Tíminn - 17.03.1967, Síða 1

Tíminn - 17.03.1967, Síða 1
AfmæLisblað FÖSTUDAGUR 17. marz 1967. Ávarp formanns blaðstjórnar Tímans Á hálfrar aldar afmæli sími þarf Tímærm að þakka mörgam. Fyrst ber að minnast með sérstöku þakklæti þeirra, sem fyrir stofnun blaðsins geng- ust fyrir fimmtíu árum — þeirra, sem brutust í því að stofna blað, sem þaðan í frá til þessa dags, hefur verið mikilvægt þjóðfélagsafl. Þá ber að þakka ritstjórum blaðsins og öðrum starfsmönnum þess, sem gert hafa garðinn frægan og blaðið allatíðáhrifamikiðmálgagnþjóðlegrar framfarastefnu. Enn skal þess minnzt, sem mikilverðast er, að Tíminn hefur alla tíð notið stuðnings fjölda áhugamanna um allt land, er stutt hafa að gengi hans með því að leggja honum til efni, áhugavinnu og beinan fjárstuðning, því að oftar en einu sinni hafa menn hundruðum saman lagt fram mikið fé til þess að efla og tryggja útgáfu blaðsins. Ekki er á neinn hallað, þótt á það sé minnst á þessu afmæli, að án stuðnings þessa fiölmenna áhuga- og stuðningsmannahóps um allt land, sem áratugum saman hefur hlynnt að Tímanum og gerir það enn, væri óhugsandi með öllu, að blaðinu auðnaðist að gegna því hlutverki, sem því hefur hlotnazt, en það er að vera sífellt í fararbroddi framfarabaráttunnar á íslandi. Þar vill Tíminn skipa sér í fylkingarbrjóst framvegis sem hingað til, og jafnan vera farvegur frjálsrar hugsunar. Þetta er vandasamt hlutverk og þarf mikils við tii þess að rækja það með fullum skörungsskap. Þurfa marg ir að koma við þá sögu, ef vel á að fara, og kraftar nýrra kynslóða að koma til og fjalla um ný verkefni og ný viðhorf. Við, sem stöndum að Tímanum nú, vonum og trúum því, að blaðinu verði vel til vina meðal hinna ungu, svo sem jafnan hefur verið og horfum því vonglöð fram á veginn, brátt fyrir mikla erfiðleika við blaðaútgáfu um þessar mundir. Þess verður og að vænta, að skilningur skapist á bví að búa verður þannig í haginn, að blaðaútgáfan einhæfist ekki um of í landinu. En mest veltur á því fyrir Tímann, að auðnast megi að eiga jafnan að öflugan hóp vina og stuðningsmanna, og er það afmælisósk mín, að svo verði framvegis sem hingað til. EYSTEINN JÓNSSON BOÐSBREF AD STOFNUN TÍMANS Suxnarið 1916 voru þeir, sem mestir hvata- menn höfðu verið að framboði „óháðra bænda“, svo sem Gestur Einarsson á Hæli og Jónas Jóns- son, farnir að hugsa um útgáfu biaðs. Haustið 1916 sömdu þeir Jónas Jónsson, Sigurgeir Frið- riksson frá Skógarseli og Jón H. Þorbergsson, boðsbréf það, sem mynd er af hér til hliðar, og sendu ýmsum mönnum. er þeir töldu líklega til liðsinnis. Ætlunin mun þó varia hafa verið að blaðið byrjaði að koma út fyrr en haustið 1917, en með stofnun Framsóknarflokksins í des. 1916, og þáttaka í ríkisstjórn, sást að skjót þörf ■ varð á blaðstofnun upp úr áramótum, og þá var sent út annað boðsbréf, þar sem leitað var stuðnings og styrks. En boðsbréfið hér til hliðar er fyrsti vísirinn að stofnun Tímans. IVTOKKRIR utanflokkamenn hafa komið sér saman um að gangast fyrir stofnun vikubiaðs. Það á að koma út í Rvík og vera að stærð og dýrieika svipað Ingólfi. Það á að flytja greinar um landsmál, fréttir innlendar og úllendar, rildóma og góðar sögur. Blaðið byrjar að koma út svo fljólt, sem undirbún- ingurinn ieyfir. Það á aðallega að beitast íyrir nokkrum bráðnauðsynicgum framfaramálum, en mun annars láta lil sin taka önnur mál, er á dagskrá verða með þjóðinni, eftir þvi sem verðleikar eru til. En þettá eru aðalmálin. Ad beitast fyrir þeirri stefnu.tað gera laiídið alfrjálst og sjálfstælt þegar áslæður leyfa, og að ná þessu takrnarki með innanlandsframförum, i slað þess að eiga i deilum og samningum við Dani um málið, fyr en þjóðin befir mátt til að taka þann rélf, sem hún nær ekki nú, fyrir sinni eigin sundrung, fátækt og kunnáltuleysi. Að beitastaf aleili fyrir viðreisn sveifarma og framförtim landbúnaðarins: Nvbýlum, áveitum, elldum Ræktunarsjóð, bættri búfjárrækl og markaði erlendis. Að auka og bæla meulun aiþýðu. Að styðja samvinnufélögin af aieíli. Að styðja „Eimskipafélag íslauds“, svo að það geli sem fyrst fullnægt allri flutningaþörf iandsins á sjó. A

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.