Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 18. desember 1986 19 Hverjir velja þann sannleika sem þér er ætlaður Fjölmiðlar í landinu lúta allir stjórn markaðarins. Flestir eru þeir í eigu fjármagnseigenda. ímörgum tilfellum sömu mannanna og greiða þér kaup. Sá sannleikur sem blasir við í fjöl- miðlum fjármagnsins er ekki alltaf sannleikur verkalýðshreyfingarinnar. Treystir þú þessum fjölmiðlum til að fjalla um kaup og kjör verkalýðs og launafólks á hlutlausan og ábyrgan hátt? Hvaða hagsmuni heldur þú að þessir fjölmiðlar verji fyrst og fremst? Verkalýðshreyfingin stendur að mörgu leyti illa að vígi hvað varðar fjölmiðl- un og upplýsingastreymi. Aðeins fáein af málefnum og lítið eitt af starfsemi verkalýðshreyfingarinnar vekur áhuga fjölmiðlanna. Þess vegna gefa mörg verkalýðsfélög út félagsblöð og þess vegna gefur Alþýðusambandið út tímaritið Vinnuna. Þar er einvörð- ungu fjallað um málefni verkalýðs- hreyfingarinnar, málefni hins almenna launafólks og lífsbaráttu þess. Vinnan hefur nú tekið nokkrum breytingum og stœkkað og vonandi fríkkað. Á þessu ári hefur blaðið komið út mánaðarlega og verður svo í framtíðinni. Desemberhefti Vinnunnar er glœsilegt 60 síðna blað gefið út m.a. í tilefni 70 ára af- mœlis Alþýðusambandsins. Blaðið fæst í bókabúðum og í stórmörkuð- um. Vinsamlegast tilkynnið um áskrift í síma 83044 SHARP myndbandstækin eru þynnstu, nettustu og sumir segja fallegustu myndbandstækin á markaðnum. SHARP myndbandstækin eru með síspilun og spóla sjálfkrafa til baka. En það sem skiptir öllu máli er að SH ARP myndbandstækin eru ótrúlega sterkbyggð, ódýr og þola mikið álag. Einmitt þess vegna eru SHARP myndbandstækin mest seldu myndbandstækin á íslandi. Verð frá k r.37,520,-stgr. HUOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Umboðsmenn: Bókaskemman Akranesi, Kaupfélag Borgfirðinga, Hljómtorg ísafirði, Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki, KEA Akureyri, Radiover Húsavík, Skógar Egilsstöðum, Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum, Myndbandaleiga Reyðarfjarðar Reyðarfirði, Ennco Neskaupsstað, Djúpið Djúpavogi, Hornabær Hornafirði, Kaupfétag Rangæinga Hvolsvelli, M.M. búðin Selfossi, Rás Þorlákshöfn, Fataval Keflavík, Rafeindaþjónusta Ómars Vestmannaeyjum, Radioröst Hafnarfirði, JL Hús/ð Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.