Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 18. desember 1986 Kjartan Jóhannsson skilaði séráliti í fjárhags- og viðskipta- nefnd vegna nýs frumvarps um breytingar á lögum um tekju- skatt og eignaskatt. Alþýðublaðið birtir í heild minnihlutaálit Kjartans: Það er heildarmyndin sem skiptir máli segir Kjartan Jóhannsson Jaðarskattur % Ljóst er að löngu er orðið tíma- bært að endurskoða tekjukerfi rík- isins frá grunni, þar á meðal ekki sist að einfalda tekjuskatta hins op- inbera í heild sinni og grisja frá- dráttarfrumskóginn jafnframt því sem tekjuskattur ríkisins af venju- legum launatekjum yrði afnuminn. Þetta verður ekki gert hér og nú. Hins vegar verður að skoða þá mynd sem við blasir við fyrirhuguð áform um skattlagningu samkvæmt gildandi kerfi og freista þess að lag- færa hana. Þegar ákveða á álagningu tekju- skatts á vegum ríkisins er nauðsyn- legt að hafa í huga aðra skatta á vegum hins opinbera, ríkis- og sveit- arfélaga, sem lagðir eru á gjaldend- ur á grundvelli tekna. Heildarmynd- in er það sem máli skiptir. Auk tekjuskatts til ríkisins verður þannig að líta á sjúkratryggingargjald, sóknargjald og útsvar. Jafnframt er nauðsynlegt að skoða heildarálagninguna sem hlut- fall af greiddum launum. í því felst að Iíta á álagningarstofn sem hlut- fall af útborguðum launum og jað- arprósentur skatts miðað við þau laun sem framteljendur fá í hendur. Flestir munu nýta svonefndan 10% frádrátt frá tekjum til ákvörð- unar á tekjuskattsstofni og verður við það miðað hér. Á hinn bóginn eru Iífeyrissjóðsiðgjöld, sem nema yfirleitt um 4% af tekjum, ekki út- greidd. Af þessu leiðir að tekjuskatts- stofn sem hlutfall af útborguðum launum er 93,7% (0,90/0,96). Af þessu leiðir jafnframt að álagning- arstofn útsvars, sjúkratryggingar- gjald er 2% og sóknargjald er 0,35%. Þá fæst svofelld niðurstaða og er þá miðað við útgreidd laun: 1. Útsvarslausar tekjur eru 47.300 kr. á ári. 2. Persónuafsláttur nýtist til greiðslu útsvars að fullu allt að 224.260 kr. á ári. 3. Skattleysismörk tekjuskatts eru við árstekjurnar 345.900 kr. 4. Jaðarprósentur ofantaldra tekju- tengdra skatta eru þessar: Mánaðartekjur % Allt að 18.700 kr____ 0 18.700 til 28.800 kr_0—11.3%' 28.800 til 36.600 kr_ 28.2% 36.600 til 42.200 kr_ 30.3% 42.200 til 73.300 kr_ 40.2% 73.300 kr. og meira 49.5% Heildarmyndin verður þá þessi. í tekjutengda skatta fara þannig 40,20 kr. af hverjum 100 kr. sem menn vinna sér inn umfram 42.200 á mánuði, allt að 73.300 kr. mánað- artekjum, en 49,50 af hverjum 100 kr. sem menn fá í útgreidd laun um- fram 73.300 kr. á mánuði. Samkvæmt upplýsingum um út- greidd laun má af þessu ráða að venjulegt fullfrískt vinnandi fólk lendi að stórum hluta í þessum efstu skattþrepum og greiði þannig 40 eða 50% af jaðartekjum sínum í tekju- tengda skatta. Þótt hér sé einungis tekið dæmi af einstaklingi er það hliðstætt fyrir hjón því að tekjur hjóna eru skattlagðar sitt í hvoru lagi. Undirritaður telur að hér sé of langt gengið í skattlagningu á venju- legar launatekjur og leggur til að þessar jaðarprósentur verði lækkað- ar um 4%. Flytur hann breytingar- tillögur í samræmi við það. Samkvæmt upplýsingum fjár- málaráðuneytis mundi tekjuskattur einstaklinga þá lækka um 420 mill- jónir króna. Á hinn bóginn er ljóst að tekju- skattar fyrirtækja eru óheyrilega lágir á íslandi og einungis 2800 fyr- irtæki af 10.600 sem telja fram greidda tekjuskatta á líðandi ári. Þetta gerist í skjóli frádráttarfrum- skógar. Undirritaður telur að grisja beri þann frumskóg og einfalda, draga úr heimildum til frádráttar vegna reiknaðra framlaga í vara- sjóði og fjárfestingarsjóði og lækka heimildir til fyrningarfrádráttar. Með því ætti að hækka álagðan skatt á fyrirtækin um 650 milljónir kr. Yrði þá afgangur um 230 mill- jónir kr. sem færi til þess að bæta stöðu ríkissjóðs. Bókafréttir Kristján Albertsson Margs er að minnast Skráð hefur Jakob F. Ásgeirsson Frásagnasnilld Kristjáns AI- bertssonar er alkunn og nýtur sín enn vel þó að árum fjölgi. En sjón- leysið varnar honum ritstarfa og því er þessi dýrlega minningabók til orðin fyrir samstarf tveggja. Kristján Albertsson kynntist mörgum og var vinur manna eins og Matthíasar Jockumssonar, Ein- ars Benediktssonar, Jóhanns Sigur- jónssonar, Jóhannesar Kjarvals, Guðmundar Kambans, svo að ein- hverjir séu nefndir af þeim sem koma við sögu í þessari bók, að njóta frásagnir hennar slíkra ná- inna kynna í ríkum mæli. Kristján Albertsson segir um- fram allt frá því sem hann hefur heyrt og séð innan lands og utan, og er það bæði margt og minnisvert. Bókin er 200 bls. og 24 myndasíð- ur að auki. Hún er prentuð í Prent- stofu G. Benediktssonar. Bókband annaðist Félagsbókbandið hf. Útgefandi er Almenna bókafé- lagið. Bergið klifið Minningar veiðimanns eftir Hlöðver Johnsen Hinn víðkunni Vestmannaeying- ur Hlöðver Johnsen (Súlli á Salta- bergi) skýrir hér frá því sem hann hefur lært í lífsins skóla, hvort held- ur sú lexía hefur verið gefin í tíræðu berginu, við veiðimennsku í úteyj- um eða Eldey, á sjó einhvers staðar við ísland með Binna i Gröf, úti í Fleetwood á stríðsárunum, í eld- gosinu eða við landbúnaðarstörfin fyrir ofan Hraun í Eyjum fýrir 50—60 árum. En hver er þá þessi maður? Ævin- týramaður? Veiðimaður sem hugs- ar um það eitt að drepa sem mest?, Nei, síður en svo. Hann er fyrst og fremst náttúrubarn, sem unir engu lífi betur en lífi úteyjanna og fugla- bjargsins. Og svo er hann líka at- huguli mannlífs- og náttúruskoð- ari. Hann þekkir lífshætti fugl- anna, sem hann hefur umgengist, betur en flestir aðrir — að maður ekki tali um mannlífið í Eyjum þau tæp 70 ár sem hann hefur lifað þar. Hlöðver var aðstoðarmaður vís- indamanna í Eyjum í eldgosinu, og er þáttur hans í sambandi við þau mál og hraunhitaveituna eftir gos bæði mikill og merkilegur. Þrír vinir Hlöðvers, Páll Magn- ússon fréttastjóri, Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri og Svein- björn Björnsson prófessor rita um kynni sín af honum í formála fyrir bókinni. Bókin er 223 bls. auk 8 litsíðna og prentuð í Prentsmiðju Árna Valde- marssonar en Bókbandsstofan Örkin annaðist bókband. Útgefandi er Almenna bókafé- lagið. Átján sögur úr Álfheimum eftir Indriða G. Þorsteinsson Indriði hóf ritferil sinn með verð- launaðri smásögu og síðan hefur hann alltaf öðru hverju fengist við smásagnagerð, og eru sumar af þessum sögum í úrvalsflokki ís- lenskra smásagna. Átján sögur úr Álfheimum er fjórða smásagnasafn hans. Þessar sögur eru til orðnar á all- löngum tíma, sú elsta er frá 1953, þær yngstu fullgerðar fyrir tveimur til þremur mánuðum. Margra grasa og margs konar blæbrigða kennir í þessum sögum. Fjórar þeirra gerast í útlöndum, aðrar í Reykjavík og sumar út um sveitir. Sögutíminn er líka misjafn — frá 19. öld til dagsins í dag. Hér eru bæði harmsögur og gam- ansögur, ástarsögur og ekki ástar- sögur, lausamenn, miðlungsfólk og höfðingjar í lífsins ólgusjó. En hvert sem efnið er nýtur sín ávallt jafn vel hinn skýri og stundum dá- lítið háðski og svali stíll höfundar- ins. Bókin er 198 bls. að stærð og prentuð og bundin í Odda. Útgefandi er Almenna bókafé- lagið. Leiðtogafundurinn í Reykjavík eftir Guðmund Magnússon í þessu verki birtist skýr og grein- argóð frásögn af því sem gerðist hérlendis dagana fyrir leiðtoga- fundinn í Höfða og á meðan fund- urinn stóð yfir. Sagt er frá viðbún- aði vegna fundarins, fréttamönn- um, fundinum sjálfum og þeim málum sem tekin voru fyrir og deilt var um. Bókin er prýdd fjölda mynda með textum bæði á íslensku og ensku. Þá er í bókarlok útdrátt- ur á ensku. Þetta er eigulegt verk fyrir alla, hérlendis sem erlendis, er vilja varð- veita minninguna um þá daga i september og október 1986 er ís- land var svið heimsatburða. Bókin er 96 bls. að stærð og 8 lit- myndasíður að auki. Hún er prent- uð í Prentstofu G. Benediktssonar og bundin í Félagsbókbandinu hf. Útgefandi er Almenna bókafé- lagið. Jólasveinarnir Út er komin jólasveinabók hjá AB eftir Iðunni Steinsdóttur, myndskreytt af Búa Kristjánssyni. Bókin fjallar um íslensku jólasvein- ana okkar. Það gerist margt sögu- legt þegar þeir leggja af stað til byggða með pokana úttroðna af gjöfum. Þeir eru komnir í rauð föt sem eru fínni heldur en mórauðu ullarflíkurnar sem þeir gengu í í gamla daga. Innst inni eru þeir samt sjálfum sér líkir. Kjötkrók dreymir um hangikjöt, Skyrgám um skyr, Bjúgnakræki um bjúgu og þannig mætti lengi telja. Þeir eru hættir að hrekkja — en stundum gleyma þeir sér. Jólasveinarnir er bók fyrir alla sem setja skóinn sinn út í glugga — og líka fyrir hina sem langar til þess en kunna ekki við það, af því að þeir eru orðnir svo stórir. Bókin er 69 bls. að stærð. Prent- un og bókband annaðist Prent- smiðjan Oddi. ísland á 19. öld eftir Frank Ponzi Þeir komu með farfuglunum og fóru með þeim aftur. Og hvort held- ur þeir voru prinsar, vísindamenn, skáld eða listamenn hafði ísland mikil áhrif á þá, þannig að sumutn entist það lífið á enda. Svo má ráða af bókinni ísland á 19. öld, sem Frank Ponzi listfræðingur hefur samið um hina erlendu ferðalanga á íslandi á öldinni sem ieið. ísland á 19. öld gerir grein fyrir þessum sumargestum, ferðum þeirra um Iandið og athöfnum þeirra hér, birt- ir áður óbirtar dagbækur úr ís- landsferðum tveggja prinsa, dansks og hollensks, en umfram allt fjallar hún um myndlist þessara ferða- langa og birtir hátt á annað hundr- að myndir sem hér urðu til á 19. öld. Sumar þessara mynda höfum við áður séð í bókum, aðrar hefur höf- undurinn grafið upp í listasöfnum víðsvegar í Evrópu eða Ameríku, jafnvel á heimilum. Ýmsar af myndum bókarinnar eru eftir fræga málara sem ferðuð- ust hingað á vit hins óþekkta til að endurnýja list sína við íslenskt Iandslag og öðruvísi birtu en þeir voru vanir. Aðrar gerðu drátthagir náttúruskoðaðar sem vildu festa á blað þau stórmerki sem þeir urðu hér vitni að. En hvort heldur var, þá sýni,r þessi arfur frá liðnum tíma, ásamt þeim texta sem fyigir, frá- bæra mynd af landi og mannlífi hér á 19. öld. Að baki þessari bók liggja miklar rannsóknir, enda ber hún því vitni með sínu fagra yfirbragði og fjölda nýrra sagnfræðilegra og listfræði- legra upplýsinga. Með þessari bók — ekki síður en fyrirrennara hennar, ísland á 18. öld — hefur Frank Ponzi unnið frá- bært verk, þar sem nýtur sín í góðri einingu sagnfræði, listasaga og ör- ugg smekkvisi. Bókin er h<eði á íslensku og ensku, óskagjöf til vina erlendis. Bókin er 164 bls. að stærð, prent- uð og bundin í Prentsmiðjunni Odda. Hvað er tónlist? Samtiningur um tónlist og tónlistar- menn eftir Árna Kristjánsson. Hvað er tónlist? er ekki aðeins snilldarlega rituð bók, heldur er hún einnig þannig fram sett að jafnt tónelskir sem ekki tónelskir hljóta að hafa unun af að lesa hana. Árni Kristjánsson píanóleikari hefur af sinni alkunnu hógværð kosið að kalla efnið samtíning og afsakast slíkt heiti af því einu að ritgerðirnar eru til orðnar á ýmsum tímum og af mismunandi tilefnum. En efnið er eitt — tónlistin — og þeim þáttum hennar sem hér eru teknir fyrir eru vissulega gerð rækileg skil. Fjallað er um þessa tónlistar- menn og verk eftir þá: Bach, Haydn, Scarlatti, Chopin, Wagner, Schubert, Smetana, Berlioz, Grieg, Sibelius, Sallinen, Nordheim. Einn-; ig er ritgerð um tónlist almennt og um íslenska tónlist. Hvað er tónlist? er rúmar 200 bls. að stærð, prentuð í Prentbergi og bundin inn í Félagsbókbandinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.