Tíminn - 17.03.1967, Qupperneq 19

Tíminn - 17.03.1967, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR 17. marz 1967. TÍMINN 19 Guðbrandur Magnússon: Laun opinberra starfsmanna í síðasta blaði Lögréttur er grein sem lýsir launakjörum starfsmanna í sveitarfélögum, og verður ekki annað sagt en að þau séu grátlega bágborin. Oddvitar, sem Torfi í Óiafs- dal kvað hafa sagt um að marg- ir hverjir þyrftu að ynna álíka umsvifamikin störf af hendi og sumir sýslumennirnir, fá að laun- um 40—-140 krónur. Þá eru virðingargjörðir borg- aðar með 2 kr. sáttasemjurum 40 aurar — ef sátt kemst á. Fyrir birtingu dóms eða stefnu 50 aur- ar, nema í faðernismálum sé, þá er ekkert borgað. Allir sem eitthvað þekkja til staðhátta í sveitum, vita að dag- ur fer mestur eða allur í pessi störf í hvert skipti. Og oft munu lilutaðeigendur þurfa að leggja isér til hest. Menn sjá að hér er um úrelt >Og óhafandi fyrirkomulag að ræða. Bóndi þótt fórnfús kunni að vera, getur ekki með glöðu geði hlaupið frá orfinu til þess ag rekast í barn-sfeðrun við vinnu- mann á öðrum hreppsenda, vit- andi það, að miðlungskaupamaður lætur hann gjalda sér 5—6 kr. á dag auk fæðis, húsnæði-s og iþjónustu. Sennilega er þetta launakerfi orðið til á þeim tímum, þegar hrossið kostaði 3—4 dali, og heil ar jarðir fáeinar spesíur. En nú -er jafnvæginu raskað. Allt annað er selt hærra verði nú orðið, og þá verður að meta þessa fyrir höfn á líkan mælikvarða og ann- lað. Það er bændum skaði að hafa þagað svona lengi yfir þessum ójöfnuði, en hitt er verra, að sennilega á til þess arna rótina að rekja hugsunarháttur sá. sem þvi miður er alloft ríkjandi hjá alþýðu manna, að láta sér alveg á sama standa um það nvernig embættismaðurinn eða starfsmað- uri-nn stendur í stöðu sinni, hafi hann aðeins nógu lág laun. Þær eru ekki margar trúnaðar- stöðurnar á íslandi, sem eru svo vel launaðar, að maðunnn geti óskiftur he-lgað henni krafta sína. Og þetta halda menn að sé gróða- vegur. Enda hefir margur hæfileika- maðurinn komið sér hjá því að ta'k ast þær á hendur, og lagst í hina og þessa bjargræðisútvegi — spekulationir — sem þeir sjálfir hafa auðgazt á en ekki alltaf allir aðrir. Þegar á það er litið hvað það kostar að lifa, hvað það kostar að sjá fyrir fjölsikyldu, þá er það auðskilið að launakjör íslenzkra starfsmanna hafa orðið til þess að svi'kja sjálfa þá og aðra. Þau hafa engan veginn hrokkið í nauð þurftirnar, og þá hefir úrræðið orðið eitt langoftast: Að selja sig. Presturinn hefir selt- sálusorg- arastarfsemina, andagiftina bú- skapnum, nurlinu, og í langflest- um tilfellum hefir það ekki haft ðhag af kaupunum, orðið lít.ið -eftir af prestinum. Læknirinn hefir líka orðið að verzla. Og þurft á bak að sjá þekkingu um framþróun v'sird- anna fyrir bókafátækt og áhalda- skort, en fengið hinsvegar að spreyta sig á búskaparvísindum og jafnvel ólöglegri á.'engissölu. Löggæzlustjórarnir ha:a orðið að berjast við ófrómleikafreisting -ar vegna þess að þá langaði til þess að hafa í sig og á. Kaupfélagsstjóranum sést yfir, þegar hann með eldmóði áhugans tekur að sér forustu kaupfélags- ins með 2 þúsund króna launum, þvi það kostar hann meira að lifa sé hann ekki einhlsypur, og það endar með því að hann verð- ur að selja sig, selja sig stór- kaupmönnum fyrir brot úr á- góða, sem almenningur sem við kaupfélagið skiftir, verður að borga. Bændur þurfa ekki annað en að stinga hendinni í eigin barm. Þeim er mannamunurinn kunn- ur frá hjúahaldinu. Þeir þekkjff hjú sem ekki veitti af að borg- uðu með sér, en þeir þekkja líka önnur, sem þeir mættu ekki án vera fyrir nokkum m-un. Beztu mennirnir gefa mest af sér. Og aðalskilyrðið til þess að þjóðin nái beztu mönnunum í þjónu-stu sína er það, að hún launi þeim sómasamlega. Einn helzti kaupmaðurinn í Reykjavík er frægur fyrir það, hvernig hann velur sér starfs- menn, og mun þar fólginn aðal- galdurinn í því að verzlun hans ber höfuðið yfir alla samkeppni. En hann launar þeim vel. Veitti ekki af, að stefnubreyt- ing hjá þjóðinni ætti sér stað eitt hvað í svipaða átt. (Tíminn 24. marz 1917-) Háskóli íslands f þessu afmælisblaði þykir hlýða að gera nokkra grein fyrir þeim, sem verið hafa ritstjórar Tímans á undan þeim, sem nú eru við blaðið. Verður það gert með þeim hætti að segja lítil- lega deili á þeim, en síðan gefa þeim sjálfum orðið með því að birta einhverja grein eftir þá úr blaðinu frá ritstjórnarárum , þeirra. Ekki má þó Iíta á slíkt sem val hins bezta, sem eftir þá er að finna, heldur sýnishorn bæði um höfund og málefni. Guðbrandur Magnússon var fyrsti ritstjóri Tínians, eins og getið hefur verið hér að framan, og annaðist hann ritstjómina og skrifaði mest í blaðið frá stofnun þess 17. marz 1917 til 17. nóv. sama ár, er Tryggvi Þórhallsson tók við. Hann hefur og síðar skrifað fjölda greina um margvísleg málefni í Tímann. Guðbrandur Magnússon er fæddur 15. febrúar 1887 að Hömr- um í Austur-Skaftafellssýslu en alinn upp á Seyðisfirði þar sem hann nam prentiðn hjá Þorsteini Skaftasyni og dvaldist lengst á heimili Skafta Jósefssonar. Hann fluttist til Akureyrar 1905 Hann færir út kvíarnar smátt og smátt. Á þinginu í sumar bæt- ir hann við sig dósentsembætti í sóttkveikjufræði við læknadeild- ina, og prófessorsembætti í hag- nýtri sálarfræði við heimspekideild ina, en bundið er það þó við æfi starf dr. Guðm. Finnbogasonar. Allar líkur eru til að háskóli íslands sé eini háskólinn í álf- unni sem stofnað hefir kennara- embætti í þessari fræðigrein, enn sem komið er. Er gott til þess að vita að hann ratar hér leiðir sem aðrir eiga ófarnar og verður það sízt til þess að draga úr hróðri hans. Leynist það oft lengst fynr mönnum sem næst liggur 0« ein- faldast er. Þess vegna er það að vinnuvísindin munu einna yngst allra visindagreina. Og eru það þó gömul sannindi, að vinnan sé hin sanna uppspretta líkamlegrar farsældar. Það er nú öðru nær en að allur almenningur fallist á það að hér sé stórt að vi.ina, og er Iþörfin því meiri að hafi-st sé ihanda um rannsóknir og íram- Ikvæmdir á þessu sviði. Trúleys- ið á rót sína í þvi, hve augað er •ónæmt fyrir vinnumanninum og •mannamuninum þar. Og einnig ■styðst það við það, hve sjaldgæí- ir eru og ðalmennir /innubragða sigrarriir fyrir eigin aðgerðir. Það eru ekki margir sem hugsa am það hvernig megi fækka átök mum við að binda baggann. Og þótt einhver hafi hugsað um þetta með góðum árangri og tek- ist það að spara tí-ma og orku við heybindingu, þá vekur þetta þá einu eftirtekt, að menn hafa orð á því að þessi eða hinn sé „feikn fljótur að binda“. Hitt er Isjaldnast h-ugleitt hvers vegna maðurinn er svona fljótur að 'binda. Úr því nú að þessu er svona farið um allan almenning hvar sem er í heiminum, þá eru vinnu vísindin orðin til. Og úr þvi við stöndum öðrum þjóðum engu framar um þessa hluti, þá er það eigi undarlegt, þótt einn af gáfuðustu mönnunum hér hetma takist það á hendur að vísa til vegar í þessum efnum og geri þetta að æfistarfi sínu. Og er það þá vel farið, að fulltrúar þjóð arinnar drepa eigi hendi við þvi æfistarfi. Vinnan fer síhækkandi i verði, alltaf fjölgar úrræðunum um að bjar-ga sér, nýir gróðavegir opn- ast árlega, eftirspurnin eftir vinnu aflinu eykst. Jafnframt þessu gera menn æ meiri og meiri kröfur til lífsins, og til þess að geta full- nægt þeim kröfum, eyrst fjár- hæðin sem heimtuð er að laun- um. Væri þegar af þessum ástæð um vert að leggja allt kapp á að verkamaðurinn sé verður laun- anna, með því að hann vinni vel. Samkeppnin við vinnuvélar og !aflgjafa náttúrunnar e: aðliald sem hvetur í sömu átt. Á hinu leytinu er hvarvetna rey.it að komast af með sem minnstan vinnukraft vegna þess, hve öll vinna er að verða dýr. Dregur þetta nokkuð úr framkvæmdunum, en talsvert mætti bæta úr pessu einnig með því að vinna vel. Þá er á það að líta, hve fátækir og fámennir við erum. Litil þjóð sem á mest óunnið verður að leggja alt kapp á að vinna vel. Og þess er ég viss, að aukin um- hugsun um vinnubrögðin hvað þá rann-sóknir, auka verksvitið og vinnuárangurinn í landinu að miklum mun. En stofnun háskóla embættis verður hvort tveggja til þess að glæða þá umhugsun og halda henni við, auk þess sem vinnuvisindunum vinnst oeinlín is á hér eins og annars staðar, þar sem leitað hefir verið aðstoð- ar þeirra. Það skortir mikið á um það, að virðing fyrir vinnunni hafi náð þeím tökum á þjóðunum sem skyldi, hvorki hjá þeim sem vinna né hinum sem hliðra sér hjá því. Og þess vegna fer sem fer. Hvað eftir annað slær f harð ar rimmur með þeim sem vinna og hinum sem þurfa á vinnu að halda. Á ég hér við verkföllin. Fer mikil orka og mikið fé forgörð um með þeim hætti. Þá er hitt vitanlegt, að ófriður- inn sem nú geisar á sínar dýpstu rætur í virðingarleysi fyrir vinn- unni. Þeir eru tiltölulega fáir sémi Framhald á bls. 55. og var einn af stofnenduin Ungmennafélags Akureyrar, flutt- ist síðan til Reykjavíkur 1906 og stofnaði á því ári Ungmenna- félag Reykjavíkur. Hann var síðar um skeið forseti Ungmenna- félags íslands. Um tíma stundaði hann búskap undir Eyjafjöll- um og um skeið var hann kaupfélagsstióri Kaupfélags Hallgeirs- eyjar. En lengst var hann forstjóri Áfengisverzlunar ríkisins. Hann átti Iengi sæti í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins og • blaðstjórn Tímans. Um Guðbraad segir Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, m. a. svo í bókinni „Sókn og sigrar“: „Eins og áður er rakið hafði Guðbrandur Magnússon ráðið mestu um það á sínum tíma að Jónas Jónsson varð ritstjóri Skinfaxa. Guðbrandur var einn af eindregnustu stuðningsmönn- um þeirra flokks- og blaðstofnunar, sem Jónas vann að. Guð- brandur hafði sem prentari mikil kynni af blaðamennsku, var ágætlega ritfær og fjörmaður og atliafnamaður í bezta lagi og því manna heppilegastur til að hleypa nýju blaði af stokk- um. Hins vegar stefndi hugur hans meira að öðrum viðfangs- efnum en blaðamennsku. Þegar Guðbrandur lét af ritstjóminni átta mánuðum síðar, hafði hið nýja blað aflað sér mikillar við- urkenningar og tryggt sér fastan sess....... Enginn maður hefur unnið jafnlengi og óslitið fyrir Fram- sóknarflokkinn og Guðbrandur Maglnússon. Fyrir Guðbrand er það, meira en skemmtileg tilviljun, að forsjónin skuli láta hann verða manninn, sem kemur bæði Jónasi og Tryggva á sporið. þar sem hann ræður Jónas að Skinfaxa og Tryggva að Tímanum. íslenzk stjórnmál hefðu getað orðið talsvert önnur, ef þessar sögulegu mannaráðningar hefðu ekki átt sér stað“. Guðbrandur Magnússon skrifaði um flesta meginþætti ís- lenzkra þjóðmála á þeim tíma á hinum stutta ritstjórnarferli sínum, og hreyfði við mörgum merkum nýmælum. Vekur það furðu, hve þar er tekið á málum af mikilli víðsýni og fram- sýni. Þær tvær stuttu greinar, sem hér eru birtar eftir Guð- brand, eru engan veginn þær beztu sem hann ritaði þessa mán- uði 1917, en þær birta glöggt hin víðfeðmu sjónarmið, sem ríkj- um réðu við blaðið. A. K.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.