Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 18. desember 1986 15 „Blessuð byggðastefna“ og fyrirgreiðslupólitíkin Árni Gunnarsson skrifar „Blessuð byggðastefnan“ eða eigum við heldur að segja „bölvuð byggðastefnan“? Það fer talsvert eftir því hvaða augum við lítum ár- angur eða afleiðingar þeirrar byggðastefnu, sem stýrt hefur verið eftir undanfarin ár. Varla geta landsbyggðarmenn hrópað húrra yfir niðurstöðunum. Sannleikurinn er sá, að hin svo- kallaða byggðastéfna eru rústir ein- ar og þar stendur ekki steinn yfir steini. Talsmenn núverandi byggða- stefnu hafa lýst megintilgangi hennar með þeim orðum, að tryggja ætti jafnvægi í byggð lands- ins, sem jafnasta afkomu og jafnan rétt til hverskonar þjónustu. Hvað gleymdist? Byggðastefnan er lítið annað en orð, sem notað er á stjórnmála- fundum eða við hátíðleg tækifæri. Það gleymdist nefnilega að skapa þann grundvöll, sem unnt er að byggja raunhæfa byggðastefnu á. Það gleymdist m.a., að setja aðil- um atvinnulífsins almennar leik- reglur til þess að leiðrétta innbyggt jafnvægisleysi markaðskerfisins. Þetta hefur komið fram í ójöfnum vexti landshluta, samdráttartil- hneigingum og jafnvel tímabundnu atvinnuleysi. Það gleymdist að brjóta upp ein- okun valds, sem er i höndum for- réttindastétta embættismanna og stjórnmálamanna. Afleiðingin hef- ur orðið síþensla skrifræðis, sem hefur hindrað alla ákvarðanatöku. Afleiðingin er einnig víðtæk fjár- málaspilling, fjárfestingamistök og forréttindi nýrrar stéttar, sem beitir ríkisvaldinu til að kúga aðra. Enn ein afleiðingin er ójöfn þróun borg- ar og landsbyggðar, vegna þess að öryggi og forréttindi ríkisvaldsins laðar til sín vinnuaflið í stórum stil. Það gleymdist jafnframt, að dreifa hinu efnahagslega og póli- tíska valdi. Jafnaðarmenn hafa hvað eftir annað gert kröfu til þess, að ríkisvaldið yrði takmarkað og því dreift til smærri eininga héraða og sveitarfélaga. Hugmyndin er að skapa mótvægi við miðstjórnar- valdið og efla getu hinna smærri eininga til sjálfsstjórnar og sam- keppni. Aðeins með því verða fram- farir sjálfvaknar. Þær geta aldrei orðið fyrir tilverknað utanaðkom- andi valdbeitingar. Á meðal margra hinna fátækari þjóða heims er ein helsta hindrun fyrir efnahagslegum framförum of- vaxið ríkisbákn, sem mergsýgur sveitir og héruð og veldur ójafnri þróun, ofvexti borga og uppdrátt- arsýki sveitanna. Dreifing hins póli- tíska valds er forsenda lýðræðis og þar með framfara. íslendingar eru ekki fátæk þjóð, en sömu lögmálin gilda hér um miðstýringu. Það var margt sem gleymdist. Hvað er þá byggðastefna? Raunhæf byggðastefna er fyrst og fremst dreifing fjármuna í arð- bærar framkvæmdir, sem geta styrkt stoðir atvinnulífs og upp- byggingu byggðarlaga, er annars eiga undir högg að sækja. Raunhæf byggðastefna á að tryggja það, að eitthvað verði eftir í hcimabyggð af þeim fjármunum, sem fólkið skap- ar með vinnu sinni, eða að eðlileg- um hluta þeirra verði skilað aftur. Raunhæf, byggðastefna grund- vallast á áætlanagerð um arðbærar framkvæmdir, sem stuðla að því að styrkja atvinnulíf, félagslega þjón- ustu og til að auka samstöðu íbúa einstakra byggðarlaga um betra mannlíf. Raunhæf byggðastefna er dreif- ing valds og valdastofnana. Raun- hæf byggðastefna er aukin sjálfs- stjórn sveitarfélaga, sem best þekkja til allra innri mála, en þurfa um þessar mundir að taka við skip- unum frá miðstýrðu valdakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Raunhæf byggðastefna er einnig að koma í veg fyrir útþenslu höfuð- borgarsvæðisins, enda veldur sú þensla ómældum erfiðleikum í allri félagslegri þjónustu, eignalegu mis- rétti og tekjuskiptingu, sem er for- kastanleg. Fyrirgreiðslupólitíkin Því miður hafa alltof margir litið á byggðastefnuna í gegnum gler- augu fyrirgreiðslupólitíkusanna. Aðstaða margra þeirra til óeðlilegr- ar fyrirgreiðslu, sem ekki byggir á neinu raunhæfu arðsemismati, hef- ur valdið hinum dreifðu byggðum meira tjóni en mælanlegt verður. Hagsmunir heildarinnar eru fyrir borð bornir, þegar „góðurn" ein- staklingum eða fyrirtækjum eru færðir fjármunir í vonlausri stöðu. Slík dreifing á peningum heildar- innar helur ottar en ekki komið í veg fyrir að unnt hafi verið að gera heildstæðar áætlanir um raunhæfa aðstoð, raunhæfa uppbyggingu, raunhæfa byggðastefnu. Slíkir fyr- irgreiðslupólitíkusar, sem I störfum sínum fara eingöngu eftir Iitarafti stjórnmálamanna, valda oft meira tjóni en þeir gera gagn. Sjálfstæði sveitarfélaganna Alþingi hefur svikist um að brjóta upp hið miðstýrða valda- og efnahagskerfi, sem hefur orðið að neikvæðu formerki fyrir framan hugsjónir um jöfnuð og réttlæti, sem er rauði þráðurinn í alvöru byggðastefnu. Frekar hefur verið gengið á hlut sveitarfélaganna en hitt, og tekjustofnar þeirra rýrðir stórlega. (Það væri fróðlegt að gera úttekt á því hvert framlag Norður- landskjördæmis eystra er til þjóðar- búsins, og hve stóran hlut það fær til baka til að moða úr.) Þá hefur Alþingi einnig brugðist þeirri skyldu sinni, að dreifa vald- inu. Það er allt saman komið á Framhald á bls. 23 Jólagjöfin í ár: Braun skeggsnyrtirinn, Braun skeggsnyrtirinn (bartskeri og klippur) gerir alla skeggsnyrt- ingu létta og auðvelda. Stillanlegur fyrir fjórar skegglengdir, 3—8—14—19 mm. Bæði fyrir straum og hleðslu. 40 mín. notkun á hleðslu. BRAUN jólagjafir Hentugar og ódýrar Rakvélar frá kr. 1.900.- Krullujárn frá kr. á 1 BRflun 30 DAGA SKILAFRESTUR ef keypt er fyrir 31.12.86 TILBOÐ k r Nýjung: 30 daga skilafrestur á Braun rakvélum ef kaup eru gerð fyrir 31.12.1986. Hárblásarar frá kr. 1.690.- Verslunin PFAFF Borgartúni 20 sími 26788 og allar betri raftækjaverslanir lar dsins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.