Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 22
22 Fimmtudagur 18. desember 1986 Kynning á nýjum bókum Bókaútgáfan Breiðablik er búin að senda frá sér bókina Þriðja stúlkan eftir Agöthu Christie. Þriðja stúlk- an er síðasta verk Agöthu Christie og kemur nú út í fyrsta sinn á ís- lensku í frábærri þýðingu Elíasar Mar rithöfundar. Um innihald bók- arinnar: „Ung stúlka, grunuð um morð, leit- ar til leynilögreglumannsins Her- cule Poirot. Hún missir kjarkinn í miðju samtali og rýkur út. Poirot ákveður að komast til botns í máli hennar, heimsækir Restaricks fólk- ið og kemst að raun um að þar er ekki allt með felldu. Hvert var leyndarmál blóðuga fjaðurhnífs- ins? Eitraði Norma fyrir stjúpu sína, eða var hún aðeins leiksoppur annarra? Eitt er víst — það var morð í uppsiglingu — eða var það kannski þegar að baki? Meistara- verk Agöthu Christie, í þýðingu Elí- asar Mar. Bókaútgáfan Breiðablik hefur sent frá sér bókina Dómari og böðull, eftir Mickey Spillane. Micky Spill- ane er heimsþekktur sakamálarit- höfundur og seljast bækur hans í milljóna upplögum um allan heim. Nokkur orð um innihald bókarinn- ar: „Félagi minn Jack er dáinn, — myrtur af einhverjum sem hefur horft á hann deyja með háðsbros á vör, meðan honum blæddi út... Ég hef svarið þess dýran eið að hefna dauða Jacks vinar míns. Og þegar ég hef gómað morðingjann mun ekkert stöðva mig. Ég mun verða allt í senn, kviðdómur, dómari og böðull...“ Þannig talar Mike Hammer, einkaspæjarinn. Nafn hans eitt vekur ótta i milljónaborg- inni... maðurinn sem framfylgir réttlætinu, meðan lögreglan stend- ur ráðþrota. Bókaútgáfan Breiðablik hefur sent frá sér bókina Laun ástarinnar, eft- ir Caroline Courtney í þýðingu Eddu Óskarsdóttur. Caroline Courtney er þekkt nafn í dag sem ástar- og spennusagna rithöfundur og er þýdd á fjölda mála og núna á íslandi í fyrsta sinn á vegum Breiða- bliks. Um innihald bókarinnar: Lavinia er full örvæntingar. Róbert bróðir hennar hefur tapað öllum eignum þeirra í spilum. Nú neyddist hún til að giftast þessum andstyggi- lega Saltaire greifa — manni, sem hún hataði. „Ég hef ekki hugsað mér að fara með yður, sagði Lavinia og horfði reiðilega á hinn óboðna gest. Hún greip andann á lofti, þeg- ar hún sá, að byssuhlaupinu var beint að gagnauga lafði Elísabetar. Augu mannsins voru hörð eins og steinn" Þegar hún hittir markgreif- ann af Andover verður hún yfir sig ástfangin. En til að hljóta þann mann, sem hún elskar, verður hún að leika á Saltaire. Spennandi saga um ást og ævintýri. ICEIÆD BREAKTHROUGM ICELAND BREAK- THROUGH eftir Paul Vander-Molen Ferð 12 ofurhuga yfir hálendi íslands á svifdrekum og kajökum Bókaútgáfan Örn og Örlygur dreif- ir bókinni ICELAND BREAK- THROUGH eftir Paul Vander- Molen en bókin er samvinnuverk- efni The Oxford Illustrated Press og Arnar og Örlygs. Hún fjallar um 12 ofurhuga sem fóru norður yfir há- lendi íslands á svifdrekum og kjök- um. Dreginn er upp ógleymanleg mynd af magnþrunginni náttúru landsins og glímu manna við ógnir öræfanna. Bókin er 140 blaðsíður og prent- uð í Englandi. NERÓ eftir Michael Grant í þýðingu Dags Þorleifssonar Ný og óvœnt mynd dregin upp af einni alræmdustu persónu sögunnar. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út bókina NERÓ eftir Michael Grant í þýðingu Dags Þor- leifssonar. í bók þessari skyggnist Michael Grant gagnrýnum augum gegnum mistur fornra sagna og ímyndana og bregður upp hlutlægri mynd af Neró sem manni og keis- ara. Neró stýrði hinu tröllaukna Rómaveldi á tímum mikillar auð- legðar og menningardýrðar og tók ekki í mál að ganga í slóð fornra hefða. Hann tók gríska siði framyf- ir rómverska, var upplýstur vernd- ari myndlistar og fullur hrifningar á íþróttum, tónlist og leiklist. Þótt Neró væri illræmdur fyrir ofbeldi og léti stjórnmálin mæta af- gangi þótti hann að sumu leyti skynsamur stjórnandi. OftN & OftLrGCft Lönd ogþjóðir LÖND OG ÞJÓÐIR í bókaflokknum Heimur þekkingar Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út bókina LÖND OG ÞJÓÐ- IR í bókaflokknum Heimur þekk- ingar. Höfundar eru Arthur Butter- field, Ron Carter, Peter Muccini og Peter Way. Gunnfríður Hermanns- dóttir og Sigríður Stefánsdóttir ís- lenskuðu. Bókin er í allstóru broti með um 250 fallegum litmyndum. Lönd og þjóðir er ítarleg skoðun á löndum heims og menningu íbúa þeirra. Fjallað er um loftslag, landshætti, landbúnað, iðnað og efnahagslíf, íbúa og lifnaðarhætti á hverju svæði. Fyrri bækur er komið hafa út í bókaflokknum Heimur þekkingar eru: Alheimurinn og jörðin, Þróun lífsins, Þróun siðmenningar. Pierre Bouile BRÚVNYF8R BRÚIN YFIR KWAI eftir Pierre Boulle Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út bókina BRÚIN YFIR KWAI eftir Pierre Boulle í þýðingu séra Sverris Haraldssonar. Brúin yf- ir Kwai er dramatisk saga og hlaðin spennu en einnig lýsir hún árekstri ólíkra heima og þrautseigju og reisn manna þegar mest á ríður. Jafnframt leiðir hún á kímin hátt fram tilgangsleysi og fánýti styrj- alda. Sagan naut þegar mikilla vin- sælda í heimalandi höfundar og hefur verið þýdd á fjölmörg tungu- mál og ár'ð 1957 var gerð eftir henni heimsfraeg, samnefnd kvikmynd sem sýnd var hér á landi við miklar vinsældir. Hlutu leikararnir Alec Guinness og Sessue Hayakawa mikla frægð fyrir túlkun sína og Nicholson og Saito, svo og David Lean fyrir leikstjórn. íslenska lyfjabókin Fimmtaprentun þessar feiknivin- sælu íslensku handbókar eru nú að koma á markaðinn, en hún er orðin algjör metsölubók, — þegar seld í yfir 10.000 eintökum á rúmu ári. Höfundar bókarinnar eru lækn- arnir dr. Helgi Kristbjarnarson, dr. Magnús Jóhannsson og Bessi Gíslason, lyfjafræðingur. í henni eru ítarlegar upplýsingar um inni- hald, notkun, áhrif og aukaverkan- ir allra þeirra lyfja, sem skráð eru á íslandi og er lyfjunum raðað í staf- rófsröð. Útgefandi er Vaka-Helga- fell. Krijiiati Káli | ?/'ÍK f Jí.Níi. \ Lokabindi ritverksins ÍSLENSKIR SÖGU- STAÐIR Norðlendingafjórðungur og Austfirðingafjórðungur komin út Ritverkið allt fœst nú í fagurri öskju Hjá Erni og Örlygi eru komin út lokabindin í hinu merka riti ÍSLENSKIR SÖGUSTAÐIR eftir Kristian Kálund í þýðingu dr. Har- aldar Matthíassonar. Þessi tvö síð- ari bindi fjalla um Norðlendinga- fjórðung og Austfirðingafjórðung, en áður voru komin út tvö bindi sem fjölluðu um Sunnlendinga- fjórðung og Vestfirðingafjórðung. í lokabindinu er auk þess kafli um Miðhálendið, Fjarðaskrá frá því um 1300, íslenskar hafnir á síðari hluta 16. aldar og Fjarðaskráin í sérstöku víkkuðu formi. Einnig eru í ritinu ítarlegar skrár yfir staða- og mannanöfn, atriðisorðaskrá og ritakrá. Bók fyrir verðandi mœður og feður: NÝTT LÍF meðganga, fœðing og fyrsta árið Ritstjóri: dr. David Harvey Þýðandi: Guðmundur Karl Snœbjörns- son lœknir HORFNIR HEIMAR og er eftir Ólaf Halldórsson kennara. í bók þessari leitast Ólafur við að varpa nýju ljósi á ýmsa leyndardóma sög- unnar. Framan á bókinni er mynd af líkneski sem indíánar í Mið- Ameríku gerðu af guði sínum Quetzalcoatl, sem var hvítskeggj- aður. Undir myndinni er varpað fram þeirri spurningu hvort hér hafi verið um að ræða Björn Breiðvík- ingakappa. Við lestur þessarar bókar fer les- andinn um ýmsa baksali sögunnar, allt frá spurningunni um það hverj- ir námu ísland fyrstir, til bollalegg- inga um það hvaðan frumstæðum ættflokki í Vestur-Afríku barst víð- tæk þekking í stjörnufræði, svo sem fylgistjörnu Síríusar umferðar- tíma hennar. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út bókina NÝTT LIF — með- ganga, fæðing og fyrsta árið. Bókin er bresk að uppruna og var tekin saman undir ritstjórn dr. David Harvey, sem er ráðgefandi barna- læknir við Queen Charlotte’s Hospital í London og yfirmaður deildar sem hefur umsjón með yfir 4000 fæðingum á ári. Þýðandi bókarinnar er Guð- mundur Karl Snæbjörnsson lækn- ir. Bókin er í stóru broti, 250 blað- síður, og í henni er gífurlegur fjöldi litmynda til skýringar efninu. Ólafur Halldórsson. HORFNIR HEIMAR Nýju Ijósi varpað á leyndardóma sög■ unnar Út er komin hjá Erni og Örlygi.bók um forvitnilegt efni. Nefnist hún Björo Þotsíejnsson Handbók ura hetgísíað þjóðarinnar Sa^ - NátómfrwsS - Staafraeðl ~ frjóðsögur - pöð ÞIN G YALL ABÓKIN Handbók um helgistað þjóðarinnar eftir Björn Þorsteinsson sagnfrœðing Bókaklúbbur Arnar og Örlygs hef- ur gefið út ÞINGVALLABÓKINA — Handbók um helgistað þjóðar- innar eftir prófessor Björn Þor- steinsson sagnfræðing. Efni bókar- innar er mjög fjölbreytt. Þar er að finna sagnfræði, náttúrufræði, staðfræði, sögur og ljóð. Sérstakur kafli er um Þingvallavatn eftir Sig- urjón Rist vatnamælingamann og annar um gróður á Þingvölum eftir Ingólf Davíðsson grasafræðing. Ásgeir S. Björnsson lektor ritstýrði verkinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.