Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 30. mai 1985 23 Eggert______________________5 um, eins og með atvinnuleysistrygg- ingarnar 1956, sem tóku gildi árið eftir. Átökin þá leystust einmitt vegna þessa atriðis. Það má segja að bætur almanna- trygginga hafi nokkuð fylgt tröppugangi efnahagslífsins í land- inu. Allir ráðherrar reyna að láta þetta fylgja laununum eins og unnt er og leiðrétta. Það má heita merki- legt að stofnað skyldi til alþýðu- trygginganna einmitt á krepputím- um á fjórða áratug aldarinnar. Síð- an hafa tryggingarnar fylgt efna- hagslegri velgengni þó vissulega hafi kreppur bitnað á þessu fólki sem öðru. Þó má t. d. nefna að þeg- ar síldin hvarf og þorskblokkin fór úr 120 centum í 60 cent 1968—1969, þá lækkuðu ekki gjöld almanna- tryggingakerfisins. Enda er al- mennur hljómgrunnur fyrir því að láta niðurskurð síðast bitna á þess- um þætti þjóðlífsins" Hlúum vel að lítilmagnanum Að lokum sagði Eggert að það væri sín persónulega ósk að menn hefðu vakandi auga fyrir því að hlúa vel að lítilmagnanum í þjóðfé- laginu. Það yrði aldrei gert í eitt skipti fyrir öll, en hin félagslega samhjálp verður að vera sterkt ein- kenni á okkar þjóðfélagi. „Segja má að þessi samtrygging hafi byrjað strax á landnámsöld, þegar fimm næstu bæir voru ábyrg- ir fyrir bruna eins bæjar. Stjórn- völd á hverjum tíma verða að hafa það að markmiði að láta erfiðleika í þjóðfélaginu sem minnst koma niður á þeim hópi fólks sem raun- verulega á tryggingarnar og hefur fært okkur þennan arf. Stór hluti þessa fólks hefur ekki upp á annað að hlaupaþ sagði Eggert. Útgjöld almannatryggingakerfisins 1945—1980 sem hlutfall af skatttekjum ríkisins. Við höfum nú tekið að okkur umboð á íslandi fyrir stórfyrirtækið RICHARD KLINGER. RICHARD KLINGER er einn stærsti og virtasti framleiðandi kúluloka í heiminum í dag og eru verksmiðjur nú starfræktar í 12 þjóðlöndum Gæði kúlulokanna frá KLINGER eru allsstaðar viðurkennd og með háþróaðri framleiðslutækni hefur KLINGER tekist að sameina hámarksgæði og lágt verð. Okkur er því mikil ánægja að geta boðið þessa úrvalsloka og munum við kappkosta að eiga jafnan til á lager allar algengar gerðir af KLINGER kúlulokum. Heildsala — Smásala Allt til pípulagna Burstafell Byggingavöruverslun Bíldshöföa 14 Sími 38840 ÁSTÆÐA1,2,3.4 OG 5 fyrir sjóslysum eru röng viðbrögð og rangt mat á aðstæðum við erfið skilyrði. Skipstjórnarmenn ættu að athuga, að mörg mannskæð sjóslys hafa orðið, þegar litl- um togskipum hefur hvolft vegna ógætilegrar skip- stjórnar. REYNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR I VEG FYRIR SLYS Á SJÓ NEMA ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA SJÓMANNA SJÁLFRA. ÖRYGGISMÁLANEFND SJÓMANNA midas

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.