Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 30. maí 1985 Aukin samkeppni innlánsstofnana Rœtt við Brynjólf Helgason, framkvœmdastjóra markaðssviðs Landsbanka Íslands Hjá Landsbanka íslands hittum við Brynjólf Helgason, fram- kvæmdastjóra markaðssviðs og inntum hann eftir því, hvað væri efst á baugi hjá Landsbankanum um þessar mundir. „Efst á baugi hjá Landsbankan- um er nú margt“ sagði Brynjólfur, „en ætli ég nefni ekki sérstaklega núna hina auknu samkeppni inn- lánsstofnananna, sem stafar af auknu frelsi í vaxtamálum, auk þeirra tæknibreytinga, sem fram- undan eru. Það athyglisverða við tæknibreytingarnar — og það er reyndar alþjóðleg þróun — er að þær munu orsaka ógreinilegri mörk á milli bankastofnana annars vegar og annarra fjármálastofnana hins vegar. Jafnvel munu þær ganga svo langt að ekki verða glögg mörk á milli banka og upplýsingafyrir- tækja, t. d. á tölvu- og fjarskipta- sviði. Miklar tæknibreytingar hafa átt sér stað í bankarekstri undanfarin ár, en fyrirséð er nú að þær munu margfaldast á næstu árum. Eins og ég sagði áðan, hefur þetta gerst um heim allan, en núna erum við ís- lendingar orðnir þátttakendur í þessu. Við hér í Landsbankanunt erum t. d. að fá svokallaðan Reuter- skerm inní erlendu viðskiptin. Þetta er upplýsingaskjár, sem veitir samstundis nýjustu upplýsingar um gengi erlendra mynta, alþjóðlegar vaxtabreytingar og reyndar flestar aðrar hreyfingar á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. Þessi aukna tækni veitir svo að sjálfsögðu alla möguleika á bættri þjónustu bank- ans við viðskiptavini sína. Annað mál er einnig ofarlega á baugi hér hjá okkur í bankanum og tengist almenningi mikið, en það er svokallað vaxtafrelsi. Þegar vaxta- frelsið kom til sögunnar á síðasta ári urðu bankarnir skyndilega mjög áberandi í auglýsingum. Þetta er eðlilegt, vegna fjölda nýrra sparn- aðarforma, sem almenningi bauðst þá skyndilega. Gæta þarf þess þó mjög vel, að upplýsingar séu ekki beinlínis villandi. í Landsbankan- um er lögð áhersla á það, að starfs- fólk okkar á öllum afgreiðslustöð- um bankans um allt land, geti um- svifalaust veitt fyllstu upplýsingar um allar þær sparnaðarleiðir, sem bjóðast hverju sinni. Að lokum má svo benda á, að aukin samkeppni er nú á milli verð- bréfasala og snertir það einnig að einhverju leyti samkeppni við inn- r V ratnsd læli 1 ir Nýkomnar vatnsdælur á verði _ sem vekur athygli > Lada .... kr.975.- Ford Fiesta ... kr. 1170.- M. Benz .... kr. 975.- Fiat 127 .... kr.1170.- Ford Escord . ...kr. 975.- Fiat 132 ... kr. 1170.- Datsun 140-180 .... .... kr. 975.- Toyota Corolla ... ... kr. 1170.- M. Benz 180 .... kr. 975.- Mazda 626-929 ... ... kr. 1170.- Simca 1307 . ...kr. 975.- BMW316 ... kr. 1170.- Isuzu 1800 .... kr. 975.- Volvo B 20-21 ... ... kr. 1170.- Colt .... kr. 975.- Golf ... kr. 1170.- Cortina 16-2000 .... .... kr. 975.- Opel Record .... ... kr. 1170.- Mazda 323 .... kr. 975.- Audi 100 ... kr. 1170.- Saab 96 .... kr. 975.- Corolla 20 ... kr. 1170.- Datsun Sunny .... kr. 975.- Cevette ... kr. 1170.- Honda Ascona .... .... kr. 975.- Renault 4-6 ... kr. 1170.- Honda Civic .... kr. 975.- Mazda 323 ‘81 ... ... kr. 1170.- Cortina 1300 .... kr. 975.- Charmant ... kr. 1170.- Peugeot 505 ... kr. 1170.- Opel Record .... ... kr. 1410.- Og fleiri gerðir. Póstsendum L Givarahlutir ^ Hamarshöffta 1 Hamarshöfða 1 Simar 36510 og 83744 J lánsstofnanir. Enn vantar allar regl- ur um þessi viðskipti, en þær eru í undirbúningi. Einstaklingar, sem skipta við verðbréfasala, taka þó í mörgum tilvikum meiri áhættu, heldur en í viðskiptum við banka- kerfið og fá af þeim sökum stund- um meiri ávöxtun fjár sínsý sagði Brynjólfur Helgason. Magnús Marísson skrifar: r A krossgötum Menn eru dálítið ruglaðir í rím- inu þessa dagana h\að framtíð reksturs þjóðfélagsins varðar. Við höfum það ekki alveg á hreinu hvert við eigum að halda í næstu framtíð. Spor fortíðarinnar hræða og vegur- inn þaðan er varðaður risavöxnum fjárfestingarmistökum sem orðið hafa til vegna blindrar trúar á mið- stýringu og forsjárhyggju ásamt því að heilbrigð skynsemi var lögð til hliðar. Það er eins og eitthvert náttúru- lögmál fari í gang þegar við aðhöf- umst eitthvað og þróunin verður óstöðvandi um langt árabil þar til eitthvað gerist sem stöðvar gang mála og er þá oftast um raunveru- legt náttúrulögmál að ræða í því til- felli. Þessi sorgarsaga er flestum kunn þótt enn séum við ekki farnir að draga nægan lærdóm af henni. Það er líka meiriháttar harmsaga að eftir nokkur bestu aflaár Is- landssögunnar þá skulum við vera í þeirri stöðu að meira en annar hver fiskur upp úr sjó fer í greiðslur af erlendum lánum. Auðvitað væri það í lagi ef þessar lántökur hefðu nýttst til arðbærra starfsgreina en því miður er því ekki að heilsa. Ut um allt standa „pýramídar heimsk- unnar” engum til gagns en flestum til ama og þá sérstaklega þeim sem nú verða að draga fram lífið á þeim Iúsarlaunum sem í boði eru á með- an verið er að borga upp þessi minnismerki sem „faróar vorir” hafa látið reisa sér til dýrðar. En þetta er fortíðin og henni verður ekki breytt, fortíðina er ekki hægt að afmá. Við verðum að lifa með henni njóta hennar eða gjalda eftir því sem verkast vill. Sennilega eru þetta óhjákvæmilegir vaxtar- verkir þjóðar sem er að stíga sín fyrstu skref frjáls og óháð eftir aldalanga áþján sögunnar. Nú tala menn um bætta starfs- háttu, nýjar atvinnugreinar og huga að framúrstefnutækni og er það vel. Að vísu á það eftir að sýna sig hvort sú „naflaskoðun” sem ráða- menn iðka þessa dagana skilar arði eða eykur aðeins óhamingju okkar í efnahagsmálunum. Þótt gott sé að hugsa um framtíð- aratvinnugreinar og framúrstefnu- tækni þá mega ekki gömlu atvinnu- greinarnar falla i skuggann af því sem kannski verður aldrei neitt. Þrátt fyrir allt eru það nú gömlu greinarnar sem halda öllu á floti enn um sinn. Vaxtarmöguleikar atvinnuveg- anna byggjast á því að nýta sem mest og best alla þá möguleika sem núverandi atvinnugreinar gefa ásamt því að stuðla að aukinni hag- kvæmni í rekstri þeirra. Bráðnauð- synlegt er að við séum vakandi fyrir öllum nýjungum sem geta orðið stoðir í nýsköpun heilbrigðs arð- bærs atvinnulífs. Þegar undirstöð- ur gjaldeyrisöflunar okkar eru traustar þá munu þjónustugrein- arnar fylgja í kjölfarið og auka fjöl- breytni atvinnulífsins. Því fleiri og stykari stoðir sem styðja atvinnulíf okkar því minni hætta er á hag- sveiflum eins og við höfum orðið að þola á undanförnum árum. Öflugur atvinnurekstur í sjávar- útvegi, landbúnaði, iðnaði, verslun og þjónustu ásamt stóriðju er það sem við þurfum og til viðbótar þessu koma svo nýjar greinar í framtíðinni. Engin ein þessara greina má drabbast niður ef vel á að fara. Breytingar verða ekki af sjálfu sér og það verður hvorki átaka- né sársaukalaust að snúa frá þeirri „landauðnarstefnu” sem rekin hef- ur verið undanfarna áratugi. Þarna erum við líklega komin að viðkvæmasta þætti þessa máls. Hættunni á atvinnuleysi, því er alls ekki að leyna að allar skipulags- breytingar og öll hagræðing bjóða upp á hættu á atvinnuleysi ef ekki er samhliða breytingunum komið upp öðrum atvinnugreinum þar sem umfram vinnuafl úr gömlu greinunum getur leitað í. Þess vegna verður afdráttarlaust að sjá til þess að upp rísi nýjar atvinnu- greinar samhliða því að rekstur þeirra gömlu er bættur. Mun þá tregða manna við að hætta rekstri sem er ekki arðbær lengur minnka og vinnuaflið Ieita þangað sem betri kjör bjóðast. Við eigum ekki annars úrkosta en að fara að taka til höndum við að endurskipuleggja og bæta rekstur þeirra atvinnugreina sem fyrir eru. Við getum ekki lengur neitað að horfast í augu við raunveruleikann það er ekki lengur hægt að halda uppi atvinnurekstri sem alls ekki ber sig og nota til þess rándýrt er- lent lánsfjármagn. Því fyrr sem við áttum okkur á þessu því betra. Annars er tómt mál að vera að tala um þessa hluti á meðan „póli- tískir lénsherrar” kerfisins skipta með sér verkum við að deila út og suður því fjármagni sem til er og líka því sem ekki er til. Það verða engar breytingar fyrr en látið verður af þeirri blindu hagsmunavörs)u um það sem var, en er ekki lengur til. Samtryggingu hins steinrunna kerfis verður að rjúfa. Því miður verður það að segjast að lítil von er um að þetta breytist í næstu framtíð. Fulltrúar fortíðar- innar ráða nú lögum og lofum og þeir munu ekki sleppa sínum feng svo auðveldlega. Er þá enginn millivegur? Jú. Það hlýtur að vera til einhver millivegur. Valið getur ekki bara staðið á milli „sósíalisma andskotans” og hömlulausrar frjálshyggju. Mönnum er nú tíðrætt um sam- ráð og þjóðarsátt um þessar mundir og er það vel. Við skulum bara vona að örlög þessara orða verði ekki þau sömu og „frasans” um að lagfæra lægstu launin sem svo aldrei er gert. Þjóðarsátt er meira en orðin tóm. Hún snýst ekki bara um hjal nokk- urra hálaunamanna um það hvern- ig megi fá Iýðinn til að sætta sig við að honum sé skömmtuð einhver hungurlús til þess að hann haldi sér saman í bili. Þjóðarsátt er annað og meira en það. Hún snýst um réttlæti í tekju- skiptingu, hún snýst um það að sumir séu ekki jafnari en aðrir við hlunnindaborðið. Hún snýst um það að menn geti lifað mannsæm- andi lífi án þess að þurfa að vinna eins og skepnur nótt sem nýtan dag til þess að hafa í sig og á. Þjóðarsátt verður aldrei komið á með kjaftæði einu. Hún næst að- eins með því að hér séu starfræktir öflugir arðbærir atvinnuvegir og afrakstri þeirrá skipt af fyllsta rétt- læti og ekkert dregið undan í þeirri skiptingu. Þá fyrst ríkir hér alvöru þjóðarsátt. EFTIRVAGM Meö hjólhýsi tjaldvagn eöa kerru í eftirdragi þurfa ökumenn aö sýna sérstaka aögát og prúömennsku. Hugs- andi menn tengja aft- urljósabúnað bílsins í vagninn, hafa góöa spegla á báðum hlið- um, og glitmerki áeftir- vagninum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.