Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 18. desember 1986 Hugleiðing á jólaföstu Lára V. Júlíusdóttir skrifar: Jóiin nálgast. Ég sest niður til að setja á blað hugleiðingu, hugleið- ingu um allt sem í hugann kemur. Eftir annasamt haust er nú kominn vetur og framundan eru nokkrir frí- dagar, dagar sem helgaðir eru fjöl- skyldu, vinum og ættingjum. Síð- ustu vikurnar hafa verið erilsamar, prófkjör og samningar, með ómældum áhyggjum, amstri og vökum. Þessa dagana eru verkalýðsfélög- in að halda fundi og taka afstöðu til nýgerðra kjarasamninga, leggja mat á þá vinnu sem samninganefnd félaganna vann vikurnar á undan með mikill þrautsegju og dugnaði. Eftir erfiðar vökunætur var loks skrifað undir samkomulag, þar sem það markmið var haft að leiðarljósi að hækka laun hinna lægst laun- uðu. En svo les maður í blöðunum dag eftir dag greinar eftir fólk sem telur þessa samninga óhæfa, þeir hafi gengið út á allt annað en þeir áttu að gera og þeir séu ekki til þess fallnir að bæta hag neins. Ekki ætla ég mér að fara að Ieggja mat á það hvort þau lágmarkslaun sem um var samið séu nægileg. Það hvað sé nægilegt hlýtur alltaf að vera af- stætt, en hinu má ekki gleyma að með þessum samningum er gerð til- raun til að ná kaupmætti lægstu launa upp um 30% á milli ára. Eng- inn talar, nú um það að þessir samn- ingar séu það sem að var stefnt, og að þeir muni verða til hagsældar fólki í landinu. Allir virðast hafa rétt til að skammast, og láta í ljós vanþóknun sína. Þeir sem standa í forystu verða blórabögglar. Þakk- læti fær fólk ekki að heyra á þeim stað. En skammir með þeim hætti sem heyrast dag eftir dag fá mig til að hugsa um þann neikvæða ávana hjá okkur, að kenna öðrum um. Alltaf skal fólk fría sig ábyrgð, skella skuldinni yfir á aðra, vera stikk frí. Þetta er ávani sem nálgast það að vera þjóðarmein. Ef fólk gengi til hvers verks með það að markmiði að ná árangri, með jákvæðu hugar- fari og minnugt þess að það sjálft er sinnar gæfu smiður, gætum við far- ið að nýta betur þann auð sem býr með þjóðinni. Við gerum of mikið af því að ala á öfund, tortryggni og illgirni, gleymum því sem vel er gert og sjáum ekki kostina fyrir löstun- um. Við einblinum á það hvernig hlutirnir eru í nágrannalöndunum og leggjum litla rækt við okkar eig- in hugkvæmni, snilli og leikni. Nú þegar daginn styttir óðum, er gott að geta hlakkað til jólanna. Jólin lýsa upp skammdegið. Allur desembermánuður miðast við þetta eitt, að jólin séu að koma. í mínum huga hefst undirbún- ingur jólanna alltaf fyrr með hverju árinu sem líður. Þegar ég var að al- ast upp fyrir 20—30 árum mátti ekki láta mikið á tilhlökkun bera fyrr en allra síðustu daga fyrir jól. Annað var bráðlæti og ekki talið æskilegt, því talið var að þá yrðu börnin fyrir vonbrigðum þegar há- tíðin loksins rynni upp. I dag eru breyttir tímar. í lok nóvember spurði sonur minn sjö ára að því hvort ég ætlaði virkilega ekki að halda nein jól. Ég væri ekkert farin að undirbúa, ekkert jólaföndur sjá- anlegt. Hann linnti ekki látum fyrr en búið var að skreyta aðventukrans og setja jólaljós út í glugga seint um kvöldið sem prófkjöri Alþýðu- flokksins lauk. Ég held að jólahald nútimans hafi teygst yfir þetta langa tímabil nteðal annars vegna þess hversu erfitt er að sætta sig við skammdegið. Ef börnin hefðu ekki jólin og allt sem þeim fylgir væru þessir vetrardagar óbærilegir. En jólin eru ekki bara hátíð barnanna, heldur okkar hinna líka. í gær- kvöldi var haldinn jólafundur í Kvenfélagi Alþýðuflokksins. Voru þar saman komnar aldnár og ungar alþýðuflokkskonur að gera sér dagamun. Vel var vandað til dag- skrár og tókst að lyfta konunum upp úr amstri hversdagsins eina kvöldstund. Var hlýtt á sögur í létt- um dúr, drukkið kaffi, sungið og jafnvel dansað í lokin. Þessa sam- verustund var í senn ánægjuleg og lærdómsrík. Margar þeirra kvenna sem þar voru saman komnar mega muna tímana tvenna. í upphafi ald- arinnar, þegar þær voru að alast upp voru aðstæður aðrar, hýbýli önnur og erfiði dagsins meira en hjá þeim sem í dag eru að alast upp. Kreppuárin með allri sinni neyð og fátækt settu mark á fólk. Sú auð- mýking sem atvinnuleysið orsakaði mar.kaði djúp sár í sálir einstakling- anna. Sár sem urðu að örum með tímanum, sem aldrei verða afmáð. Með vinnu, atorku og eljusemi þessa fólks hefur okkur í dag tekist að skapa velferðarþjóðfélag dags- ins í dag. Enn má margt betur gera, og enn búum við við ójöfnuð. Enn finnum við fátækt og basl, á meðal okkar, meðan sum okkar lifum við allsnægtir. Því er enn verk að vinna. En því sem við í dag höfum megum við ekki fórna. Við verðum að standa vörð um það góða og það já- kvæða. Eitt er það sem hefur breyst meira en margt annað frá mínum bernskujólum og það eru fjölmiðl- arnir, útvarp, sjónvarp, myndbönd, dagblöð, tímarit. Þessir fjölmiðlar keppast um tíma okkar og stundum finnst mér við engan frið hafa. Vissulega má slökkva á sjónvarpinu og sleppa því að kaupa blöðin, en til að fylgjast með er ekki hjá því kom- ist að lesa, hlusta og horfa. Oft finnst mér fréttamat fjölmiðla dap- urlegt og nálgast það að vera niður- rifskennt. Það sem miður fer er vandlega tíundað, en það sem vel er gert fær enga umfjöllun. Nú að undanförnu hef ég sjálf vitnað þetta í ríkara mæli en áður, og hef orðið vitni að áhuga fréttamanna á hugsanlegum ágreiningsefnum, en af því að enginn ágreiningur var uppi, hafði hluturinn ekkert að- draftarafl,hann var ekki fréttnæm- ur. Það er frétt ef samningar eru felldir, en tekur ekki að skýra frá því ef samningar eru samþykktir. Þannig er alið á því neikvæða, fjall- að um deilurnar og misklíðina og helst reynt að fá menn til að rífast opinberlega ef kostur er. Mest þykir fjölmiðlum gaman ef tekst að fá ráðherra til að sleppa sér í sjón- varpi. Þá ætlar gleðilátunum aldrei að linna. Málefnaleg umræða er ekki í tísku, hún þykir leiðinleg og ekki góð söluvara. Éjölmiðlar verða fyrst og fremst að gæta þess að selja vöruna. Samkeppnin er allsráð- andi. Ef við svo hugleiðum það hverjir standa undir kostnaði við fjölmiðlana, þá eru þeir að veru- legu leyti fjármagnaðir með auglýs- ingum. Auglýsingum þeirra sem eru að selja fyrst og fremst. Og hvernig skyldu auglýsingarnar vera fjár- magnaðar. Jú, með því að verja hluta söluverðs í að markaðssetja vöruna. Þannig má ætla að við greiðum hvern hlut örlítið hærra verði vegna kostnaðar seljanda við að auglýsa hann. Ef hægt væri að komast hjá þessum kostnaði yrði vöruverð lægra. Þetta þykir að vísu ekki góð markaðshagfræði, því til að selja vöru þarftu að auglýsa hana, koma henni á markað. Jóiin eru líka tími jólakortanna. Það er gott að geta sest niður gert lista yfir alla þá sem senda skal kveðju einu sinni á ári, og hugsa hlýlega til allra vinanna og kunn- ingjanna sem svo sjaldan vinnst tími til að heilsa upp á, skrifa nokkrar línur á kort og óska gleði- legra jóla. Einni vinkonu minni hef ég sent jólakort frá því ég var stelpa, og þetta eru einu tengslin sem ég nú orðið hef við hana, en ég vil alls ekki rjúfa þau, því alltaf get ég tekið upp vinskapinn þar sem frá var horfið. Sá siður að senda vinum og kunningjum kveðju í pósti með þessum hætti þyrfti ekki endilega að tengjast jólum, og það er svolítið merkilegt að fá kveðju í pósti um jólin frá fólki, sem maður veit að er annarrar trúar og heldur ekki jól með sama hætti og við gerum. Það telur rétt að minna á sig líka um þetta leyti ársins. Jólahald í dag er í ýmsu frá- brugðið þeim jólum sem við lifðum sem börn, hvað þá þeim jólum sem foreldrar okkar lifðu eða afar og ömmur. Ég man hvað mér fannst lítið til koma, þegar mamma var að segja okkur frá sínum jólum, að jólamaturinn hefði verið kjötsúpa. Hvernig gat kjötsúpa verið hátíðar- matur. I dag segja börnin mín með forundran þegar svínakótilettur eru á borðum að þetta hafi ekki getað verið jólamatur í mínu ungdæmi. Svona breytast viðhorfin og við sjálf. Eins getur verið að þegar dóttir mín heldur sín jól, verði kjöt- súpa jólamaturinn aftur. Víst er að hver sem jólamaturinn er, verður alltaf vandað til þeirrar máltíðar og reynt að gera hana hátíðlega með öllu móti. Enn fást börnin til að borða jólagraut, en það er eingöngu vegna möndlunnar, sem þau vonast til að fá, og vita sem er að sá sem fær möndluna fær möndlugjöf. Möndlugjöfin er einhvers konar leikur, sem öll fjölskyldan tekur þátt í. Eitt er það þó sem hefur haldist óbreytt frá því að amma og afi héldu sín jól, og það er sá siður að fara í kirkju á aðfangadag og hlýða á aftansöng. Það rifjast upp fyrir mér um hver jól, þegar við krakk- arnir fórum með ömmu í Fríkirkj- una á aðfangadag. Um klukkutíma áður en messa hófst vorum við mætt í kirkjuna, sem oft var þá al- veg óuppkynnt, öll í sparifötunum. Nýir skór með nælonsólum gátu þá verið æði skeinuhættir, enda svo sleipir í nýfallinni mjöllinni að lá við stórslysi. Amma sat alltaf á sama stað í kirkjunni sinni og þeim sætum varð að ná, annars komu jólin ekki. Ég man ekki eftir að hún hafi þurft að sitja annars staðar í kirkjunni öll árin sem ég fór með henni í kirkju. Þessi klukkutími var oft æði lengi að Iíða, en loksins hófst sjálf jólahátíðin. Enn fer fjölskyldan í kirkju á að- fangadagskvöld, og enn þarf hóp- urinn að vera mættur um fimm leyt- ið. Börnin eru vissulega óþolinmóð en láta ekki á því bera. Oft má sjá lítinn mann sofa í fangi mömmu þegar líða tekur á messuna, enda tilhlökkunin búin að vera mikil og loksins er stundin að renna upp. Jólin eru okkur öllum hjartfólg- in. Okkar kærustu minningar tengjast þeim og við verðum tilfinn- ingasöm. Væntumþykjan streymir frá okkur. Þær góðu hugsanir seni við þá höfum ættum við að hafa oftar og láta gott af okkur Ieiða og ganga til allra verka með jákvæðu hugarfari allan ársins hring. Þannig myndi lífið verða okkur auðveld- ara. Bókafréttir Bókaútgáfan Breiðablik er búin að senda frá sér bókina Snæfálkinn, eftir metsöluhöfundinn Craig Thomas. Þetta er í fyrsta sinn sem Craig Thomas kemur út á íslensku. Snæfálkinn hefur fengið frábæra ritdóma í erlendum blöðum. Breska leyniþjónustan hefur gögn undir höndum sem benda til þess að eitthvað óeðlilegt sé á seyði við Iandamæri Finnlands og Sovétríkj- anna. KGB hefur fengið vísbend- ingu um samsæri. Hvort tveggja virðist tengjast leiðtogafundinum þar sem undirrita á Helsinkisátt- málann. Vofir þriðja heimsstyrj- öldin yfir? Leyniþjónustur þriggja landa gera örvæntingarfullar til- raunir til að komast til botns í mál- inu — en tíminn er að hlaupa frá þeim. Spennubók i sérflokki eftir metsöluhöfundinn Craig Thomas. Bókaútgáfan Breiðablik gefur út bókina Drekabrúin, eftir metsölu- höfundinn Emmu Drummond, sem kemur út í fyrsta sinn á íslensku í þýðingu Gísla Ragnarssonar, Landsbókarsafnsvarðar. Um inni- hald bókarinnar: Þegar Mark Rawlings kemur til Shanghai gjörbreytist líf hans. Hræðilegar minningar ásækja hann, en þegar Alexöndru Mostyn tekst smám saman að vinna ástir hans, virðist framtíðin blasa við. En fyrr en varir birtist andlit úr fortíð- inni og andstæðar tilfinningar tog- ast á í brjósti Marks. Það ríkir bylt- ingarástand í landinu og söguhetj- urnar verða að berjast fyrir lífi sínu. Drekabrúin er gripandi saga um sterkar ástríður, hetjuskap, og sárs- aukafull mannleg samskipti, í framandi og dularfullu umhverfi. Bókaútgáfan Breiðablik hefur sent frá sér bókina Grímuklæddi riddar- inn, eftir Caroline Courtney í þýð- ingu Eddu Óskarsdóttur. Þessi spennandi ástarsaga hefur sögu- sviðið á 18. öld Englands. Um inni- hald bókarinnar: Grímuklæddi riddarinn er spennandi skáldsaga um ást og rómantík. Lúsindu, dótt- ir jarlsins af Waverly, er bjargað úr klóm stigamanna af grímuklædd- um riddara, en tapar um leið hjarta sínu. „Sterkir armar hans héldu fast utan um hana, meðan þau riðu eftir auðum veginum gegnum ilmandi vomóttina. Lúsinda var sannfærð um, að hann heyrði hvernig hjarta hennar barðist. Mundi hann í raun og veru fara með hana þangað, sem hún hafði sagst eiga heima? Eða ætlaði hann að færa hana á brott með sér?“ Faðir hennar stendur fast á þeirri ákvörðun sinni, að hún giftist Charles Somerford — manni sem hún hefur óbeit á. Hún verður að finna óþekkta manninn, hann einn getur bjargað henni. En hvernig á hún að fara að því? Hún veit ekki einu sinni hvað hann heitir. En Lús- inda er huguð stúlka og tekur málin í sínar hendur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.