Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 18. desember 1986 Afgreiðsla fjáriaga fyrir árið 1987 Róttæk kerfisbreyting á ríkisbúskapnum óumflýjanleg Á sl. hausti greip Sjálfstæðis- flokkurinn til þess ráðs að skipta um fjármálaráðherra. Oddvita sjálfstæðismanna í Reykjavík, Albert Guðmundssyni, var vísað á dyr úr fjármálaráðuneytinu. í stól hans settist formaður Sjálfstæðis- flokksins, Þorsteinn Pálsson. Albert Guðmundsson var ekki talinn valda verkefni sínu. Honum var gefið að sök að fyrirsjáanlegur væri mikill haili á ríkisbúskapnum í heild; að hvergi örlaði á viðleitni til að losa ríkisbúskapinn úr viðjum sjálfvirkrar útgjaldaþenslu; að ekki örlaði á ráðdeild og aðhaldi í ríkis- búskapnum; að hann hefði engar tillögur fram að færa um stöðvun skuldasöfnunar, stöðvun útgjald- þenslu, afnám sjálfvirkni, hvað þá heidur að hann hefði fram að færa tillögur um róttækar kerfisbreyt- ingar í ríkisrekstri sem löngu væru tímabærar. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur nú fengið tvö tækifæri til að standa við stóru orðin og sýna árangur sinn í verki. Árangurinn lætur á sér standa. Albert er farinn og Þorsteinn kominn — og rétt ófarinn. Það hefur verið skipt um menn en hvorki um stefnu né vinnu- brögð. Allt situr við það sama. Nú- verandi fjárlagafrumvarp er i hefð- bundnum stíl. Það gæti alveg eins verið eftir Albert Guðmundsson eða þá Ragnar Arnalds og Tómas Árnason! Það er sama hvort litið er á tekju- öflunar- eða gjaldhlið fjárlaga: Viðleitni manna til að hafa stjórn á ríkisbúskapnum er komin í þrot. Það er vonlítið til árangurs að krukka í kerfið með smávægilegum breytingartillögum. Reyndar er óframkvæmanlegt að flytja breyt- ingartillögur af neinu tagi við 2. umræðu þar sem ekki liggur fyrir endurmat á tekjuhlið í kjölfar kjarasamninga. Tímabærar breyt- ingartillögur, sem máli skipta, kalla hins vegar á sérstaka löggjöf og verða auk þess að framkvæmast á lengri tíma en einu fjárlagaári, sam- kvæmt fyrirfram ákveðinni for- gangsröð verkefna. 1. Tekjuöflunarkerfi rík- isins er í rústum Siðlaust skattakerfi. Hinir efna- meiri í þjóðfélaginu hafa árum saman komist upp með að velta sín- um hlut af skattbyrðinni yfir á aðra. Sjálfstæðir atvinnurekendur hafa að verulegu leyti sjálfdæmi um tekjuskattsframtöl og skammta sér „vinnukonuskatta“. Frádrátta- frumskógur skattalaganna nýtist einkum hinum efnameiri. Meint tekjujöfnunaráhrif tekjuskattsins eru því meiri í orði en á borði. Vegna margvíslegra skattfríðinda bera jafnvel gamalgróin og skuldlítil stórfyrirtæki Iitla eða enga tekju- skatta. Niðurstaðan er sú að allt of fáir framteljendur um miðbik tekjuskalans bera meginþunga skattbyrðinnar. Söluskattskerfið: Á einum aldar- fjórðungi hefur söluskattsálagn- ingin hækkað úr 3% í 25%. Sölu- skatturinn er fyrir löngu orðin ujppistaða tekjuöflunar ríkissjóðs. Urelt og handahófskennt tollakerfi og allt of há söluskattsálagning vega þungt í neysluútgjöldum heim- ilanna og hafa augljós verðbólgu- áhrif. í „skattsvikaskýrslunni" við- urkenndu opinberir aðilar í fyrsta sinn að vanskil á söluskatti og skattundandráttur næmi á annan milljarð á ári hverju. Með skilvirku söluskattskerfi mætti þurrka út hallarekstur ríkissjóðs. Samt hefur hver fjármálaráðherrann á fætur öðrum látið þetta ónothæfa skatta- tæki dankast. í greinargerð fjár- málaráðherra með frumvarpi til laga um virðisaukaskatt er viður- kennt að gagnrýnin á söluskatts- kerfið er síst orðum aukin. Þar segir m.a.: „Fjölgun undanþága og auk- in sérhæfing í atvinnulífinu sam- hliða hækkun skatthlutfalls hefur leitt til þess að söluskattur getur ekki lengur gegnt hlutverki sínu í tekjuöflun ríkisins“ Viðurkennt er að skattyfirvöld eigi í sívaxandi erf- iðleikum með innheimtu skattsins og að gjaldendur séu í sífelldri óvissu um skattskyldu. Augljósir erfiðleikar við að skipta sölu í und- anþegna sölu og skattskylda í versl- unum eru staðfestir. Játað er full- um fetum að ótvíræð skilgreining á því, hvað sé skattskylt og hvað ekki, sé ekki til. Þá er viðurkennt að vegna uppsöfnunar söluskatts í framleiðslu- og viðskiptakeðjunni standi hann i mörgum tilvikum í vegi fyrir eðlilegri þróun í fram- leiðslu og aukinni verkaskiptingu og sérhæfingu. Handahófskenndar undanþágureglur hafi sömu áhrif. Engu að síður leggur fjármálaráð- herra fram enn eitt fjárlagafrum- varp þar sem þessu ónothæfa skattatæki er ætlað er að vera uppi- staðan í tekjuöflun ríkissjóðs. Þetta er viðurkenning fjármálaráðherra á uppgjöf við að leysa vandamál sem honum ber skylda til að leysa. Virðisaukaskattur: í stað þess að mæta vandanum strax með því að gera löngu tímabærar og óumflýj- anlegar breytingar á söluskattskerf- inu, sem kæmu til framkvæmda strax á næsta ári, er lagt fram illa undirbúið og misheppnað frum- varp um virðisaukaskatt sem ekki á að taka gildi fyrr en á árinu 1988. Við seinustu fjárlagaafgreiðslu lögðu þingmenn Alþýðuflokksins til að undanþágum frá söluskatti yrði fækkað og prósentuálagningin lækkuð. Verðhækkunaráhrifum yrði mætt með umtalsverðri lækk- un tekjuskatts og beinni útgreiðslu ríflegra fjölskyldubóta og hækkun á bótagreiðslum almannatrygg- inga. Þar með væri stigið stórt skref í átt til upprætingar skattundan- dráttar. Þessar tillögur voru felldar af stjórnarliðum. Þess vegna sjá þingmenn Alþýðuflokksins ekki ástæðu til að flytja þessar tillögur á ný. Úr því sem komið er verður heildarendurskoðun skattakefisins að bíða nýs þingmeirihluta og nýrr- ar ríkisstjórnar. Tekjuskattar: Tekjuskattur ein- staklinga er nú orðið óréttlátur skattur sem launþegar bera nánast einir fyrir fjölmenna forréttinda- hópa sjálfstæðra atvinnurekenda af ýmsu tagi. Vegna fjölmargra lagaákvæða um skattfríðindi fyrir- tækja bera jafnvel vel stæð fyrir- tæki litla eða enga tekjuskatta. Það þykir ekki góð latína í skattamálum að sami tekjustofninn beri tvo skatta eins og tíðkast hér á landi með tekjuskatt til ríkisiris og útsvör til sveitarfélaga. Fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa vanefnt loforð flokksins og samþykkt Al- þingis um að afnema beri tekju- skatt á launatekjur í þremur áföng- um. Ástæða er til að ætla að víðtæk samstaða gæti náðst á Alþingi um nýtt og einfalt tekjuskattskerfi. Helstu hugmyndirnar hafa snúist um stórhækkuð skattfrelsismörk, afnám frádráttarliða og stað- greiðslukerfi tekjuskatts á háar tekjur. Engu að síður hafa fjár- málaráðherrar vanrækt undirbún- ing slíkrar löggjafar svo að fram- kvæmd hennar bíður einnig nýs þingmeirihluta og nýrrar ríkis- stjórnar. Tímabundinn sigbreytilegur eignarskattsauki: Þingmenn AI- þýðuflokksins hafa áður flutt til- lögur um stigbreytilegan eignar- skattsauka til tveggja ára á skuld- lausar stóreignir félaga og stór- eignamanna. Hins vegar gerðu þessar tillögur ráð fyrir hækkun á skattfrelsismörkum til eignarskatts fyrir mikinn meiri hluta fram- teljenda. Tillagan styðst við þau rök að á undanförnum verðbólgu- árum hefur veruleg eignamyndun átt sér stað í skjóli neikvæðra vaxta. Þessi eignamyndun hefur því orðið til fyrir tilstuðlan lána sem ekki hef- ur þurft að greiða til baka nema að hluta. Hér er því um að ræða eins konar verðbólgugróðaskatt. Lagt hefur verið til að tekjuauka ríkisins vegna þessa skatts yrði varið til að koma fjármögnun húsnæðislána- kerfisins á traustan grundvöll og til að bæta fórnarlömbum misgengis lána og launa upp óbærilega greiðslubyrði húsnæðislána og jafnvel eignamissi. Þessar tillögur hafa allar verið felldar af stjórnar- liðum. Handahófskennt tollakerfi: Lengi hefur staðið til að grisja tolla- frumskóginn. Handahófskenndar og flóknar reglur um tollaflokkun innfluttra neysluvara þarfnast sam- ræmingar og einföldunar. Niður- felling tolla og „tímabundins vöru- gjalds“ á matvælum og öðrum al- gengustu neysluvörum heimilanna ætti að vera Iiður í nýju söluskatts- eða virðisaukaskattskerfi og orka til lækkunar vöruverðs. Sama máli gegnir um reglur um tollkrít sem skv. hugmyndum ríkisstjórnarinn- ar virðast einungis eiga að ná til fárra stórfyrirtækja. Endurskoðun og einföldun tollflokkakerfisins er liður í heildarendurskoðun tekju- öflunarkerfis ríkisins og virðist einnig verða að bíða nýrrar ríkis- stjórnar. Niðurfelling „Smáskatta“: Það er til marks um hversu úrelt tekju- öflunar ríkisins er að enn er af gömlum vana haldið dauðahaldi í tugi smáskatta sem kosta ómælda fyrirhöfn við álagningu og inn- heimtu en svara varla innheimtu- kostnaði lengur. Við seinustu fjár- Iagaafgreiðslu lögðu þingmenn Al- þýðuflokksins til að fjöldi slíkra skatta yrði felldur niður en án ár- angurs. Sem dæmi um þetta úrelta smáskattakraðak má nefna: miðagjald flugvallarskatt prófgjöld skoðunargjald ökutækja sérleyfisgjald gjald á eyðublöðum heillaskeyta lestargjald vitagjald skipaskoðunargjald gúmmígjald sérstakt vörugjald af innlendri framleiðslu einkaleyfisgjald frá Happdrætti Háskóla íslands. Ábyrgðar- og fyrirhyggjulaus skuldasöfnun: Sjálfvirkni í ríkisbú- skapnum og ómarkviss síþensla út- gjalda hefur valdið því að stöðugt erfiðara verður að ná saman endum í ríkisbúskapnum. Þar sem tekju- öflunarkerfið er þegar hrunið eru ekki pólitískar forsendur fyrir því að afla ríkissjóði tekna sem nægja fyrir útgjöldum þar sem aukin skattbyrði hvílir með vaxandi þunga á launþegum einum saman. Ríkisstjórnir hafa látið reka á reið- anum. Þær hafa hvorki markað stefnu um kerfisbundinn samdrátt ríkisútgjalda né helur þorað að afla nægilegra tekna fyrir vaxandi út- gjöldum. Þrautalendingin hefur verið sú að auka erlendar lántökur. Nú þegar fer meira en fimmta hver króna sem íslendingar afla af er- lendum gjaldeyri til þess eins að standa undir greiðslu vaxta og af- borgana af löngum erlendum lán- um. Erlendar skuldir eru nú um 20% hærri en árlegar útflutnings- tekjur þjóðarinnar. Vaxtastefnan fyrr á árum leiddi til þess að sparifé landsmanna brann upp í verðbólg- unni og innlendur lánsfjármarkað- ur hrundi. Erlend lán hafa ekki að- eins verið tekin á tímum aflabrests og erfiðleika í utanríkisviðskiptum. í yfirstandandi góðæri hefur enn verið bætt við skuldasúpuna, tekin ný erlend lán umfram afborganir eldri lána. Þrátt fyrir stórbætt ytri skilyrði, landburð af afla og batn- andi viðskiptakjör er enn ekki byrj- að að grynnka á skuldasúpunni að ráði. Langstærsti skuldakóngur í ís- lenskum þjóðarbúskap er ríkið sjálft. Það er ekki nóg með að A- hluti ríkissjóðs sé rekinn með bull- andi halla. Samkvæmt reynslu er óhætt að áætla, miðað við vanmat úrgjalda og risavaxin fjárlagagöt, að við árslok 1987 verði hallinn á ríkissjóði um 3 milljarðar. Þegar litið er á ríkisbúskapinn í heild, af- komu ríkissjóðs í A-hluta, ríkisfyr- irtækja og stofnana í B-hluta og fjárfestingarlánasjóða og sameign- arfyrirtækja ríkis og sveitarfélaga í C-hluta nemur þensluhalli ríkisbú- skaparins uggvænlegum upphæð- um. Þessi hóflausa skuldasöfnun er helsta undirrót þess misvægis sem myndast hefur seinni árin milli of- vaxtar þjónustugreina á höfuð- borgarsvæðinu annars vegar og út- flutnings- og samkeppnisgreina hins vegar. Innstreymi erlends láns- fjár hefur skapað „falskar tekjur" í ýmsum greinum verslunar og þjón- ustu. í krafti þess hafa fyrirtæki í þessum greinum getað ástundað yf- irborganir og launaskrið sem leitt hefur til stórfellds fólksflótta úr út- flutningsgreinunum á landsbyggð- inni og valdið sjávarútveginum þungum búsifjum. Þarna hefur myndast enn eitt sprengirými mis- vægis, þenslu og verðbólgutilhneig- inga. Þegar ríkisbúskapurinn er orð- inn svo stjórnlaus sem raun ber vitni er ljóst að smáskammtalækn- ingar koma að engu haldi. Breyt- ingartillögur við einstaka liði duga ekki til. Vandi sem Ieystur er á ein- um stað breytist í vöntun á öðrum. Hér dugar ekkert minna en endur- skipulagning rikisbúskaparins frá rótum. Það verður að stokka spilin upp á nýtt. Það verður að byrja á byrjuninni, sem er í því fólgin að skilgreina hlutverk ríkisvaldsins í efnahagsstarfseminni upp á nýtt. Það er forsenda þess að hægt sé að stöðva síþenslu ríkisútgjalda, upp- ræta sjálvirka verðbólguframreikn- inga. Minni ríkisumsvif eru for- senda fyrir því að lækka skattbyrði og bæta lífskjör hinna verst settu, án verðbólgu. Breytingartillögur Alþýðuflokksins við fjárlög yfir- standandi árs voru skref í þessa átt. 2. Gjaldahlið: Hlutverk ríkisins: Síþensla ríkis- útgjaldanna styðst ekki við neina markvissa heildaráætlun heldur er hún afleiðing undanlátssemi ríkis- stjórna við sérhagsmuni og handa- hófskenndra skottulækninga sem gripið er til út frá skammtímasjón- armiðum, án þess að skeyta um af- leiðingarnar til lengri tíma litið. Fyrsta verkefnið er því að skilgreina hlutverk ríkisins upp á nýtt. Sér- staða Alþýðuflokksins meðal ís- lenskra stjórnmálaflokka er sú að hann er ekki þjónn neinna sérhags- muna. Flokkurinn hefur lýst sig andstæðing ríkisforsjár og miðstýr- ingar. Samkvæmt hugmyndum jafnaðarmanna er hlutverk ríkis- valdsins takmarkað en þýðingar- mikið. í efnahags- og fjármálum eiga afskipti ríkisvaldsins af efna- hagslífi að lúta að almennum skil- yrðum til atvinnurekstrar, að því að bæta umhverfi fyrirtækja, en ekki að hafa áhrif á sjálfan rekstur þeirra. Ríkisvaldið á að forðast beina ihlutun í atvinnulífinu, nema í al- gjörum undantekningartilvikum. Það á að draga úr pólitískri stýr- ingu fjármagns gegnum banka- og sjóðakerfi. Dýrkeypt reynsla af fjárfestingarmistökum liðinna ára hefur fært okkur heim sanninn um þetta. í stað þess að eyða kröftum sínum í ótal afskiþti, sem hafa skammvinn áhrif og oft beinlinis skaðleg, á ríkisvaldið að einbeita sér að fáum afmörkuðum sviðum, sem það á hins vegar að sinna vel. T.d. á ríkisvaldið að tryggja gott skólakerfi og góða heilbrigðisþjón- ustu. Það á að beita fjárlögum rík- isins sem hagstjórnartæki til að draga úr sveiflum og treysta jafn- vægi. Það á að beita þeim hag- stjórnartækjum öðrum, sem ríkis- valdið hefur yfir að ráða, til þess að hafa áhrif á eigna- og tekjuskipt ingu í jafnaðarátt. Þetta á að gera í gegnum einfalt og skilvirkt skatta- kerfi, almannatryggingar, lífeyris- tryggingar og húsnæðislánakerfi. í staðinn á ríkisvaldið að láta af handahófskenndum og einatt skað- legum afskiptum af fyrirtækja- rekstri, millifærslum og möndli í þágu í þágu sérhagsmuna. í Ijósi þessarar stefnu mun ríkis- stjórn, sem Alþýðuflokkurinn á að- ild að, beita sér fyrir heiidarendur- skoðun á ríkisbúskapnum. í fjár- málaráðuneyti í höndum Alþýðu- flokksins yrði unnið að þessu verk- efni skv. fjögurra ára áætlun. Sem dæmi um slík viðfangsefni má nefna: 1. Skattakerfið og skipulag þess. Mótun heildarstefnu í skatta- málum. 2. Húsnæðiskerfið og fjármögnun þess. 3. Landbúnaðarstefnan frá sjónar- Itarlegt nefndarálit þingmanna Alþýðuflokksins við fjárlagaafgreiðslu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.