Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 1
alþýðu- Fimmtudagur 18. desember 1986 244. tbl. 67. árg. Upplag: 25 þúsund eintök Þetta blað kemur út í 25 þúsund eintökum og er dreift ókeypis víða um land. Eins og með fyrri blöð af þessu tagi er tilgangurinn að koma á framfæri ýmsum fréttum úr starfi Alþýðuflokksins, baráttumálum hans utan þings og innan og reyna að vega upp á móti áhrifum fjöl- miðla annarra stjórnmálaflokka. Landsvirkiun: Hækkun gjaldskrár um 7,5% frá 1. jan. Stjórn Landsvirkjunar fjallaði á fundi sínum í dag um rekstraráætl- un og gjaldskrá Landsvirkjunar fyrir árið 1987, en áætlunin hefur nú verið endurskoðuð með hliðsjón af nýgerðum kjarasamningum og þeim verðlagsspám, sem gerðar hafa verið i kjölfar þeirra, þ.e.a.s. að verðbólga verði ekki meiri en 7—8% á árinu og gengi verði stöð- ugt. Hin endurskoðaða rekstraráætl- un ber með sér að óhjákvæmilegt er að hækka gjaldskrá Landsvirkjun- ar til að vega upp á móti almennum verðlagshækkunum á næsta ári miðað við þá 7—8% verðbólgu, sem núverandi efnahagsspár gera ráð fyrir, auk þess sem viðbótar- hækkun gjaldskrárinnar væri æski- leg vegna meiri lækkunar hennar að raungildi á árinu 1986 en stefnt var að fyrr á árinu. Að fengnum tilmælum stjórn- valda um að stilla hækkun gjald- skrár fyrirtækisins eins mikið í hóf og unnt er samþykkti stjórn Lands- virkjunar að ganga ekki lengra í hækkun gjaldskrár fyrirtækisins en svo að hún yrði innan marka al- mennrar verðlagsþróunar á næsta ári miðað við þá 7—8% verðbólgu, sem hinir nýgerðu kjarasamningar gera ráð fyrir. í samræmi við þetta sjónarmið samþykkti stjórnin hækkun á gjaldskránni um 7,5% frá 1. janúar n.k. og verður gjald- skráin því aðeins tekin til endur- skoðunar á næsta ári að verulegar breytingar verði á þessum verðlags- forsendum og núverandi gengi. Hækkar því verð á rafmagni frá Landsvirkjun til almenningsraf- veitna um 7,5% um n.k. áramót, sem svarar til um 4,5% hækkunar á smásöluverði. Sú gjaldskrárhækkun, sem nú hefur verið ákveðin felur það í sér að gjaldskrárverð Landsvirkjunar helst óbreytt að raungildi út næsta ár frá því sem það er nú. Hins vegar hefur raunverð raforku frá Lands- virkjun lækkað um 10% á því ári, sem nú er að líða og alls um 40% frá 1. ágúst 1983 að telja. Stjórn Landsvirkjunar er þeirrar skoðunar að með því að takmarka As gjaldskrárhækkunina við 7,5% sé henni stillt eins mikið í hóf og unnt er, enda mundi minni hækkun óhjákvæmilega leiða til erlendrar skuldasöfnunar umfram forsendur lánsfjáráætlunar ríkisins. forsendur eru 7—8% verðbólga 1987 ur Jónsson Ásgrímur £/ff Jonsson Ásgrímur Jónsson er einn fremsti meistari íslenskrar myndlistar. Myndir hans tala skýrt til skoðandans, eru máttugar í hrein- leik sínum, en dulúðin, sem býr undir yfirborðinu, ljær þeim heillandi dýpt. Ásgrímur var einkar ötull í listsköpun sinni. Meginyrkisefni hans er ramm- íslenskt: fegurð landsins og kynngi þjóð- sagna. í bókinni eru fjölmargar litprentanir af málverkum listamannsins auk teikninga eftir hann og ýmissa ljósmynda. Höfundar ritaðs máls eru tveir, þau Hrafnhildur Schram og Hjörleifur Sigurðsson. Á nær- færinn hátt draga þau upp sína myndina hvort af listamanninum. Þetta er sjötta verkið í bókaflokknum um íslenska myndlist. LISTASAFN ASI lögberg Bókaforiag Þingholtsstræti 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.