldra grásleppuhrogna hér í Reykjavík. Frá Vestmannaeyjum berast þær fregnir að launagreiðslur dragist mjög á langinn hjá sumum fyrirtækjum, og sums staðar er jafnvel ekkert borgað út, og eiga Framhaid s bls »4. 8. Þórhallur Björnsson, deildar- stjóri. Revkjavík. 9- Björn Stefánsson, skólastjóri, Ólafsfirði. 10. Ingi Tryggvason, bóndi, Kár- hóli, S.-Þing. I KJ—Reykjavík, föstudag. Svo er nú komið að mál Frið- riks Jörgensen hefur lamað at- vinnulífið í Vestmannaeyjum að nokkru. Launagreiðslur hjá fyrir- tækjum dragast á langinn, við- gerðir á bátum eru ekki greiddar og fiskvinnslufyrirtæki standa ekki í skilum mcð opinber gjöld. Á meðan rannsókn málsins heldur áfram, er búið að setja Friðrik Jörgensen í farbann, og þá mun vera búið að segja honum upp öllum viðskiptum í Útvcgsbank- anum. Það mun hafa verið í nóv. að viss fyrirtæki í Vestm.eyjum þóttu skulda nokkuð mikið. Þessi fyrir- tæki höfðu falið útflutningsfyrir- tækinu Friðrik Jörgensen, sem mun vera einkafyrirtæki, að selja fyrir sig afurðir, en fyrirtækin höfðu ekki fengið greiðslur frá Friðrik Jörgensen þótt búið væri að selja afurðirnar. og vitað var að kaupendur erlendis væru búnir að inna greiðslur af hendi. Útvegs bankinn hafði samkvæmt venju veitt afurðalán til fiskvinnslufyrir tækjanna út á þessar afurðir, sem voru veðsettar fyrir lánunum. Var þá þegar hafin rannsókn á því hvernig stæði á þessum vanskil- um, og kom í ljós að Friðrik Jörg ensen hafði ekki greitt fiskvinnslu stöðvunum, eins og honum bar. Fyrir jól óskaði svo Útvegsbank- inn eftir rannsókn á máli þessu fyrir Sakadómi Reykjavíkur, og Þessi mynd var tekin í Hafnarfirði í fyrrakvöld af stjórn nýstofnaðs Felags Framsoknarkvenna i Hafnarfirði, Garða- og Besstastaðahreppi. Talið frá vinstri: Jóhanna Helgadóttir, Ragnheiður Sveinbjörns dóttir, Margrét Þorsteinsdóttir, formaður, Valgerð ur Guðmundsdóttir og Helga Guðmundsdóttir. Frétt og myndir eru frá stofnfundinum á bls. 2. 12. Eggert Ólafsson, bóndi, Lax- árdal, N.-Þing. Birtur hefur verið framboðslisti Framsóknarmanna í Norðurlands- j kjördæmi eystra, við Alþingiskosn ingarnar sem fram eiga að fara í vor. Er listinn þannig skipaður: 11. Arnþór Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri, Akureyri. FRAMBOD FRAMSÖKNARMANNA í NORÐURL.KJÚRDÆMI EYSTRA 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.