Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 30. maí 1985 13 Það er hœgt að leysa viðskiptahallann: Með þvi að kaupa íslenskt Fyrir skömmu efndi verslunin Hagkaup til svokallaðra íslenskra daga þar sem lögð var áhersla á ís- lenska framleiðslu. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Árnasyni sölustjóra i Hagkaupum gekk þessi iðnkynning vel; Hagkaup höfðu sett sér það markmið að 150 þús- und íslendingar kæmu til kynning- arinnar, en lokaniðurstaðan varð sú að hvorki fleiri né færri en 189 þús- und manns létu sjá sig. Síðan sagði Gunnar í þessu sam- bandi: „Við útbjuggum sérstaklega það sem við kölluðum „íslenska inn- kaupakörfu" með 13 íslenskum vörum og fylgdumst með söluþró- un hennar á sýningunni o§ miðuð- um við það sem áður var. Utkoman var stórkostleg, því á þessum hálfa mánuði sem iðnkynningin stóð varð söluaukningin á þessari ís- lensku innkaupakörfu um 60%. Strax í upphafi iðnkynningarinn- ar veittum við iðnframieiðendun- um vissar ábendingar varðandi sölumál og þessi niðurstaða, um 60% aukning vegna iðnkynningar- innar Hagkaup á heimavelli, sannar svo ekki verður um villst að ábend- ingar okkar voru réttar. I rauninni er þetta samstarf okk- ar við íslenskan iðnað alveg lýsandi dæmi um það hvað hægt er að ná miklum árangri ef vilji er fyrir hendi. Söluaukning á íslenskum iðnvörum hér innanlands hefur líka margháttuð áhrif til góðs fyrir efnahagslíf okkar. Þetta er oftast að mestu leyti alíslensk verðmæta- sköpun sem þýðir auðvitað atvinnu fyrir okkur Islendinga sjálfa. Auk þess er þetta í mörgum til- vikum algjör gjaldeyrissparnaður og stuðlar þannig að lausn megin- vandamála íslensku þjóðarinnar á ■4» efnahagssviðinu núna, sem er gjaldeyrisöflun og gjaldeyrissparn- aður“ Að lokum sagðist Gunnar Árna- son sérstaklega vilja benda á, að hefði íslensk iðnvara sömu mark- aðshlutdeild og iðnaður nágranna- ríkja okkar hefði í heimalöndum sínum, þá myndi áætlaður við- skiptahalli íslensku þjóðarinnar uppá 4,7 milljarða króna á þessu ári, einfaldlega sléttast út. BÚNAÐARBANKINN OG LANDSBANKINN KYNNA SAMSTARF UM REKSTUR AfgrpjÁQh itapkji im i I,jy ^»1 verður komið fyrir í áföngum á ýmsum stöðum á landinu í sumar og haust. Þau lengja afgreiðslutímann og verða viðskiptamönnum beggja bankanna til flýtis oq haqræðis. í HRAÐBANKANUM munu viðskiptavinir Búnaðarbankans og Landsbankans hafa aðgang að sparisjóðs- og tékkareikningum sínum á sama afgreiðslustað, en í þessum tveimur stærstu bönkum landsins er um 65% af innlánsfé viöskiptabankanna varöveitt. HRAÐBANKANUM Sjálfsafgreiðsla í eftirfarandi bankaþjónustu: ★ úttektar af bankareikningi ★ innborgunar á bankareikning ★ millifærslu milli bankareikninga ★ greiðslu á reikningum með peningum eða ávísun ★ greiðslu á reikningum með millifærslu af eigin bankareikningi ★ upplýsinga um stöðu bankareiknings ná til

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.