Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 18. desember 1986 Viljum ekki svona hrika- legan virðisaukaskatt Þmgræða ^óns Ba\óv\ns H ann\ba\ssonav Herra forseti. Vegna ummæla hæstvirts fjármálaráöherra á þá leið aö þrír stjórnmálaflokkar hafi lýst yfir stuðningi við tillögur um virðisaukaskatt vil ég taka það fram strax í upphafi máls míns að þingflokkur Alþýðuflokksins styð- ur ekki þetta frumvarp. Ég hef líka ástæðu til að ætla að því fari fjarri að stuðningur við þetta frumvarp sé víðtækur innan raða stjórnarflokkanna. Þannig hef ég t.d. ástæðu til að ætla að þeir þingmenn séu allnokkrir í þing- flokki Framsóknarflokksins sem geta ekki sætt sig við mörg veiga- mikil ákvæði í þessu frumvarpi og ég hef reyndar efasemdir um það, þó að ekki séu þær rökstuddar, að það sé ekki einhugur um þessar hugmyndir í þingflokki Sjálfstæð- isflokksins. í því efni vek ég sérstaklega athygli á því að innan raða at- vinnurekenda, einkum þeirra sem eru í forsvari fyrir minni þjónustufyrirtækjum, er veru- legur uggur um það hvaða áhrif þetta frumvarp, ef til framkvæmda kæmi, hefði á þær atvinnugreinar. Þetta segi ég strax til þess að taka af allan vafa um afstöðu okkar þingflokks vegna þess að hitt er rétt, að við erum opnir til viðræðna við aðra stjórnmálaflokka um það að taka upp virðisaukaskatt sem slíkan, sem hefur út af fyrir sig nokkra kosti umfram það söluskattskerfi sem við höfum þekkt á undanförnum árum, en þá því aðeins að sú löggjöf fullnægi mjög ströngum skil- yrðum. Úr því sem komið er teljum við eðlilegast að endurskoðun skatta- kerfisins, sem auðvitað er löngu tímabær, verði tekin upp í heild sinni á vegum nýrrar ríkisstjórnar. Alla vega sýnist mér auðsætt að úr því sem komið er verði það ekki á valdi þessa þings að ná þeirri æski- legu samstöðu um þessa heildar- endurskoðun sem út af fyrir sig er ef ekki forsenda þá a.m.k. veiga- mikill þáttur í því að taka upp svo róttækar breytingar á skattalög- gjöfinni í heild. Endurskoða þarf lög um tekju- og eignaskatt í því efni bendi ég sérstaklega á að það eru augljós rök fyrir því að endurskoða saman lög um tekju- og eignarskatt og um virðisaukaskatt. Vegna þess að það mun ráða all- nokkru um það, hversu langt við viljum ganga í að aflétta tekjuskatti af launum, hvort ríkisvaldið bætir sér upp tekjumissi sinn við það, með því að halda í allt of háa sölu- skatts- eða virðisaukaprósentu eða ekki. M.ö.o.: Ef ríkisvaldið við upp- töku virðisaukaskatts vill leiða í lög ákveðnar aðgerðir til tekjujöfnun- ar, sem óhjákvæmilegt virðist að gera, hefur það mikil áhrif á það, í hvaða átt tekjuskattsbreytingin verður. Aflétting tekjuskatts af launum með því að hækka skatt- frelsismörk í tekjuskatti mjög veru- lega er auðvitað partur af þeirri tekjujöfnun sem ella þyrfti að grípa til við upptöku virðisaukaskatts. Þess vegna er erfitt að taka afstöðu til annars þáttarins eins út af fyrir sig. Ef spurt er hvers vegna Al- þýðuflokkurinn er andvígur þessu frumvarpi er rétt að tí- unda þau rök í stuttu máli: í fyrsta lagi: Prósentuálagn- ingin, sem gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi, er allt of há. Það eitt út af fyrir sig veldur því að frumvarpið er með öllu óaðgengilegt. Þessi háa prósenta hefur verðhækkun- aráhrif sem leiða til hliðarráð- stafana og það er önnur meg- inröksemdin: Þær hliðarráð- stafanir, sem gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi að grípa til, þar sem aðalatriðið er meiri háttar niðurgreiðslur á hefð- bundnum landbúnaðarafurð- um, eru með öllu óaðgengileg- ar fyrir þingflokk Alþýðu- flokksins. Við munum undir engum kringumstæðum fall- ast á þær. Skattprósentan allt of há Lítum aðeins nánar á fyrstu rök- semdina, að skattprósentan sé allt of há, 24%. Rökin fyrir þvi að hverfa frá núverandi söluskatts- kerfi eru mörg. Menn segja í fyrsta lagi: Söluskattskerfið er ónýtt vegna þess hve undanþágum hefur verið fjölgað óhóflega á undan- gengnum árum. Þar af leiðandi er eftirlit allt í molum. Og menn eru yfirleitt á einu máli um það að sölu- skattsundandráttur sé mjög veru- legur. En einmitt vegna þess, hve undanþágusviðið er vítt, hefur skattprósentan sjálf farið síhækk- andi og er nú 25%. Ef ætlunin er að reyna að ná einhverju samkomulagi um upptöku virðisaukaskatts verður ein meginforsendan að vera sú, þegar menn taka upp virðisaukaskatt og eru þar með að útrýma undanþágum og víkka út skattskyldusviðið, að skattálagningarprósentan lækki mjög verulega. Ef ríkis- valdið ætlar sér að taka af heildarneyslu sömu tekjur og áður voru í söluskattskerfinu segir það sig sjálft að við upp- töku virðisaukaskatts eða undanþágulauss söluskatts mundi verðlag á þeim vörum, sem áður voru undanþegnar skatti, hækka. En þá verður verðlag á þeim vörum, sem áð- ur báru hina háu álagningar- prósentu að lækka að sama skapi. Niðurstaðan er því sú að ef ríkisvaldið ætlar sér ekki að auka heildarskatthejmtu af þessu tilefni ættu heildarverð- hækkunaráhrifin að vera raunverulega á núlli. Þetta frumvarp gerir ráð fyrir því að þurfa að taka 20,9% í virðis- aukaskatti, þrátt fyrir víkkun skatt- sviðsins og afnám undanþága, til þess að halda óbreyttum tekjum. Og því næst er gert ráð fyrir því að auka tekjur ríkissjóðs mjög veru- lega, á þriðja milljarð, með því að halda prósentunni uppi í 24% og þessum hálfum þriðja milljarði á síðan að verja til niðurgreiðslna og annarra tekjujafnandi aðgerða. Ef ekki er hægt að ná betri árangri en þetta við upptöku virðis- aukaskatts spyr maður sjálfan sig: Þrátt fyrir þær fræðilegu röksemd- ir, sem beita má virðisaukaskatti til • stuðnings, umfram núverandi sölu- skattskerfi, duga þær ekki ef við vegum og metum saman annars vegar þær fræðilegu röksemdir um það að virðisaukaskattur á að vera hlutlaus gagnvart atvinnurekstri, virðisaukaskattur á að vera örugg- ari í innheimtu þrátt fyrir allt, þær duga ekki út af fyrir sig til þess að vega upp á móti þeim alvarlegu göllum sem í því felast að skatt- prósentan er svona há. Það eitt að skattprósenta á neysluskatta er svona há hvet- ur nefnilega mjög eindregið til skattundandráttar. Það er rétt, sem fram kemur aftarlega í greinargerð með þessum skatti, að menn mega undir engum kringumstæðum ýkja þau rök að virðisaukaskattur- inn sé sjálfleiðréttandi í inn- heimtu. Það er hann ekki. Það verður mjög erfitt, ef menn ætla að taka þetta skattkerfi upp, að ætla að hverfa frá því innan skamms tíma, ef reynál- an verður slæm. Við leggjum þess vegna megin- áherslu á það að virðisaukaskatts- prósentan, sem hér er Iagt til að tek- in verði upp, er allt of há. Við erum hér auðvitað að gera samanburð annars vegar á meingölluðu sölu- skattskerfi, með mörgum undan- þágum, sem við þekkjum og hins vegar á þessu nýja kerfi. Og þá er sjálfgefið að upp vakni spurningin: Er þá kannske eftir allt saman betra að gera rótttækar breytingar á óbreyttu söluskattskerfi, ef hægt er að ná þeim markmiðum að sölu- skattsprósentan verði miklum mun lægri fyrir vikið? Af þessu tilefni langar mig til þess að rifja upp fyrir hæstvirtum þingmanni eftirfar- andi: í svörum þáverandi hæstvirts fjármálaráðherra við fyrirspurnum mínum á Alþingi 6. nóv. 1984, þar sem spurt var um tekjuauka rikis- sjóðs ef undanþágur frá söluskatti yrðu afnumdar og hversu mikið mætti lækka núverandi söluskatts- álagningu miðað við að ríkissjóður héldi óbreyttum tekjum af sölu- skatti, komu fram eftirfarandi upp- lýsingar samkvæmt þingtíðindum. Ef miðað var við að allar vörur aðrar en endursöluvör- ur, hráefni, útflutningsvörur og þjónusta, yrðu söluskatts- skyld, mundu tekjur ríkissjóðs af söluskatti lauslega áætlað tvöfaldast. Brúttótekjuauki ríkissjóðs hefði samkvæmt upplýsingum fjármála- ráðuneytisins orðið nálægt 9 mill- jörðum kr. á haustverðlagi ársins 1985 miðað við forsendur fjárlaga- frumvarps og miðað við það að ekkert af þessum tekjuauka rynni í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Ef gert var ráð fyrir að söluskattur legðist þannig á opinberar framkvæmdir og aðföng samneyslu, þ.e. á ríkisbú- skapinn, kom á daginn að um það bil 10% af tekjuaukanum yrði aftur útgjaldauki fyrir hið opinbera. En ef ríkisbúskapnum yrði í þessum skilningi sleppt, á þeirri forsendu að hann er inn og út, yrði nettó- tekjuauki við niðurfellingu stærstu undanþágugatanna í óbreyttu sölu- skattskerfi um 8 milljarðar kr. mið- að við þáverandi verðlag. M.ö.o., al- menna röksemdafærslan var sú að með því að taka upp undanþágu- laust söluskattskerfi væri hægt að komast langleiðina í það að tvö- falda tekjur ríkissjóðs í óbreyttu kerfi, þ.e. í söluskattskerfi, ekki virðisaukaskattskerfi. Enn fremur sagði í svörum fjár- málaráðuneytisins við þessum spurningum og nú vitna ég til svars- ins orðrétt: „Ljóst er að niðurfell- ing á ýmsum núverandi undan- þáguliðum, einkum á undanþágum einstakra vörutegunda, mun stór- bæta möguleika til söluskattseftir- lits“ Ég endurtek: mun stórbæta möguleika til söluskattseftirlits. „Við afnám tekjuskatts á launatekj- ur liggur beint við að beina mann- afla skattstofa í auknum mæli að söluskattseftirliti. Skilvirkari inn- heimta vegna einfaldara söluskatts- kerfis og herts eftirlits mun auka tekjur ríkissjóðs til viðbótar um 2—4 milljarða krónaí* Þetta vekur upp margar spurningar. Hvernig stendur á því, þegar gert er ráð fyrir því að taka upp skilvirkara kerfi, sem heitir virðisaukaskattur, að áhrif þessa, samkvæmt upplýsingum í greinargerð frumyarps eru ekki meiri en hér er talað um? Áhrifin af því Framhald á bls. 6

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.