Tíminn - 17.03.1967, Page 59
FOSTUDAGUR 17. marz 1967.
TÍMINN
5‘
Bókhald og auglýsingar
TIMINN
í DAG
ur er mikill starfsmaður, hraðvirk
ur og vinsæll í starfi, þótt stund
um þrengi hann all óþyrmilega að
blaðamönnum með auglýsingum
sínum. Steingrímur er maður, sem
notfærir sér vel, að Tíminn er ann
Ingibjörg Hallgrímsdóttir
að stærsta blað landsins og langt
um útbreiddara en önnur blöð, að
Morgunblaðinu undanskildu. Þetta
skilja auglýsendur og kunna að
notfæra sér það, að Tíminn fer
víðar um landið en nobkurt ann
að blað. Auglýsingaaukningin í
Tímanum að undanförnu sannar
einmitt þetta, og það eru skemmti
legir dagar í lífi Steingríms, þeg
ar hann segir okkur blaðamönn
um frá því, að einhver auglýsand
inn hafi skýrt frá því, að auglýs-
ing í Timanum hafi borið mjög
góðan árangur. Það er nú þannig
með störf að söfnun auglýsinga,
eins og önnur störf, að ef að menn
vinna ekki að því af lífi og sál,
þá verður erfiðið oft til lítils
gagns. Og það verður aldrei sagt
um Steingrím Gíslason, að hann
skorti álhuga á starfi sínu.
Ég hefi nú farið fremur fljótt
yfir sögu og drepið á alla megin
þættina, sem sameinaðir mynda út-
gáfu blaðsins. Eg hef dvalið lengst
við frásögn af ritstjórninni sjálfri,
en þag niá með nokkrum sanni
segja, að sé hún í molum, þá fari
annað þar eftir. En á stóru blaði
eins og Tímanum verður að ríkja
fullkomin samvinna milli hinna
ýmsu deilda og fullur skilningur
á starfi hvers og eins, svo sjálfsagð
ur jöfnuður fáist og góður andi
ríki innan veggja stofnunarinnar.
Það má að sjálfsögðu skrifa langt
mál um hinar ýmsu deildir Tím
ans og allar hafa þær afrekað
miklu og góðu starfi á undanförn
um árum, starfi sem oft hefur ver
ið unnið af ótrúlegri óeigingirni og
hefur þá ekki alltaf verið hugsað
um, hve vinnudagurinn hefur orð
ið langur. Að líkindum mun hvergi
þekkjast, nema á blöðum, sá vinnu
andi og það vinnukapp, sem leiðir
af sér, að ekki er spurt um vinnu
tíma. En þannig er þetta vaxið og
Tíminn er engin undantekning.
Það er eins og það varði að nokkru
lífshamingju fólksins sjálfs, hvort
að Timinn gengur vel eða ekki,
og það hefur alltaf skipt starfs
fólk Tímans meira máli en launin,
ef lesendur blaðsins og viðskipta-
vinir þess hafa verið þakklátir og
ánægðir með það, sem þeir fengu
í hendur.
IGÞ.
VSÁUSmVS/ K-M-l
Steingrímur Gíslason
Jensína Karlsdóttir, Stefanía Hjartardóttir og Kristín Dýrmundsdóttir.
Á rítstjórnarfundi
Til gamans og til glöggvunar les-
enduni á fýrstu mínútum starfs-
dagsins birtist hér á eft-
ir afrit af segulbandsupptöku
frá einum ritstjórnarfundinum,
en nokkuð er nú síðan sá fundur
var haldinn. Daginn áður hafði ma.
orðið ljóst, að ein af vélum Flug-
félags íslands hafði teppzt í
Danmarkshavn á Grænlandi. í
sambandi við það urðu nokkrar
umræður.
Elías: Hin blöðin gera lítið úr
þessu.
Ritstj.: Úr hverju?
Elías: Glófaxa-málinu. Þau gera
svo lítið úr því, að þau skilja sýni-
lega ekki hvað um er að vera
þarna.
Ritstj.: Nú, er það.
Elías: Það er alveg eins og
vélin hafi lent á Akureyri.
Ritstj.: Heldurðu að þeir verði
veðurteppttir lengi í Danmarks-
havn?
Elías: Það er ómögulegt að
segja. Þá vantar skíði.
Ritstj.: Er ekki skrúfan brotin?
Elías: Jú, þar að auki. Annars
hljóta flugmennimir að hafa það
gott þarna.
Ritstj.: Eskimóar eru frægir fyr-
ir gestrisni.
Svo er kallað á Hall Símonar
son„ vegna greinar, sem hefur
borizt.
Ritstj.: Hannes Pétursson skáld,
hringdi. Hann þarf að koma inn
grein á sunnudaginn.
Hallur: Nú.
Ritstj.: Um Gísla Ólafsson skáld
frá Eiríksstöðum.
Hallur: Hvernig grein?
Ritstj.: Minningargrein.
Hallur: Verður hann jarðaður
á mánudaginn?
Ritstj.: Nei, en Hannes langar
mikið til að greinin komi á sunnu
daginn. Og það er alltaf fengur að
því að fá það, sem Hannes skrifar.
Hallur: Það er ekki hægt að
lofa neinu.
Ritstj.: Nei, ég gerði það heldur
ekki. Hitt er annað mál, að það
er möguleiki á að taka þetta inn,
ekki síður en eitthvað annað, ef
við þurfum á annað borð að koma
með efni í viðbót. Þetta fer eftir
auglýsingamagninu, ekki satt?
Hvílir nokkuð fast á okkur á
sunnudaginn?
Hallur: Nei, það eru bara allir
æpandi. Það liggja hjá okkur ein-
ar tuttugu til þrjátíu greinar, og
allur andskotinn, sem þarf að
fara inn. En við sjáum til. Stein-
grímur (auglýsingastjórinn) hefur
sitt að segja.
Ritstj.: Já það er náttúrulega
Steingrímur, sem segir síðasta
orðið í þessu. En verði opna af-
gangs eins og var síðast, þá er
ágætt að fá grein eftir Hannes
á sunnudegi.
Hallur: Já, já.
Ritstj.: Mjög gott að fá bæði
Hjört Pálsson og Hannes Péturs-
son til að skrifa í eitt og sama
blaðið.
Elías: Þetta fer bara að verða
menningarblað.
Hallur: Þetta er nú minningar-
grein.
Ritstj.: Þá mundi kvennasíðan
og barnatíminn færast fram um
eina opnu í síðari hlutanum, á
bls. 15—16 og ýmislegt efni komi
í seinni opnuninni.
Hallur: Ég skil nú ekki að hægt
verði að byggja á því, vegna aug-
lýsinganna.
Ritstj.: Eg skil það, en ef mögu-
leiki opnast þá má færa þessar
tvær síður fram um opnu.
Hallur: Þetta hefur verið eins
og sprenging.
Ritstj.: En við gátum haft þetta
svona um helgina.
Hallur: Ég meina bara síðustu
dagana.
Þarna var gert nokkurt hlé
á meðan Hallur ráðfærði sig við
Steingrím auglýsingastjóra.
Hallur: Það verður víst heldur
rólegt í auglýsingunum núna um
helgina.
Ritstj.: Má ég þá segja Hannesi,
að allt verði í lagi.
Hallur: Já, já.
Elías: Bát hefur rekið upp í
kletta í Keflavík í átta vindetigum.
Hannes Pétursson kom með
greinina sína.
Ritstj.: Það hefur opnast fyrir
þig á sunnudaginn.
Hannes: Getið þið tekið þetta.
Þið gerið mér ákaflega mikinn
greiða með þvi. Hér er mynd ai
Gísla.
Ritstj.: Ég skal fara vel með
þessa bók.
Hannes: Já, gerðu það. Ég þari'
að fá hana aftur.
Ritstj.: Heyrðu, og ertu svo
þarna með greinina.
Hannes: Já, þetta er dálítill
stubbur.
Ritstj.: Það er allt í lagi. Við
erum ánægðir yfir því að fá grein
frá þér, gamli minn. Við erum
glaðir og reifir yfir þvi að fá
grein frá þér um Gisla.
Hannes: Gísli hefur ekkert feng
ið eftir sig nema nokkrar visur
Það hefur enginn skrifað um hann
grein. Eg hefði átt að vera búinn
að þessu fyrir löngu. Eg þekkti
hann vel. Hann var vinur minn.
Ritstj.: Þú ert að hugsa um
þessa kalla.
Hannes: Já, ég ætla að skrifa
betur um Gísla seinna. Það er
ekki hægt að tina allt til, sem
maður man um menn, þegar þeir
eru nýlátnir, en sem varpar þó
ljósi á þá.
Ritstj.: Hannes minn, þetta er
þá allt í lagi, og próförkin verðu'
til handa þér svona um ellefu
leytið í fyrramálið.
Kári: Hvaða Gísli er þetta?
Ritstj.: Gísli Ólafsson, skáld frá
Eiríksstöðum.
Elías: Fór nokkur á fundinn um
handritahúsið.
Ritstj.: Hvaða fundur var það
Elías: Útvarpið var með hann
Ritstj: Ég veit bara ekkert ur
þetta. Var hann boðaður.
Kári: Fríða hlýtur að vita um
hann.
Framhald á bls. 61.