Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 30. maí 1985 Seinni heimsstyrjöldin var styrjöld sem átti að binda endi á öll stríð, samt hafa senniiega engin 40 ár mannkynssögunnar verið jafn ófriðvænleg og þau sem liðin eru frá lok- um heimsstyrjaldarinnar. Frá stríðslokum 1945 Stríð sem ekki 1*U lokið 1: Guatemaia Skæruliðasamtök eiga í átökurrv við hægrisinnaða stjórn. Átökin eru sprottin upp úr félagslegri og efna- hagslegri kúgun. 2: El Salvador Skæruliðaátök. Barist við hægri öfgasinna og ógnarstjórn. Hlutar landsins á valdi frelsishreyfingar- innar. 3: Nicaragua Stöðugar skæruhðaárásir frá bæki- stöðvum í Honduras. Uppreisnar- mennirnir fjármagnaðir af Banda- ríkjamönnum. Tilgangurinn að steypa lýðræðislega kjörinni ríkis- stjórn. 4: Colombia Lítill kommúnista skæruliðahópur berst enn en hefur lítil áhrif. 5: Peru Skæruliðar hafa mikil ítök í Aya- cucho-héraði. Margar árásir þeirra bitna á óbreyttum borgurum. 6: Grenada Landið hernumið af Bandaríkja- mönnum í október 1983. Hernáms- liðið hefur ekki yfirgefið eyjarnar enn. 7: Norður-írland IRA heldur áfram baráttu sinni fyr- ir sjálfstæði N-írlands. Á síðustu mánuðum hafa átökin harðnað, einkum hvað varðar sprengjutil- ræði. 8: Vestur-Sahara Frelsishreyfingin Polisario berst gegn Marokkó til að stofna eigin STRÍÐIN EFTIR STRÍÐIÐ kennir þau stríð sem nú eru í gangi, er að þau hafa brotist út vegna kröfu þjóðanna um sjálfsákvörðunarrétt. Krafa fólks um meiri efnahagsjöfnuð og fé- lagslegt öryggi er mætt með hernaðarvaldi. hafa stöðugt einhverjar styrjaldir verið í gangi í heiminum. Flestar þeirra hafa verið, og eru enn, í þriðja heiminum. Til dæmis kemur í Ijós þegar kort af heiminum er skoðað, að í dag eiga sér stað vopnuð átök á 34 stöðum í veröldinni. Séu hinsvegar þau styrjaldarátök sem átt hafa sér stað frá lokum heimsstyrjaldarinnar en er lokið núna, skoðuð, kemur í Ijós að þau eru um 30 talsins. Sú upptalning sem hér fer á eftir er langt því frá að vera fullkomin. Hefði allt verið tínt með, her- foringjabyltingar, minni landamæraskærur, ýmis skæruliðaátök og þorska- stríð hefði talan verið á bilinu 250—300. Það sem einkum ein- Nigaragua 1983. ríki í fyrrverandi nýlendu Spán- verja, sem kallaðist V-Sahara. Þeg- ar Spánverjar yfirgáfu landið tóku Marokkómenn við stjórn án þess að spyrja kóng eða prest um leyfi. 9: Tsjad Borgarastyrjöld. Fyrrverandi for- seti landsins berst við núverandi forseta þess og nýtur stuðnings Lí- býu. 10: Eritrea Frelsishreyfing landsins hefur stóra hluta þess á sínu valdi. 11: Eþíópía Upplausnarástand ríkir í landinu. Skæruliðar berjast í mörgum hér- uðum bæði í norðri, austri og suðri og vestri. Auk þess er baráttan við hungurvofuna á fullu. 12: Súdan Svertingjarnir í Suður-Súdan krefj- ast sjálfsstjórnar frá múhameðstrú- armmönnunum í N-Súdan. í apríl var herforingabylting í landinu. 13: Úganda Mikill órói í landinu. Skæruliðar valda miklum usla. Blaðamenn sem hafa reynt að heimsækja átaka- svæðin hafa verið drepnir. 14: Zaire Skæruliðahreyfing berst fyrir sjálf- stæði Shaba-héraðs. Þeir hafa hluta svæðisins á sinu valdi. Eitt af best földu stríðum veraldarinnar. 15: Mósambik Uppreisnarmenn, sem kallast RNM, sem öryggisverðir Ian Smiths stofnuðu og Suður-Afríka styður nú, reynir að steypa Frelimo- stjórninni. 16: Zimbabve Ólga í Matabele. Suður-Afríka stendur á bak við það með fé og þjálfun. Orðrómur um að her sé til- búinn til innrásar frá S-Afríku. 17: Lesotho Enn eitt landið þar sem S-Afríka styður uppreisnarmenn, enda er þeim ekkert gefið um stjórn lands- ins, sem stutt hefur baráttu svartra í S-Afríku. 18: Namibia Frelsishreyfingin SWAPO stríðir gegn ríkisstjórninni, sem nýtur stuðnings 10.000 manna herliðs frá S-Afríku. 19: S-Afríka Borgarastyrjaldarástand milli svarta og hvíta minnihlutans, sem stjórnar landinu með apartheit-lög- um. Frelsishreyfingin ANC hefur um 10.000 manna her, sem er þjálf- aður í Angóla og Tanzaníu. Mikið um sprengjutilræði. 20: Angóla Skæruliðahreyfingin Unita virk í suður- og austurhluta landsins og nýtur stuðnings S-Afríku. 21: Líbanon Erfitt að vita hver stríðir við hvern á hverri stundu. ísraelsmenn hafa verið að flytja burt hersveitir sínar og skæruliðar ráðast stöðugt á þær og ísraelsmenn hefna ófaranna með því að ráðast á ímynduð og raunveruleg skæruliðahreiður. Kristnir menn og múhameðstrúar eiga í átökum og PLO reynir að ná aftur fótfestu en á við ramman reip að draga. 22: Ísrael/Palestína Við landamærin ríkir vopnaður friður. Hernaðarmaskína ísraels reynir að halda uppi lögum og reglu á herteknu svæðunum á Vestur bakkanum og í Gaza. 23: Kúrdistan Kúrdistan er skipt milli Sovétríkj- anna, Sýrlands, Tyrklands, íran og íraks. Vopnuð átök eiga sér stað í þrem síðastnefndu löndunum. Kúrdar krefjst aukinnar sjálfs- stjórnar og að þeirra eigin tunga og menning sé virt. 24: íran/írak Af öllum tilgangslausum stríðum er þetta Iíklega það al tilgangslaus- asta. írak réðst á íran í þeirri trú að það yrði auðunnið. Hjá írönum hefur stríðið orðið að heilögu stríði. Tugir þúsunda hafa fallið og ef til vill er jtetta blóðugasta styrj- öldin sem háð hefur verið frá lok- um seinni heimsstyrjaldarinnar. 25: Afganistan Sovétríkin hafa hernumið landið og ráðast gegn skæruliðum os eru með sprengjuárásir á þorp. Tvær-þrjár milljónir manna hafa flosnað upp og flúið átökin. Engin lausn virðist í sjónmáli á þessum átökum, sem hafa verið kölluð Víetnam Sovét- manna. 26: Púnjap, Indlandi Sikkar í Púnjab-ríki krefjast sjálfs- stjórnar. í fyrra urðu margir blóð- ugir árekstrar m. a. í Gullna-hof- inu. Einsog er virðist ríkja friður á yfirborðinu en ekki má mikið út af bera til að allt hlaupi í bál og brand. 27: Sri Lanka Tamilar krefjast þess að fá að stofna eigið ríki í Norður-Sri Lanka. Á svæðinu ríkir hernaðar- ástand og fjöldi fallinna mikill. 28: Burma Frá sjötta áratugnum hafa komm- únistar háð skæruliðastríð í land- inu. Svæðin sem átökin eiga sér stað á eru lokuð umheiminum og upplýsingar mjög takmarkaðar. 29: Thailand/ Malaysía Kommúnistar halda landamæra- héruðum Thailands og Malaysíu. Eftir að Kínverjar og Thailendingar hófu sameiginlegan stuðning við Khmerana hefur dregið úr átökun- um. 30: Kampútsea 1979 ráku Víetnamar ógnarstjórn Pol-Pots frá völdum og komu lepp- stjórn sinni fyrir í höfuðborg lands- ins. Khmerarirnir hafa herjað í landamærahéruðunum og notið stuðnings erlendis frá. 31: Víetnam Enn er ófriðsamt á landamær- um Víetnams og Kína. Klnverjar reyna að halda Víetnömum við efnið, svo þeir geti ekki sent all- an herstyrk sinn til Kampútseu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.