Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. maí 1985 7 kaupenda og húsbyggjenda. Þeir sem hafa byggt eða keypt fasteignir á síðustu árum eru allflestir að kikna undir farginu — sumir hafa þegar gefist upp. Og það verður svo sannarlega aldrei nógsamlega und- irstrikað að ástæða þessarar hrika- legu þróunar er ekki sú, að fólk hef- ur reist sér hurðarás um öxl, heldur hitt að stjórnvöld í landinu hafa komið í bakið á fólki — gjörbreytt áður gefnum forsendum svo mikið, að allar fjárhagsáætlanir þess hafa fokið út í veður og vind og fjármun- ir launafólks um leið. Segja má að ísland sé land öfg- anna í þessu tilliti. Á meðan verð- bólgan æddi áfram í himinhæðum og vextir voru neikvæðir, þá var það helsta iðja spákaupmanna að kaupa og spenna og láta verðbólg- una um að borga skuldirnar. Og fleiri nutu góðs af verðbólgunni hvað varðar fasteignaviðskipti. Það var i sjálfu sér ekki stórmál fyrir hinn almenna launamanna að festa kaup á fasteignum, ef lán var hægt að fá, því þau eyddust upp af sjálfu sér í verðbólgunni. En svo var stigið á hemilinn í þessum efnum, enda spennan og óðafjárfestingin slík að furðu mátti sæta. Það átti að taka fyrir þetta. Samhliða hjöðnun verð- bólgu sáu menn sanngirni í því að fólk sem tæki lán greiddi jjau til baka í samsvarandi verðmætum og þegar þau voru tekin. En fljótt tók að halla á hina hliðina, þ. e. verð- tryggð lán með hávöxtum þýddu í raun að fólk greiddi skuldunautum sínum langtum meira en um var samið og gengið var út frá. Það er aðallega unga kynslóðin sem orðið hefur hart úti í húsnæðis- málunum. Og þær raddir heyrast frá þeim sem eldri eru og festu sitt eigið húsnæði í verðbólgubálinu og þegar hinir neikvæðu vextir voru og hétu, og höfðu ekkert fyrir, að ungt fólk geti vel baslast í gegnum hús- næðiskaupin, þetta hefðu þeir sjálfir getað í þá daga. En aðstæð- urnar eru aðrar. í raun er unga kyn- slóðin í dag að greiða fyrir syndir þeirra sem eldri eru. Ungu fólki er gert að taka út timburmennina fyrir verðbólgufylleriið sem á þjóðinni var til margra ára. Það er kannski spurning í þessu sambandi: Fer að koma að því að ungir íslendingar fái á sama hátt yf- ir sig þungann af erlendu lántökun- um, sem þjóðina er að sliga, og vefði gert að taka við og koma á sléttan sjó á stuttum tíma á næstu Vandfundnir skólastjórar Menn óttast nú mjög að erfitt reynist að manna skólana hæfu fólki næsta haust. Ástæðan er eins- og öllum lýð er Ijóst, hversu hið op- inbera hefur vanmetið störf kenn- ara til launa að undanförnu. Frá Suðurnesjum berast nú þær fréttir að þrjár skólastjórastöður séu laus- ar til umsóknar á svæðinu. Þó stöð- ur þessar hafi verið auglýstar grimmt að undanförnu hafa engar umsóknir um stöðurnar borist enn. Það eru grunnskólarnir í Sand- gerði, Garði og Vogum, sem auglýst hafa eftir skólastjórum. Að sögn Víkur-frétta, leita nú skólanefndir með logandi ljósi að heppilegum kandidötum í stöðurnar, líta þeir hýru auga til heimamanna, en treg- lega gengur að fá menn til starfans. Auk þess sem skólastjórar eru vandfundnir á Suðurnesjum er nú í boði fullt af kennarastöðum á svæðinu. En það er sama sagan með kennara og skólastjórana, fáa fýsir í starfann. Virðist því hálfgert vandræðaástand vera í uppsiglingu í skólamálum þeirra Suðurnesja- manna og eru þeir líklega ekki einir um það. Þegar bílar mætasterekki nóg að annar víki vel út á vegarbrún og hægi ferð. Sá sem á móti kemur veröur að gera slíkt hið sama en notfæra sér ekki til- litssemi hins og grjótberja hann. Hæfilegur hraði þegar mæst er telst u.þ.b. 50 km. árum, eftir fádæma ábyrgðarleysi í þ eim efnum á liðnum árum? Tyær þjóðir íslendingar eru í raun tvær þjóðir í dag: Misskipting þeirra sem alltof mikið hafa og þeirra sem alltof lítið hafa milli handa af efnislegum verðmætum. En kannski fleiri skiptingar komi til álita í samhengi við það sem áður var rakið: Er tví- skiptingin Iíka fólgin í því sem kall- ast mætti fyrir og eftir óðaverð- bólgu, unga kynslóðin og þeirra sem eldri eru. Það á við a. m. k. hvað húsnæðismálin varðar og þau eru ekki lítilvæg í lífi hvers einstakl- ings, því allir þurfa þak yfir höfuð- ið — ekki satt? Það hefur ekki farið framhjá neinum að pólitískar hræringar eru allmiklar í íslensku þjóðfélagi um þessar mundir. Ekki eins og venju- lega, þegar stökkbreytingar verða á flokkakerfinu með tilkomu nýrra flokka eða samtaka, heldur eiga breytingarnar sér stað innan þess flokkakerfis, sem við þekkjum og höfum búið við áratugum saman. Hér vísa ég fyrst og fremst til þeirr- ar geysilegu fylgisaukningar sem Alþýðuflokkurinn hefur fengið á síðustu mánuðum. Fleiri þættir taka líka örum breytingum. Það er nefnilega ekki óalgengt að það þurfi afleitar ríkisstjórnir sem komi málum í kaldakol til að breytingar geti orðið, þannig að byggja megi á rústum þess sem var. Frjósöm nefnd í skýrslu þeirri, sem fjármála- ráðherra lagði fyrir Alþingi, um störf 17 manna nefndarinnar varðandi heildarendurskoðun líf- eyrismála, segir á einum stað: „Frjósemi íslenskra kvenna hefur minnkað verulega undanfarna áratugi . . .“ Það hafa sautján- menningarnir helst fyrir sér um frjósemi íslensku kvenþjóðarinn- ar, að fólksfjölgunin hefur minnkað. Afleiðing þessarar minnkunar frjósemi er svo sú að iðgjöld lífeyrissjóðanna munu hækka verulega. Það er í sjálfu sér eðlilegt að nefndin spái í vænt- anlega fólksfjölgun þjóðarinnar, en að afgreiða það með því að frjósemi íslenskra kvenna hafi minnkað, kemur manni undar- lega fyrir sjónir. Hvað um ís- lensku karlana? Gæti ekki verið að frjósemi þeirra hafi minnkað? Eða kemur þetta frjósemi yfir höfuð nokkuð við? Fólk getur betur stjórnað fjölguninni hjá sér en áður og er því ekkert að skjóta börnum í tíma og ótíma út i heim- inn. Það skyldi þó aldrei vera að það hafi haft áhrif á orðalagið að sautjánmenningarnir eru allt saman karlar. Ekki ein einasta kona situr i þessari nefnd. En tal- andi um frjósemi, þá er ekki beint hægt að segja að störf nefndar- innar hafi verið mjög frjósöm, allavega er árangurinn af áratuga vinnu nefndarinnar næsta lítill og afkvæmið sem hún átti að berjá saman enn ófætt. Megum við kannski bíða í níu ár í viðbót áður en fæðingarhríðir frumvarpsins um einn sameiginlegan lífeyris- sjóð allra landsmanna hefjast. r Athugi Fresturmn er a renna út TTUR AF SKAITSKYLDUM TEKJUM AF ATVINNUREKSTRI Fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa tekjur af atvinnurekstri er nú heimilt að draga 40% frá skatt- skyldum tekjum til að leggja í fjárfestingarsjóð. Frádrátturinn er bundinn því skilyrði að helm- ingur fjárfestingarsjóðstillagsins sé lagður inn á bund- inn 6 mánaða reikning fyrir 1. júlí n.k. vegna tekna árs- ins 1984. Ef reikningsárið er annað en almanaksárið skal lagt inn á reikninginn innan 5 mánaða frá lokum reikningsárs. Innstæður á reikningunum eru verðtryggðar sam- kvæmt lánskjaravísitölu og bera sömu vexti og aðrir 6 mánaða reikningar. Reikningsinnstæðum má ráðstafa að loknum 6 mánaða binditíma, en innan 6 ára. Enn er hægt að njóta þeirra skattfríðinda sem að framan er lýst, við álagningu tekjuskatts og eignaskatts á árinu 1985 vegna tekna ársins 1984. Fresturinn að þessu sinni er til 1. júní n.k. Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga eru veittar í sparisjóðsdeildum og hagdeild Landsbankans. LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.