Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 18. desember 1986 Viljum ekki svona hrika- legan virðisaukaskatt Framhald á bls. 4 að útrýma undanþágum og víkka út skattskyldusviðið, áhrifin af því að kerfið á að vera öruggara í innheimtu og áhrifin af því að eftirlit með innheimtu verður aukið — hvernig stendur á því að menn gera ekki ráð fyrir því, að það auki tekjur ríkissjóðs um meira en 400 milljónir króna? Fjármálaráðherra vanmetur tekjuaukann Ég fyrir mína parta trúi því ósköp einfaldlega ekki. Fyrir liggja upplýsingar, varfærið mat í svokall- aðri skattsvikaskýrslu hæstvirts fjármálaráðherra, um skattundan- drátt, bæði að því er varðar tekju- skatt og söluskatt. Og eins og fram kom í máli hæstvirts síðasta ræðu- manns var gert ráð fyrir því að sölu- skattsundandráttur væri um — 1,3 milljarður króna ef ég man rétt. Ég trúi því ósköp einfaldlega ekki að þessar aðgerðir, útvíkkun sölu- skattssviðsins, afnám undanþága, bætt innheimta og hert eftirlit, leiði ekki til meiri tekjuauka fyrir ríkis- sjóð í virðisaukaskattskerfi, en hér er gert ráð fyrir. Af hverju segi ég þetta? Með vísan til þeirra upplýs- inga sem fjármálaráðuneytið hefur áður lagt fram sem svar við fyrirspurnum mínum um tekjuauka ríkissjóðs við af- nám á undanþágum í óbreyttu kerfi, eru þar rök fyrir því, að unnt sé að lækka álagningar- prósentuna í virðisaukaskatts- kerfi til mikilla muna meira en hér er gert ráð fyrir. Og það er mjög þýðingarmikið atriði, það er beinlínis lykilatriði. Það nær ekki nokkurri átt, ef við ætlum að gera samtímis breytingar á tekjuskattskerfi og neysluskatta- kerfinu, að ganga út frá því til frantbúðar að við búum við neyslu- skattastig á bilinu 20—30%. Við erum hér að tala um hæsta virðisaukaskattshlutfall í heimi. Ég segi það hreint út að ég vil ekki kaupa fræðilega kosti virðisaukaskatts umfram óbreytt kerfi þessu verði. Ég vil það ekki. Við erum ekki til viðræðu um að taka upp virð- isaukaskatt, sem er svona hrikalega hár. Og við vefengj- um röksemdir fjármálaráðu- neytisins fyrir því að nauðsyn- legt sé að halda virðisauka- skattinum í 20—21% til þess að halda óbreyttum tekjum. Við sem gagnrýnum það að þeg- ar hér er lagt fram frumvarp af þessu tagi, sem snertir alla einstakl- inga í landinu, alla neytendur og aila forsvarsmenn fyrirtækja, skuli ekki vera lagðar fram meiri töluleg- ar upplýsingar, sem hægt er að meta. Menn eru beðnir að trúa þeim tölum, sem farið er með í greinargerð, jafnvel þótt þær stang- ist á við aðrar uplýsingar, sem fram hafa komið frá ráðuneytinu. Byggt á vanmati Önnur meginröksemd okkar gegn þessu frumvarpi er sú að við teljum að það byggi á vanmati á þeim tekjuauka, sem ríkissjóður getur ætlað sér við afnám á undan- þágum og útvíkkun á skattsviði og hertu eftirliti. Þriðja meginröksemdin er sú, og leiðir af hinu sem þegar er sagt, að verðhækkunaráhrif af þessari háu prósentu eru of mikil. Jafnframt er það mjög gagnrýnisvert, að ekki skuli fylgja nánari úttekt, á töluleg- um grundvelli, um hvaða áhrif upp- taka virðisaukaskattsins hefði á þær atvinriugreinar, sem hafa verið undanþegnar söluskatti. Þau áhrif geta komið fram í mjög mismun- andi miklum mæli og það er auðvit- að alveg óhjákvæmilegt að skoða það, atvinnugrein fyrir atvinnu- grein. Hvað um ferðamannaþjónustu o.fl.? Það er talað um að virðisauka- skatturinn eigi ekki að leggjast á ferðamannaþjónustu. En hvað með t.d. þann þátt ferðamannaiðnaðar- ins sem heitir hótel- og veitingahúsa- rekstur, svo að nefnt sé dæmi? Eða þær spurningar, sem fram komu í máli seinasta ræðumanns, um af- leiðingar þess arna á byggingariðn- aðinn, byggingarkostnað? Er svo að skilja að endurgreiðslan eigi að ná til þeirra einna, sem standa fyrir nýbyggingum? Hvaða áhrif hefur upptaka þessa kerfis að öðru leyti á byggingariðnað og þjónustu, svo sem eins og endurbætur og við- hald? Hvaða áhrif hefur fjárbind- ingin, sem trúlega verður aukin i þessu kerfi á þeim greinum, sem nú verða virðisaukaskattsskyldar, en báru ekki söluskatt áður? Það er gagnrýnisvert að upplýsingar um þetta liggja ekki fyrir. M.ö.o., vinnubrögð- . in til undirbúnings þessu frumvarpi og upplýsingarnár sem fylgja því eru fjarri því að vera fullnægjandi. Það þýðir að þingnefndir, sem fá málið til umfjöllunar, hljóta að gera kröfu til að mikill fjöldi for- svarsmanna fyritækja verði kallaður til viðræðna við þing- nefndir eða leitað verði eftir upplýsingum frá þeim. Þegar af þeirri ástæðu þykir mér líklegt að þetta mál hljóti að verða lengi í meðförum þingsins. Þar af leiðandi er ólíklegt, eins og allt er í pottinn búið, að það geti náðst pólitískt samkomulag milli þing- flokka um þær lágmarksbreyting- ar.semgeraþarf á frumvarpinu til þess að það verði afgreitt endanlega á þeim tíma, sem eftir lifir þessa þinghalds. Haldlausar áætlanir Þá er loks að nefna hliðarráð- stafanirnar eins og þær eru hér boðaðar. Þessar hliðarráðstafanir byggja á þeirri forsendu að ríkis- sjóður ætli sér að taka allt í allt 2650 milljónir króna i formi virðisauka- skatts umfram það sem söluskatts- kerfið hefur skilað ríkissjóði áður og verja til verðlækkunaráhrifa. í fyrsta lagi með því að verja tæpum milljarði til niðurgreiðslna á hefð- bundnum búvörum. Þar með er fokin sú röksemd að virðisauka- skatturinn eigi að vera hlutlaus gagnvart atvinnufyrirtækjum og atvinnuvegum í landinu. Vegna þess að með hliðarráðstöfunum er verið að verja fé til neyslustýringar, til þess að hafa beinlínis áhrif á neyslu- val, og þar af leiðandi innkaup og markaðsstöðu fyrirtækja. Það er verið að mismuna atvinnuvegum, og er auðvitað megingalli. Um þetta er einfaldlega það að segja að þing- flokkur Alþýðuflokksins mun und- ir engum kringumstæðum fallast á þessa aðferð. í annan stað er gert ráð fyrir því að tollakerfið verði ein- faldað og lækkað og vöru- gjöld verði felld niður. Það er út af fyrir sig góð ráðstöfun og réttmæt og kemur t.d. til álita, að því er varðar áhrif virðis- aukaskatts á byggingariðnað- inn, hvort ekki er hægt að ganga mun lengra í þá átt fremur en að taka upp þá til- lögu sem hér er gert ráð fyrir, sem er endurgreiðsla vegna húsnæðisliðarins, hugsuð sem endurgreiðsla á fermetra íbúð- arhúsnæðis upp að tilteknu hámarki. Samkvæmt okkar upplýsingum hefur sú aðferð, þar sem hún hefur verið reynd, gefist illa. Virðist þá vera nærtækara bæði í þessu tilviki og almennt að ganga lengra í lækkun tolla á ýmsum há- tolluðum vörum, þar á meðal t.d. hátolluðum byggingarvörum, svo sem eins og baðherbergisáhöldum, eldhúshúsbúnaði og fleira af því tagi. Röksemdir okkar fyrir því að við getum ekki fallist á þetta frumvarp eru því þessar upp að telja: 1. Vegna þess að skatt- prósentan er allt of há. 2. Vegna þess að við tökum ekki trúanlegan talnagrund- völl frumvarps um það að ekki sé unnt með bættri innheimtu og niðurfellingu á undanþág- um að tryggja ríkissjóði þegar af þeirri ástæðu meiri tekjur, þannig að unnt sé að lækka prósentuna og um leið draga úr verðhækkunaráhrifum. 3. Vegna þess að við teljum mikið vanta á að við höfum í höndunum nægilegar upplýs- ingar um áhrif virðisauka- skattsins á þau fyrirtæki, eink- um smærri fyrirtæki í þjón- ustugreinum, sem nú verða skattlögð í virðisaukaskatts- kerfi, en voru það ekki í sölu- skattskerfi. Okkur skortir beinlínis sérstakar úttektir á atvinnugreinum og stöðu fyr- irtækja, áhrifum skattsins á samkeppnisstöðu og afkomu. 4. Vegna þess að hliðarráð- stafanirnar eru af því tagi að við getum ekki fellt okkur við þær. Verkefni nýrrar ríkisstjórnar Heildarniðurstaðan er sú, úr því sem komið er, að það verkefni bíð- ur nýrrar ríkisstjórnar að taka skattakerfið í heild til allsherjar- endurskoðunar. Fyrst og fremst með þeim rökum að það hefur áhrif hvað á annað, hvað gert er í endur- skoðun á tekjuskattskerfinu, og hvað gert er í endurskoðun á sölu- skattskerfinu. Það er raunverulega ógerningur, út frá málefnalegum rökum, að taka endanlega afstöðu til annars, án þess að hitt sé þekkt stærð. Að því er varðar hliðarráð- stafanir vil ég bæta því við, að það er augljóst mál, hvort heldur við tökum upp virðis- aukaskatt eða undanþágulít- inn almennan söluskatt, að þá er óhjákvæmilegt að grípa til hliðarráðstafana. Ef við stöldrum við fyrri hugmynd- ina, undanþágulítinn sölu- skatt, þá er það augljóst mál að jafnvel þótt söluskatts- prósentan yrði mjög lág, þá yrðu verðhækkunaráhrif á þeim vörum og þeirri þjón- ustu, sem áður var undanþeg- in söluskatti. Þetta þarf auð- vitað að bæta almenningi upp, neytendum, og þá ekki hvað sist barnafjölskyldum, með öðrum hætti. Um það gildir sú almenna skoð- un okkar, að þá á að beita skatta- kerfinu í heild sinni til tekjujöfnun- ar; ekki með því að veita sífellt fleiri og fleiri undanþágur eða frádrætti, og eyðileggja þar með skilvirkni kerfisins, heldur með því að verja hluta af skatttekjunum til út- greiðslu til þeirra hópa, sem þyngst- ar byrðar bera og þurfa mest á tekjujöfnunaraðgerðum að halda. Til þess að draga saman þessar nið- urstöður. Við þurfum í báðum tilvik- um að beita tekujafnandi að- gerðum. Þær þurfa hins vegar að fullnægja því skilyrði, að þær eiga ekki að þjóna undir sérhagsmuni. Þær eiga ekki að vera sértækar. Þær eiga að byggjast á útgreiðslu á mjög rausnarlegum barnabótum til barnafjölskyldna og verulegri hækkun á bótagreiðslum al- mannatrygginga, einkum og sér í lagi til ellilífeyrisþega. En þær eiga ekki að vera í því formi að skekkja neysluval og stýra fjármagni þannig milli atvinnu- greina. Enda væri það beinlínis í hrópandi mótsögn við meginrökin fyrir upptöku virðisaukaskatts, sem eru þau að hann á einmitt að bæta fyrir annmarka söluskattskerfisins, uppsöfnunaráhrifin, og það að hann er ekki hlutlaus, að því er varðar efnahagsleg áhrif milli at- vinnugreina. Róttækar breytingar nauðsynlegar Herra forseti. Ég get látið máli mínu lokið að svo stöddu. Ég end- urtek það að þingflokkur Alþýðu- flokksins getur ekki sætt sig við þetta virðisaukaskattsfrumvarp. Til þess að við getum fallist á upptöku virðisaukaskatts þyrfti að gera á því svo róttækar breytingar að það má heita, að það þyrfti að semja nýtt frumvarp. Lausar stöður hjá Borgarneshreppi: Verkstjóri Starf verkstjóra við áhaldahús Borgarneshrepps er laust til umsóknar. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf berist skrifstofu Borgarneshrepps fyrir 31. desember n.k. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri i sfma 93—7224. Fóstrur Nokkrar stööur fóstra við leikskólann í Borgarnesi eru lausar til umsóknar. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf berist skrifstofu Borgarneshrepps fyrir 31. desember n.k. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður I slma 93— 7425 og sveitarstjóri I sima 93—7224. Sveitarstjórinn í Borgarnesi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.