Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 18. desember 1986 21 Nefndarálit miði heildarhagsmuna og ríkis- fjármála. 4. Atvinnufyrirtæki með þátttöku ríkisins. 5. Þjónustufyrirtæki ríkisins fyrir atvinnuvegina. 6. Heilbrigðisþjónusta, skipulag hennar og fjármögnun. 7. Almannatryggingakerfið og fjármögnun þes. 8. Lífeyriskerfið og fjármögnun þess. Nauðsynlegt er að taka tvo eða fleiri fjármálaþætti fyrir frá lang- tímasjónarmiði ár hvert, þannig að tillögur um árlegar fjárveitingar úr skattheimtu megi skoða í því ljósi. Heildarendurskoðun skattakerfis- ins, landbúnaðarstefnan og „vel- ferðarkerfi fyrirtækjanna“ verða forgangsverkefni, fái Alþýðuflokk- urinn nokkru um ráðið. Breytt vinnubrögð: Fyrir utan að skilgreina hlutverk ríkisvaldsins upp á nýtt og móta nýja heildar- stefnu í ríkisfjármálum verður að fylgja hvoru tveggja eftir með því að taka upp ný vinnubrögð við sjálfa fjárlagagerðina. Reynslan kennir okkur að því fer víðs fjarri að niðurstöðutölur fjárlaga stand- ist frá ári til árs. Munurinn hleypur ekki á tugum milljóna eða hundr- uðum, heldur milljörðum. Fjárlög af slíku tagi eru gagnslaus sem hag- stjórnartæki. Sama máli gegnir um lánsfjárlög. Ríkisbúskapurinn hef- ur árum saman aukið skuldasöfnun sína langt umfram lánsfjárlaga- heimildir. Einstakar stórar ríkis- stofnanir virðast leika lausum hala og taka lítið sem ekkert tillit til máttlausra sparnaðar- og aðhalds- fyrirmæla. Engin markviss stefna virðist ráða um mannaflanýtingu né launakjör í opinbera geiranum. Ein afleiðingin er sú að síþensla rekstrarútgjalda étur upp ríkistekj- urnar, þannig að fjármögnun verk- legra framkvæmda á fjárlögum verður sífellt minni afgangsstærð. Pennastriksaðgerðir reynast haldlausar. Fyrirmæli um aðhald eins og t.d. 5% niðurskurður rekstr- arútgjalda eða yfirvinnubann virð- ast einkum vera til að sýnast. Til- gangurinn er sá að láta niðurstöðu- tölur A-hluta ríkissjóðs líta betur út á pappírnum. En þegar ríkisreikn- ingurinn birtist kemur á daginn að ráðuneyti og ríkisstofnanir taka ekkert mark á slíkum fyrirmælum. Hér þarf því að taka upp gerbreytt vinnubrögð. Fella verður niður hefðbundin framlög, sem styðjast eingöngu við vana og tregðulög- mál. í annan stað verður að færa starfsemi frá ríkinu til einkaaðila, ef rökstudd ástæða er til að ætla að þeir leysi verkefnin með minni til- kostnaði. Verkaskipting ríkis og sveitarfé- laga: í þriðja lagi verður að koma kostnaðarhugtaki inn í rekstur rík- isstofnana, t.d. með því móti að rík- isstofnanir, sem þjónusta atvinnu- vegi og fyrirtæki, selji þjónustu sína og sérþekkingu á kostnaðar- verði. Þá verður að endurskoða frá rótum fyrirtækjarekstur á vegum ríkisins, sem betur væri kominn í höndum annarra aðila. Það getur gerst ýmist með því að selja fyrir-' tæki í rekstri eða selja hlutabréf í fyrirtækjum, sem ríkið er eignar- aðili að. Loks verður að endurskoða frá grunni verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, samhliða endurskoð- un á tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs. Sum verkefni, sem ríkið sinnir nú að hluta, en sveitarfélög að hluta, eiga að færast algjörlega yfir á sveitarfélögin eða nýjar fylkis- stjórnir á landsbyggðinni. Þar á móti þurfa sveitarfélögin að fá auk- ið sjálfræði um tekjustofna sína. Þessi heildarendurskoðun á að fara fram í ljósi þeirrar grundvallarreglu að saman fari framkvæmdafrum- kvæði og rekstrarleg ábyrgð. Þessi stefna styðst enn fremur við þau stjórnmálalegu og félagsfræðilegu rök að færa eigi pólitískt ákvörðun- arvald sem næst þolendum þess, hvar sem því verður við komið. I ljósi þessara grundvallarsjónar- miða þarf að efna til heildarendur- skoðunar á stjórnkerfi heilbrigðis- og skólamála. Taka verður upp þá sjálfsögðu verklagsreglu að ríkisstjórnir á hverjum tíma taki fyrst pólitíska ákvörðun um æskilega hlutdeild ríkisins í ráðstöfun þjóðartekn- anna. Fyrst á að ákveða tekjuöflun- ina sem hlutfall þjóðarframleiðslu. Því næst að útgjöld verði ákveðin innan ramma fyrirhugaðrar tekju- öflunar. Það er forkastanlegt að ákveða fyrst útgjaldastigið, en skrapa síðan saman tekjum með meira eða minna handahófskennd- um hætti, eftir að útgjöldin hafa verið ákveðin. Slík vinnubrögð leiða óhjákvæmilega til þess að út- gjaldaþörf langt umfram tekjur verður fjármögnuð með lántökum og fjárlagagerðin þannig eyðilögð sem hagstjórnartæki. Þessu þarf að fylgja eftir með því að nýta kosti svonefndra „rammafjárlaga“, þar sem fyrst er settur heildarrammi um útgjöld ríkisins og síðan um útgjöld hvers ráðuneytis fyrir sig. Ráðherr- ar beri ábyrgð á að ekki sé farið út fyrir þær skorður sem þeim eru settar. Innan rammans á hvert ráðu- neyti hins vegar að hafa svigrúm til þess að ákvarða forgangsröðun út- gjalda. Þetta er ein leið til að auka ábyrgðartilfinningu við ráðstöfun fjárins innan einstakra ráðuneyta og ríkisstofnana. Þannig ættu ráðuneytin að hafa frjálsar hendur um tilfærslur innan síns ráðuneytis, innan marka heildarrammans. Ráðherrar gætu þá lagt niður stöð- ur og skapað nýjar eftir þörfum, eða bætt launakjör þeirra starfs- manna sem fram úr skara. Aðgerðir af þessu tagi eru for- senda þess að unnt sé að stöðva sí- þenslu ríkisútgjalda og sjálfvirkni í rikisbúskapnum. Eftir þessum leið- um er unnt að knýja fram raunveru- lega ráðdeild og aðhald í ríkis- rekstri, þar sem almenn sparnaðar- fyrirmæli reynast gagnlaus. Það þarf hvorki meira né minna en rót- tæka kerfisbreytingu í ríkisrekstri til þess að binda endi á sjálfvirka skuldasöfnun og tryggja að unnt sé að beita fjárlögunum sem öflugu hagstjórnartæki til að stuðla að eðlilegu jafnvægi í þjóðarbúskapn- um. Stefna Alþýðuflokksins í ríkis- fjármálum byggir á þessum grund- vallarforsendum. Markmiðin eru m.a. að tryggja betri nýtingu þess fjármagns sem rikið tekur í sinn hlut og forðast fjárfestingarmistök sem grafa undan trú manna á opin- berri þjónustu og hvetja óbeinlínis til skattundandráttar og skattsvika. Róttækar breytingar á stefnu og vinnubrögðum i ríkisfjármálum af þessu tagi eru jafnframt forsenda þess að unnt sé að draga úr skatt- heimtu og tryggja þannig aukinn kaupmátt, án verðbólgu. Ríkisvald ið verður að hafa svigrúm til slíkra aðgerða til þess að geta tryggt frið á vinnumarkaðnum og félagslega samstöðu um skiptingu þjóðar- teknanna til langs tíma. Geta ríkis- stjórna til þess að reka samræmda launastefnu hvílir þvi einnig á sömu forsendum. 3. Stefnubreyting í ríkisfjármálum Fjárlagatillögur Alþýðuflokks- ins: Við seinustu fjárlagaafgreiðslu lögðu þingmenn Alþýðuflokksins fram um 100 breytingartillögur við fjárlög og lánsfjárlög sem i heild sinni gáfu til kynna þá stefnubreyt- ingu í ríkisfjármálum sem Alþýðu- flokkurinn vill að nái fram að ganga. í heild sinni fólu þessar breytingartillögur í sér: 1. Rekstrarafgang ríkissjóðs og lækkun erlendra skulda. 2. Breytingar á skattakerfi: Ein- földun tollakerfis, lækkun tolla og vörugjalds, nýjan stigbreyti- legan eignarskatt á verðbólgu- gróða, lækkun söluskatts og fækkun undanþága, — skatta- lagahreinsun. 3. Breytta forgangsröðun ríkisút- gjalda. 4. Kerfisbreytingar í ríkisrekstri. 5. Aukin framlög til félagslegra umbóta og verklegra fram- kvæmda. Tillögur Alþýðuflokksins fólu í sér aukið olnbogarými til athafna, bæði á sviði félagsmála og verk- legra framkvæmda, m.a. með auknum framlögum til: — húsnæðismála — tryggingamála — málefni fatlaðra — markaðssóknar erlendis — baráttu gegn fíkniefnum — átaks gegn skattsvikum — hafnarframkvæmda — Þjóðarbókhlöðu. Þessar tillögur voru allar felldar af meirihluta stjórnarliða. Fæstar þeirra hlutu stuðning annarra stjórnarandstöðuflokka. Þessar undirtektir benda til þess að enn sem komið er sé takmarkaöur skilningur meðal meirihluta þing- manna á nauðsyn róttækrar kerfis- breytingar í rikisrekstri. Þessar undirtektir benda til þess að rót- tækar umbætur á grundvallarþátt- um ríkisbúskaparins verði úr þessu að bíða nýs þingmeirihluta og nýrr- ar ríkisstjórnar. Þingmenn Alþýðu- flokksins eru reiðubúnir að kynna hugmyndir sínar og tillögur um nið- urskurð ríkisúgjalda og aukna ráð- deild í ríkisrekstri, þótt þeir sjái ekki ástæðu til að flytja breytingar- tillögur, á þessu stigi. Sem dæmi um þá kerfisbreytingu, sem að er stefnt, má nefna: 1. „Velferðarkerfi atvinnuvega" sem flytjist til samtaka viðkom- andi atvinnuvega. — Fiskifélag íslands — forfalla- og afleysingaþjón- usta — mat á landbúnaðarvörum — framlög til búfjárræktar — tilraunastöð Búnaðarsam- bands Suðurlands — Búnaðarsamband Austur- Skaftfellinga — jarðræktarframlög — Búnaðarfélag íslands — Ríkismat sjávarafurða — Ferðamálaráð (verði hluti af Útflutningsráði). 2. Ríkisstofnanir sem leggja á nið- ur: — Húsameistari ríkisins — Bifreiðaeftirlitið — ráðunautar skv. jarðræktar- lögum — einangrunarstöð í Hrísey — tilraunabúið Hesti — tilraunastöðin Reykhólum — fóður- og fræframleiðsla í Gunnarsholti — Stórólfsvallabúið — fóðuriðjan Ólafsdal — grænfóðurverksmiðjan Flat- ey — laxeldisstöðin Kollafirði — embætti Veiðimálastjóra. 3. Rikisstofnanir sem eiga að afla sértekna með sölu þjónustu og sérfræðiþekkingar á kostnaðar- verði: — tilraunastöð Háskólans Keldum — Rannsóknastofnun land- búnaðarins — Hafrannsóknastofnun — Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins — Fasteignamat ríkisins — Flugmálastjórn — Iðntæknistofnun — Rannsóknastofnun bygging- ariðnaðarins — Orkustofnun — Rafmagnseftirlit. 4. Fýrirtæki sem ríkið á að selja: — Fríhöfnin Keflavík — Áburðarverksmiðja ríkisins — Lyfjaverslun ríkisins — Umferðarmiðstöðin — Ferðaskrifstofa ríkisins — Sementsverksmiðja ríkisins —- Rafmagnsveitur ríkisins (til sveitarfélaga) — hluti af ríkisbankakerfinu. 5. Millifærslur í þágu sérstakra at- vinnugreina og milliliða sem á að stöðva: — niðurgreiðslur — útflutningsbætur — millifærslur til sjávarútvegs- ins. Niðurgreiðslur vöruverðs hafa núorðið sáralítil áhrif á vísitölu framfærslukostnaðar. Niður- greiðslur á hefðbundnar landbún- aðarafurðir eru öðru fremur fram- leiðslustyrkir, þrátt fyrir að megin- vandi landbúnaðarins er offram- leiðsla. Veigamesti þáttur niður- greiðslna er „vaxta- og geymslu- gjald“ sem er greitt vinnslustöövum og milliliðum og koma því bændum aðeins að óbeinum notum. Þá er það einnig þversagnakennt að leggja há aðflutningsgjöld á efni og búnað til orkudreifingar sem leiðir til of hás orkuverðs og síðan er greitt niður. Þessar tillögur eru fram settar í anda þeirrar stefnu að ríkisafskipti eigi að vera takmörkuð við að setja atvinnulífinu almennar leikreglur og móta því heppilegt starfsum- hverfi. Hins vegar eigi ríkið að forð- ast sértæka íhlutun og mismunun milli atvinnugreina, í þágu sérhags- muna. Ríkið eigi þar á móti að reyna að vanda til verks á þeim svið- um sem það vill einbeita sér að svo sem á sviði skólamála, heilbrigðis- þjónustu og almannatrygginga. Þetta er sú leið sem fara á til að koma böndum á ríkisbúskapinn, stöðva síþenslu hans og sjálfvirkan útgjaldaauka ár frá ári. Reynslan kennir að pennastriksaðferðir, svo sem eins og sparnaðarfyrirmæli til ráðuneyta og ríkisstofnana, duga ekki í reynd. Með því að draga sam- an seglin á þeim sviðum, þar sem ríkisvaldið fer illa með fé, opnast nýjar leiðir til aukinna framlaga á öörum sviöum, sem setja þarf í for- gangsröð. sem dæmi um það má nefna aöbúnað fatlaðra og þroska- heftra og verklegar framkvæmdir á sviði samgöngumála, skóla- og „Eina jörð veit ég eystra“ Halldór Laxness og Sovétríkin eftir Sig- urð Hróarsson. „Eina jörð veit ég eystra" er ítar- leg ritgerð um Halldór Laxness og viðhorf hans til Sovétríkjanna á tímabilinu 1930 og fram yfir 1960 og hvernig þetta viðhorf breytist. Höfundurinn Sigurður Hróarsson, er ungur bókmennta- og íslensku- fræðingur. Á þessu tímabili — frá rússnesku bvltingunni og fram að stríði, löð uðust margir rithöfundar bæði i Evrópu og Ameríku að kommún- isma. Þeir töldu hann veita svör við flestum aðkallandi spurningum samtímans og framkvæmd hans í Sovétríkjunum væri lausn veraldar- vandans. í þessum hópi var Halldór Laxness. Þessi þáttur í sögu Lax- ness er saga um óvenjulegt hrif- næmi „saga glæstustu vona og sár- ustu vonbrigða“ eins og ritgerðar- höfundur kemst að orði. Bókin er 202 bls. að stærð, gefin út sem kilja. Vinnslu bókarinnar annaðist Prentstofa G. Benedikts- sonar. Hófí Dagbók fegurðardrottningar Skráð af Jóni Gústafssyni. Fyrir rúmu ári var tvítug fóstra úr Garðabæ kjörin ungfrú Heimur. Árið sem fór í hönd átti eftir að verða viðburðaríkt. Hún ferðaðist mikið, heimsótti munaðarlaus börn, kom víða um heim fram í sjónvarpi og hitti mikið af frægu fólki, Peter Ustinov, Huey Lewis og hljómsveit hans og fleiri. Auk þess tók hún þátt í ýmiss konar kynning- arstarfi. Allt þetta leysti Hófí með slíkum sóma að hún hefur orðið hálfgildings þjóðhetja. Glæsilegt útlit hennar og yfirlætisleysi hefur hrifið alla. Jón Gústafsson tók saman sögu hennar Hófíar árið sem hún bar tit- ilinn. Bókin er í dagbókarformi enda byggð á dagbókum Hófíar og viðtölum við hana. Þar fjallar hún á sinn látlausa hátt um frægðina, ferðalögin, fjölskylduna og börnin sem eru henni svo kær. Bókin er 128 bls. að stærð í stóru broti, prentuð og bundin í Prent- smiðjunni Odda. Sjöstjarnan í meyjarmerkinu myndljóð eftir Jónas E. Svafár. Þessi ljóðabók hefur að geyma ýmis ný ljóð skáldsins og úrval ljóða frá fyrri tíð, sum endurskoð- uð. Jónas hefur notið algerrar sérstöðu meðal íslenskra nútímaskálda allt frá því að hann lagði út í ritstörf og teikningar árið 1948. Hugmynda- flug hans þykir með ólíkindum og sömuleiðis hugkvæmni við að tvinna saman orðum og þönkum. heilbrigðismála. Pólitík er að vilja. Mismunandi áherslur á forgangs- röð verkefna innan ríkisbúskapar- ins endurspegla ólíka pólitíska af- stöðu. Versta aðferðin í stjórnmála- baráttu er sú að þykjast vera öllum allt, en reynast svo öllum jafnilla í reynd. Þegar litið er yfir langan tíma virðist hið opinbera ekki hafa náð því lagi á sínum búskap að hann hafi stuðlað að jafnvægi í þjóðar- búskapnum. Rík tilhneiging hefur verið til uppsöfnunar á sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum útgjaldakerf- um. Göt hafa dottið á skattakerfið með undanþágum fyrir margvís- lega sérhagsmuni. Margs konar rík- isrekstur heldur áfram samkvæmt tregðulögmálinu, þótt þarfirnar hafi breyst. Hin árlega fjárlagagerð hefur ekki dugað til að takast á við þessi vandamál. Nauðsýnlegt er að taka fyrir tiltekna mikiívæga þætti í ríkisfjármálum með yfirsýn yfir liðin ár og líta nokkur ár fram í tím- ann. Markmiðið er að bæta ríkis- reksturinn, gera hann hagkvæmari og þjónustuna við almenning betri. (11. des. 1986.) Kímnin skín víða í gegn og hann kemur lesandanum sífellt á óvart. Vaka-Helgafell gefur bókina út. Kristinn í Björgun — eldhuginn isandinum.Arni Johnsen rœðir við Kristinn í Björgun. Árni Johnsen ræðir hér við Krist- inn Guðbrandsson í Björgun urn líf hans og stórbrotinn starfsferil. Auk þess ræðir hann um Kristin við þrjá af vinum hans, þá Helga Eyjólfs- son, Jóhannes Nordal og Einar Halldórsson. Þrír mikilsverðir eig- inleikar virðast einkenna Kristin Guðbrandsson umfram aðra menn: Hann þekkir ekki uppgjöf, þolir ekki lognmollu eða kyrrstöðu og hann er fæddur tæknisnillingur. Kristinn í Björgun er löngu þjóð- kunnur maður og þá einkum fyrir fernt: björgun strandaðra skipa, þátttöku í vel heppnuðum tilraun- um í fiskirækt, dælingu byggingar- efnis úr sjó, og leitina að gullskip- inu. Þeir Björgunarmenn gáfust aldrei upp við strönduð skip og komu rúmlega 80 á flot; eftir 30 ára tilraunastríð er fiskirækt Kristins og félaga hans loks farin að skila arði; sanddælingin gekk strax vel, en gullskipið er ófundið enn. Skyldu þeir finna það? Bók full af fjöri og spennu, eins og líf þessa eldhuga, Kristins Guð- brandssonar, hefur verið. Sandur- inn hefur verið starfsvettvangur hans, en hann hefur aldrei byggt á sandi. Kristinn í Björgun er 212 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðju Árna Valdemarssonar og bundin í Bók- bandsstofunni Örkin. Hús sem hreyfist Sjö Ijóðskáld, Bókmenntaritgerðir eftir Kristján Karlsson Bókin hefur að geyma sjö bók- menntaritgerðir sem allar flytja að einhverju leyti nýja túlkun á verk- um þeirra skálda, sem um er fjallað. Skáldin eru þessi: Bjarni Thorar- ensen, Einar Benediktsson, Stefán frá Hvítadal, Guðfinna frá Hömr- um, Tómas Guðmundsson, Magn- ús Ásgeirsson, Steinn Steinarr. Ritgerðirnar hafa áður birst sem formálar fyrir verkum skáldanna. „Þær eru ekki hugsaðar sem inn- gangur í merkingunni skýringar, — því að í skáldskap er ekkert að skýra, — heldur sem íhuganir um ljóðagerð skáldunum til heiðurs" segir höfundur í eftirmála. Um aðferðir þær sem Kristján Karlsson beitir i bókmenntarýni hefur Halldór Laxness komist svo að orði: „Svona eiga bókmennta- fræðingar að hugsa og skrifa um bækur... þá verður bókmennta- gagnrýnin líka það sem hún á að vera: sérstök listgrein innan bók- menntannaí* Hús sem hreyfist er 176 bls. að stærð, prentuð í Prentbergi og bundin í Félagsbókbandinu. Bókafréttir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.