Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 30. maí 1985 JT I alþýðu- Útgefandi: Blaö h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friörik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guömundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Síini:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síöumúla 12. Askriftarsíminn er 81866 í lausasölu 20 kr. B-D-FT'IT' M RITSTJÓRNARGREIN' Eldheitur baráttufundur Það er engin tilviljun að fylgi Alþýðuflokksins hefur aukist hröðum skrefum síðustu mánuði. Fimmföldun á fylgi flokksins frá því sem var samkvæmt könnunum sl. haust og til dagsins i dag á sínar ástæður. Sannleikurinn er sá, að Alþýðuflokkurinn hefur boðskaþ að flytja fólk- inu i landinu; stefnu og úrræði til framtíðar. Aðrir flokkar eru hins vegar klossfastir í arga- þrasi dægurmálanna; sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Alþýðuflokkurinn hefur ennfremur lagt kaþþ á að kynna almenningi á fullnægjandi hátt stefnumið sín og tillögur um leiðirað markmið- um. Formaður flokksins, Jón Baldvin Hanni- balsson hefur farið um allt land og efnt til op- inna funda á nánast hverjum þéttbýlisstað á landinu. Og eins og allir vita hafa kjósendur kunnað að meta þessi milliliðalausu boðskipti formanns Alþýðuflokksins og flykkst á fund- ina. Það eru engar ýkjur heldur kaldar stað- reyndirað metaðsókn hefurverið á nánast alla opna fundi Jóns Baldvins, en þeir eru orðnir 99 taisins. Á mörgum stöðum á landinu hafa jafn- fjölmennir fundir ekki verið haldnir árum eða áratugum saman. Sá hópur sem hlýtt hefur á málflutning Jóns Baldvins Hannibalssonar á opnum fundum hans, sem bera heitiö Hverjir eiga ísland? skipta þúsundum og aftur þús- undum. Fólk hefur kunnað að meta þetta fram- tak jafnaðarmanna. Bæði sýnt ánægju yfir því að stjórnmálamenn sæki fólk heim (sín heima- héruð og einnig ekki síður hitt, aö það stjórn- málaafl er til í landinu sem hefur á reiðum höndum tillögurum raunhæfarog róttækarað- gerðir gegn þeim vandamálum sem steðja að og hafa hrúgast upp á undanförnum misser- um. Jafnaðarmenn eru ekki með neinar ódýrar lausnirog engin yfirboð. Þeirviðurkennavand- ann, greina hann, benda á framtíðarmarkmið og raunverulegar leiðir að þeim. Alþýöuflokk- urinn og formaður hans hafa mjög ítarlega kynnt fólki það, hvernig við getum í samein- ingu breytt þessu spillta verðbólguspilavíti í velferðarríki vinnandi fólks. Fólk tekur undir með jafnaðarmönnum. Átta undanfarnar skoðanakannanir sýna það og sanna. Fast að fjórði hver íslendingur vill nú leggja jafnaðarmönnum lið við að breyta þjóð- féiaginu. Stórsókn Alþýðuflokksins er varan- ieg staðreynd. Og henni er langt frá því lokið. Og til að staðfesta þennan sóknarhug og sigurviljajafnaðarmannamunu þeirfylkjaliöi á 100. baráttufundinn í Laugardalshöll á föstu- dagskvöldið 31. maí næstkomandi. Þar mun Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokks- ins, talaog einnig JóhannaSigurðardóttirvara- formaður. í kjölfar þeirrar stjórnmálaumræðu verður blaðinu snúið við og eftir eldheitan bar- áttufund verður efnt til ólgandi vorfagnaðar og dunandi dansleiks í Höllinni. Þarmunu lands- frægir skemmtikraftar og listamenn halda uppi stemmningunni fram eftir nóttu. Alþýðubiaðið hvetur alla þá er vettlingi geta valdið að fjölmenna í Laugardalshöll á föstu- dagskvöldið og taka þar saman höndum með hinni pólitísku baráttu jafnaðarmanna, vera með í stórsókn Alþýðuflokksins, en jafnframt létta geðið og fagna sumri og sói. Verum öll með i stórsókn jafnaðarmannafyrir réttlátara samfélagi, betra lífi. Mætum í Laug- ardalshöllina á föstudagskvöldið á eldheitan baráttufund og siðan ólgandi vorfagnað og dunandi dans. —GÁS. Bæjarútgerð arfjarðar seld Tveir af togurum BÚH, Maí og Júní. Hefur Júní verið seldur Hval en Sam- herji hf fœr að öllum líkindum Maí ásamt togaranum Apríl. Bæjarfulltrúar AlþýAuflokksins í Hafnarfirði, þeir Guómundur Arni Stefánsson og Hörður Zóph- aníasson, gengu af fundi bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar á tólfta tím- anum sl. þriðjudagskvöld, ásamt Rannveigu Traustadóttur, bæjar- fulltrúa Alþýðubandalagsins, til að mótmæla vinnubrögðum meiri hluta bæjarstjórnar á málefnum Útgerðarfélags Hafnarfjarðar. Eftir að bæjarfulltrúar Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags höfðu gengið af fundi samþykkti meiri- hluti bæjarstjórnar ásamt Markúsi Á. Einarssyni, bæjarfulltrúa Fram- sóknar, að selja Samherja á Akur- eyri eignir Útgerðarfélagsins. Áður en til þess kom að bæjar- fulltrúarnir gengu af fundi hafði komið til harðvítugra deilna um hvernig að þessu máli hefur verið staðið. Bæjarfulltrúar Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags báru fram tvær tillögur; önnur felld en hinni vísað frá. f fyrsta lagi um að málinu yrði frestað og í öðru lagi báru þeir Guðmundur Árni Stef- ánsson og Hörður Zóphaníasson fram tillögu um að Bæjarstjórn Hafnarfjarðar standi við allar skuldbindingar sínar og samþykkt- ir gagnvart Útgerðarfélagi Hafnar- fjarðar. Auk þess lögðu þeir til að fyrirhuguð eignayfirfærsla til fé- lagsins frá Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar fari fram hið allra fyrsta áð- ur en framhaldsaðalfundur verði haldinn hjá Útgerðarfélaginu. í yfirlýsingu, frá bæjarfulltrúum Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags, sem færð var til bókunar, þeg- Hafn- Fulltrúar A Iþýðu- flokks og A Iþýðubandalags gengu af fundi ar þeir gengu af fundi, segir, að þeir mótmæli harðlega hvernig margra mánaða starfi og stefnu mikils meirihluta bæjarstjórnar er breytt fyrirvaralaust og óvænt, þegar að því er stefnt að leggja niður allar samþykktar fyrirætlanir um stofn- un og rekstur ÚH og gera þar með að engu allt það starf, sem búið er að inna af hendi í þeim efnum. I yfirlýsingunni var rifjuð upp forsaga málsins, en Útgerðarfélagið var stofnað með sérstakri samþykkt 10 bæjarfulltrúa þar sem ákveðið var að bæjarstjórn beitti sér fyrir sölu á eignum Bæjarútgerðarinnar til félagsins. 13. janúar var svo fé- lagið stofnað og fundir voru haldn- ir með bæjarfulltrúum og starfs- fólki Bæjarútgerðarinnar og á ýms- an hátt stefnt að því að ÚH tæki yf- ir eignir Bæjarútgerðarinnar, m.a. með því að ráða framkvæmda- stjóra og selja hlutabréf í fyrirtæk- inu. Fyrir viku síðan gerist svo það að bæjarstjóri skýrir frá því að tiltekn- ir aðilar hefðu áhuga á að kaupa þær eignir sem ráðgert var að færa til ÚH. Á annan í hvítasunnu er svo bæjarfulltrúum sent fundarboð þar sem ákveðið er að taka fyrir sölu á eignum Bæjarútgerðarinnar til Samherja hf. á Akureyri. Framh. á bls. 2 1 SmuuESTanE GERIR GÓÐAN BÍL BETRI! Það er ótrúlegt hvaö góðir hjólbarðar eins og BRIDGESTONE gera fyrir bílinn. Með BRIDGESTONE fæst frábært veggrip, rásfesta og mikið slitþol. Tryggðu öryggiþitt og þinna settu BRIDGESTONE undirbílinn — þeir fást hjá hjólbarðasölum um land allt. BÍLABORG HF Smiðshöfða 23, Sími 81299

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.