Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 30. maí 1985 11 Kvennasögus. 8 fær safnið 25.000 kr. fjárveitingu frá ríkinu, sem vitaskuld nægir eng- an veginn til að reka starfsemina. Ef ekki kæmi til fórnfúst hugsjóna- starf Önnu Sigurðardóttir héldi saga okkar áfram að kúra kven- mannslaus í kulda og trekki. Framtíðaráform í 5. grein reglugerðar um Kvenna- sögusafnið segir að safnið sem slíkt megi aldrei leggja niður. Þá er lagt til að safninu verði tryggð framtíð- arvist og starfsskilyrði á vegum Þjóðarbókhlöðu eða skjalasafns og megi fella safnið inn í það safn sem sérdeild með sínu sérheiti. Þeg- ar það hefur verið gert verður Kvennasögusafnið ekki lengur sjálfseignarstofnun, heidur eign ís- lenska ríkisins með sérstökum samningi við stofnendur safnsins eða arftaka þeirra. Fljótt á litið virðist þetta liggja í augum uppi og hljóta allir að vera á einu máli að safnið skuli vera í eigu þjóðarinnar og til húsa í Þjóðar- bókhlöðunni, sem er að rísa þarna á Melunum, steinsnar frá núverandi húsnæði þess. Því er samt ekki að heilsa að málið sé svo einfalt. Er enn mjög óljóst hvort stórhýsið, sem hýsa á ritað mál íslensku þjóð- arinnar, hafi rúm fyrir sögu ís- lenskra kvenna. Er því allt óráðið enn um framtíð Kvennasögusafns- ins. Vinna kvenna í 1100 ár Nú í vor gaf Kvennasögusafnið út bókina „Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár“ eftir Önnu Sigurðardóttur. Þetta er hið veglegasta rit, um 500 síður á lengd, prýtt fjölda mynda. í formála bókarinnar vitnar Anna í sænska rithöfundinn Elin Wágner, en í bók sinni Váckar- klocken, kemst hún svo að orði: „Saga karla og kvenna er samslung- in einsog uppistaða og ívaf í vefn- aði. En svo hefur til tekist að sagan er aðeins gerð úr ívafinu" Og Anna heldur áfram: „Uppi- staða í vef, þó að stundum sjái vart í hana, er að jafnaði úr sterkari þræði en ívafið. Það hlýtur að vera eitthvað annað en gleymska, sem veldur því hversu mjög saga kvenna — hvarvetna í heiminum — hefur verið vanrækt“ í formála bókarinnar segir Anna að saga kvenna birtist yfirleitt að- eins sem leifturmynd eða brotabrot innan um karlasöguna, og einsog i framhjáhlaupi eða bara af því að sagan þarfnast þess svo sem títt er í íslendingasögunum. „Það er ekki auðhlaupið að tína upp öll þessi brot og fella þau saman svo að úr verði heillegir þættir, hvað þá sam- felld saga eða heildaryfirlit, einsog hér hefði þurft að vera þegar um er að ræða vinnu kvenna allt frá upp- hafi íslandsbyggðar“ Síðar í formálanum segir: „Ég vona að þessi samtíningur minn um vinnu kvenna færi mönnum heim sanninn um að hlutur kvenna í þjóðarbúskapnum í 1100 ár er engu minni en hlutur karla, jafnvel þótt ekki sé tekið með í reikninginn ork- an og tíminn við að endurnýja þjóðina og vinnuafl hennar (re- produktion), sem ekki er unnt að skipta milli karla og kvenna, nánar til tekið að ganga með og fæða börn og næra þau á móðurmjólk" Önnur skrif Önnu Nú er langt því frá að Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár sé fyrsta ritverk Önnu. Á titilblaði bókarinn- ar segir að þetta sé annað bindið „Úr veröld kvenna“. í formálanum segir að 1. bindið sé ritsmíð eftir Önnu , sem birtist í bókinni Ljós- mæður á íslandi, og ber heitið: Úr veröld kvenna — Barnsburður. Sagði Anna að hún hefði mikinn hug á að gefa þessa ritsmíð út sér á bók síðar og fyndist henni eðlilegt að barnsburðurinn yrði 1. bindið í ritröðinni Úr veröld kvenna. Einnig sagðist Anna hafa hug á að safna saman öðrum smærri rit- smíðum eftir sig, jafnt á íslensku sem og öðrum tungumálum, sem birst hafa í ýmsum ritum og gefa þær út i einni bók. Það yrði þá lík- lega þriðja bindið í flokknum Úr veröld kvenna. Undanfarin ár hefur Anna safn- að heimildum um nunnuklaustrin á íslandi í kaþólskum sið. Voru tvö slík starfrækt hér. Það var nunnu- klaustur af Benediktsreglu að Kirkjubæ á Síðu, sem var stofnað árið 1186 og annað nunnuklaustur af sömu reglu, sem stofnað var árið 1295 af Jörundi Þorsteinssyni Hólabiskupi, að Reynistað í Skaga- firði. Anna er nú að hefja skráningu sögu þessara klaustra. Sem dæmi um hvernig gengið hefur verið framhjá þessum klaustrum þegar kirkjusaga þjóðarinnar var skráð, má benda á, að í kirkjusögu séra Jóns Helgasonar, biskups, er klaustrið á Reynistað afgreitt með einni setningu. 0—0 Þegar blaðamaður yfirgaf Kvennasögusafnið og steig aftur út í sólina var honum efst í huga, að þarna í tveimur herbergjum á fjórðu hæð í blokk, er varðveitt saga helmings þjóðarinnar í ná- grenni við steinkastalann, sem verið er að reisa yfir skjöl og bækur „hins hlutans". Það er búið að rífa girðinguna í kringum Melavöllinn og sólin glóir á koparklæðningu Þjóðarbókhlöð- unnar, sem á að verja sögu okkar, sem hvorki mölur né ryð fær grand- að. En hver verða afdrif Kvenna- sögusafnsins? Fær það vist í Þjóð- arbókhlöðunni, sem ákveðinn þátt- ur íslenskrar sögu, eða lendir það á vergangi og á allt sitt undir náð fórnfúsra einstaklinga? Sáf. Hjá Kvennasögusafni íslands er nýlega komin út bókin „Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár“ eftir Önnu Sigurðardóttur. Bók þessi er um 500 síður á lengd, ríkulega myndskreytt og skiptist í 23 kafla og þeir síðan í undirkafla. í bókinni er fjallað um hin ýmsu starfssvið kvenna frá upphafi sögu okkar fram á þennan dag. Á bls. 19 er birtur kafli úr bókinni, sem kall- ast Málsvarar vinnúkvenna. I0NDON- REYKJAVIK -á3dögum Vissiröu að vara sem er í London á föstudegi getur hæglega verið komin til Reykjavíkur á mánudegi. Lestum í Ipswich alla föstudaga. HAFSKIP HF. -framtíð fyrir stafni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.