Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 18
18
Fimmtudagur 18. desember 1986
í skammdeginu vakna vonir
Jón Bragi
Bjarnason
skrifar:
Senn líður að mestu
hátíðum okkar íslend-
inga. Fyrst kemur Þor-
láksmessa og jóiadagar,
síðan áramét og þrett-
ándinn. Rúmar tvær
vikur samfelldra hátíða-
halda og raunar meira ef
aðventan, litrík og hljém-
fögur, er með talin.
Hvergi í heiminum eru
jól og áramót jafn miklar
hátíðir og helgar sem á
íslandi. Ef til vill á hið
dimma og kalda skamm-
degi okkar norðurhjara-
búa hér einhvern hlut að
máli. Við keppumst við
að færa birtu í hús og
birtu í manntífið. Vonin
um betri tíð með blóm í
haga og sœta langa
sumardaga tífir fram yfir
svartasta skammdegið.
Og víst er ástæða til
vonar. Daginn tekur að
lengja um þessar mundir,
þótt hœgt og bítandi fari
í fyrstu. Þannig eru há-
tíðirnar raunar vin í eyði-
mörk vetrar, Ijós í myrkr-
inu, ylur í kuldanum,
von í harðindum.
Raunar er veturinn og skamm-
degið ekki sá vágestur nú sem áður
fyrr. Svo er tæknilegum og félags-
legum framförum fyrir að þakka.
Okkur er því ljósara nú en áður var,
að allar árstíðir eiga sitt gildi og
sína fegurð. Við getum talið það
gæfu okkar að eiga jafn fjölþreytt-
ar árstíðir og raun ber vitni um.
Árstíðahringurinn á íslandi er ein-
hver skemmtilegasta hringferð sem
völ er á. Fjölbreytnin er svo mikil og
fegurðin svo sérstæð að einstakt má
telja í víðri veröld. Okkur hættir
um of til þess að gleyma þessu. Og
enn eru þeir allt of fáir sem njóta
kunna, því að fátt er eins mikilvægt
í lífi hvers manns og að kunna að
njóta umhverfisins, landsins og
náttúrunnar í víðustum skilningi.
Ég minnist þess oft hversu hug-
fanginn ég var, þegar ég fór í fyrsta
sinn, unglingur að árum, með
Ferðafélagi íslands inn á hálendi.
Þá opnuðust mér þeir heimar sem
ég hef oft síðan sótt til. Og minn-
ingarnar um fjallaheiðar og jökla-
sýn reyndust gott veganesti á náms-
árunum í Bandaríkjunum.
Vestur fór ég til framhaldsnáms
með eiginkonu og stúlkubarni
haustið 1973 með B.S. gráðu í efna-
fræði upp á vasann. Við tróðum al-
eigunni í gamla Buick druslu, sem
við keyptum í Chicago og tókum
stefnuna á Colorado. Eftir þrjá
daga og nokkrar svaðilfarir náðum
við leiðarenda. Okkur þótti hún
skrýtin þessi Ameríka, einkum til
að byrja með. Það liðu tveir mán-
uðir án þess að það sæist ský á lofti.
Við vorum mikið farin að sakna
góðu gömlu íslensku lægðanna
með láréttu rigningunni. Það er
með ólíkindum hvað langvarandi
veðurblíða getur verið þreytandi.
Við vorum þó farin að kunna
þokkalega við okkur þarna vestur-
frá um það leyti sem við snérum aft-
ur heim. Þá var ég búinn að Iæra að
skokka og sitthvað í lífefnafræði að
auki.
Skokk eða hægahlaup, ekis og
einnig mætti kalia fyrirbærið, er
með því gagnlegasta sem ég hef lært
að ástunda um dagana. Eins og að
líkum lætur hófst þetta á námsár-
unum vestur í Ameríku, að ég hygg
á árinu 1974. Þá þegar hafði skokk
og önnur líkámsþjálfun náð mikl-
um vinsældum þar vestra. En þegar
heim kom að námi loknu, í lok árs-
ins 1977, var fátt um skokkara hér á
Fróni. Hins vegar var ég svo hepp-
inn að finna vaska sveit fótbolta-
kappa, sem spilaði utan dyra á
gamla Melavellinum, allt árið um
kring. í þennan hóp hef ég nú sótt
endurnæringu á Iíkama og sál, í há-
deginu tvisvar í viku, undanfarin
átta ár. Síðan Melavöllurinn var af-
lagður höfum við leikið á nýja
gervigrasvellinum í Laugardalnum.
Það er ekki minnsti vafi á því að
likamsþjálfun er manninum nauð-
synleg, og raunar lífsnauðsynleg
þeim sem vinna kyrrsetuvinnu. Það
er ekki bara spurning um að lifa
lengur, heldur miklu fremur um að
lifa betur og að lifa í sátt og sam-
ræmi við umhverfi sitt, jafnvel þótt
það sé kalt og dimmt eins og um há-
vetur á íslandi. Þetta markmið
næst best þegar saman fer hæfilega
snörp líkamsáreynsla, útivera og
góður félagsskapur.
Þennan góða félagsskap hef ég
nú einnig fundið i skokkinu. Fyrir
rúmu ári síðan byrjuðum við að
hlaupa saman nokkrir gamlir félag-
ar frá menntaskólaárunum í M.R.
Við vorum þrir í upphafi, en nú er
hópurinn orðinn á þriðja tug, sem
hleypur saman úr Vesturbæjarlaug-
inni á kvöldin eftir langan og oft
strangan vinnudag. Því nefni ég
þetta að það tekur mig sárt að ekki
fleiri skuli njóta. Þetta stendur þó
mjög til bóta, enda fjölgar þeim
stöðugt, sem stunda margskonar
útivist, eins og göngur, hesta-
mennsku, sund, skíði og veiðar, að
ógleymdu skokkinu.
Mikið hefur verið rætt og ritað
um nýsköpun atvinnulífsins að
undanförnu. Og ekki virðist van-
þörf á eftir nýjustu afrekum í kjara-
samningum að dæma, en þar tókst
að koma lágmarkslaunum í heilar
26.500 krónur. Aum virðist sú at-
vinnustarfsemi, sem ekki getur
greitt starfsfólki sínu hærri laun en
þetta.
Engu að síður blasa þessar stað-
reyndir við. í aðalframleiðslugrein
okkar, fiskiðnaðinum, sem stendur
undir um 70<% af útflutningsverð-
mætum okkar, tíðkast slík kjör.
Ástæðurnar eru vafalaust margar.
Víst er, að reksturinn á mörgum
stöðum má stórbæta með ýmsum
leiðum, eins og með aukinni sjálf-
virkni, bættri nýtingu með nýjustu
hátækniaðferðum og fleiru í þá
veru. En hjá því verður ekki komist
að þessi framleiðslugrein er eins og
á milli steins og sleggju, hráefnis-
verðsins annars vegar og afurðar-
verðsins hins vegar. Afurðaverðinu
verður lítt hnikað. Við eigum þar í
harðri samkeppni við lágverðmæta
landbúnaðarafurðir Bandaríkj-
anna og Vestur-Evrópu, eins og
kjúklinga og svínakjöt. Þannig eru
þessar helstu útfíutningsafurðir
okkar í eðli sínu lágverðmætaaf-
urðir. Svo þarf þó ekki að vera, ef
við leggjum mikið upp úr því að
semja skynsamlega um tollareglur
við Evrópubandalagið og Banda-
ríkin, þá gætum við þróað fiskiðn-
aðinn í háþróaðan matvælaiðnað
með stóraukinni innlendri verð-
mætamyndun. En við verðum líka
að búa fiskiðnaðinum og því fólki,
sem við hann starfar miklu betri
skilyrði en nú er. Svo virðist sem
sjávarútvegurinn sé vel aflögufær
um þessar mundir, og sjómenn
verða í ríkara mæli að deila sínum
góðu kjörum með fiskverkunar-
fólkinu. Vert er að minna á, að sú
auðlind, sem sjávarútvegurinn
gengur í og siglir í auknu mæli með
til útlanda án viðeigandi innlendrar
verðmætasköpunar, tilheyrir þjóð-
inni allri. Því miður hafa tollareglur
í Evrópu hvatt mjög til þessa hrá-
efnisútflutnings á kostnað hér-
lendrar vinnslu verðmætari afurða.
En á meðan við stöndum vörð
um fiskiðnaðinn og eflum hann
sem matvælaiðnað, þurfum við
einnig að huga að uppbyggingu
annarra greina, einkum þeirra, sem
þurfa lítinn mannafla, en mynda
mikil verðmæti, þ.e. hávirðisiðnað
ýmiss konar. Þetta tekur tíma og
það kostar peninga, en við verðum
að gera það. Það er bókstaflega
ekkert vit í því fyrir jafn fámenna
og vel menntaða þjóð og okkur ís-
lendinga að taka stefnuna á mann-
freka og kostnaðarsama stóriðju.
Ekki nema að því marki, sem út-
lendingar vilja borga brúsann. Jón
Sigurðsson, forstjóri járnblendis-
ins, kallaði þetta undanhaldsiðnað
á ársfundi Rannsóknarráðs ríkis-
ins, sem haldinn var nýlega. Við ís-
lendingar eigum nú þegar okkar
mannfreku stóriðju fyrir, þar sem
fiskiðnaðurinn er. Við verðum þvi
einnig að stefna á önnur og feng-
sælli mið í ríkara mæli, efla nýjar
greinar á fjölmörgum sviðum, allt
frá ferðamannaiðnaði, sem á geysi-
lega vaxtarmöguleika á íslandi, í
hátækniiðnaði, sem þegar er farinn
að skjóta rótum í íslensku atvinnu-
lífi, þrátt fyrir grýttan jarðveg. I
þessu skyni þurfum við að auka
frelsi tii athafna í íslensku atvinnu-
lífi. Við þurfum að leysa úr læðingi
athafnaþrá og athafnaorku hug-
vitsfólks með því að ryðja þrösk-
uldum hafta úr vegi og með því að
byggja brýr yfir fyrstu erfiðleika-
tímabil.
Nú í haust átti ég þess kost að
stunda rannsóknir, um tveggja
mánaða skeið, vestur í Bandaríkj-
unum. Þetta var á þeim tíma sem
leiðtogafundurinn svokallaði var
haldinn í Reykjavik. Aldrei fyrr
hefur ísland fengið jafn mikla og
jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum
þar vestra og væntanlega, er því eins
farið í Evrópu. Enn er íslands oft
getið í bandarískum blöðum og
tímaritum. Erfitt er að meta auglýs-
ingagildi þessa til fjár, en ég hugsa
að það sé ekki ofsögum sagt að það
skipti jafnvel milljörðum islenskra
króna. Þetta lag þarf nú að nota vel
við eflingu ferðamannaiðnaðar hér
á landi.
En eins og á öðrum sviðum þarf
að vanda til málanna. Það þarf að
bjóða upp á mjög góða þjónustu og
að sama skapi dýra. Ef vel tekst til
þá auglýsir starfsemin sig sjálf í
framtíðinni.
Hátækniiðnaður á líka mikla
framtíð fyrir sér á íslandi, einkum
sá sem vex í tengslum við sjávarút-
veg og fiskiðnað. Gott dæmi um
þetta eru íslensku tölvuvogirnar og
annar tölvubúnaður fyrir fiskiðn-
að. Annað dæmi er samstarfsverk-
efnið í líftækni; ensímvinnsla úr is-
lensku hráefni, sem rannsókna-
sjóður Rannsóknarráðs ríkisins
styrkir. Þar vinna saman stofnanir
við Háskóla íslands, Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins og Iðn-
tæknistofnun íslands að rannsókn-
ar- og þróunarverkefni í liftækni,
sem tengist sjávarútvegi og fiskiðn-
aði. Tilgangur verkefnisins er m.a.
að vinna verðmæt lífefni eins og en-
sím úr sjávarfangi og hveraörver-
um, og að nota þessi og önnur en-
sím við að leysa ýmis viðfangsefni
fiskiðnaðarins eins og roðflettingu
hreysturlosun, himnulosun, skel-
losun og fleira í þá veru.
Mikið var fjallað um þessi mál á
ársfundi Rannsóknarráðs ríkisins,
sem haldinn var í haust. Þar kom
fram að mikil þörf væri fyrir arð-
bærar nýjungar í atvinnu- og efna-
hagslífi okkar til þess að tryggja
áframhaldandi hagvöxt og alhliða
þjóðfélagsframfarir. Það var hins
vegar varað við því að of litlu fjár-
magni og vinnu væri varið til rann-
sókna og þróunarstarfsemi til að
geta lagt traustan grunn að nauð-
synlegum breytingum og nýjungum
í atvinnuvegum okkar. Við höfum
haldið áfram að fjárfesta í gömlum
greinum og ekki undirbúið nægi-
lega vel sumt af því nýja, sem byrj-
að hefur verið á. Einnig var lögð
áhersla á það að styrkja grundvall-
arrannsóknir til að byggja upp
þekkingu og hæfni með framtíðar-
þarfir í huga og sömuleiðis að meiri
áhersla skyldi lögð á rannsóknir í
þágu úrvinnslugreina atvinnulífs-
ins, en hlutfallslega minni áhersla á
hefðbundnar frumgreinar.
Eina leiðin til að efla þessa starf-
semi hefur að undanförnu verið
með verkefnabundnum rannsókn-
um á vegum rannsóknasjóðs Rann-
sóknarráðs ríkisins, sem stofnaður
var fyrir tveimur árum síðan. Þá var
hann 50 milljónir króna, og sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi núver-
andi ríkisstjórnar er hann enn 50
milljónir króna.
Sama krónutalan þriðja árið í
röð þrátt fyrir allan fagurgalann um
nýsköpun atvinnulífs og eflingu
rannsókna. Og þrátt fyrir það að
fjölmennur hópur áhrifamanna úr
atvinnulífi og rannsóknum skoraði
á Alþingi fyrir ári síðan að efla
þennan sjóð verulega með því að
verja 150 milljónum króna til hans,
svo hann yrði nokkuð í líkingu við
hliðstæða sjóði í ýmsum nágranna-
löndum okkar, ef miðað er við
höfðatölu. Páll Theódórsson, eðlis-
fræðingur, hefur nýlega fjallað ít-
arlega um þessi mál í grein í Morg-
unblaðinu og ætla ég því ekki að
fjölyrða frekar um þau mál hér. Ég
vil hins vegar vitna í lokaorð Páls en
þar segir hann: „Skammt er nú til
þess að kjörtímabil þeirra þing -
manna, sem nú sitjaAlþingi Ijúki.
Sennilega verður ákvörðun um
framlag til rannsóknarsjóðsins síð-
asta tækifærið, sem þeir fá til að
móta nýja stefnu í atvinnurann-
sóknum. Ég vona að þeir íhugi fyrr-
nefnda áskorun, sem þeim var send
fyrir ári“
í skammdeginu glæðast ýmsar
vonir. Líklega eigum við þó öll sam-
eiginlega vonina, um vorið handan
myrkursins, vonina um betri tíð og
bjartari. En með mörgum okkar
blundar líka vonin um bætt siðferði
í stjórnmálum, vonin um valddreif-
ingu til þegnanna og jafnrétti í Al-
þingiskosningum, vonin um frelsi
til athafna, nýsköpun í atvinnumál-
um, sanngirni í skattamálum, ör-
yggi í húsnæðismálum og jafnræði
í kjaramálum. Vonin um betri tíð
eftir skammdegi valdahroka,
græðgi og óheftra hagsmuna-
árekstra gæti orðið að veruleika nú
á vordögum að loknum kosning-
um. Von mín er sú að við getum sem
flest unnið saman að þessum mark-
miðum og gert næsta vor að vorinu
í íslenskum stjórnmálum.
Að lokum vil ég óska ykkur öll-
um gleðilegra jóla og friðar og far-
sældar á komandi ári.