Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 30. ma( 1985 9 Jóhanna Sigurðardóttir: Betur má ef duga skal í lok kvennaáratugar er eðlilegt að staldrað sé við og hugað að því hvað hafi áunnist í jafnréttisbarátt- unni og bættri stöðu kvenna í þjóð- félginu sl. 10 ár. Úttekt á kvennaáratugi. Eitt af meginviðfangsefnum samstarfshóps 23 félagasamtaka sem stofnaður hefur verið — „ 85- nefndin”, samstarfsnefnd um lok kvennaáratugarins, er einmitt að gera úttekt á kvennaáratugnum, en hugmyndin er að gefa út bók síðar á þessu ári um stöðu kvenna í upp- hafi og lok kvennaáratugarins. Til- gangurinn með útgáfu þessarar bókar er að leggja mat á hver árang- urinn hafi orðið og hvert hafi mið- að í jafnréttismálum til að bæta stöðu konunnar í íslensku þjóðfé- lagi á þessum kvennaáratug. Auk þess er tilgangurinn að niðurstaða þessarar úttektar geti orðið grunnur að stefnumótun varðandi framtíð- ina — og hvar áhersluatriðin eigi helst að liggja varðandi stefnumót- un og forgangsverkefni á sviði jafn- réttismála á komandi árum. Þessi úttekt mun ná til eftirtal- inna þátta: 1. Löggjöf. 2. Menntun — breyting á námsvali o.n. 3. Atvinnuþátttaka, starfsval kvenna. 4. Launamál. 5. Konur í forystustörfum — hvaða breytingar hafa orðið á forystu- störfum — í stjórnmálum — í verkalýðshreyfingunni — í fé- lagasamtökum. 6. Félagsleg staða, svo sem lífeyris- mál, skattamál, dagvistarmál, staða heimavinnandi fólks o.fl. 7. Heilbrigðismál kvenna — at- vinnusjúkdómar. 8. Menningarmál — leiklist, bók- menntir, myndlist, tónlist. Þó ljóst sé að á kvennaáratugn- um hafi nokkuð þokað til að bæta stöðu kvenna í íslensku þjóðfélagi, þá tel ég að þessi úttekt muni leiða í ljós að árangurinn er minni heldur en margir gerðu sér vonir um í upp- hafi kvennaáratugarins. Kvennafrí- dagurinn 1975 var ævintýri líkastur og verður lengi í minnum hafður, enda vakti hann athygli langt út fyr- ir landsteinana. Ég hygg að aldrei áður hafi konur sýnt jafnbreiða og víðtæka samstöðu eða komið því með eftirminnilegri hætti til skila hvers virði vinnuframlag þeirra er þjóðarbúinu. En þeirri vakningu sem þá varð var aldrei fylgt nægjan- lega eftir og því hefur árangurinn ekki orðið sem skyldi. Hlutur kvenna í stjórn- málum Víða má þó sjá að áfram miðar og vil ég í því sambandi nefna þrjú atriði, þar sem benda má á árangur. í fyrsta lagi þá er ljóst að á þess- um kvennaáratug hafa konur aukið hlut sinn verulega í stjórnmálum, bæði á vettvangi sveitarstjórna og Alþingis og hafa gert sig mjög gild- andi í allri ákvarðanatöku á þeim vettvangi. Ég tel að sú þróun sé mjög jákvæð, enda eðlilegt að við- horf kvenna séu meira mótandi í mikilvægum ákvarðanatökum sem máli skipta fyrir framtíð og velferð þjóðarinnar. En vissulega má þar gera betur ef duga skal og konur innan Alþýðuflokksins eru stað- ráðnar í því að láta ekki hlut sinn liggja eftir í því máli og munu því af krafti vinna að því að auka hlut sinn á vettvangi stjórnmálanna á kom- andi árum. Það er líka ekki síður mikilvægt að konur auki hlut sinn í stéttarfé- lögum og samtökum launafólks og geri sig þar meira gildandi og vissu- lega má sjá á þessum kvennaáratug jákvæða þróun í þá átt. Menntun kvenna í öðru lagi vil ég nefna menntun- armál kvenna á þessum kvennaára- tug. Þar hefur orðið bylting — kon- ur hafa nánast tekið menntakerfið með áhlaupi á kvennaáratugnum. Þó segja megi að námsval kvenna sé enn mun einhæfara en karla, þá hefur menntun kvenna aukist svo mjög á þessum kvennaáratug, að tala má um byltingu í því sambandi, eins og eftirfarandi tölur gefa glöggt dæmi um: A árinu 1969—1970 tóku 18 kon- ur lokapróf frá Háskóla íslands og 100 karlar og voru konur 15.3% þeirra sem lokapróf tóku en karlar 84.7%. Á árunum 1983—1984 tóku 194 konur lokapróf frá Háskóla ís- lands en karlar 231. Hlutur kvenna var þá 45.6% en karla 54.4%. Á ár- inu 1984 útskrifuðust 1484stúdent- ar, þar af voru konur 880 og karlar 604. Þessi ánægjulega þróun sem orð- ið hefur í menntun mun tvímæla- laust skila sér í auknum hlut kvenna á vinnumarkaðinum, í stjórnunar- störfum og allri ákvarðanatöku í þjóðfélaginu á komandi árum. Staða heimavinnandi Ég vil líka benda á stöðu heima- vinnandi kvenna. Þó árangurinn' þar sé ekki eins áþreifanlegur eins og varðandi stjórnmálaþátttöku um menntun kvenna, þá er engu að síður ljóst að á undanförnum 2—3 árum er að vakna aukinn skilningur og umræða á stöðu heimavinnandi fólks. Það hefur löngúm þótt sjálf- sagt að þessi störf væru innt af hendi án endurgjalds og ýmissa fé- lagslegra réttinda sem öðrum þykja sjálfsögð, svo sem í lífeyrismálum o.fl. Þetta réttindaleysi heimavinn- andi fólks hefur mikið verið í um- ræðunni að undanförnu, meðal annars á vettvangi Alþingis. Hefur Alþýðuflokkurinn þar lagt fram til- lögur um hvernig tryggja eigi rétt- indi heimavinnandi fólks t.d. í líf- eyris-, trygginga- og skattamálum svo og að starfsreynsla við heimilis- störf verði eðlilega metin á vinnu- markaðinum. Ég bendi einnig á þingsályktun- artillögu sem liggur fyrir Alþingi frá þingmönnum Alþýðuflokksins um að kosin verði sérstök nefnd sem hafi það verkefni að meta þjóð- hagslegt gildi heimilisstarfa og gera úttekt á hvernig félagslegum rétt- indum og mati á heimilisstörfum er háttað samanborið við önnur störf í þjóðfélaginu. Það er rhitt mat að sú umræða sem orðið hefur og sá skilningur sem er að vakna á því réttindaleysi sem heimavinnandi fólk hefur þurft að búa við muni skila árangri í að bæta stöðu heima- vinnandi fólks kannske fyrr en okk- ur órar fyrir. Launamálin Það dapurlegasta við kvennaára' tuginn er að lítið hefur þokað í að leiðrétta þann launamismun, sem er milli kynjanna. Baráttan fyrir launajafnrétti kynjanna hefur að mínu mati litlum árangri skilað á þessum kvennaáratug. Árangurinn að því er launajafnrétti varðar var áþreifanlegri og meiri á áratugnum 1960—1970. Þá unnu konur áfangasigra í baráttunni fyrir launajafnrétti kvenna og karla því að með lögum var viðurkennt laga- legt jafnrétti kvenna og karla til launa og kauptaxtarnir leiðréttir samkvæmt því. Því miður reyndist sá sigur skammvinnur því að fljót- lega eftir að sá sigur var unninn, þá breytti launamisréttið um mynd og fór jafnt og þétt að koma fram í duldum greiðslum, fríðindum og kaupaukum sem runnu fremur til karla en kvenna. Allar þær úttektir sem gerðar hafa verið á launamis- mun kvenna og karla sýna glöggt að lítt þokar og ekki út í bláinn að tala um stöðnun að því er varðar að leið- rétta launamismun kvenna og karla á þessum áratug. Ljóst er því að konur hafa ekki fylgt nægilega eftir þeim árangri sem náðist á áratugn- um 1960—1970 og að þær hafi treyst um of á að með lagasetningu og launajafnrétti kynjanna væri árangurinn í höfn. Margt bendir þó til að á undanförnum 2—3 árum sé á ný að vakna upp sá baráttuhugur hjá konum sem nauðsynlegur er til að knýja á um launajafnrétti kvenna og karla. Ég minni á stofn- un Framkvæmdanefndar um launamál kvenna, sem eru þverpóli- tísk samtök k enna í stjórnmála- flokkum og ýmsum kvennasamtök- um, en verkefni þeirrar nefndar er að vinna að því að koma í veg fyrir launamisrétti kynjanna. Stofnun Samtaka kvenna á vinnumarkaðin- um er líka dæmi um að konur ætla ekki að láta staðar numið í barátt- unni fyrir jafnrétti kynjanna, ekki síst í launamálum. r á/jutn- ingaþörf flestra fynrtæKja oy linga. VZDA E 2000 og 2200 rúmgoðir og þæg gmismunandi útgáfum: arþoli. Þe'^Stsendlbilar með gluggum og To ; 6 manns. onno cc bensínvél eða eru fáanlegir með 2000 cc n 0 cc dieselvél. « samband v» sölumenn okkar, * veita lega allai nánaii upplys'nga1- /ningarbíU á staðnum. _ ^ pið laugardagjra^l^______________ „ nw4u°r maji BÍLABORGHF ' Smiðshðtða 23. Simi 812 99 Framh. á bls. 21

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.