Alþýðublaðið - 30.05.1985, Qupperneq 17

Alþýðublaðið - 30.05.1985, Qupperneq 17
Fimmtudagur 30. maí 1985 17 á götunni og hélt sig vera púka ein- hversstaðar en var jafnframt Sir Jubal, var kallað að baki hans: — Klang! Hann snérist auðvitað ekki á hæli, því það gera Englendingar ekki og auk þess hét hann jú ekki Klang lengur. En aftur var kallað Klang. Og svo stóð farandsalinn, vinur hans, fyrir framan hann með spyrjandi augna- ráð og ávarpaði hann vinalega en feimnislega. — Ert þetta ekki þú Klang? Púkinn náði yfirhöndinni á Sir Jubal. Hann lét skína í allar tenn- urnar með galopið gin einsog hann ætlaði að ná brjósttón úr hvelfingu hauskúpunnar, baulaði hann stutt- aralega: — Nei. Þá þekkti vinurinn hann aftur og hélt sinn veg. Hann var fróður mað- ur, þekkti lifið og mennina og sjálf- an sig utanbókar og varð því hvorki leiður né hissa. En Sir Jubal stóð í þeirri trú: og þegar hann heyrði þessi prð hið innra með sjálfum sér: Áður en haninn hefur galað þrisvar muntu afneita mér“, urðu viðbrögð hann þau sömu og hjá Pétri; hann hvarf inn í húsasund og úthellti bitrum tárum. Þetta voru viðbrögð hans í huganum en púkinn í hjarta hans hló. Eftir þennan dag hló hann stöð- ugt; að slæmu og góðu,að' sorg og skömm, að öllu og öllum. Faðir hans og móðir þekktu Sir Júbal úr blöðunum, en þau fóru aldrei í Óperuna, því þau stóðu í þeirri trú að þar væru bara hestar og tunnugjarðir og þau vildu ekki sjá son sinn í slíkum félagsskap. Sir Jubal var nú stærsti stór- söngvarinn og hann hafði sannan- lega þurft að fórna stórum hluta af sjálfi sínu, en viljinn var enn þá hans. Svo rann upp dagurinn hans! Smágerð stúlka, sem heillaði karla, réðst að balletinum, og Jubal heill- aðist líka. Svo slæm voru álögin að hann spurði hana hvort hann mætti verða hennar (hann átti auðvitað við hvort hún vildi verða hans, en það er bannað að segja). — Þú mátt verða minn, sagði hin fjölkunnuga mær, ef ég fæ . . . — Þú færð allt! svaraði Jubal. Stúlkan tók hann á orðinu og þau giftust. Fyrst kenndi hann henni að syngja og spila; og síðan fékk hún allt sem hún girntist. En þar sem hún var fjölkunnug vildi hún allt sem hann vildi ekki og smásaman hafði hún vilja hans í vasanum. Góðviðrisdag einn gerðist frú Jubal stórsöngkona og hún varð svo stór að þegar áheyrendur köll- uðu Jubal upp, þá áttu þeir við frúna en ekki Sirinn. Jubal þráði að slá aftur í gegn en hann vildi ekki gera það á kostnað frúarinnar og þessvegna varð ekkert úr því. Nafn hans hvarf úr sviðsljósinu og gleymdist. Hinn glaðværi vinahópur sem hafði safnast í kringum Sir Jubal í piparsveinsíbúðinni þyrptist nú í kringum frú Jubal, sem kallaðist einfaldlega Jubal. Enginn virti sirinn viðlits, enginn drakk með honum og vekti hann máls á einhverju hlustaði enginn; það var einsog hann væri ekki til og það var komið fram við frú hans sem hún væri ógefin. Sir Jubal varð einn og einn heim- sótti hann kaffihúsin. Kvöld eitt fór hann þangað í leita að félagsskap. Það skipti hann engu máli við hvern hann lenti á tali, bara að það væri manneskja. Þá rak hann augun í gamla vin- inn sinn farandsalann, sem sat einn og lét sér leiðast, og hann hugsaði: „Þarna er gamli góð Lundberg og hann er manneskja“, og svo gekk hann að borðinu og heilsaði. En þá ummyndaðist andlit vinarins svo að Jubal varð á að spyrja: — Er þetta ekki Lundberg? Jú! — Þekkirðu mig ekki aftur? Jubal? — Nei! — Þekkirðu ekki Klang, gamla vininn þinn? — Nei! Hann er dauður fyrir óralöngu! Þá skyldi Jubal að hann var dauður á vissan hátt og hann hvarf á braut. Daginn eftir yfirgaf hann Óper- una og varð söngkennari með prófessorstitil. Svo ferðaðist hann til framandi landa og dvaldi erlendis í mörg ár. Sorginn og sárindin ullu því að hann eltist fljótt. En honum líkaði það vel, þvi þá var ekki svo langur tími til stefnu. Þrátt fyrir það fannst honum hann ekki eldast nógu fljótt og því fékk hann sér hvíta hárkollu með síðum lokkum. Og honum leið vel með hana, því hann varð óþekkjanlegur, sjálfur átti hann jafnvel erfitt með að þekkja sjálfan sig. Þungstígur og með hendur á baki mjakaðist hann áfram á gangstétt- inni í, þungum þönkum; fólk stóð í þeirri trú að hann leitaði einhvers eða ætti von á einhverjum. Sá sem horfðist í augu við hann sá ekkert blik í þeim; sá sem reyndi að vingast við hann varð þess var að fór undan í flæmingi og svaraði í hálfkæringi. Og hann sagði aldrei „ég“, aldrei „mér finnst“, heldur „svo virðist". Hann hafði glatað sjálfi sínu. Það uppgötvaði hann dag einn þegar hann bjóst til að raka sig. Hann var búinn að löðra andlitið sápu og mundaði hnífinn fyrir framan spegilinn. Hann sá og sá herbergið bakvið sig, en eigið andlit sá hann ekki. Þá opnuðust augu hans fyrir því hvernig málum var komið hjá honum. Og það greip hann sterk löngun að finna aftur sitt eigið sjálf. Besta hluta þess hafði hann gefið eiginkonu sinni, en hún þáði vilja hans, og hann ákvað að leita hana uppi. Þegar hann kom aftur til heima- lands síns og gekk um götur borgar- innar, kannaðist enginn við hann. En tónlistarmaður, sem hafði dval- ist á Ítalíu, sagði stundarhátt á götunni. Þarna fer maestro. Jubal leið strax einsog stóru tón- skáldi. Hann keypti nótnapappír og byrjaði að útsetja tónverk, það er að segja hann teiknaði fullt af Iöng- um og stuttunr nótum á línurnar, nokkrar fyrir fiðlurnar auðvitað, aðrar handa tréblásurunum og rest- ina fyrir brassið. Síðan sendi hann verkið til tónlistarhallarinnar. En enginn gat skilið það því það var ekkert, bara nótur. Svo gerðist það dag nokkurn þegar hann gekk um göturnar, að hann rakst á málara, sem hafði dvalist í París. — Þarna er fyrirsæta, sagði mál- arinn. Jubal heyrði þetta og hélt strax að hann væri fyrirsæta, því hann trúði öllu sem sagt var urn hann, því hann vissi ekki hver hann var. Þegar hann svo minntist konu sinnar, sem hafði fengið sjálfið hans, ákvað hann að heimsækja hana. Það gerði hann líka, en hún hafði gifst aftur, baron í þetta skipt- ið, og farin í langt ferðalag. Þá þreyttist hann á leitinni og einsog allir þreyttir menn greip hann áköf löngun að leita uppruna síns, móður sinnar. Hann vissi að hún var ekkja og bjó í koti upp til fjalla og þangað fór hann. — Þekkirðu mig ekki aftur? spurði hann. — Hvað heitir þú? spurði móð- irin. — Veistu ekki hvað sonur þinn heitir? — Sonur minn hét Klang, en þú heitir Jubal og hann þekki ég ekki. — Hún afneitar mér! — Einsog þú afneitaðir sjálfum þér og móður þinni. — Hversvegna tókuð þið viljann frá mér þegar ég var barn? — Vilja þinn gafstu konu. — Ég varð, annars hefði hún ekki orðið mín. En hversvegna Framh. á bls. 22. IANDCRUISER Þegar talað er um torfærubíla kemur nafnið á Land Cruiser einna fyrst upp í huga manna. Nú er kominn nýr Land Cruiser með nútímalegra útlit, nýrri léttari og aflmeiri vél, bættum fjöðrunarbún- aði og vandaðri innréttingu. Betri bíll, meira öryggi, aukin þægindi. Sérhver Land Cruiser er þeim kostum búinn að hann uppfyllir ströngustu kröfur hvers og eins. Ávegi jafnt sem vegleysum og við öll veðurskilyrði hefur Land Cruiser sýnt og sannað að hann stenst öðrum fremur íslenskar aðstæður. Láttu ekki Land Cruiser fram hjá þér fara, því þú gerir góð kaup — það sannar reynslan. EEYNSIA! TOYOTA Nýbýlavegi 8 200 Kópavogi S. 91-44144

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.