Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 18. desember 1986 Breyting á lögum um viðskiptabanka Úr þingræðu Jóhönnu Sigurðardóttur Jóhanna Sigurðardóttir og Guðmundur Einars- son hafa lagt fram á Al- þingi tvö frumvörp um breytingu á lögum um viðskiptabanka og spari- sjóði, sem kveða á um að þak verði sett á lánveit- ingar til viðskiptavina lánastofnunar. Slíkt ákvœði á að tryggja að lánafyrirgreiðsla til eins viðskiptaaðila megi aldrei nema meira en ákveðnu hlutfalli af eigin fé banka eða sparisjóðs. Hér fer á eftir úrdrátt- ur úr rœðu Jóhönnu Sig- urðardóttur, þegar í s.l. viku var mœlt fyrir þess- um frumvörpum. Sú breyting sem lögð var til í báð- um þessum frumvörpum, þ.e. breyt- ing á Iögum um viðskiptabanka og sparisjóði, er sú að þak verði sett á lánveitingar til viðskiptavina lána- stofnana. í fyrsta lagi er kveðið á um að heildarskuldbindingar eins viðskiptaaðila við viðskiptabanka eða sparisjóð megi aldrei nema meira en 35% af bókfærðu eigin fé innlánsstofnunar. Sama gildi um heildarskuldbindingar fleiri en eins viðskiptaaðila sem eru svo fjár- hagslega tengdir að með hliðsjón af útlánaáhættu verði að Iíta á skuld- bindingar þeirra gagnvart við- skiptabanka eða sparisjóði í einu lagi. Skylda Alþingis Rökstuðningur fyrir þessum lagabreytingum er augljós. Það er skylda Alþingis að tryggja að lög- gjöf um starfsemi banka og spari- sjóði sé með þeim hætti að hún veiti. innlánsstofnunum strangt aðhald. Löggjöf verður að vera þannig úrl garði gerð að hún tryggi til hins’ ítrasta hag sparifjáreigenda og komi í veg fyrir að hægt sé að taka ákvarðanir sem stofni rekstri og af- komu innlánsstofnana í hættu. Tilgangur frv. er sá að koma í veg fyrir þá hættu sem óeðlilega mikil fyrirgreiðsla til stærstu lántakenda hefur í för með sér fyrir hag og rekstur banka. Mikilvægi þess að slíkt ákvæði verði lögfest er aug- ljóst og eru viðskipti Útvegsbanka Islands og Hafskips hf. þar gleggsta dæmið. Að auki má benda á að svar viðskrh. á síðasta Alþingi við fsp. minni um hlutfall heildarfyrir- greiðslna af eigin fé ríkisbankanna til fimm stærstu lántakenda er ótví- ræð sönnun þess hve brýnt er að lögfesta slíkt ákvæði. Þar kom fram að einn viðskiptabankinn hafði lán- að einum og sama aöila 145% af eigin fé bankans og að lánveitingar viðskiptabankanna til fimm stærstu lántakenda nema tvöföldu til fjórföldu eigin fé bankanna. Af þessu má ljóst vera að lánveitingar ríkisviðskiptabankanna eru úr öllu hófi og geta fyrirvaralaust teflt rekstri og hag bankanna í stórfelldu hættu. Tryggja þarf aðhald í útlánum banka Brýna nauðsyn ber því til að setja þegar í stað ákvæði í lög um við- skiptabankana þar sem skorður verðí settar við lánafyrirgreiðslu bankanna til einstakra viðskipta- aðila og tryggt verði að bankarnir eigi ekki allt undir því komið að einn og sami lántakandi standi við skuldbindingar sínar. Frv. þetta var lagt fram á s.l. þingi, en hlaut þá ekki hljómgrunn. Ef marka má ummæli hæstv. viðskrh. á Alþingi 13. nóv. s.I. í um- ræðum um viðskipti Hafskips og Útvegsbanka íslands er ekki óeðli- legt að ætla að hér hafi orðið breyt- ing á og vil ég, með leyfi forseta, vísa í ummæli hæstv. viðskrh. á Al- þingi 13. nóv. s.l., en þar sagði hæstv. viðskrh., með leyfi forseta: „Það er of snemmt að draga nú þegar endanlegar ályktanir af öllu því sem snertir Hafskipsmálið og skýrslu rannsóknarnefndar, en menn hljóta að velta vöngum yfir ýmsu og ég vil drepa á nokkur atriði. Ein mikilvægasta spurningin sem hugleiða þarf er hvort ástæða sé til að setja í lög hér á landi ákvæði um hámark lánveitinga inn- lánsstofnana til einstakra fyrir- tækja eins og gert er samkvæmt upplýsingum nefndarinnar í flest- um nágrannalandanna" Ennfremur sagði viðskrh. „Nefndin telur að slík ákvæði gætu hvatt til sameiningar banka. Ákvæðið gæti einnig leitt til þess að stór fyrirtæki yrðu að leita til fleiri en einnar bankastofnunar. Áhætt- unni yrði þannig dreift. Mikilvægt er að koma í veg fyrir að bankasiys sem þetta endurtaki sig í íslenskum innlánsstofnunum“ Ég tel, að þessi ummæli staðfesti að skoðun hæstv. viðskrh. hafi breyst í þessu máli og að vel megi vera að það frv. sem ég nú mæli fyr- ir hafi hljómgrunn á hv. Alþingi nú þó að það hafi ekki haft það á sín- um tíma þegar það var til umfjöll- unar á Alþingi. Óeðlilegir viðskiptahættir Kjarni málsins er sá að með engu móti er hægt að réttlæta svo miklar lánveitingar eins og raunin hefur orðið á þannig að bankar og spari- sjóðir eigi allt undir því komið að einn og sami viðskiptaaðili standi undir sínum skuldbindingum þegar allt eigið fé bankans og meira til hefur verið lánað til eins og sama viðskiptaaðila. Áður en ég lýk um- fjöllun um þetta atriði frv. vil ég þó benda á að margar þjóðir hafa sett ákvæði í lög um takmörkun lánveit- inga banka miðað við eigið fé, en eigið fé banka er mælikvarði á styrkleika hans. Hér á landi var um langan tíma að finna ákvæði um takmörkun lánveitinga í löggjöf um sparisjóði. Þau ákvæði voru sett árið 1941 og giltu allt til þau voru felld úr gildi með lögum nr. 87/1985. Ekki er úr vegi að rifja upp rök þau sem að baki lágu 1941 þegar þau ákvæði voru lögfest og fram koma í athuga- semdum með frv., með leyfi fprseta, en þar segir: „I frv. til 1. um eftirlit með bönk- um og sparisjóðum er bankanefnd- in hefur samið leggur hún til að ákveðið verði hámark þess sem lánastofnanir mega lána einstökum viðskiptamönnum og fleirum sem eru fjárhagslegatengdir. I samræmi við það er ákvæði 16. gr. frv. til 1. um sparisjóði. Nefndin leggur mikla áherslu á að slík ákvæði verði lögfest hér. Er hvort tveggja að öll reynsla hér á landi mælir með að þess sé full þörf og að aðrar þjóðir hafa talið ástæðu til að ákveða svip- að í sínum banka- og sparisjóðslög- um. Einnig hefur nefndin orð bæði danskra og sænskra bankafræð- inga fyrir því að mjög sé nauðsyn- legt að fylgja því vel eftir að lána- stofnanir bindi ekki fé sitt um of hjá einum eða fáum viðskipta- mönnum. Telja þeir að flest ef ekki öll bankahrun á Norðurlöndum hafi stafað af því að ekki hafi verið gætt nægrar varfærni í því efni. Það er líka augljóst að ekki er heppilegt fyrir lánastofnun að binda fé sitt svo hjá einum eða fáum mönnum að hrun þeirra geti leitt af sér hrun lánastofnunar. Er mjög hætt við að þá verði freistast til að halda lánveitingunum áfram lengur en nokkurt vit er í til þess að fresta hættulegu uppgjöri og að jafnvel geti farið svo að það sé fremur lán- þegi sem hafi lánastofnun í hendi sér en hún hanní' Ég tel að þessi rök, sem hér voru tilgreind og fram komu á Alþingi þegar mælt var fyrir breytingu á sparisjóðslögum 1941, eigi ekki síð- ur við nú en fyrir 45 eða 46 árum. Upplýsingaskylda ráð- herra Hitt ákvæði frv. fjallar um upp- lýsingaskyldu ráðherra til Alþingis að því er varðar hag og rekstur ríkis- viðskiptabanka. Rökin fyrir því eru einnig ljós. Það er skylda Alþingis að halda uppi virku aðhaldi og eft- irliti með starfsemi bankanna. Nauðsynlegt er að slíkt ákvæði, sem hér er gert ráð fyrir, sé lögfest því að framkvæmdavaldið hefur margoft neitað Alþingi um upplýs- ingar er snerta hag og rekstur banka þegar eftir þeim hefur verið leitað. Því er brýnt að lögfesta upplýsinga- skyldu ráðherra þannig að löggjöf- in um starfsemi banka veiti Alþingi svirúm til að halda uppi því eftirliti sem því ber með starfsemi innláns- stofnana. Reynslan sýnir að tryggja verður slíka upplýsingaskyldu framkvæmdavaldsins gagnvart lög gjafanum með ótvíræðum hætti. í því sambandi, herra forseti, vil ég benda á að fyrir skömmu lagði ég fram fsp. á hv. Alþingi. Fsp. var beint til hæstv. viðskrh. og var um Iánveitingar banka og sparisjóða. Spurningu minni um hvaða reglur gildi um lánveitingar hvers banka og sparisjóðs fyrir sig svaraði hæstv. viðskrh. nánast því að Al- þingi komi það mál ekki við. Ekkert svar Engu var um það svarað, hvaða reglur gilda um lánveitingar hvers banka og sparisjóðs fyrir sig. Það er harla einkennilegt að svara Al- þingi slíku þegar um er spurt. Ég held að þetta svar sýni kannske best hve brýnt er að lögfesta upplýsinga- skyldu ráðherra þannig að Alþingi geti hvenær sem er krafið fram- kvæmdavaldið og ráðherra um upplýsingar sem snerta hag og rekstur banka og annarra innláns- stofnana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.