Tíminn - 17.03.1967, Page 35
FÖSTUDAGUR 17. marz 1967.
35
TÍMINN
fréttum
til þesg a3 skrifa sérstakt frétta
yfirlit vikunnar í blaðið á súnnu
dögum. Benda þeir fáu þættir
hans, sem þegar eru komnir, til
þess, að þarna sé alveg brotið upp
á nýju efni, sem eigi eftir að verðá
blöpamQhnum ærin
og dtöéfl er , til vin
bans' 'li%ur ætíð m
til birtihgar. þótt-líti
Oddur Ólafsson
Fréttir og verkstjórn
' að sjálfsögðu vítt út fyrir Eddu-
hús eftir efni í viðtöl sín, og Jón
HeLgason vinnur mikið af sínu
efni heima eins og fyrr er greint,
er ekki um að ræða neina fasta
vinnu í sjálfri skrifstofu Sunnu
dagsblaðsins, nema þegar umbrot
blaðsins er framundan, en biaðið
er gjarnan brotið um á miðvikudög
um.
Blaðamenn á aðalblaðinu sj'álfu
eru 8 að tölu. Elztur þeirra í
starfi er Hallur Símonarson, sem
hefur með efnisumsjón að gera
á innsíðum blaðsins og annast um-
brot á þeim. Hann vinnur í ná-
inni samvinnu við ritstjóra annans
vegar og auglýsingastjóra hins
vegar, og vill nú stundum brenna
við að illilega sé þrýst að hon-
um frá báðum hliðum, þegar aug-
lýsingar kalla eftir plássi í blað-
inu og greinar geta ekki beðið
birtingar. Mæðir þetta oft mjög
á umbrotsmanni innsíðna, en Hall
ur hefir alltaf verið ákaflega lipur
í sínu starfi og tekizt að koma
þessum tveim stríðandi hlutum
blaðsins saman, árekstralítið. Hal'l-
ur mætir raunar oftast skömmu
fvrir hádegi og reynir að gera sér
grein fyrir stöðunni meðan að ró-
legt er í hádegistímanum, en hef-
ur sáðan samband við ritstjóra um
kl. 1.30 ef eitthvað sérstakt er.
Annar blaðamaður, sem vinnur
ekki beint hinn reglulega vinnu-
tíma blaðamanna er Alfreð Þor-
steinsson, sem skrifar íþróttasíðu
Tímans og auk þess þáttinn „Á
vítateig“. k Alfreð sér alveg um
sínar síðu sjálfur, skrifar hana
og brýturliana um og aflar henni
efnis, en Hallur Símonarson skrif
ar þó alltaf öðru hverju eitthvað
á íþróttasíðuna enda gamall rit-
stjóri hennar og með kunnustu
ííþróttafréttariturum landsins. Al-
freð er mjög duglegur í sínu
starfi fær blaðamaður og tekst að
gera íþróttafréttir sínar athyglis
verðar og eftirsótt lesefni.
Það er Indriði G. Þorsteinsson,
sem heldur ritstjórnarfundina kl.
1.30 á daginn. Vegna þess að hann
hefur verkstjórn með höndum á
blaðinu, liggja flestir þræðir á
gegnum hendur hans, þannig að
þau atriði, sem ekki fara beint
til Halls frá þeim Þórarni og
Andrési Kristjánssyni til birtingar
á innsíðum, koma til hans til
úrlausnar. Hann hefur einnig að
staðaldri samráð við Hall um
hvaða efni þarf að sitja í fyrir-
rúmi þennan og þennan daginn á
innsíðum. Hins vegar er Hallur
það gamall og reyndur starfsmað
ur, að þetta út af fyrir sig mæðir
ekki svo mjög á ritstjóra. Rit-
stjórnarfundinn eftir hádegið sitja
ásamt Indriða, blaðamennirnir
Fríða Björnsdóttir, Elías S. Jóns-
Tómas Karlsson
son, Kári Jónasson, Guðrún Egil-
son og Oddur Ólafsson. Þarna
er verkefnum skipt niður á blaða
menn eftir föngum, en Fríða
Björnsdóttir, sem hefur lengi ver
ið eins konar hægri hönd ritstjóra
í fréttunum, skrifar niður lista
yfir það fréttaefni, sem til með-
ferðar er tekið á hverjum degi,
og merkir jafnframt við hvert ein
stakt atriði hvaða blaðamaður hafi
með það að gera. Viðfangsefnin
fara yfirleitt ékki’ út af þessum
lista, fýrr en þeim er lokið, en
það þýðir að ýms mál, sem lengi
eru á döfinni, geta verið lengi á
listanum jafnvel þótt fréttir sé
ekki að hafa af þeim á hverjum
degi. Friða Björnsdóttir gegnir því
eiginlega hlutverki fréttastjóra
með þessari skýrslugerð sinni, en
hún annast ýmsa fyrirgreiðslu í
fjarveru ritstjóra og tekur jafn-
framt ákvarðanir um hvað gera
skuli varðandi einstaka fréttir, sf
eittihvað kemur snögglega upp á,
sem þarf að taka afstöðu til og
ritstjóri er ekki viðlátinn. Þá skrif
ar hún fréttir mjög almenn. ,.is
og grípur yfirleitt inn í þar sem
iþörf er á sama tíma og aðrir blaða
menn hafa reynt að kynna sér sér-
’staklgga ákveðinn sérsvið í frétta-
'flutningi.
Elías S. Jónsson skrifar einnig
•almennar fréttir, en hefur einkum
kynnt sér verkalýðsmál og mál
ýmissa samtaka í atvinnulífinu og
lendir það þvi oftast á hans herð
um að fjalla um kaup og kjör
og framleiðslu, iðnað og ýmislegt
fleira. Gott dæmi um þetta er
iþáttur hans Launþegaspjall, sem
‘birtist alltaf á sunnudögum, og
nú síðast fréttaflutningur hans af
•vandamálum hraðfrystiiðnaðarinss
•sem einna mest var fjallað um í
Tímanum.
Þótt Kári Jónasson sé mjög al-
'hliða blaðamaður hefir svo æxlast
til eins og með Elías að hann hefur
•einnig lagt sig nokkuð eftir sér-
sviðum, einkum þeim er snerta um
ferð og lögreglumál. Hann íiefur
nú í nokkur ár verið lögreglufréttá
ritari Timáns, en lögreglufréttír
eru alltaf rnikill póstúr í blaða-
mennsku, og þá hefur hann haft
með vegi og bíla og flugvélar og
flugvelli að gera og allt er lýtur
að þess háttar umferð, og svo er
'hann eins konar útvörður blaðs-
ins, búinn myndavélum og talstöðv
arbíl, og endaði meira að segja
eina ferðina með því að aka jeppa
sínum upp á hæstu bungu Langjök
uls, sem frægt er orðið, þótt
það hafi nú ekki verið með í dag
skránni í það skiptið. Kári hefir
farið víða um land fyrir blaðið og
hefur sem sagt til þess hinn bezta
útbúnað, því að hægt er að hafa
símasamband við hann, hvar og
•hvenær sem er.
Guðrún Egilson er yngsti blaða
maður í starfi á Tímanum, en hef-
ur nú þegar getið sér gott orð fyr
ir viðtöl sín, en hún er afkastamik
ill og duglegur blaðamaður, og
'hafa viðtöl hennar verið skemmti-
leg og frásagnir hennar ýmsar vak-
ið athygli, eins og t. d. greinamar
um ferð hennar með Baltika, en
'þótt hún væri í fríi frá blaðinu £
þeirri ferð, skrifaði hún greinarn-
■ar samkvæmt sérstökum r'
við blaðið. Þá hefur Guðrún að
mestu tekið við því að skrifa sjón
varpsgagnrýni eða sjónvarpsfrétt-
ir. Tíminn hefir lagt mikla á-
herzlu á það, að fylgjast vel með
'öllu, sem gerist í sjónvarpinu og
'hefur ákveðnar meiningar um það,
að sjónvarpið sé því aðeins viðun-
andi keppinautur, að hægt sé að
hafa af því nokkurt gagn, bæði
um efni og fréttir.
■ ,Þá réðist Oddur Ólafsson, fyrr-
um blaðamaður á Alþýðublaðinu,
til Tímans nú um mánaðamótin og
'hugsar Tíminn gott til samstarfs-
ins við hann, en Oddur er þekktur
af því að vera ötull og duglegur
blaðamaður, enda hefur enginn
byrjendabragur verið á störfum
hans við blaðið, þann stutta tíma,
sem hann hefur sinnt störfum sín
um hér.
Eriendar fréttir skrifar Björn
Þ. Guðmundsson, en hann var
stundum á Tímanum á háskóla-
árum sínum. Nú vinnur hann í
Borgardómi, og skýzt til okkar
á kvöldin til að gegna þessu starfi,
s.m stundum getur orðið nokkuð
umfangsmikið, þegar mikið er að
gerast erlendis. En Björn nýtur
gamallar reynslu í því að skrifa
erlendar fréttir og er oft fljótur
að þessu, einnig er hann glöggur
á það, sem að mestu máli skiptir
hverju sinni í erlendum fréttum,
og nú j -
TIMINN
í DAG
vinsælt. Erlendar fréttir frá degi
til dags skipa að vísu ekki mikið
rúm í Tímanum, en á móti hefur
komið á liðnum árum hið ágæta
erlenda yfirlit Þórarins Þórarins
sonar og nú þessi þáttur Björns
„Erlendar fréttir vikunnar." Með
þessu tvennu kemur Tíminn eins
mikið og hann getur á móts við
lesendur, sem hafa áhuga á því,
sem er að gerast erlendis hverju
sinni, þótt vegna þrengsla í blað
inu verði oft að sníða daglegum
fréttum nokkuð þröngan stakk.
Tíminn hefur alltaf lagt mesta
áherzlu á innlendan fréttaflutn-
ing í sínum fréttum en reynt eftir
föngum að leysa spursmálið um
erlendu fréttirnar með yfirlits-
greinum sínum.
Við fréttaöflun innanlands nýtur
Tíminn ágæts stuðnings áhuga
manna og velunnarra víða um
land, sem eru fréttaritarar Tím
þeir munu vera nær 130
dag. Er þetta mikill mann
afli, sem þarna kemur til liðs
við blaðið og stendur blaðið að
sjálfsögðu í mikilli þakkarskuld
við þessa sjálfboðaliða. Þeir hafa
alltaf unnið blaðinu eftir mætti
án þess að ætlast til að nokkuð
kæmi í staðinn. Það er fyrst og
fremst vegna þessara manna, sem
Tíminn hefur alla jafna verið í
fremstu röð blaða hérlendis hvað
innlendan fréttaflutning snertir.
Eftir því sem blöðin hafa stækk
að og umsvifin hafa orðið meiri
í þjóðfélaginu, hefur orðið erfiðara
að hafa gamla lagið á starfsháttum
ritstjórnar, sæn-yár í því fólgið,
að tveir eða þrir fréttamenn sátu
við daglangt að ná inn fréttum
án þess að nokkuð sérstakt skipu
lag væri haft á vinnu þeirra. Vinnu
tími þeirra varð því oft langur og
fréttaflutningur þeirra vildi stund
um verða nokkuð handahófskennd
ur, en með því skipulagi, sem nú
er haft á, að halda ritstjómar-
fundi daglega með blaðamönnum,
þar sem lögð er niður fyrir sér
dagskráin fyrir daginn í eins stór
um dráttum og hægt er að gera
kl. 1,30 að deginum, er síður hætta
á því að nokkur augljós mál verði
útundan. Segja má að munurinn sé
fólginn í því, að áður fyrr var
beðið eftir að fréttin bærist til
blaðsins, en nú er setzt á rökstóla
á ákveðnum tíma og reynt að
skipuleggja fréttasóknina. Að
sjálfsögðu kemur ekki fram nein
-mynd af væntanlegum
á ritstjómarfundi,
veitir
starfa strax
og vegna
efni fyrir
: sé að gerast.
Alfreö Þorsteinsson