Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. maí 1985 5 G. Þorsteinssön, Hingað sækja menn það sem þeir eiga Hin félagslega samhjálp felst í því að við borgum fyrir það að vera frísk, en fáum styrk ef eitthvað bjátar á Hin félagslega samhjálp „Þó tryggingarnar hafi á þessum tíma alls ekki verið fullnægjandi lifibrauð, þá voru þær óneitanlega mikill styrkur fyrir fólk sem þurfti á þessu að halda til að hafa í sig og áþ sagði Eggert. „Þetta var beinlín- is viðurkenning á því að þeir sem voru frískir og heilbrigðir skyldu borga til hinna sem lent höfðu í áföllum, hvort sem það var vegna slysa eða sjúkdóma. Enn í dag geta tryggingarnar vart talist fullnægj- andi lífeyrir, en óneitanlega þó góð- ur styrkur, sem erfitt yrði að fá án hinnar félagslegu samhjálpar. Hin félagslega samhjálp felst í því að við borgum fyrir jjað að vera frísk, en fáum styrk ef eitthvað bjátar á. Margir deyja án þess að hafa fengið krónu, en hafa þá Iagt til hinna“ í upphafi störfuðu 6—8 manns við Tryggingastofnun ríkisins, en nú er starfsfólkið þar milli 115 og 120, en þá er ótalið starfsfólk 40 sjúkrasamlaga og 22ja umboða um allt land. Sjálfsagt væri starfsfólkið fleira ef ekki hefði komið til tölvu- væðing á útsendingu bóta. „Fyrir okkur starfsfólkið er erf- iðasta verkefnið að meta þörf og fé- lagslegar aðstæður fólks og lækn- anna að meta heilsufar þess. Hvort tiltekinn einstaklingur er 50%, 65% eða 75% öryrki og þar fram eftir götunum. Einn er kannski sonur efnafólks, annar á engan að og báð- ir eiga sama réttinn. Yíðtækur og við- kvæmur máiaflokkur En möndullinn í hinni félagslegu samhjálp er að menn sækja það sem þeir eiga. Sagan í 50 ár sannar hversu þessi mál eru víðtæk og snerta marga. Einnig það að á hverju einasta þingi koma fram til- Þetta sagði Eggert G. Þorsteins- son, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins meðal annars þegar blaða- maður Alþýðublaðsins átti við hann viðtal í tilefni þess að á næsta ári eiga alþýðutryggingar á íslandi — og um leið stofnunin — 50 ára afmæli. Nánar er sagt frá aðdrag- andanum að setningu löggjafarinn- ar 1936 hér í opnunni, en það voru einkum þrír menn sem stóðu að undirbúningi löggjafarinnar, Har- aldur Guðmundsson, þáverandi ráðherra, Jóhann Sæmundsson yf- irlæknir og Jón Blöndal hagfræð- ingur. „Að mínu mati var setning al- þýðutryggingalaganna 1936 stór- kostleg bylting, sérstaklega að því er varðar að þá hættu menn að þurfa að koma með sixpensarana milli handanna og biðja náðarsam- legast um aðstoð, nánast á hnján- um. Lögin gerðu það að verkum að menn sóttu það sem þeir áttu; ekki var um neina ölmusu að ræða. Það er erfitt fyrir yngri kynslóðir að meta hversu mikilvægt þetta er. Við getum ímyndað okkur ekkju drukknaðs sjómanns með stóran barnahóp. Fyrir setningu þessara laga hafði hún litla möguleika á öðru en að segja sig til sveitar. Tök- um sem dæmi þegar 3 togarar fór- ust árið 1925 og tugir fjölskyldna misstu fyrirvinnu sína. Mannslíf voru þá lítils sem einskis metin og fólk sem lenti í slíku þurfti að fara í gegnum mikla niðurlægingu til að öðlast aðstoð áður en lögin voru sett“. lögur til breytinga. Það er auðvitað af hinu góða og undirstrikar hversu víðtækur og viðkvæmur þessi málaflokkur er. Tryggingalöggjöfin hlýtur að vera í stöðugri endurskoð- un. Nú er almenn vakning um að hlúa betur að gamla fólkinu, sem lagði grunninn. Fyrir það fólk verð- ur seint of mikið gert. Oft koma breytingar á trygginga- löggjöfinni upp úr kjarasamning- Framhald á bls. 2 3 LEVTS Leður Litur: Hvítir og ljósdrappir Stærð: 35—41 Verð: kr. 1.430,- Stærð: 42—45 Verð: kr. 1.640,- MARINO Leður Stærð: 40—48 Litur: Hvítir Verð: kr. 1.280,- SPORTSKÓR Leður Stærð: 34—45 Litur: Hvítir Verð: kr. 895,- LEVIS Stærð: 39—45 Litur: Hvítir og gráir Verð: kr. 1.195,- LEVIS Leður Stærð: 34—42 Litur: Hvítir Verð: kr. 1.680,- LEVIS Leður Stærð: 40—45 Litur: Hvitir Verð: kr. 1.995,- LEVIS Nælon Stærð: 40—45 Litur: Hvítir Verð: kr. 1.345,- SIMI 27211 AUSTURSTRÆTIÍO

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.