Tíminn - 17.03.1967, Side 3

Tíminn - 17.03.1967, Side 3
FOSTUDAGUR 17. marz 1967. TÍMINN Aðdragandi og stofnun TIMINN í 50 ÁR Hinn 17. marz 1917 hóf nýtt vikublað göngu sína í Reykjavík og bættist í fábreyttan en þó mjög breytilegan hóp höfuðstaðar- biaðanna. Þetta var lítið blað með stórt nafn, fjórar litlar síður með hógværum fyrirsögnum í einum dálki en dirfðist þó að tengja sig við tímann með þeim hætti að taka sér nafn hans og visa með því til markmiðsins — að hyggja í senn að fortíð og framtíð. Þetta var TÍMINN, sem á fimmtugsafmæli í dag. Árið 1917 er hamskiptaá” í íslenzkri stjórnmálasögu. Þótt fullveldið tæki ekki gildi fyrr en árið eftir, vissu menn, að það var á næstu grösum, og létu það ekki dragast að sníða því stjórn- málastakkinn. Gestur á Hæli og Jónas Jónsson höfðu hrundið af stað framboði „óháðra bænda“ sumarið áður. og haldið fund að ÞjÖrsártúni. og Hallgrímur Krist- insson og Jónas Jónsson höfðu vakað saman heila nótt norður i landi við að ræða hugsjónir sam- vinnunnar og ungmennafélag- anna sem grundvöll að nýjum stj órnmálaflokki. „Óháðir bændur“ höfðu unnið kosningasigur, og gamla flokka- skipanin var að riðlast. Þegar þing kom saman árla vetrar 1916 stofn uðu átta þingmenn Framsóknar- flokkinn. Ríkisstjórn Jóns Magnús sonar var setzt að völdum, og hinn nýi flokkur, sem þegar átti ráð- herra í ríkisstjórninni, Sigurð Jónson frá Yztafelli, átti sér ekk ert málgagn, ekkert blað. Menn höfðu ætlað að fara sér hægt við stofnun blaðs, láta líða á árið, undirbúa það vel og höfðu auga stað á ákveðnum ritstjóra, sem var við nám erlendis og þótti hinn efnilegasti stjórnmálamaður, Héð- inn Valdimarsson. En framvindan varð hraðari en gert var ráð fyrir, og því var Tím- inn búinn úr hlaði af meiri skynd ingu en ætlað var, enda kallaði mjög að brýn nauðsyn um átök í dægurmálum og aðsteðjandi vanda vegna styrjaldarinnar. Stjórnin varð að gera ýmsar neyðarráð- stafanir, sem sættu gagnrýni eins og gengur, til þess að sjá þjóðinni farborða í siglingabanni og vöru- skorti Íslendingum hafði verið neitað um sérstakan siglingafána, sem hefði þó getað orðið þeim nokkur hlíf á höfunum í stríðinu, Þjóðvp-íar höfðu sett siglingabann á landið. f bók sinni Sókn og sigrar, segir Þórarinn Þórarinsson. ritstjóri m.a. svo um stofnun Tímans: „Jónas Jónsson hafði neitað því þrátt fyrir' eindregnar áskoranir að gerast ritstjóri hins nýja blaðs, því að hann ætlaði sér að helga sig aðallega kennslu- og uppeldis- störfum, en lofaði hins vegar að skrifa i það Bjarni Ásgeirsson, sem var einn þeirra, sem stóðu að hinni fyrirhuguðu blaðaút- gáfu, hafði rætt um það við Héðin Valdimarsson. sem þá var við hagfræðinám i Kaupmannahöfn. að hann yrði ritstjóri blaðsins, og að útgáfa þess byrjaði um líkt leyti og hann kæmi heim frá námi. Þar sem hraða varð stofnun blaðsins af fyrrgreindum ástæð- um, gat ekki orðið af þvi, að Héðinn tæki strax við ritstjórn blaðsins Jónas .Jónsson, sem var bæði upphafsmaður og helzti fram kvæmdamaður blaðstofnunarinn- ar, sneri sér þá til Guðbrands Magnússonar og fékk hann til að taka að sér ritstjórn blaðsins fyrst um sinn. Hið nýja blað var ekki gefið út sem málgagn Framsóknarflokks ins, enda tíðkaðist ekki þá, að flokkar gæfu út blöð. Blöðin voru yfirleitt einkaeign. Það var ekki heldur lýst formlega stuðnings- blað flokksins, þótt svo yrði í reynd. Um útgáfu blaðsins var stofnað félag 20—30 manna viða um land, og lofuðu þeir allir nokkr um framlögum til styrktar blað- inu. Ekki voru þau framlög inn- heimt nema í eitt skipti. Mjög var þessi félagsskapur lauslegur, og munu aldrei hafa verið sett nein lög um hann. Fvrstu útgáfustjórn blaðsins skipuðu þeir Hallgrímur Kristinsson, Guðbrandur Magnús- son og Jónas Jónson, en erfitt var í reynd að skilja hana frá hinni svonefndu Tíma-klíku, sem fljótlega kom til sögu. Hún hélt reglulega fundi, þar sem rætt var | um blaðið og flokkinn. Auk út- gáfustjórnarinnar áðurnefndu, skipuðu Tíma-klíkuna þeir Jón Árnason, Aðalsteinn Kristinsson og Tryggvi Þórhallsson. eftir að j hann varð ritstjóri blaðsins. Þegar Hallgrímur féll frá, tók Sigurður bróðir hans sæti hans. Þetta voru hinir raunverulegu stjórnendur og forráðamenn Tímans, unz hann varð formlega eign flokksins og yfirlýst málgagn hans 1938 .... Ekki var laust við, að stundum bæri Tíma-klíkunni og þingflokkn um nokkuð í milli, einkum áður en þeir Jónas og Tryggvi tóku sæti á þingi. Þorsteinn M. Jóns- son segir um þetta, „að samvinn-j an milli þingflokksins og Tímansj var ekki nógu náin á fyrstu árum ! þeirra. Tímanum réðu ungir hug-: sjónamenn, vígreifir og djarfir, enj ef til vill stundum ekki nægilega i gætnir. En meirjhluti þingflokks; ins voru aidraðir menn, lífsreynd- ir og gætnir“. Guðbrandur Magnússon var Aust Austfirðingur, alinn upp á Seyðis firði og lærði þar prentiðn. Flutt- ist til Akureyrar og varð þar einn af stofnendum. Ungmennnfélags Akureyrar, fór skömmu síðar til Reykjavíkur og stofnaði þar Ung- mennafélag Reykjavíkur. Var hann mikill áhrifamaður á fyrstu árum ungmennafélagshreyfingar- innar En vorið 1914 fluttist hann austur að Holti undir Eyjafjöllum og hóf þar búskap í sambýli við séra Jakob Ó. Lárusson. Guð- brandur hefur sjálfur sagt svo frá tildrögum að ritstjóraráðningu sinni í grein fyrir tíu árum: „Frá fardögum 1914 áttum við séra Jakob og frú Sigríður kona hans að jöfnu búið í Holti undir Eyjafjöllum. Á haustnóttum 1916 fer ég ti] Reykjavikur til þess að sitja þar um jarðnæði. en ég ætl- aði mér að verða bóndi, var nú heitbundinn og kunni ekki við að eiga ábúðarréttinn undir þriðja manni, sem nú var þess þá um- kominn að hafa einn það gagn af sinni miklu og góðu jörð. sem við áður höfðum haft báðir. Vann ég þennan vetur að minni gömlu iðn i ísafold. Þá er það að Jónas Jónsson kemur að máli við mig kvöld eitt og spyr, hvort ég vilji gjörast rit- stjóri að blaði hins unga Fram- sóknarflokks, þar eð Héðinn Valdi-j marsson, sem fyrirhugað hafðij verið að yrði ritstjórinn, væri enn' við háskólanám i Danmörku. Lauk með því, að ég játaði þessu og hafði þau orð um, að ég hefði þann kost, að auðvelt yrði að losna við mig, með því að ég ætlaði mér annað hlutskipti“. Samið var við Prentsmiðjuna Gutenberg um prentun blaðsins, sem hvorki var stórt né glæst á mælikvarða síðari tíma. Upphafs- mönnum ber saman um, að Jónas Jónsson muni hafa ráðið nafni blaðsins. Til vinstri við nafn var skráð í ramma: „Timinn kemur út einu sinni í viku og kostar 4 kr. til áramóta“. Til hægri var skráð í annan ramma: „Afgreiðsla á Laugaveg 4 (bókabúðinni). Þar er tekið á móti áskrifendum". Nafn ritstjóra og prentsmiðju var skráð neðst og aftast á fjórðu síðu. Blaðið var fjórar síður. Eng in fyrirsögn meiba en eindálka — engin mynd, enda voru ljósmyndir; þá ekki farnar að birtast í ís- lenzkum blöðum og engin prent- myndagerð til í landinu, en reynt var stundum að skera úr mynda- mót í línóleum eða tré oz prenta eftir þeim myndamótum. Fyrsta greinin í blaðinu nefnd- ist Inngangur, og er þar lýst til- gangi með blaðstofnuninni og Framhald á 5. síðu.. Prentsmiðjan Gutenberg, þar sem Tíminn var fyrst prentaður. „Takmarkið er framför alls landsins og allrar þjóðarinnar" „Inngangur" — fyrsta greinin í fyrsta blaðinu, sem út kom af Tímanum. Um nokkur undanfarin miss- eri hafa verið á döfinni samtök allmargra eldri og yngri manna af ýmsum stéttum víðs vegar um land, sem stefnl hafa að því, að íslenzka þjóðin skiptist framvegis fremur en hingað til eftir því, hvort menn væru framsæknir eð.. fhaldssamir í skoðunum. Þessir menn voru óánægðir með árangurinn af gömlu flokkaskiptingunni. Þeir sáu þessa flokka klofna og bráðna saman aftur, oft af litl-i um orsökum. Þeir sáu menn, sem verið höfðu samherjar í | gær, verða fjendur í dae. Og þegar til athafna kom í þing- inu, gekk illa að halda þessum flokksbrotum saman um ákveð- in mál. f innanlandsmálunum a.m.k. var ekki hægt að greina nokkum verulegan stefnumun. Af þessu öllu hefur mjög dvínað trúin á lífsgildi gömlu flokkanna. Og svo mjög hefur kveðið að þessu trúleysi, að tvö nafnkenndustu stjórnmálablöð iandsins hafa eigi alls fyrir löngu viðurkennt, að gamla flokkaskipunin væri úrelt og eigi til frambuðar. ( En þjóð, sem býr við þing- ræði getur ekki án flokk'> Og stjórnarhættir og fram- kvæmdir . þingræðislöndunum fara mjög eftir því, hvort flokk arnir eru sterkir og heilbrigðir, “ða sjúkir og sjálfum sér sund arþykkir. Þar sem flokkarnir eru reikulir og óútreiknanleg- ir, eins og roksandnr á evði- mörk, verða framkvæmdirnar litlar og skipulagslausar, því að hver höndin er þar upp á móti annarri. Heilbrigð flokkaskipun hlýtur að byggjast á því, að flokksbræðurnir séu andlega skyldir, séu samhuga um mörg mál en ekki aðeins eitt, og það eru málin, sem mestu skipta í hverju landi. Erlendis liefur reynslan orðið sú í flestum þingræðislöndun- um, að þjóðirnar skiptast í tvo höfuðflokka, framsóknarmenn og íhaldsmenn. Að vísu gætir allajafna nokkurrar undirskipt- ingar, en þó marka þessir tveir skoðanahættir aðallínur. Og svo þarf eínnig að verða hér á landi, ef stjómarform það, sem þjóðin býr við, á að verða sæmi- lega hagstætt Iandsfólkinu. Þetta blað mun eftir föngum beitast fyrir heilbrigðri fram- farastefnu í landsmálunum- Þar þarf að gæta samræmis, hvorki hlynna um of að einum atvinnu veginum á kostnað annars, né nefja einn bæ eða eitt hérað á kostnað annarra landshluta, því að takmarkið er framför alls landsins og allrar þjóðarinn ar. Að þessu sinni verður ekki farið ítarlega út í einstök stefnu atriði, en aðeins bent á fjögur mál, sem blaðið mun láta til sín taka, og Iítur það svo á, að heppileg úrlausn þeirra geti verið hin bezta undirstaða allra annarra framfara. Er þar fyrst að nefna banka- málin, sem eru og hafa venð í ólagi, svo megnu, að seðla- útgáfurétturinn hefur af þing- inu verið afhentur erlendu gróðafélaei. T því máli ber þrenns að gæta: 1. Að ekki verði gengið lengra en orðið er í því að veita hlutabankanum sérréttindi. 2. Að bankarnir hafi i náinni framtíð nægilegt veltufé handa landsmönnum. 3. Að fyrirkomulag bank- anna sé heilbrigt, og að all ar stéttir ng allir lan<icblm ar eigi jafnhægt með að hagnýta sér veltufé þeirra. Um samgöngumálin verður spyrnt á móti því að nokkurt félag, innlent eða erlent, fái einkarétt til þess að eiga sam- göngutæki hér á landi. Hefur áður borið á þeirri hættu, og á orði að sá draugur muni endur- vakinn nú með vorinu. Hins veg ar verður lögð áherzla á að koma samgöngunum á sjó í við unanlegt horf, og að jafnframt verði samgöngurnar á landi bættar svo sem efni þjóðarinn- ar frekast leyfa. í verzlunarmálum mun blað- fyigja fram samvinnustefn- unni til hins ítrasta, og gera sér far um að benda á hvar og með hverjum hætti sú hreyf ing geti orðið þjóðinni til mestra nota. Að því er snertir andlegar framfarir mun verða lögð stumL á að benda á hverjir þættir séu sterkir og lífvænlegir í íslenzkri menningu, og haldið fram máli þeirra manna, sem vilja nema af öðrum þjóðum, þar sem þær standa íslendingum framar, og þá kostað kapps um, að numið sé á hverju sviði af þeim, sem færastir eru og lengst á veg komnir. Fn meðan hvers konar hætt- ur og ófarnaður vofir yfir þjóðinni af völdum heimsstyrj aldarinnar, mun blaðið leggja meiri áherzlu á að ræða bjarg- ráð vfirstandandi stundar fremur en framtíðarmálin, Er þar einkum tveggja hluta að gæta Fvrst. að einskis sé látiff ófreistað tii þess að tryggja landinu nægilegan ?kipakost. og < öðru lagi að matvöruaðdrættii frá útlönd- um og skipting matvælanna hér á Iandi verði framkvæmd með beirri réttvísi og hagsýni, sem frekast verður við komið. Einmitt þessar sérstöku á- ’tæður eru þess valdandi, að blaðið hefuv göngu sína nokkru Framhald á 5. síðu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.