Tíminn - 17.03.1967, Síða 39
FÖSTUDAGUR 17. marz 1967.
TÍMINN
Efnið og uppsetningin
TÍMINN
í DAG
ina er jafnóðum skrifað á þennan
lista.
Um það leyti dagsins, sem þessi
fundur er haldinn á póstur að
vera kominn til blaðsins, og er
þá litið yfir hann af ritstjóra.
Einnig hefur þá borizt hin dag-
lega sending af fréttamyndum frá
Politikens Pressefoto í Kaupmanna
höfn. Þaer eru einnig skoðaðar af
ritstjóra jafnóðum. Sumt af þeim
er valið í þáttinn „í spegli Tím-
ans“, annað fe’- til íþróttafrétta-
ritarans, og þriðji flokkurinn fer
í mannamyndasafnið. Þess utan
er svo stór flokkur, sem eru hin-
ar almennu fréttamyndir af ýms
um atburðum, óeirðum og slys-
förum. Flestar þessara mynda
koma aldrei fyrir augu lesenda
Tímans, enda væri ógjörningur að
birta þær allar. Umslögin sem
koma eru gjarnan þykk, en mikið
hagræði er að því að fá þetta
myndasafn inn á hverjum degi,
og í gegnum það er hægt að fylgj
ast með mörgu, sem er að gerast
á erlendum vettvangi. Þegar líð-
ur á daginn hefur ritstjórnarfull
trúinn, Tómas Karlsson, oft sam-
band við ritstjórn blaðsins frá A1
þingi og tilkynnir hvort um eitt-
hvað fréttnæmt efni er að ræða
þaðan, sem ætla þarf pláss fyrir
á útsíðum. En eins og áður seg-
ir hefur hann með þingfréttirnar
að gera og hefur gjarnan eina síðu
í blaðinu á hverjum degi undir
þær meðan þing stendur.
Aðstaða öll í Alþingi hefir nú
verið stórbætt fyrir blaðamenn
og hefir það stórlega auðveldað
afköst og vinnubrögð, sem þýðir
að efni á þingsíðu liggur oft fyrir
til setningar skömmu eftir að
fulltrúinn er kominn aftur inn á
blaðið og þingfundum er lokið.
Tíminn fær erlendar fréttir
sendar inn á hverjum degi frá
NTB og koma þær á fjarritara,
sem alltaf er í gangi. Kl. 6 á dag
inn er Björn Þ. Guðmundsson
mættur og skýrir þá ritstjóra frá
því, hvað helzt er í fréttum á
erlendum vettvangi, og ræða þeir
síðan um það, hvað beri að taka
af því og hverju hægt verður að
koma inn í blaðið. Um það leyti
er umbroti á efni í innsíðum að
ljúka. Hallur Símonarson snýr
sér þá að því, að gera sér grein
fyrir því, hvað helzt þurfi að koma
inn í blaðið hinn daginn. En áður
en hann fer á kvöldin hefir hann
lagt niður til setningar töluvert
af því efni sem á að koma, til að
setning geti hafizt strax að morgni
í prentsmiðjunni.
Á tímanum milli 6 og 7 að kvöld
inu er svo annar ritstjórnarfund-
ur haldinn og er þar eingöngu
fjallað um fréttir. Fríða Björns-
dóttir, sem hefir haft umsjón með
fréttaöfluninni yfir dagiím, snýr
sér þá til ritstjóra með listann yf-
ir þær fréttir, sem aflað hefir
verið og þau setjast siðan á rök-
stóla og raða þessum fréttum nið
ur á þær þrjár síður í blaðinu,
sem fréttir flytja, en það er 1.
2. og 16. síða. Jafnframt taka þau
ákvarðanir um myndir og mynda
stærðir og útlit blaðsins í stór
um drátum. Þegar þessum fundi
er lokið fara þau hvort í sínu
lagi að gera sér grein fyrir upp-
setningu á þeim fréttasíðum, sem
þau hafa umsjón með. Ritstjóri
tekur alla jafna að sér að sjá
um uppsetningu á forsíðu, en
Fríða sér hins vegar um umbrotið
og teikningu á 16- síðu og 2.
Teikningu á þessum síðum á að
vera lokið um 8,30 og tekst oft-
ast að halda þeirri áætlun. Fyrsta
Þegar , ritstjórnrarfundurinn
hefst rhafa blaðaménn litið í . blöð
in til aé'átta sig á því hvernig þau
hafi fjallað um hina ýmsu atburði,
sem voru fréttaefni daginn áður.
Of langt mál yrði að tína hér
allt það til, sem kemur fram á
ritstjórnarfundi. Á fundinum er
gerður listi yfir það, sem blaða-
menn telja fréttnæmt og ritstjóri
óskar eftir að tekið sé til meðferð
ar. Á þennan lista fara einnig önn-
ur fyrirmæli um verk, sem þarf
að vinna og komið hefur
fram ósk um á öðrum stöðum.
Hins vegar á listinn, sem gerður
er á fundunum eftir að breytast
nokkuð, þegar líður á daginn, en
Björn Guðmundsson
Jón Orn Marinósson
Bjarghildur Stefánsdóttir
:; .'k.
^ ^ ,
vi í ÍM s
^ s r ;
[.'Jljívv < v. -
'•S ■■ X- X , ^
...........
!1!
Kolbrún Óðinsdóttir og Þórey Þórðardóttir.
síðan niður í .prentsmiðju að
kvöldinu er 2. síða, næst kemur
16. síða eða baksíðan, og síðust
niður er forsíða. Kl. 8,30 að
kvöldi eru blaðamenn búnir með
Geir Aðils.
flest sín verk, starfsdegi þeirra
er lokið og þá hljóðnar yfirleitt
um á ritstjórninni. Einn blaðamað
ur er þó alltaf eftir, sá sem tekur
vaktina það kvöldið. Hefur hann
yfirumsjón með umbroti í prent
smiðju þangað til blaðið er full-
Mið til prentunar um kl. 11.00.
Vaktmaður hefur ýmsum störfum
að gegna, öðrum en þeim að sjá
um .umbrotið, því hann hefur síð
astur manna á blaðinu samband
við ýrnsar stofnanir þar sem frétta
getur verið að vænta. Fer hann í
því efni eftir ákveðnum lista, sem
gerður hefur verið og hringir í
þessar stofnanir frá kl. 10.00 til
10,30. Eftir það hefur blaðið eigin
lega ekkert skipulegt samband við
umheiminn út fyrir ritstjórnarskrif
stofurnar, og einúm og hálfum
tíma síðar fer hraðpressan af
stað, sem prentar blaðið.
Nú gerist það einstaka sinnum
að vaktmaður fær veður af stór
um atburðum þegar hann gerir
athugun sína samkvæmt kvöldlist-
anum. Blaðið er þá að vísu nær
fullbúið, frágengið og uppteiknað
af hendi ritstjórnar. En þá gerist
það, að vaktmaður hefir samband
við ritstjóra og þeir ákvarða síð
an í sameiningu hvað gera skuli,
hverju ryðja skuli út fyrir hinni
nýju frétt, og sé um stóratburði
að ræða, kallar ritstjóri saman
blaðamenn að nýju er síðan mæta
á ritstjórninni eins fljótt og þeir
geta. Er þá starfið skipulagt varð
andi þessa einu frétt og reynt að
koma henni frá eins fljótt og mögu
legt er og inn í blaðið, en prent
arar og afgreiðslufólk verður að
bíða á meðan. Stundum er sá
háttur hafður á, ef sýnilegt er að
það ætlar að líða eitthvað á nótt-
ina, áður en fréttin fæst öll inn,
að hluti af upplaginu er prentaður
og síðan stanzað og seinna skotið
inn hinni nýju frétt, en sem betur
fer heyra svona hlutir til undan-
tekninga og yfirleitt kemur blaðið
út á nokkurn veginn sama tíma,
eins og skipulag þess og áætlun
þess um útkomu segir til um.
Fyrir utan það sem blaðamenn
Tímans, fastráðnir, skrifa í blaðið,
rita nokkrir fasta þætti í Tímann.
Margir þessara þátta eru gamlir
í hettunni en aðrir nýrri, en þeir
eru allir miðaðlr við ákveðið efni.
Ingólfur Davíðsson hefir lengi
skrifað þáttinn „Gróður og garð
ar“. Þá hefur Guðmundur Þorláks-
son einnig lengi séð um.þáttinn
„Hestar og menn“. Friðrik Ólafs-
son hefur löngum skrifað um skák
í Tímann og frú Unnur Arnórsdótt
ir ritar um tónlist. Séra Árelíus
Nielsson hefur lengi skrifað kirkju
þátt fyrir blaðið á sunnudögum,
og Jónas Jónsson hefur nú um
skeið skrifað þáttinn um landbún
aðarmál.
Og nú nýverið var bætt við
nokkrum þáttum, sem birtast í
blaðinu á sunnudögum. Þar má
nefna „Barnatímann", sem Kristín
Pétursdóttir sér um, þáttinn „Með
á nótunum“, sem Benedikt Viggós
son skrifar og „Bókmenntaspjall“,
sem Hjörtur Pálsson skrifar.
Þær frú Sigríður Thorlacíus og
frú Jóhanna Kristjónsdóttir hafa
lagt blaðinu til og leggja því
til ýmis konar efni, einkum við-
töl, Þýðingar fyrir blaðið hefur
Gunnlaugur Pétursson einkum ann
ast. Þá hefur blaðið á að skipa
sérstökum fréttariturum í tveim
borgum erlendis. í Kaupmanna-
höfn annast Geir Aðils fréttaþjón
ustuna fyrir Tímann, og er nú
Þessi mynd er tekin í Myndagerð Tímans. Starfsfólkið 'stendur við myndagerðarvélarnar þrjár, talið frá vinsti,
Róbert, Björk og Guðmundur.