Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. desember 1986 alþýöu Alþýðubluðið, Armúla 38, 108 Reykjavik Sími: (91) 681866, 81976 Úlgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Arni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Uaníelsson og Ása Björnsdóttir Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf„ Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf„ Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 f-RITSTJÓRNARGREIN- Landsmenn haldivöku sinni Þaö hefur örugglega ekki fariö fram hjá neinum sem lætur sig stjórnmál einhverju skipta aö allar skoöanakannanir sýna fram á stóraukið fylgi Al- þýöuflokksins og virðist fylgið fara vaxandi eftir þvf sem skoðanakönnunum þessum fjölgar. Alþýðuflokksfólk er aö vonum stolt yfir þvi trausti sem fólkiö í landinu sýnir þeim málefnum sem Al- þýðuflokkurinn berst fyrirog veit fullvel að hann má ekki bregðast þessu trausti og mun ekki gera það. En vandi fylgir vegsemd hverri. Þessar niðurstöðu- tölur skoðanakannanna hafa auðvitað gert það að verkum að nú er herjað á Alþýðuflokkinn úr öllum áttum. Þettavissum við reyndarfyrirog áforsíðu Al- þýðublaðsins þann 6. desember s.l. segir Magnús H. Magnússon í viðtali við blaðið orðrétt: 5,Og við skulum vera vissir um það, aö eftir þessar skoðanakannanir þá komum við til með að liggja undir stórskotahríð Sjálfstæðisfiokksins og þar verður öllum fjölmiðlum og öllu beitt. Þetta er þegar byrjað, Þorsteinn Pálsson er strax kominn meö vinstri grýiuna sina á loft og Halldór Blöndal er byrj- aður að skrifa iliþyrmislegar greinar og það er aug- Ijóst að hér eftir verða allir sótraftar á sjó dregnir til þess aö ráðast á okkur. Við getum verið vissir um þaö. Það verður djöflast á okkur fram að kosning- um.“ Og þetta eru orð að sönnu hjá þeim mæta manni Magnúsi H. Magnússyni. Allt hefur nú verið sett í gang til að gera málstað Alþýðuflokksins tortryggi- legan. Morgunblaðið, Timinn og fleiri flokksmál- gögn eyða nú um þessar mundir miklum svita og prentsvertu i þeirri von að geta svert Alþýðuflokkinn í augum landsmanna, — og ekki verður betur séð á stundum en að fullkomin ör/ænting sé hlaupin í málið. Þessi málgögn eiga reyndar óhægt um vik þar sem eitt af grundvallarbaráttumálum Alþýðu- flokksins er að koma lagi á þá málaflokka sem til- heyra minnihlutahópum og öllum þeim sem ekki geta myndað þrýstihópa til að knýja fram betri kjör sér einum til handa. Alþýðuflokkurinn er ekki síst flokkur lítilmagnans i samfélagi okkar og svo mun verða hver sem kosningaúrslit verða í vor. Nú þurfa allir að halda vöku sinni. Látum ekki ör- væntingafullan lygaáróðurvilla okkursýn, — áróður sem dynur nú i eyrum landsmanna úr sterkum og út- breiddum fjölmiðlum afturhaldsins. Landsfólkið hefur fengið nóg og meira en nóg af loforðaglamri og loforðasvikum þeirra manna. Tökum undir með Magnúsi H. Magnússyni í Vest- mannaeyjum: „Nú er um aö gera að halda vöku sinm" O.B. I Nýjai bœkm írá Skuggsjá I I ■ I Árni Óla Reykjavík íyrri tíma III Hér eru tvœr síðustu Reykjavíkur- bœkur Áma Óla, Sagt frá Reykjavík og Svipui Reykjavíkur, geínar saman út í einu bindi. Þetta er þriðja og síðasta bindið aí ritinu Reykjavík fyrri tíma. í þessum bókum er geysi- mikill fróðleikur um persónur, sem mótuðu Reykjavík og settu svip á bœinn. Nútímamaðurinn öðlast nýjan skilning á höfuðborg landsins og forverunum er hana byggðu. Frá- sögn Árna er skemmtileg og liíandi, og margar myndir prýða bœkurnar. OIL VE> MENN SKUCGSJA Helga Halldórsdóttir írá Dagverdará Öll erum viö menn Helga Halldórsdóttir segir hér frá fólki, sem hún kynntist sjálí á Snœíellsnesi, og einnig íólki, sem íoreldrar hennar og aðrir sögðu henni írá. Þetta em frá sagnir af sérstœðum og eftirminni- legum persónum, svo sem Magnúsi putta, Leirulœkjar-Fúsa, Þórði sterka o.íl. Kaíli er einnig um Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálara og sagt er frá skáldunum Bólu-Hjálmari, Sigurði Breiðíjörð, Jónasi Hallgríms- syni og Símoni Dalaskáldi. Mikið er aí | vísum í bókinni, sem margar haía hvergi birst áður. Pétur Zophoníasson Víkingslœkjarœtt III Þetta er þriðja bfndi nýrrar útgáíu af Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guðriðar Eyjólísdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra á Víkingslœk. í þessu bindi eru niðjar Jóns yngra Bjarna- sonar. Alls verða bindin íimm í þessari útgáíu af hinu mikla œtt- írœðiriti Péturs Zophoníassonar. Myndir aí þeim, sem í bókinni eru nefndir, em íjölmargar eins og í íyrri bindum ritsins, og mun fleiri heldur en vom í fyrstu útgáíunni. vl NíWATAt Ol >OA퀻AKLV.l6úF#00¥rfcff< Pétur Eggerz Ævisaga Davíös Davið vinnur á skrifstofu snjalls íjár- málamanns í Washington. Hann.er í sííelldri spennu og í kringum hann er sííelld spenna. Vinur hans segir við hann; „Davíð þú veist oí mikið. Þú verður að íara írá Ameríku eins íljótt og auðið er. Þú ert orðinn eins og peningaskápur íullur af upplýsing- um. Þeir vita að þú segir ekki írá. En þeir óttast að einhverjum slóttugum bragðareí takist að leika á þig, opna peningaskápinn og hagnýta sér upplýsingamar." SKUGGSJA - BÓKABÚD OLIVERS STEINS / mwm mW: .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.