Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 30. maí 1985 21 Jubal 17 sögðuð -þið að ég væri viljalaus? — Jú, það var hann faðir þinn elsku barn og hann vissi ekki betur. Fyrirgefðu honum nú þvi hann er látinn. Auk þess eiga börn að vera viljalaus, en fullorðnir ekki. — Heyrðu mig nú Gústaf, sagði móðirin, Gústaf Klang . . . Þetta var fullt nafn hans og þegar hann heyrði það fann hann aftur sjálfan sig. Öll hlutverk, kóngar og púkar, maestron og fyrirsætan, ruku út í veður og vind og hann var bara sonur móður sinnar. Þá hvíldi hann höfuð sitt á hné móður sinnar og sagði: — Nú vil ég deyja! Ég vil deyja! BÚH 2 Síðan segir orðrétt í yfirlýsing- unni: „Þar sem nú hefur verið felld tillaga frá þremur bæjarfulltrúum um frestun á þessu máli og einnig tillaga um að bæjarstjórn ætli sér að standa við gefnar skuldbinding- ar og fyrir liggur tillaga sem þrír flokkar í bæjarstjórn hafa lýst stuðningi við; tillaga sem felur í sér heimild til bæjarstjóra um samn- ingaviðræður sem miði að sölu á fyrrnefndum eignum til Samherja hf. og fleiri aðila, þá teljum við að með þeirri ákvörðun og málsmeð- ferð felist svo miklar brigður við fyrri yfirlýsingar bæjarstjórnar gagnvart bæjarbúum, að við viljum ekki taka þátt í afgreiðslu þeirra mála á slíkum grundvelli. Mótmæl- um við henni harðlega og undir- strikum mótmæli okkar við slík fá- heyrð vinnubrögð með því að ganga af fundi” Þegar bæjarfulltrúar Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags höfðu yfirgefið fundinn samþykktu full- trúar meirihlutans að heimila bæj- arstjórn að taka upp samningavið- ræður við Samherja hf. og fleiri um sölu á eignum Bæjarútgerðarinnar. Kauptilboð Samherja hf. hljóðar upp á 270 milljónir og 400 þúsund krónur. 200 milljón kr. langtíma- skuldir BÚH mun Samherji taka yfir og eftirstöðvarnar verða greiddar á 10 ára verðtryggðu skuldabréfi. Mun Samherji kaupa fiskiðju- verið, skrifstofuhúsnæðið og togar- ana Apríl og Maí ásamt veiðarfæra- Hótel Isafjörður: Staðan batnað Aðalfundur Hótels ísafjarðar hf. var haldinn 17. maí sl. Á fundinum var gerð grein fyrir fjárhagsstöðu hótelsins, eins og hún er nú að loknum þeim ráðstöf- unum, sem bæjarstjórn ísafjarðar hefur gert til að treysta fjárhags- stöðu þess. Rekstur hótelsins gekk erfiðlega árið 1981, 1982 og fram á árið 1983, en síðan hefur rekstur þess gengið mun betur og skilað rekstraraf- gangi. í skýrslu stjórnarformanns kom fram, að endurskipulag rekstursins hefur gengið mjög vel og fyllsta ástæða sé til að ætla að fyrirtækið geti í framtíðinni staðið við allar skuldbindingar sínar. Bæjarsjóður ísafjarðar hefur aukið hlutafé sitt í hótelinu um 3,5 m/kr og með því fjármagni var greitt úr slæmri stöðu skammtíma- skulda. Rekstrarstaða hótelsins hefur því batnað verulega með endurskipu- lögðum rekstri og auknu hlutafé, þannig að bjartsýni ríkir um fram- tíð rekstursins. Á aðalfundinum voru gerðar breytinar á stjórn hótelsins, þannig að nú er stjórnin skipuð 3 mönnum í stað 5 áður. í stjórn hótelsins voru eftirtaldir aðilar kosnir: Gestur Halldórsson, Sverrir Hestnes og Eggert Jónsson. Á aðalfundinum ríkti eining um málefni félagsins. búnaði. Mun ætlunin að breyta Apríl í frystitogara. Áður hafði bæjarstjórn selt Hval hf. togarann Júní fyrir 115 milljón krónur. Jóhanna 9 Starfsöryggi kvenna í hættu En það er annað mál sem konur verða að taka föstum tökum, það er tölvubyltingin og þau áhrif sem tæknivæðing mun hafa á vinnu- markaðinn hér á komandi árum. Ef konur verða þar ekki á verði þá munum við kalla yfir okkur nýja tegund launamisréttis og aðstöðu- munar í kjörum kvenna og karla í þjóðfélaginu. Það er margt sem bendir til þess að það sé ekki síst starfsöryggi kvenna sem er í hættu vegna tækni- þróunar, ekki síst í mörgum hinum hefðbundnu kvennastörfum vegna þess að störf þeirra og menntunar- val er mun einhæfara og því við- kvæmara fyrir tölvuþróuninni. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa á Alþingi lagt fram frumvarp þess efnis að komið verði á samræmdri og skipulagðri starfsþjálfun og endurmenntun vegna tækniþróun- ar í atvinnulífinu og öllum verði sköpuð skilyrði til að aðlagast tæknivæðingu, einkum í þeim at- vinnugreinum þar sem atvinnuör- yggi starfsmanna er í hættu vegna tæknivæðingar. Forsenda þess að konur í hefð- bundnum kvennastarfsgreinum og ófaglært fólk hafi aðstöðu til að að- Iagast tæknivæðingunni, er að því verði greidd laun meðan á endur- menntun og starfsþjálfun stendur en frumvarp þingmanna Alþýðu- flokksins kveður á um það. Því miður bendir allt til að því máli verði vísað til ríkisstjórnarinnar sem þýðir að enn á að slá á frest að taka á þessu mikla hagsmunamáli sem skipt getur sköpum um jafn- rétti kynjanna í atvinnulífinu og at- vinnuöryggi launafólks. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir í dag sem einungis framtíðin hefur svar við er hvort konur muni verða undir í tækni- byltingunni með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir jafnrétti kynj- anna í atvinnulífinu. En svo verður ef konur halda ekki vöku sinni þá hefur ávinningur jafnréttisbarátt- unnar á undanförnum árum til lítils orðið. STÓRU VERKEFNIN framund- an í jafnréttisbaráttunni eru því einkum að fá hefðbundin kvenna- störf endurmetin — að launamis- munur kynjanna verði leiðréttur á vinnumarkaðinum og að konum verði með endurmenntun og starfs- þjálfun gert kleift að aðlagast tæknivæðingunni með eðlilegum hætti. Nokkra kvennaáratugi í viðbót Þegar litið er til reynslunnar og hve hægt hefur gengið á undan- förnum áratugum að ná fram jafn- rétti og bæta stöðu kvenna, þá er ekki út í bláinn að segja: Ætli við þurfum ekki nokkra kvennaáratugi í viðbót áður en jafnrétti verður náð. Jóhanna Sigurðardóttir. IkAiíilbiiíMi okkar við hið undurfagra eru í algjörum sérflokki og staðsetning þeirra í bænum PESCHIERA skapa óteljandi skemmtilega möguleika. Unnendur sumarhúsa norðar í Evrópu kunna sannarlega að meta aðstöðuna við þetta stærsta og fegursta vatn Ítalíu, 370 km2 meira en fjórum sinnum stærra en Þingvallavatn. Öllum verður ógleymanleg skemmtisigling með viökomu á fjölda staða meöfram ströndinni eða stórkostleg bílferð eftir hinni víðfrægu GARDESANA útsýnishringbraut sem var opnuð 1931 umhverfis vatnið. Þess má geta að GARDAWATN hefur orðið íslenskum skáldum yrkisefni, eins og Jóhanni Sigurjónssyni og Gísla Ásmundssyni. Til Padova um 1 klst. akstur. Til Milano um 1 'h klst. akstur. iiilltlt Til Genova um 3 klst. akstur. Innsbruck Öll aðstaða til sunds, sólbaða og seglabrettasiglinga er hin ákjósanlegasta. Góðirog/^^/V ódýrir veitingastaðir f eru á hverju strái /'£/1 - og diskótek. Lji . Pordoi V /^P.so Costalunga j Carecza A'yl Bolzarii Til Innsbruck um 3/2 klst. akstur llrento . ’eretol |•7iV>7iimV><m>?SÍhiVhVúVhím K_ jlt 11 GARDAVATN ýGarda Bardolino PESCHIERA _ ^ Padova iBergamo Milano Til Feneyja um Vk klst. akstur. A Verona vicenza Feneyjar Verð og upp- lýsingará skrifstofunni Mantova ITil Florenz um 4 klst. akstur. Til Verona um 'h klst. akstur. Florens f Auk margs annars til skemmtunnarerCANEVA-vatnsleik- völlurinn og GARDALAND einn stærsti skemmtigarður Ítalíu í sannkölluðum DISNEY-land-TIVOLÍ stíl, einnig SAFARI-garður með villtum dýrum o.m.fl. SÉRSTAKLEGA HAGSTÆTT VERÐ BKRIÐ SAMAIS OKKAR VKRÐ OG AWARRA Boðið er upp á skoðunarferðir, t.d. til VERONA, skoðun listaverka FLORENSBORGAR og FENEYJA eða ferð til INNSBRUCK í Austurríki, og svo mætti wK lengi telja. j0F*^ferðaskrifstqfanJ ^y/Terra Laugavegi 28. 101 Reykjavik. Simar 2-97-40 og 62-17-40 ®

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.